Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989. Úflönd Neðansjávargos víð Japan Eldgos varð um hundrað og (immtiu kilómetra suðvestur af Tokýo { gærkvöldi. Símamynd Reuter Eldgos varð í gærkvöldi í sjónum um hundrað og fimmtíu kílómetra suðvestur af Tokýo. Gosiö varð um kílómetra undan strönd Izu skagans þar sem fjöldijarðskjálfta hefur gengiö yfir frá því seinni hluta júnimánaö- ar. Á sunnudaginn varö þar öflugur jarðskjáifti með þeim afieiðingum að átján manns slösuöust Ekká hefur veriö tilkynnt um meiösli eða t)ón vegna eldgossins sera hófstígær. Reuter Loksins g'rft Hamingjusöm brúðhjón. Dimitra Uani og Andreas Papandreou giftu sig í gær. Sfmamynd Reuter Dimitra Liani og Andreas Papandreou, fyrrum forsætisráðherra Grikk- lands, gengu loksins í þaö heilaga í gær í Aþenu. Papandreou, sem er sjötugur, sagðist aldrei hafa verið jafn hamingjusamur. Liani hefur undanfama tíu mánuði komið fram eins og hún væri forsæt- isráðherrafrú þrátt fyrir aö Papandreou hefði ekki fengið skilnað fyrr en í júní, tveimur dögum fyrir kosningamar sem hann tapaði. Samtímis því sem Papandreou gekk í hjónaband tilkynnti hin nýja ríkis- stjórn Grikklands að hafin væri rannsókn á meintri spillingu stjórnar hans Aftökur á Kúbu Byltingarhetjan Amoldo Ochoa Sanchez og þrir aðrir háttsettir menn í hemum á Kúbu voru teknir af lífi í gær fyrir aðild að eiturlyfjasmygli. Aðeins nokkmm klukkustundum eftir aftökuna fór Castro, sem lítið hefur sést opinberlega síðan Ochoa og þrettán aðrir foringjar voru hand- teknir, í hefðbundna heimsókn til verkamanna. í sjónvarpsfréttum í Kúbu í gærkvöldi var varla minnst á aftökurnar en í staöinn var greint frá heimsókn Castros til verkamannanna og öðmm innanríkismálum. Verkfall í Síberíu Um tuttugu þusund námuverkamenn á fundi i gær i borginni Mezhdurec- hensk. Simamynd Reuler Námuverkamenn á næstmesta kolaframleiöslusvæði Sovétríkjanna, sem efnt höfðu til alvarlegasta verkfalis í Sovétríkjunum frá því aö Gor- batsjov forseti komst til valda 1985, sneru aftur til vinnu eftir að gengiö hafði verið að flestum kröfum þeirra. Meö verkfallsaögerðunum vom námuverkamennirnir að krefjast betri lífsskilyrða. Pólitik kom þó fljótt í spihð og heimtuðu verkamennirnir að völd kommúnistaflokksins í málefnum staðarins yrðu minnkuð. Sovéska fréttastofan Tass sagði í gær að gengið heföi verið að kröfum verkamannanna um hærri laun fyrir næturvaktir, betri matvæli, betra húsnæði og aðgerðir til aö minnnka mengun. Hættir við að hætta? Leiðtogar Verkamannaílokksins í ísrael velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi nokkuð að hætta stjórnar- samstarfmu með Likud-ílokknum eins og þeir hótuðu fyrr í þessari viku þar sem þeir sjá ekki fram á að þeir græði neitt á því. Verkamannaílokkurinn hefur hót- að að hætta vegna harðorðra skil- yrða sem bætt var í tillögu Likud- flokksins um frið á herteknu svæð- unum. Samkvæmt skoðun Verka- mannaflokksins er útilokað að arab- ar samþykki kosningatillögurnar eftir að sett voru þau skilyrði að arabar í austurhluta Jerúsalem megi ekki taka þátt í kosningunum, að ekki verði rætt við Palestínumenn fyrr en uppreisnin sé hætt og að sjálf- stætt ríki Palestínumanna sé aUs ekki inni í myndinni. Shamir forsætisráðherra er sagður vera farinn að reyna að blíðka Verkamannaflokkinn sem gerir sér grein fyrir að hann kæmi ekki tíl með að hljóta fleiri þingsæti ef kosn- ingar yrðu haldnar nú. Einnig gætu kosningar haft það í för með sér að Shimon Perez myndi missa embætti flokksleiðtoga Verkamannaflokks- ins í hendur Yitzhak Rabin vamar- málaráðherra. Ráðherrar úr Verkamannaflokkn- um segja að þeir muni halda áfram stjórnarsamstarfinu ef Shamir sýni fram á að atkvæðagreiðslan í Likud- flokknum muni ekki breyta friðará- ætluninni eins og hún var samþykkt afstjórninni. Reuter Utanríkisráðherra ísraels, Shimon Peres, á tali við Palestínumenn í Nablus. Verkamannaflokkurinn óttast að ef kosið verði nú muni Peres missa sæti flokksformanns í hendur Rabin varnarmálaráðherra. Simamynd Reuter Edward Koch í framboð Borgarstjórinn í New York, Ed- ward Koch, tUkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram í fjórða sinn. Það var í útvarpsviðtali sem Koch tUkynnti þessa ákvörðun sína. Koch, sem er gyðingur, er fyrsti borgarstjórinn í New York sem býð- ur sig fram í fjórða sinn. Hann hefur nú verið borgarstjóri New York- borgar í tólf ár og tekist að laga efna- hag borgarinnar sem á miðjum síð- asta áratug var nær gjaldþrota. David Dinkins, hverfisstjóri í Man- hattan, sem einnig býður sig fram fyrir demókrata, er talinn sigur- stranglegri en Koch. Rudolf Giuliani, fyrrum saksóknari New York-borg- ar, er helsti maðurinn á Usta repú- blikana. Samkvæmt skoðanakönn- unum myndi hann bera sigurorð af Koch. Reuter Milljarðar til hreinsunar Samþykkt var í fulltrúadeild ít- alska þingsins í gær að verja sem svarar 56 milljörðum íslenskra króna til að hreinsa Adríahafið þar sem gul froða er við baðstrendurnar. Hafa þúsundir ferðamanna afpantað sólarstrandaferðir sínar vegna froð- unnar. Hún er taUn stafa af þörung- um sem nærast á áburði sem berst með ám til sjávar. Hafa heilbrigðisyfirvöld ráðið fólki með sár og skrámur frá því að baða sig í sjónum þar til vísindamenn hafa lokið rannsóknum sínum á hversu mikU hætta stafar af þörangaplág- unni. Ferðamannaiðnaðurinn á Ítalíu hefur oröið fyrir gífurlegu tjóni. Eru bókanir 25 til 30 prósentum færri en í fyrra vegna frétta af ástandinu við strendur Adríahafs. Samkvæmt tiUögunni sem sam- þykkt var í fulltrúadeildinni í gær á hreinsunarátakið að standa í þrjú ár en öldungadeildin á eftir aö sam- þykkja tUlöguna. Einn þingmannanna, nýfasistinn Berselli, var færður úr þingsal í gær vatni til að mótmæla aðgerðaleysi eftir aö hann klæddi sig úr skóm og stjórnvalda. sokkum og steig í bala með menguðu Reuter Sýni tekin úr Adriahafinu þar sem þörungaplága herjar á baðstrendur. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.