Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 28
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989. 36 Andlát Þórdis Hallgrímsdóttir, Brautarási 15, Reykjavík, andaðist í Borgar- spítalanum 12. júlí. Jarðarfarir Marta Ólafsson lést(4. júlí. Hún var fædd 10. október 1915 í bænum Kosice í Tékkóslóvakíu. Foreldrar hennar voru Leona og Hinrik Lakn- er. Marta lagði stund á læknisfræði í Manchester. Hún giftist Braga Ól- afssyni, en hann lést árið 1975. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Útför Mörtu verður gerð frá Langholts- kirkju í dag kl. 13.30. Sigurbjörg Ólafsdóttir lést 7. júlí. Hún var fædd í Reykjavík 24. júní 1914, dóttir hjónanna Guöbjargar Guðmundsdóttur og Ólafs Þorvarð- arsonar. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Guðmundur Brynjólfsson. Þau hjónin eignuðust níú börn sam- an. Áður hafði Sigurbjörg eignast dreng sem Guðmundur gekk í föður- stað. Útför Sigurbjargar verður gerö frá Bústaðakirkju í dag kl. 15. Gísli Kristjánsson lést 6. júli sl. Hann var fæddur í Sandhúsi í Mjóafirði 12. desember 1893. Foreldrar hans voru Lars Kristján Jónsson og María Hjálmarsdóttir. Gísh stundaði lengst af sjómennsku og útgerð. Eftirlifandi eiginkona hans er Fanný Ingvars- dóttir. Þau hjónin eignuðust sex börn. Útför Gísla verður gerð frá Garðakirkju í dag kl. 13.30. Steinunn Gróa Sigurðardóttir frá Seyðisfirði lést hinn 6. þessa mánað- ar. Útförin fer fram í dag, þann 14. júlí, kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Guðný Helga Pétursdóttir, Engi- hjalla 11, Kópavogi, lést 3. júlí í Landspítalanum. Jarðarfórin hefur fariö fram. Minningarathöfn um Magnús Þórar- inn Guðmundsson skipstjóra, Braut- arholti 19, Ólafsvík, er fórst með mb. Sæborgu SH 377 7. mars sl., fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 15. júlí kl. 14. Steinunn Ólafsdóttir, Droplaugar- stöðum, áður til heimilis á Grettis- götu 29, verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík mánudaginn 17. júlí kl. 13.30. Arnoddur Marinó Einarsson frá Hól- koti, Miðneshreppi, verður jarðsung- inn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 15. júlí kl. 14. Margrét Hreinsdóttir, Hvolsvegi 7, Hvolsvelli, verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 15. júlí kl. 14. