Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989. 35 Afmæli Benedikt Gunnarsson Benedikt Gunnarsson listmálari, Kastalageröi 13, Kópavogi, er sex- tugurídag. Benedikt fæddist að Suðureyri við Súgandaijörð og ólst þar upp til sjö ára aldurs, á Akranesi til tólf ára aldurs og síðan í Reykjavík. Hann stundaði listnám á árunum 1945-53 við Myndlista- og handíða- skóla íslands, málaradeild Listahá- skólans í Kaupmannahöfn og teikni- skóla R.P. Beyesens í Ríkishstasafn- inu í Kaupmannahöfn, auk þess sem hann var við myndhstamám í París og Madrid. Benedikt lauk myndhst- arkennaraprófi ff á Myndhsta- og handíðaskóla íslands 1964. Benedikt var kennari við Mynd- hsta-og handíðaskóla íslands frá 1959-68 og við KÍ1965 og síðan KHÍ. Hann er lektor í myndhst við Kfíl frá 1976. Benedikt hefur haldið átján einka- sýningar hérlendis og eina í París. Hann hefur tekið þátt í íj ölmörgum samsýningum á íslandi og rúmlega tuttugu samsýningum víða um heim. Málverk eftir Benedikt eru í eigu Listasafns íslands, Listasafns ASÍ og margra bæjarhstasafna og stofn- ana hérlendis. Stokkhólmsborg og Ben Gurion University og The Negev í ísrael auk fjölmargra einka- safna, hérlendis og erlendis, eiga verk eftir Benedikt. Hann hefur gert stórar veggmyndir í nokkrar opin- berar byggingar hérlendis svo og steinda glugga í tvær íslenskar kirkjur. í Háteigskirkju í Reykjavík er ný fjörutíu fermetra mósaíkmynd eftir Benedikt en 1986 vann hann samkeppni um altarismynd í kirkj- una. Benedikt sat í stjórn FÍM1958-60, í stjóm Norræna hstabandalagsins 1958-61 og í sýningamefnd FÍM 1965-72. Hann var prófdómari við MHÍ1975-76. Benedikt kvæntist 16.8.1959 Ásdísi Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 8.6.1933, dóttur Óskars Jónssonar, skrifstofumanns og alþingismanns, og konu hans, Katrínar Ingibergs- dóttur. Benedikt og Ásdís eiga tvö böm. Þau em Valgerður Benediktsdóttir, f. 29.1.1965, og Gunnar Óskar Bene- diktsson, f. 18.5.1968, d. 27.9.1984. Benedikt á sjö alsystkini sem öh em á lífi. Þau em Hahdór, f. 1921, húsvörður í Reykjavík; Jóhanna, f. 1922, húsmóðir í Kópavogi; Eh, f. 1923, málarameistari og hstmálari í Reykjavík; Steinþór Marinó, f. 1925, málarameistari og hstmálari í Reykjavík; Veturhði, f. 1926, hstmál- ari í Reykjavík; Guðbjartur, f. 1928, kennari og myndhönnuður í Reykjavík, og Gunnar Kristinn, f. 1933, bankastarfsmaður, fyrrv. for- seti Skáksambands íslands, fyrrv. íslands- og Reykjavíkurmeistari í skák og landshðsmaður í knatt- spymu. Þá á Benedikt fjögur hálfsystkini og em þijú þeirra látin. Hálfsystkini Benedikts em Anna Veturhðadótt- ir, f. 1911, húsmóðir á ísafirði og í Reykjavík, en hún er látin; Helga Veturhðadóttir, f. 1912, d. 1915; Jón Veturhðason, f. 1914, matreiðslu- meistari í Reykjavík, og Helga Jó- hannesdóttir, f. 1915, húsmóðirí Reykjavík, en hún er látin. Foreldrar Benedikts voru Gunnar Halldórsson verkamaður, f. 1898, d. 1964, og kona hans, Sigrún Bene- diktsdóttir húsmóðir, f. 1891, d. 1982. Hálfbróðir Gunnars, samfeðra, var Páh, skólastjóri Stýrimanna- skólans í Reykjavík, faðir Níelsar Dungal læknaprófessors. Gunnar var sonur Halldórs, útvegsb. að Selj- alandi í