Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR14. JÚLÍ 1989. Fréttir Langtímaveöurspá frá 15. júlí til 15. ágúst: Sólsveltir Islendingar hafa ekki ástæðu til bjartsýni „Það eru 55 prósent líkur á því að úrkoma veröi meiri en í meðal- lagi fram i miöjan ágúst á meðan nokkuð jafnar líkur eru á meðal- hita við ísland á þessum tíma,“ sagöi veðurfræöingur hjá banda- rísku veðurstofunni í samtali viö DV. DV halði samband við Banda- rikjamennina í þeirri von aö geta fengið hjá þeim langtímaveöurspá er gæti lyft íbúum á Suöur- og Vest- urlandi upp úr þungum rigningar- þönkum sinura. Þaö er hins vegar ekki mikil von á að rofi mikið til ef marka má orö veðurfræðingsins. Spáin fyrir tímabiliö 15. júlí til 15. ágúst virðist gera ráða fyrir frekar votviðrasamri tið fyrir landsmenn, alla vega vel vætta íbúa Suðvestur- lands. Ef veðrið hagar sér á svipað- an hátt með tilliti til landshluta og það hefur gert ætti ekki að væsa um fólk á norðan- og austaverðu landinú. Hversu áreiðanleg er þessi spá? Nógu áreiöanleg telja sumir, og vísa til takmarkaðs áreiðanleika í veðurspám yfirleitt. Aörir gefa henni hins vegar ekki mörg prik. DV hefur birt nokkrar langtíma- spár þaö sem af er árinu og virtust þær spár ganga eftir í meginatrið- um. Þannig var til að mynda bjart en svalt vor i ár, alveg í samræmi við langtímaspá DV. Þessi langtímaspá er byggð á lofl- straumum í um 10 þúsund metra lofthæö og segir til um megintil- hneigingar í veðri. Ef spá á um vinda við yfirborð jarðar, sem geta ráðið hvar á landinu er sól þann og þann daginn, vilja veðurfræö- ingar ektó. spá lengra en i mesta lagi5-10 dga fram í tímann. „Lengri spár eru marklausar í því sam- hengi,“ sagði bandariski veður- fræðingurinn. Það má segja að fólk suövestan- lands hafi veðrið á heilanum þessa dagana, ef ekki þá alla vega rigning- una í hárinu. Ef sólin raá vera aö þvi að kikja á okkur hér á suðvest- urhominu eina morgunstund ætlar allt vitlaust að verða. „Sumarið er komið!“ Svo líöur að hádegi og við tekur sama gamla tuggan - skýjað veður, síðan rignmg. Svo vakna menn í þoku og súld daginn eftir. Er það nokkur von að veðriö sé eitt aöalumræðuefnið í upphafi hunda- daga? Það eina sem hægt er að gera í stöðunni er að bíða og vona að það verði sól og sumarylur. -hlh Langtímaspá yfir veður á N - Atlantshafi í júlí/ágúst Byggt á gögnum NOAA(National Oceanic and Atmospheric Adminstration) Barst til sýslumanns í gegnum tölvukerfið - Hagvirki ætlar að áfrýja „Þetta virðist hafa lagast eitthvað, krafan hefur þó lækkaö um 45 millj- ónir. Það er bara spuming hvort að hún lækkar ekki um 108 milljónir næst um leið og við fáum skaðabæt- ur,“ sagði Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirtós, en niðurstaða í söluskattsmáli fyrirtækisins var send út frá Rítóskattanefnd í gær. Reyndar höfðu þeir Hagvirtósmenn ekki enn fengið niðurstöðuna form- lega én þeim verið tjáð að hún væri á leið í pósti. Jóhann sagði að lög- menn og endurskoðendur fyrirtæk- isins hefðu leitað eftir niðurstöðu málsins eftir að fregnir fóru að ber- ast um það í fjölmiðlum en án árang- urs. Þá sagöi Jóhann að fyrirtætóð myndi áfrýja máhnu en reyndar er það ennþá til meðferðar í bæjar- þingi. Jóhann sagðist ekkert geta sagt til um þaö hvort fyrirtætóð myndi greiða kröfuna núna til að koma í veg fyrir frekari lokanir. Að sögn Kristjáns Þorkelssonar, fulltrúa sýslumanns í Rangárvalla- sýslu, þá barst niðurstaða málsins til hans um tölvukerfi embættisins seint í gær. Þar fékst staðfest að sölu- skattskrafan hafði verið lækkuð úr 153,5 milljónum í 108 milljónir. Hann hafði hins vegar ektó fengið neinar efnislegar útskýringar á því af hverju krafan var lækkuð. Eftir þeim verður hann að bíða þar til pósturinn stólar þeim. -SMJ Fækkanir hjá lögreglumii á Keflavikurflugvelli: Hef ekkert heyrt um það - segir Þorgeir Þorsteinsson lögreglustjóri „Ég hef bara ekkert heyrt um þessar fyrirætlanir þannig að ég get ekkert tjáð mig um þær,“ sagði Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu- stjóri á Keflavíkurflugvelli, þegar hann var spurður álits á fyrir- hugaðri fækkun í lögregluliði fiug- vallarins. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráöherra hefur látið hafa eftir sér að til standi að fækka um 24 störf í hði lögreglunnar á Qugvelhnum. Þorgeir Ver Hahdórsson, formað- ur lögreglufélags Suðumesja, sagði að slikar hugmyndir kæmu á óvart en sagði þó aö starfsmenn hefðu heyrt einhvem ávæning af þessu. í hði lögreglunnar á flugvelhnum em 50 lögregluþjónar og þar að auki em um 30 starfsmenn hjá Tollgæslunni en samdrátturinn átti einnig að koma fram hjá þeim. -SMJ Thomas Black sem hetur starfað einn við rannsóknir á Vatnajökli. DV-mynd Hanna Ungur Bandaríkj amaður: Einn við rannsóknir á Vatnajökli Franskættaður flakkari stal fjármunum af fullorðinni konu Franskur ferðamaður stal nærri 100 þúsund krónum af eldri konu á Lækjartorgi um klukkan sjö í gær- kveldi. Lögregla fann manninn fljót- lega. Hann var þá í Austurstræti. Maðurinn reyndi að fleygja pening- unum frá sér þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann átti enga möguleika á að flýja yfirvaldið. Á manninum fundust 96 þúsund krónur. Honum hefur því ekki tekist að eyða miklu af ránsfengnum. Mað- urinn var í fangageymslu 1 nótt. Rannsóknarlögreglan hefur mál hansthathugunar. -sme Ungm- Bandaríkjamaður af ís- lenskum ættum, Thomas Black að nafni, hefur dvalið hér á landi í sum- ar við rannsóknir á Vatnajökh. Mið- ast rannsóknimar að því að bera saman stærð Vatnajökuls og Öræfa- jökuls nú og fyrir tíu þúsund ámm. Thomas, sem er 23 ára landafræði- nemi við Coloradoháskóla, kom til landsins í lok maí og eftir því sem hann segir sjálfur þá hefur hann vart gert annað síðan hann kom en að hendast upp og niður jöklana. Mestan tímann hefur hann verið einn viö þessar rannsóknir sínar en um tíma naut hann aðstoöar vinar síns sem er japanskur vísindamaður. Þegar hann var spurður hvort það væri ekki einmanalegt að vera svona aleinn uppi á jökli, kvað hann það ektó vera því starfið væri mjög áhugavert og þar að auki væri nátt- úra landsins mjög falleg. Thomas mun dvelja hér á landi tíl 7. ágúst nk. -GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.