Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 7
7 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989. Fjórtán hafa sótt um stöðu hér- aðsdýralæknis í Gullbringu- og Kjósarsýslu en staðan var nýlega auglýst laus til umsóknar. Um- sækjendumir eru: Björn Steinbjörnsson, dýra- læknir í Rcykjavík, Ólafur Jóns- son, dýralæknir á Rannsókna- stofu mjóikuriðnaðarins, Helgi Sigurðsson, sérfræðingur á Keld- um, Halldór Runólfsson, deildar- dýralæknir hjá Hollustuvenid ríkisins, Lars Hansen, fisksjúk- dómalæknir á Keidum, Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýra- læknir í Borgaríjarðarumdæmi, Gumiar Þorkelsson, héraðsdýra- læknir á Kirkjubæjarklaustri, Steinn Steinsson, héraðsdýra- læknir á Sauðárkróki, Binar Otti Guömundsson, héraðsdýralækn- ir í ísaflarðarumdæmi, Birnir Bjamason, héraðsdýralæknir á Höfh i Hornafiröi, Þorvaldur Hlíðdal Þórðarson, dýralæknir í Reykjavík, Rögnvaldur Ingólfs- son, héraðsdýralæknir í Búðard- al, Guðbjörg Anna Þorvarðar- dóttir, héraðsdýralæknir á Hólmavík, og Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir hjá Búnaðarsam- bandi Suðurlands. -hlh Húsavík: Ekkert eftiriit á eftirsóttum ferðamanna- stöðum Lögreglan í Þingeyjarsýslum neyðist til að leggja af eftirlit á vinsælum ferðamannastööum í sýslunum. Búiö er að skera niður stóran hluta yfirvinnu lögregiu- manna og því verður ekki lög- gæsla í Vaglaskógi, Mývatns- sveit, Ásbyrgi og fleiri eftirsótt- um ferðamannastöðum. Þá verður vegaeffirlit lögregl- unnar í Þingeyjarsýslum með minnsta móti. Vegalðgreglan úr Reykjavík er á færri bílum á þjóð- vegum landsins en síðustu ár og að sjálfsögöu dregur það úr lög- gæslu á vegum landsins. -sme Grindavik: FjórhjóEa- menn valda skemmdum Lögreglan í Grindavík hefur þurft að hafa nokkur afskipti af fjórhjólamönnum í sumar. Einn þeirra gerði sér lítið fyrir og fór í ökuferö á nýræktuðmn íþrótta- velti. Með háttalagi sínu skemmdi ökumaðurinn völlinn talsvert. Lögreglan hefur haft uppi á þeim sem olli skeramdun- um. Fjórhjólamenn hafa víðar vald- ið skemmdum en á íþróttavellin- um. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Grindavík hefur aðeins dregið úr umferð fjórhjóla síðustu daga. -sme Verður leng- varðhaldi Maður sá, sem enn er í gæslu- varðhaldi vegna rannsóknar um- fangsmesta kókaínmáls sem komið hetur upp hér á landi, hef- ur verið úrskurðaður til að sitja í gæsluvarðhaldi til 1. ágúst. Sam- kvæmt fyrri úrskurði átti maður- inn að verða laus í fyrradag. Að kröfu lögreglunnar féllst sakadómur í ávana- og flkniefna- málum á framlengingu úrskurö- arins. -sme Fréttir Sumarafleysingar hjá slökkvíliðinu: Neituðu að fara með afleysingamanninum - borgarráð íjallar um vandann „Þeir neituðu að vera með mann- inum á sjúkrabíl. Við fundum bráða- birgðalausn á þessu máli. Þeir telja sig hafa heimildir fyrir því að máliö sé ekki endanlega afgreitt hjá borgar- ráði. Ég tel hins vegar að málið sé endanlega afgreitt og maðurinn sé ráðinn til starfa hér hjá okkur. Borg- arráð er ábyrgt fyrir ráðningum og ef það ræður menn til starfa verða menn að beygja sig undir það,“ sagði Hrólfur Jónsson, varaslökkviliðs- stjóri í Reykjavík. Brunaverðir hafa neitað að vinna með manni sem ráðinn var reynslu- ráðningu. Þeir segja manninn ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til brunavarða. Maðurinn var settur á símann til bráðabirgða þar til end- anleg lausn fæst á þessu máli. - Er það rétt að maðurinn standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til brunavarða? „í samþykktum um slökkvilið kveður á um hvaða skilyrði menn þurfa að uppfylla til að fá ráðningu sem brunaverðir. Þeir þurfa að hafa iðnmenntun eða sambærilega menntun, hreint sakavottorð, stand- ast læknisskoðun og þrekpróf, hafa meirapróf