Skutulsfirði, Hahdórssonar, b. að Meira-Hrauni í Skálavík, Guð- mundssonar, húsmanns að Selja- landi Jónssonar. Móðir Gunnars var Guðrún Jónasdóttir. Sigrún var dóttir Benedikts Gabrí- els, sjómanns í Bolungarvík, Jóns- sonar, Jónssonar, húsmanns aö Ósi, Sumarhðasonar. Systir Jóns yngra var Margrét, langamma Þorvarðar, framkvæmdastjóra Krabbameins- felags íslands, og Valdimars menntaskólakennara Ömólfssona. Móðir Benedikts var Sigríður Frið- Benedikt Gunnarsson. riksdóttir, b. á Látrum, Hahdórs- sonar, Eiríkssonar, Pálssonar. Móð- ir Sigrúnar var Valgerður Þórarins- dóttir, b. á Látmm í Mjóafiröi, Þór- arinssonar, b. þar, Sigurðssonar, b. þar, Narfasonar. Benedikt verður heima á afmæhs- daginn, með heitt á könnunni. Ólafur Þorsteinsson Ólafur Þorsteinssop fram- kvæmdastjóri, Geitlandi 9, Reykja- vík, er sextugur í dag. Ólafur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Ámessýslunni. Hann stundaði nám vi_ð Laugar- vatnsskóla og Samvinnuskólann, auk þess sem hann sótti námskeið í framkvæmdastjómun og rekstri vinnuvéla í Bandaríkjunum og Skotlandi. Ólafur var yfirmaður véladehdar íslenskra aðalverktaka í átta ár. Þá stofnuði Ólafur og þrír félagar hans verktakafyrirtækið Völur hf. árið 1963 og hefur hann verið fram- kvæmdastjóri þess síðan. Ólafur sat í stjórn verktakafyrir- tækisins Þórisóss sf. þau sextán ár sem fyrirtækið var starfrækt. Hann hefur starfað í Félagi vinnuvélaeig- enda. Hann sat í stjórn Verktaka- sambands í slands í sex ár og var formaður þess í fjögur ár. Hann sat í sambandsstjórn Vinnuveitenda- sambands íslands og hefur unnið fyrir iðnaðarráðuneytið að samn- ingu reglna um fræðslu vinnuvéla- stjóra, réttindi þeirra og skráningu vinnuvéla. Þá hefur Ólafur kennt við meistaraskóla Iðnskólans frá því að kennsla hófst þar í meðferð vinnuvéla. Ólafur var búsettur í Ámessýsl- unni til 1953 en hefur verið búsettur íReykjavíksíðan. Ólafur kvæntist 14.7.1953 Esther Bjartmarsdóttur húsmóður, f. 10.2. 1932, dóttur Bjartmars Pálmasonar sjómanns og Sæunnar S. Guðjóns- dótturhúsmóður Börn Ólafs og Estherar era Sól- veig, f. 30.4.1953, hjúkrunarfræðing- ur í Reykjavík, gift Gunnari Má Sig- urgeirssyni bifvélavirkjameistara og eiga þau þrjú börn, Sesselju Þóru, Sigurgeir og Esther; Sigríður, f. 8.5. 1956, meinatæknir, nú búsett í Sví- þjóð, gift Gísla Baldurssyni lækni og er sonur þeirra Sveinn Áki; Ólaf- ur Öm, f. 23.6.1970, menntaskóla- nemi. Dóttir Ólafs frá því fyrir hjóna- band er Matthea Guðný, f. 14.10. 1951, dóttir Helgu Þorgrímsdóttur frá Húsavík sem nú er búsett í Reykjavík, en sambýhsmaður Matt- heu er Hermann Sveinbjörnsson, blaðafulltrúi SÍS. Ólafur átti ellefu hálfsystkini, samfeðra, og era þrjú þeirra látin. Hálfsystkini Ólafs: Margrét, f. 20.8. 1896, húsmóðir í Hahanda í Flóa, en hún er látin; Ingólfur, f. 14.2.1899, Flóaáveitustjóri, en hann er einnig látinn; Sigurður, f. 28.8.1901, skip- stjóri í Englandi; Hermann, f. 16.6. 1903, b. að Langholti í Flóa; Guð- mundur, f. 25.6.1904, bifvélavirkja- meistari í Reykjavík; Einar, f. 27.12. 1907, framkvæmdastjóri í Reykja- vík, faðir Markúsar veðurfræðings, en Einar er látinn; Ingibjörg, f. 14.9. 