Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989. Lífsstni Það er Ifklega einna hagkvæmast fyrir þá sem vilja lítið magn að kaupa hálfan lax sporðmegin. DV-myndS heilan lax? - hvað borgar sig að kaupa? Margir hafa sjálfsagt velt þvi fyr- ir sér hvort hagkvæmara sé að kaupa laxinn í heilu eða 1 sneiöum. Við vitum að kílóverðið er mun lægra á heilum laxi en hitt er svo önnur saga hvað maður hefur við mikið magn að gera. Við fengum Guðmund Júliusson í Melabúðinni til liös við okkur til að kanna þetta mál. Fyrst tókum við heilan, slægðan Hvítárlax og vigtuðum. Hann reyndist vera 2.420 g, kílóverðiö var 650 kr. sem þýðir að fiskurinn kost- aði 1573 kr. Síöan skárum viö haus- inn af, en margir nýta ekki þann hluta skepnunnar. Við vigtuðum hann aftur og nú var hann 2.135 g. Miðað við þá þyngd má segja að kílóverð hafi í raun verið komið upp í 737 krónur. Ef við tökum til samanburöar kílóverð á hálfum laxi, sporðstykki þá er munurinn í raim ekki mikill en hann er á 750 kr. kílógrammið. Neytendur Þar sera kilóverð á sneiðum er hins vegar mun hærra er augljóst að hálfur lax sporömegin er mun vænni kostur en sneiðar ef kaupa á í minna magni. Hitt er svo annað mál að mörgum þykir fremri hluti fisksins betri og fallegri til að bera fram. Þess má geta að margar verslanir selja lax- hausa á lágu verði og einnig er hægt að fá flakaðan, beinlausan lax sumstaðar. Að sögn eins verslunareiganda má jafnvel búast við að verð á villt- um laxi lækki enn frekar á næst- unni því nóg framboð er þessa dag- ana. -gh Eldislax og villtur lax: Auðvelt að þekkja þá í sundur Nú er rétti tíminn fyrir laxunnend- ur að skella sér i lax. Þeir sportlegu fara erfiðari leiðina og beita alls kyns kúnstum til að fá hann í fall- vötnum landsins. Hinir heima- kæru láta sér hins vegar nægja að kaupa hann í næstu búö. Að ýmsu er aö huga viö kaup á laxi. Spurningin er hvort hann er villtur eða eldis. Sá siðamefndi er mun ódýrari. Sumum finnst hann ekki eins góður og þykir hann stundum lausari í sér en sá villti. Auövelt er að greina villtan lax og eldislax í sundur á útlitinu. Sá villti er silfúrgrár á meöan hinn hefur brúnni blæ yfir sér. Sporðurinn á Mikið er um fallegan lax, sem ekki er of stór, í verslunum um þessar mundir. DV-mynd S eldislaxinum er yfirleitt minni og töluvert tættur eða skorinn. Fisk- holdið á eldislaxinum er rauðara en á þeim villta. DV kannaði verð á laxi í nokkr- um verslunum í Reykjavík nýlega. Bæði var athugað verð á eldislaxi og villtum sem gengur ýmist undir nöfnunum hafbeitarlax eða Hvítár- lax. Verö var töluvert mismunandi á milli verslana, tegunda og svo að sjálfsögöu á milli þess í hvaða formi laxinn var keyptur. Lægsta kíló- verðið er fyrir heilan lax, næst kemur kílóverð fyrir hálfan lax sporðhluta (stupdum er