Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 9
FÖ^UDAGÚR'14. JÚLÍ 1989. Palmemálið: Dómur eftir tvær Dómur í Palmemálinu verður kveðinn upp 27. júlí og þangað til verður ákærði áfram í gæsluvarð- haldi, að því er tilkynnt var í gær. Þá komu saman tveir dómarar og sex neíhdarmenn sem kveða eiga upp dóminn. Þeir munu hittast aftur 18. júlí og er það túlkað sem að þeir hafi enn ekki gert upp hug sinn um hvort ákæröi er sekur eða saklaus. Það getur einnig þýtt að menn séu ekki sammála um hvem- ig dómurinn eigi aö hljóða. Bæði saksóknari og verjandi eru sam- mála um að engar aðrar ályktanir sé hægt aö draga af tilkynningunni frá því í gær og segir veijandi að enn sé málið ekki tapað. Ef tekin hefði verið ákvöröun um að ákæröi væri saklaus hefði þurft vikur að láta hann lausan tafarlaust áður en dómur verður kveðinn upp formlega. Saksóknari hefur krafist lífstíðarfangelsisdóms yfir ákæröa sem enn heldur fram sakleysi sínu. Ýmis vitni benda á ákærða sem mann þann er sást nálægt þeim stað þar sem Olof Palme, forsætis- ráðherra Svíþjóöar, var myrtur en ekkert þeirra sá hann með byssu í hönd og morðvopniö hefur ekki fundist. Sænsku lögreglunni berast enn ábendingar sem em athugunar virði. Eftir aö réttarhöldunum, sem staðið höfðu yfir í fimm vikur, lauk hefur ákærði fengið leyfi til aö horfa á sjónvarp, lesa dagblöð og hlusta á útvarp. Enn fær hann ekki aölesabréfsemhonumberast. rr Málefni Hong Kong enn í brennidepli Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Breta, kvaöst í gær viss um aö yfirvöld í Kína muni fylgja tíl hlítar samkomulagi Breta og Kínveija um námfstu framtíð Hong Kong þegar Bretland lætftr Kína í hendur stjóm nýlendunnar. Samkvæmt samkomu- laginu fá Hong Kong búar að halda núverandi efnahags- og félagskerfi í fimmtíu ár eftir að Kínverjar taka við stjórn nýlendunnar. Kína fær yfirráð yfir Hong Kong árið 1997. Howe sagði á þingfundi í gærkvöldi að kínversk yfirvöld hefðu ítrekað að þau myndu standa við samkomu- lagið og kvað utaníkisráðherrann bresk stjómvöld fagna því. En Howe kvaðst þó eiga í viðræðum við önnur ríki um hvemig best væri að bregð- ast við, „kæmi til hins versta“. Hann sagði að í kjölfar blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar í Peking í júní yrðu kínversk yfin'öld að sanna fyrir íbúum Hong Kong að þau myndu standa við gefin loforð. Her- inn lét til skarar skríða gegn mót- mælendum í Kína í byrjun júní og er óttast að hundmð ef ekki þúsund- ir hafi látist. í Kína hafa tveir menn til viðbótar verið teknir af lífi sakaðir um andóf Sir Geoffrey Howe, breski utanríkis- ráðherrann, í augum Luries Teikning Lurie gegn stjórnvöldum vegna aðildar að mótmælunum í síðasta mánuði. Þar með hefur verið tilkynnt opinberlega um tólf aftökur í tengslum við mót- mælin í Kína. Andófsmenn telja aö fleiri hafi veriö teknir af lífi án þess að stjórnvöld hafi tilkynnt um það opinberlega. Reuter Danski fanginn látinn laus Dönsk kona, sem verið hefur í haldi yfirvalda í ísrael frá því í síð- ustu viku, verður látin laus í dag, að því er talsmaður