1909, húsmóðir í Reykjavík, móöir prestanna Jóns Dalbú og Helga og Árna framkvæmdastjóra Hróbjarts- sona; Jóna, f. 21.6.1911, húsmóðir í Reykjavík; Rósa, f. 15.9.1912, hús- móðir í Reykjavík; Ólöf, f. 11.3.1916, húsmóðir í Reykjavík, og Helga, f. 3.11.1918, húsmóðirí Þorlákshöfn. Foreldrar Ólafs vora Þorsteinn Sigurðsson, b. að Langholti í Flóa, f. 25.4.1869, d. 1.12.1935, og Sólveig Jónsdóttir frá Stóra-Reykjum í Flóa, húsfreyja, f. 11.10.1883, d. 27.12.1945. Bróöir Þorsteins var Sigurður bú- fræðingur, íoðurafi Eggerts Hauk- dal alþingismanns. Systir Þörsteins var Ingibjörg, móðir Stefaníu, ekkju Sigurðar Pálssonar vígslubiskups og móður Sigurðar, prests á Sel- fossi. Þorsteinn var sonur Sigurðar, b. í Langholti, Sigurðssonar, b. í Vetleifsholtsparti í Holtum, Ólafs- sonar. Móðir Sigurðar í Langholti var Ingveldur Þorsteinsdóttir, systir Guðrúnar, ömmu Ingólfs Jónssonar ráðherra. Bróðir Ingveldar var Ámundi, langafi Guðrúnar Helga- dóttur alþingisforseta. Móðir Þor- steins í Langholti var Margrét Þor steinsdóttir, b. í Langholtsparti, bróöur Páls, langafa Markúsar Arn- ar útvarpsstjóra og Þórðar, fóður prestanna Döllu og Yrsu. Þorsteinn í Langholtsparti var sonur Stefáns, b. í Neðra-Dal, Þorsteinssonar. Móð- ir Stefáns var Guðríður Guðmunds- dóttir, b. á Kópsvatni, Þorsteinsson- ar, ættfóður Kópsvatnsættarinnar, langafa Magnúsar, langafa Sigríðar, móður Ólafs Skúlasonar vígslubisk- ups. Móðir Þorsteins í Langholts- parti var Vigdís, dóttir Diðriks Jóns- sonar og Guðrúnar Högnadóttur „prestafoður", prests á Breiðaból- stað í Fljótshhð, Sigurðssonar. Sólveig var systir Gísla, b. og hreppstjóra á Stóru-Reykjum, föður Jóns, formanns Ættfræðingafélag- ins. Sólveig var dóttir Jóns, b. á Stóru-Reykjum, Hannessonar, b. og formanns í Miklaholtshelh í Flóa, Þorleifssonar. Móðir Jóns á Stóra- Reykjum var Sólveig Benediktsdótt- ir, prests í Hraungerði, Sveinssonar, prests í Hraungerði, Halldórssonar. Olafur Þorsteinsson. Móðir Benedikts var Anna, systir Jóns Eiríkssonar konferensráðs. Sólveig Benediktsdóttir var systir Sveins, prests í Ásum í Skaftár- tungu, fóður Benedikts alþingis- forseta, fóður Einars skálds. Móðir Sólveigar Jónsdóttur var Helga Ein- arsdóttir, b. á Syðri-Brúnavöllum á Skeióum, Eggertssonar. Ólafur tekur á móti gestum á Hót- el Sögu, Átthagasal, milh klukkan 17 og 19 á afmæhsdaginn. Jón Birgir Guðnason Jón Birgir Guðnason málara- meistari, Hringbraut 46, Keflavík, er fimmtugur í dag. Birgir fæddist í Reykjavík en ólst upp í Keflavík. Hann lauk gagn- fræðarpófi frá Gagnfræðaskólanum í Keflavík 1956, stundaði málaranám hjá föður sínum 1955-59 og sat Iðn- skólann í Reykjavík og Keflavík en sveinsprófi í málaraiðn lauk hann 1959. Birgir stundaði framhaldsnám við Aalborg tekniske skole 1962-64 en þar lauk hann meistaraprófi í málaraiðn 1964, auk þess sem hann er meistari í bílamálun frá 1965. Birgir vann við húsamálun í Keflavík og nágrenni 1955-62, var um skeið við bílamálun hjá K.A. Jensen í Aalborg og hjá Volvo verk- smiðjunum í Gautaborg á árunum 1962-64. Hann stofnaði Bílasprautun og réttingaverkstæði í Keflavík 1965 og hefur rekið það síðan ásamt ann- arri þjónustu við bílgreinina. Þá hefur Birgir