þaö reynd- ar það sama og fyrir sneiðar), sneiðar sem teknar eru af fremri helmingi fisksins eru dýrastar. í Hagkaupi við Eiðisgranda kost- ar kílóið af hafbeitarlaxi 536 kr. í heilu og 790 kr. í sneíðum. Eldislax- inn er á 386 kr. kg í heEu og 599 kr. í sneiðum. Verslunin Nóatún við samnefnda götu er með þann villta á 525 kr. kg í heilu og 695 kr. í sneiðum. Þar var kflógrammið af eldislaxinum í heflu á 390 kr. og i sneiðum á 525 kr. í Melabúðínni við Hagamel kost- ar Hvítárlaxinn 650 kr. kg í heilu og 850 kr. kg í sneiðum. Eldislaxinn er á 490 kr. kg í heilu og 590 kr. kg í sneiöum. Kílóverðið í Melabúðinni og Hag- kaup miðast við að fiskurinn sé slægður en í Nóatúni miðast það viðóslægðanfisk. -gh Afmæli Amheiður Böðvarsdóttir Arnheiður Böðvarsdóttir, Efri- Brú, Grímsneshreppi, Árnessýslu, er áttatíu og fimm ára í dag. Arn- heiður er fædd í Útey í Laugardal og ólst upp á Laugarvatni. Hún var í námi í kvennaskóla í Þýskalandi 1929-1930 og einn vetur við handa- vinnu- og hannyrðanám í Reykja- vík. Arnheiður var fyrsti handa- vinnukennari stúlkna í Héraðsskól- anum á Laugarvatni fyrsta vetur skólans og húsfreyja á Efri-Brú. Arnheiður giftist 21. júní 1930 Guð- mundi Guðmundssyni, bróður Tómasar skálds, f. 3. október 1898, d. 10. maí 1982, b. á Efri-Brú. For- eldrar Guðmundar voru Guðmund- ur Ögmundsson, b. á Efri-Brú og kona hans, Steinunn Þorsteinsdótt- ir, systir Sigrúnar, móður Hannesar þjóðskjalavarðar og Þorsteins hag- stofustjóra, Þorsteinssona, og Jó- hönnu, móður Óskars Gíslasonar ljósmyndara og ömmu Ævars Kvar- an og Gísla Alfreðssonar þjóðleik- hússtjóra. Börn Arnheiðar og Guð- mundar: Ingunn, f. 25. mars 1934, gift Bergi Jónssyni rafmagnseftir- litsstjóra og eiga þau íjögur böm; Böðvar Magnús, f. 8. nóvember 1935, b. og búfræðingur á Efri-Brú og átti hann fimm böm, sambýliskona hans er Hildegard Dúrr; Guðmund- ur, ft 23. febrúar 1950, kennari í Rvík, kvæntur Svölu Árnadóttur og eiga þau fiögur börn; og Steinunn, f. 5. september 1931, gift Guðlaugi Torfasyni, b. á Hvammi í Hvítársíðu í Borgarfirði, og eiga þau fimm böm. Systkini Amheiðar: Ragnheiður, f. 7. nóvember 1899, gift Stefáni Dið- rikssyni, d. 18. janúar 1957, b. og oddvita á Minni-Borg í Grímsnesi; Sigríður Guðný, f. 1901, lést vik- ugömul; Magnús, f. 18. júní 1902, d. 12. nóvember 1971, b. í Miðdal í Laugardal, kvæntur Aðalbjörgu Haraldsdóttur; Laufey, f. 24. nóv- ember 1905, d. 1974, gift Páli Diðriks- syhi, d. 1972, b. á Búrfefli; Hrefna, f. 26. nóvember 1906, d. 8. júlí 1976, gift Stefáni Ingvarssyni, d. 12. nóv- ember 1963, b. í Laugardalshólum í Laugardal; Magnea Guðrún, f. 20. mars 1908, d. 22. maí 1977, gift Jón- asi Þorvaldssyni, d. 2. júlí 1978, skólastjóra í Olafsvík; Hlíf, f. 11. apríl 1909, gift Guðmundi Gíslasyni, skólastjóra