ísraelska sendiráðs- ins í Kaupmannahöfn tilkynnti í gær. Konan, Ulla Lyngsby, var hand- tekin á flugvellinum í Tel Aviv síð- astliðinn laugardag og hefur verið í einangrun í fangelsi í Haifa frá því á mánudag á meðan rannsókn í máli hennar hefur fariö fram. Var hún grunuð um fjandsamlega starfsemi gegn ísrael. Ulla Lyngsby, sem er barnshafandi og býr með Palestínumanni í Dan- • mörku, kom á fimmtudaginn í síð- ustu viku í fyrsta sinn til ísraels. Hún ætlaði meðal annars að heimsækja íjóra palestínska námsmenn sem í vor komu í heimsókn til Danmerkur. Við komuna til landsins var hún yfir- heyrð af öryggislögreglunni í einn og hálfan klukkutíma og var farangri hennar haldið eftir. Á laugardags- morgun fékk Ulla tilkynningu um að hún mætti sækja farangur sinn á flugvöllinn. Við komuna þangað var hún handtekin. Þrír af námsmönn- unum fjórum, sem Ulla ætlaði að heimsækja, voru handteknir um helgina. Talsmaður ísraelska sendiráðsins í Kaupmannahöfn sagði í gær að sannanir væru fyrir því að Ulla tengdist Fatah-hreyfingimni innan Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO. Allar fréttir af málinu hafa ver- ið ritskoðaðar í ísraelskum fjölmiðl- um. Útlönd Minnast Khomeinis Tugir þúsunda írana hættu bók- staflega lífi sínu í gær til að votta hinum látna trúarleiðtoga sínum, ayatollah Khomeini, hinstu virðingu. Mikill fjöldi írana tók þátt í minning- arathöfn um Khomeini sem haldin var við grafhýsi hans í gær. Þá var liðinn fjörutíu daga sorgartími sem lýst var yfir í landinu í kjölfar láts hans. Athöfnin fór fram í Behesht-e Za- hra kirkjugarðinum í útjaðri Teher- an, höfuðborgar íran, en tugir þús- unda fómarlamba úr átta ára styrj- öld írana og íraka bera bein sín þar. Mannfjöldinn hrópaði slagorð gegn Bandaríkjuninn en Khomeini var mjög andvígur Vesturlöndum. Sonur trúarleiðtogans, Ahmad, flutti eftir- mæh um foður sinn. Fyrr um daginn hafði artaki Khomeinis, Ali Khame- nei, heitið því að viðhalda strangtrú- arlögmálum þeim er Khomeini setti í íran eftir að hann komst til valda. Mikill hiti var í Teheran og féllu þúsundir syrgjenda í yfirhð. Ekki er vitað um nein mannslát en um þijá- tíu þúsund urðu að leita læknisað- foðar. Hin opinbera fréttastofa sagði ;v3 sumir hefðu hlotið slæm meiðsl, i iikum vegna mikhs troðnings. Hópur íranskra kvenna bíður þess að geta veitt Khomeini hinstu virðingu. Minningarathöfn fór fram í gær um hinn látna trúarleiðtoga en þá var lið- inn fjörutiu daga sorgartimi sem lýst var yfir i íran í kjölfar láts hans. Símamynd Reuter Nokkir létust þegar Khomeini var borinn til grafar þann 6. júní en þá flykktust um tíu milljónir írana tíl kirkjugarðsins. Þyrlur flugu yfir kirkjugarðinum í gær th að sprauta vatni á mannfjöld- ann en 42 stiga hiti var í Teheran. í íran eru nú framundan forseta- kosningar en þær fara fram 28. júh. Reuter VERIÐ VELKOMIN TIL KL. 20 í KVÖLD Laugardag kl. 9-18. Sunnudag kl. 11-18. KJÖTMIÐSTOÐIN Garðabæ, sími 65 * 64 * 00 GOTT VÖRUÚRVAL: - GOTTVERÐ - GÓÐ BÍLASTÆÐI Reuter og Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.