kennt fagteikningu málara við Iönskólann í Keflavík. Birgir sat í stjóm Iðnaðarmanna- félags Suðumesja, var ritari þess 1966-73, varaformaður í tvö ár en lengst af formaður þess. Hann hefur setið í ýmsum nefndum á vegum bæjarstjómar Keflavíkur og var þar varabæjarfulltrúi um árabh. Hann hefur setið í stjóm Bílgreinasam- bandsins, Landssambands Iðnaðar- manna og Sambands málm- og skipasmiðja. Þá hefur hann setið í stjórn Kaupfélags Suðurnesja og Hraðfrystihúss Keflavíkur. Birgir hefur starfað í Rotaryklúbbi Kefla- víkur frá 1970 og sat í landsstjóm Junior Chamber á íslandi. Birgir kvæntist 3.10.1959, Hörpu Þorvaldsdóttur húsmóður, f. 8.2. 1938, dóttur Þorvalds Guðjónssonar skipstjóra frá Sandfehi í Vest- mannaeyjum, og Þórhöhu Friðriks- dóttur. Böm Birgis og Hörpu eru Jóna Björk, f. 22.10.1959, málarameistari í Keflavík, gift Guðna Sveinssyni trésmíðameistara og eiga þau eitt barn; Sóley, f. 24.1.1961, iðnrekstr- arfræöingur í Keflavík, í sambýh með Ingólfi Matthíassyni kennara og eiga þau tvö börn; Börkur, f. 29.11.1965, málari í Keflavík; Ösp, f. 12.3.1971, og Burkni, f. 25.12.1976. Birgir á einn albróður. Sá er Vign- ir Guðnason, f. 30.8.1931, starfsmaö- ur varnarliðsins, búsettur í Njarð- víkum, kvæntur Guöríði Ámadótt- ur og eiga þau tvö böm. Þá á Birgir þrjú hálfsystkini samfeðra. Þau era Eiríkur, f. 3.4.1945, aðstoðarseðla- bankastjóri í Reykjavík, kvæntur Þorgerði Guðfinnsdóttur og eiga þau Qögur böm; Steinunn, f. 4.6. 1949, húsmóðir í Keflavík, gift Ne- vhle Young slökkvihðsmanni og eiga þau tvö böm, og Amheiður, f. 3.12.1951, húsmóðir að Breiðuvík á Barðaströnd, gift Jónasi Hördal og eiga þau þrjú börn. Uppeldisbróðir Birgis er Ellert Eiríksson, f. 1.5.1938, sveitarstjóri í Gerðahreppi, kvænt- ur Birnu Jóhannesdóttur og eiga þauþijúbörn. Foreldrar Birgis: Guðni Magnús- son málarameistari, f. 21.11.1904, og fyrri kona hans, Jóna Jónsdóttir húsmóðir, frá Stapakoti í Njarðvík- um, f. 18.12.1904, d. 18.7.1939. Stjúp- móðir Birgis er Hansína Kristjáns- dóttir frá Rauðkohsstöðum, f. 8.5. 1911. Faðir Guðna var Magnús í Garðabæ Pálsson, Jónssonar Magn- ússonar. I lóðir Magnúsar var Krist- ín Einarsi óttir.b.áLambafelh Árnason ir, b. þar Höskuldssonar. Móðir Kristínar var Margrét Guð- mundsdóttir, b. í Bakkakoti, Eiríks- sonar, að Lambafelh Árnasonar. Móðir Guðna var Steinunn, dóttir Ólafs Jónssonar og Guðnýjar Vh- hjálmsdóttur. Ólafurvar sonur Jóns,b. aðKambholtiíFlóa, Jóns- ' sonar, b. að Syðri-Gröf, Jónssonar. Móðir Ólafs var Sólveig Jónsdóttir. Guðný var dóttir Vhhjálms, í Kirkjuvogi Brandssonar, hrepp- stjóra í Kirkjuvogi, Guðmundsson- ar, í Kirkjuvogi Brandssonar á Felh í Mýrdal, Bjamasonar, á Víkings- læk Hahdórssonar, ættföður Vík- ingslækjarættarinnar. Jóna var dóttir Jóns, í Stapakoti Jónssonar, Einarssonar, að Stóra- Fljóti í Biskupstungum, Eggertsson- ar, í Miklaholti, Einarssonar. Móðir Jóns í Stapakoti var Margrét, dóttir Birgir Guðnason. Jónssonar og Helgu Jónsdóttur. Móðir Jónu var Valgerður, dóttir Gríms Andréssonar og Kristrúnar Áraadóttur. Birgir tekur á móti ges'um að Grófinni 8'í Keflavík eftir klukkan 18áafmæhsdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.