héraðsskólans á Reykj- um í Hrútafirði; Sigríður, f. 29. ágúst 1912, gift Valtý Guðmundssyni, fyrrv. b. í Miðdalskoti í Laugardal; Lára, f. 25. ágúst 1913, gift Hauki Eggertssyni, framkvæmdastjóra í Rvík; Auður Brynþóra, f. 13. júlí 1915, gift Hjalta Bjarnfinnssyni, d. 30. maí 1984, framkvæmdastjóra í Rvík; Anna Bergljót, f. 19. júní 1917, gift Benjamíni Halldórssyni, tré- smið á Laugarvatni; og Svanlaug, f. 24. desember 1918, gift Jóni Leós, d. 16. febrúar 1978, bankagjaldkera í Landsbankanum í Rvík. Fóstursyst- ir Arnheiðar er Áslaug Stefánsdótt- ir, f. 18. júní 1928, dóttir Ragnheiðar Böðvarsdóttur, skrifstofumaöur í Rvík, gift Sigurði Vigfússyni, er lát- inn, forstöðumanni Heimatrúboðs- ins. Foreldrar Amheiðar vom Böðvar Magnússon, b. og hreppstjóri á Laugarvatni, og kona hans, Ingunn Eyjólfsdóttir. Föðursystir Arnheið- ar var Guðrún, móðir Ragnheiðar Jónsdóttur rithöfundar, móður Sigrúnar Guðjónsdóttur myndlist- armanns. Böðvar var sonur Magn- úsar, b. í Holtsmúla á Landi, Magn- ússonar, b. á Stokkalæk, bróður Guðrúnar, langömmu Hrafnkels Helgasonar yfirlæknis. Magnús var sonur Guðmundar, b. í Króktúni, Magnússonar, bróður Þorsteins, langafa alþingismannanna Þórhild- ar Þorleifsdóttur, Eggerts Haukdal og Benedikts Bogasonar. Móðir Guðmundar var Guðrún, langamma Magnúsar Kjaran, afa Jóhanns Sig- urjónssonarsjávarlíffræðings. Guð- rún var dóttir Páls, b. á Keldum, Guömundssonar og konu hans, Þu- ríðar Jónsdóttur, systur Páls skálda, langafa Ásgeirs Ásgeirsson- ar forseta. Móðir Böðvars var Arn- heiður Böðvarsdóttir, b. á Reyðar- vatni, Tómassonar, og konu hans, Guðrúnar Halldórsdóttur, b. í Þor- lákshöfn, Jónssonar. Móðir Guð- rúnar var Guöbjörg Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Systir Arnheiður Böðvarsdóttir. Guðbjargar var Salvör, amma Tóm- asar Sæmundssonar Fjölnismanns. Móðurbróðir Arnheiðar var Brynjólfur, langafi Víglundar Þor- steinssonar, formanns Félags ís- lenskra iðnrekenda. Ingunn var dóttir Eyjólfs, b. á Laugarvatni, bróður Kolbeins, langafa Unnar, móður Þórunnar Sigurðardóttur rithöfundar. Eyjólfur var sonur Ey- jólfs, b. á Snorrastöðum í Laugar- dal, Þorleifssonar og konu hans, Ragnheiðar Bjamadóttur, b. í Ef- stadal, Jónssonar. Móðir Ragnheið- ar var Jórunn Narfadóttir, systir Andrésar, föður Magnúsar, alþing- ismanns í Syðra- Langholti, langafa Ásmundar Guðmundssonar bisk- ups og Sigríðar, móður Ólafs Skúla- sonarvígslubiskups. Systir Jómnn- ar var Elísabet, langamma Hannes- ar þjóðskjalavarðar, Þorsteins hag- stofustjóra og Jóhönnu, móður Óskars Gíslasonar ljósmyndara og ömmu Gísla Alfreðssonar þjóðleik- hússtjóra og Ævars Kvaran leikara. Móðir Ingunnar var Ragnheiður Guðmundsdóttir, b. í Eyvindart- ungu, bróður Halldóm, ömmu Björns Þórðarsonar forsætisráð- herra og langömmu Guðrúnar, móður Ragnars Arnalds. Guðmund- ur var sonur Ólafs, b. á Blikastöðum í Mosfellssveit, Guðmundssonar, bróður Ragnheiðar, langömmu Guðlaugar, ömmu Péturs Sigur- geirssonar biskups. Elín Sæmundsdóttir Elín Sæmundsdóttir, verkakona og húsmóðir, til heimilis að Hjalla- vegi UC, Njarðvík, varð sjötug í gær. Elín fæddist að Hraunhálsi í Helgafellssveit og ólst þar upp. Hún giftist 28.10.1948, Kristbergi Elíssyni, sjómanni og síðar verka- manni, f. 15.9.1912, d. 8.6.1982, en foreldrar hans vom Elís Gíslason, b. að Vatnabúðum í Eyrarsveit, og kona hans Vilborg Jónsdóttir. Elín og Kristbergur hófu búskap í Grundarfirði og bjuggu þar nokkur ár en fluttu til Njarðvíkur 1955 þar sem Elín hefur búið síðan. Krist- bergur stundaði sjómennsku fyrir vestan en hóf störf hjá Skipasmíða- stöð Njarðvíkur og starfaði þar síð- amÆlín starfaði hins vegar við fisk- vinnslu í nokkur ár en hóf störf í bakaríi 1973 og vann þar í fimmtán ár. E:í:.i og Kristbergur eignuðust þrjá syni jn sá elsti lést í fæðingu. Auk þess ólu þau upp fósturdóttur. Börn Elínar og Kristbergs: Kristberg E. Kristbergsson, skipasmiður í Njarð- vík, kvæntur Jónínu Guöbjarts- dóttur og eiga þau fjögur böm, og Jóhann S. Kristbergsson, skipa- smiður í Keflavík, kvæntur Jó- hönnu Árnadóttur og eiga þau þrjú börn. Fósturdóttir Elínar og Krist- bergs er Guðný Elíasdóttir, hús- móðir í Grindavík, og á hún eina dóttur en maður Guðnýjar er Ólafur Jónsson. Elín var yngst tíu systkina og eru fimm þeirra nú á lífi. Foreldrar Elínar voru Sæmundur Guðmundsson, b. að Hraunhálsi í Helgafellssveit, f. 4.6.1874, d. 2.1. 1934, og Jóhanna Elín Bjarnadóttir húsmóðir, f. 28.10.1877, d. 13.6.1954. Elín tekur á móti gestum að Stað- Elín Sæmundsdóttir. arvör 1, Grindavík, laugardaginn 15.7. eftir klukkan 15. 90 ára Sólveig Þórðardóttir, Furugeröi 1, Reykjavík. 75 ára Einar Guðmundsson, Hrauntúni 11, Vestmannaeyjum. 70 ára Halldór Bjamason, Strandgötu 9, Ólafsfirði. Tryggvi Friðlaugsson, Kúrlandi 3, Reykjavík. Einar Guðjónsson, Fjarðarvegi 10, Þórshöfti. Þorsteinn Thorsteinsson, Ðrápuhlíö 30, Reykjavík. 60 ára Karl Þorbergsson, Bjarmalandi J4, Miöneshreppi. Jóhannes Matthias Guðjónsson, Furubrekku, Staðarsveit. 50 ára Ingibjörg Jóhannesdóttir, Laufvangi 13, Haftiarfirði. Rúnar Guðmannsson, Grænuhhð 17, Reykjavík. Kari Kristjánsson, Miðtúni 40, Reykjavík. 40 ára Rúnar Sigurðsson, Hraunbæ 190, Reykjavík. Margrét Bjamadóttir, ( Stekkholti 21, Selfossi. Gerður S. Sigurðardóttir, Fagrahvammi 7, Hafnarfírði. Mikael Chu, Melgerði 18, Kópavogi. Sigurður P. Rögnvaldsson, Austurgötu 16, Hofsósi. Hrönn Oskarsdóttir, Miögarði 6, Keflavík. Helga Kristjánsdóttir, Hæðarbyggð 4, Garðabæ. Erlendur Guðmundsson, Amarhóh, Vestur-Landeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.