bifreiðarstjóra, ekki vera haldnir lofthræðslu né neinu slíku og vera á aldrinum 20 til 28 ára. Það sem þessi starfsmaður uppfyllir ekki af þessum skilyrðum er að hann hef- ur ekki framhaldsmenntun eftir gagnfræðaskóla og hann verður 29 ára í desember. Hann var ráðinn reynsluráðningu. Það eru allir starfsmenn ráðnir fyrst til reynslu." - Heldur þú að hann hafi verið ráð- inn þar sem faðir hans er einkabíl- stjóri Davíðs Oddssonar borgar- stjóra? „Það veit ég ekki og legg ekki mat á það. Þessi maður var hér fyrir sex árum. Hann hætti þá eftir átta mán- aða starf. Þá var í gildi reglugerð um námskeið fyrir nýhða. Það fóru tíu menn á námskeiðið og fimm þeirra voru ráðnir. Hann var ekki einn af þeim sem fengu ráðningu. Hann hef- ur síðan fylgst stöðugt með því hvort losnaði starf hjá slökkviliðinu.“ - Er það ekki rétt að námskeiðinu, sem þú nefnir, hafi lokið með prófum og þessi ákveðni maður hafi ekki staðist öll prófin? „Hann náði ekki tilskildum árangri í tveimur skriflegum fögum, um ör- yggismál og umferðarlög. Maðurinn er hér núna og ég gerði samkomuiag við mennina um að hann færi ekki í sjúkraflutninga fyrr en borgarráð hefur fjaliað um málið eina ferðina enn. Þannig stendur málið. Þeir telja að þetta snúist um launamál og fleira. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að það er borgarráð sem ákveður. Það er þess að ákveða hvort farið er út fyrir þær vinnuregl- ur sem eru í gildi,“ sagði Hrólfur Jónsson. -sme Ný starfsemi í Henson-húsinu Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Bæjaryfirvöld á Akranesi eiga í viðræðum við ónefnt fyrirtæki um hugsanlega iðnaðarstarfsemi í húsi sem Henson átti áður en fyrirtæki þess á Akranesi varð gjaldþrota fyrir einu og hálfu ári. Iðnlánasjóður á húsið nú. „Það er óhætt að fullyrða að það sé alvara í þessum viðræðum en það skýrist betur á næstu dögum hvað úr verður," sagði Jóhann Arsælsson bæjarfulltrúi í samtah við DV en Jóhann er jafnframt formaður stjómar Atvinnuþróunarsjóðs Akra- ness. Ef af samningum viö þetta ónafn- greinda fyrirtæki verður mun sjóð- urinn að öllum líkindum leggja fram hlutafé en óljóst er hvort um frekari fyrirgreiðslu verður að ræða frá bæjarins háifu. Síðan Henson á Akranesi varð gjaídþrota hefur verið reynt að fá ýmsa aðila til þess aö koma á fót ein- hverri atvinnustarfsemi í húsinu en ávallt hefur slitnað upp úr viðræð- um. Bæjaryfirvöld hafa átt viðræður um þetta bæði við innlend og erlend fyrirtæki. Um 25 manns, aðallega konur, misstu atvinnu sína þegar starfsemi Henson stöðvaðist. Snemma beygist krókurinn. Þessi ungmenni í Vestmannaeyjum vinna við humarvinnslu í sumar. Þrátt fyrir að vinnudagurinn sé oft langur skin gieði úr hverju andliti. Verkstjórinn sagði unglingana vera ágæta starfsmenn. Hann fór þó öllu fallegri orðum um stúlkurnar en strákana. DV-mynd BG Nýr sýslumaður Snæfells- og Hnappadalssýslu Jón Magnússon hefur verið skip- sama stað. son, sýslumaður í Barðastrandar- dalssýslu hefur aðsetur í Stykkis- aður í embætti sýslumanns Snæfells- Umsækjendur um sýslumannsem- sýslu, Þorfinnur Egilsson, lögmaður hólmi en er jafnframt bæjarfógeti í og Hnappadalssýslu frá og með 1. bættið voru, auk Jóns Magnússonar, í Reykjavík, og loks einn sem óskaði Ólafsvík. ágúst næstkomandi. Jón hefur starf- Ríkharður Másson, sýslumaður í nafnleyndar. -hlh að sem aðalfulltrúi sýslumanns á Strandasýslu, Stefán Skarphéðins- Sýslumaður Snæfells- og Hnappa- KR-vöUur í kvöld kl. 20.00 KR-VALUR í íslandsmótinu - Hörpudeild KR-ingar, mætum tímanlega og hvetjum okkar menn., RAUÐA LJONIÐ í hálfleik verður ferðaleikur Útsýnar og KR. Ferdavinningar aö verömæti 60.000 kr. tlTSÝN Tölvupappír FORMPRENT Hvorlisgotu /8. sim.ir i’SObO 2bb66

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.