Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 12
12 Spumingin Hefur bjórinn haft góö eða slæm áhrif? Hrafn Friðbjörnsson: Ég tel hann hafa haft ágæt áhrif, en áfengis- neysla hefur aukist aöeins. Halla Gísladóttir: Bjórinn hefur haft þokkalega góð áhrif. Kristján Björgvinsson: Bára ágæt, en neysla áfengra drykkja*hefur stór- aukist. hafa haft ágæti áhrif. Sveinn Gunnarsson: Bjórinn hefur engu máh skipt fyrir mig. Ásdís Sveinbjörnsdóttir: Bjórinn hef- ur veriö til hins betra og ekki aukið neyslu. Það hefur verið rólegra yfir fólíd fyrir bragðið. FÖSTUDAöUR 14. JÚLÍ 1989. ✓ Lesendur Sókn er besta vörn Jónas Hallgrímsson ættjarðarljóðskáld. efni af hvers konar tagi. Og svo það aö leyfi skuli þurfa til að horfa á „satelite“-sjónvarp. Hvað var um mannréttindin og rétt neytandans? Við skulum ekki gleyma því að í okkar lýðveldi gerir hver og einn það sem honum líkar. Ef Jón í austurbænum langar til að sjá ameríska bíómynd ótextaða á spólu þá gerir hann það án þess að hlaupa niður í menntamálaráðu- neyti til að fá undanþáguheimild! Hvaða gagn hefur íslensk tunga af þvi að okkum íbúunum sé skammtað eða skipað hvað við sjáum, hvað við heyrum eða hvað við eigum að tala? Ekki er hætta á að íslenskan týnist. Vinsælasta lesefni hér á landi eru íslendingasögumar fomu. Vanda- málið er hins vegar sú staðreynd að íslenskan er eitt sjaldgæfasta mál í heimi. Við þurfum því að tala ensku við flesta gesti og ferðamenn sem koma í heimsókn. Sókn er að mínu mati möguleg lausn. Mín hugmynd er þessi: 1. Gef- um Ríkissjónvarpinu rás á gervi- tungh. 2. Setjum upp gott stuttbylgj- usendikerfi fyrir Rás 1. 3. Kennum íslensku á námskeiðum og í háskól- um erlendis. Erlendis hafa margir áhuga á menningu okkar - ekki bara íslend- ingar. Við megum ekki verða ein- hverjir „patríótiskir" sérvitringar norður í hafi með „berlínarmúr" ut- an um landhelgi okkar. Sú hættá er ekki fjarri okkur. Hvað varð um ástkæru ættjarð- arljóðskáldin? Ríkissjónvarpið með rás frá gervitungli. Ein hugmyndanna. Ljóðelsk húsmóðir skrifar: Elsku Kleppur þú minnir mig á kónguló í sólsetri vefur þinn eins og faheg spennitreyja þröng eins og úttroðin þvottavél þínar yndislegu húsatign flugur klíndu hori undir rúmið mitt Elsku Kleppur vissurðu ekki að ég er með kvef? Ég rak augun í þetta ljóð (ef ljóð skyldi kaha) í ónefndu blaði og eins og alhr sjá er þetta hin mesta van- Kolbeinsson Siggi skrifar: Margir tala um það þessa stundina hvort og hvað sé rétt að gera málinu okkar til vamar. Um það má deila og rífast. Það yrði hins vegar enda- laust og án marktækrar niðurstöðu. Nú hefur ahtaf verið til fólk hér á landi sem bölvar öhu útlendu, sama hvað það er. Th dæmis má nefna (það er nú orðið mjög langt síðan) þegar bandaríska sjónvarpinu frá Keflavík var bannað að senda út th höfuð- borgarsvæðisins. Einnig þegar fyrir tæpu ári tóku ghdi lög um að íslensk- ur undirtexti skyldi fylgja erlendu virða við þá sem dvelja á Kleppsspít- ala eða öðrum stofnunum. Eg á vin sem á við geöræn vandamál að etja og hann tók þetta mjög nærri sér. Hvaö er orðið um okkar ástkæm ættjarðarljóðskáld sem gáfu okkur ótakmarkaðan fjársjóö meðan þau lifðu? Geta ungu skáldin ekki tekið sér þau th fyrirmyndar? Ég vona að blaöiö sem birti þetta óljóð hugsi sinn gang og skammist sín fyrir þennan sora, svo maður tah nú ekki um „skáldið". Afkynningu vantar Guðbjörg hringdi: Ég hef lengi ætlað aö kvarta yfir því að það færist nú í vöxt hjá út- varpsstöðvunum að afkynna ekki þætti eða málflytjendur. Þetta á einn- ig við um gömlu gufuna, því miður. Þetta kom t.d. fyrir þegar síðustu eldhúsdagsumræður vom í hljóð- varpi og er það bagalegt fyrir marga því ekki þekkir maður aha hina nýju þingmenn sem fram koma. Og sér- staklega er það óhepphegt ef maöur hefur áhuga á þessum málflutningi að vita aldrei hver það var sem tal- aði ef maður missir af kynningu í upphafi. Einn daginn þegar ég var að hlusta á útvarpið var Guðrún Ásmunds- dóttir að tala og hún var ekki af- kynnt í lokin. Mér finnst ómögulegt að hafa þetta svona í framtíðinni. Vinsamlegast haldið hinum gamla sið að kynna og afkynna á útvarps- stöðvunum. Þakkir fyrir að- stoð við Krossá Linda Burt hringdi: Ég og nokkrir úr fjölskyldunni vor- um að koma úr Þórsmörk sunnudag- inn 9. þ.m. og lentum í talsverðum vandræðum við Krossá. Bhhnn lenti semsé í ánni og sat þar fastur. Okkur hefði ekki tekist að komast af stað aftur nema með aðstoð velvilj- aðra manna sem bar þarna að til Hringið í síma 27022 . raiili kl. 14 og 16, eða skrifiðo ATH. Nafn og sími verður að fylgja bréfurn. Ódýrt hjá Bjarna Rúnar Kristinsson hringdi: Ég þurfti á dögunum að fá útvarp sett í bifreið mína. Ég valdi af handa- hófi einn þeirra staða sem inna þess konar þjónustu af hendi. Þetta var Radíóþjónusta Bjama í Síöumúla hér í borginni. Þetta tók um einn tíma og var þjón- ustan framkvæmd mjög snyrthega og ég var hinn ánægðasti að fá út- varpið í bíhnn. - Síðan kom reikning- urinn; útseld vinna kr. 640,- takk. Eg hef ekki séð svona lágar tölur í mörg ár. Segið þið svo að allt sé á upp- sprengdu verði. Ekki á þessum stað a.m.k. hjálpar. Þeir lögðu hart að sér við aðstoðina og var einn þeirra hætt kominn, að ég tel, er hann var að koma bílnum upp úr ánni. Ég þekki ekki nöfn þessara góðu manna en veit að einn þeirra a.m.k. er frá Hehu. - Ég sendi þeim öllum bestu þakkir fyrir hönd okkar allra sem nutu hjálpar þeirra. v Brúðuviðgerðarmaðurinn: Símanúmerið Kristín hringdi: Ég sá nýlega að auglýst var eftir brúöuviðgerðarmanninum. Það er rétt að hann heitir Jón Traustason en síminn hjá honum er 25310. Hann er ekki ahtaf heima við og því gott aö hringja fyrst. Ég versla talsvert við hann og finnst þjónusta hans vera góö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.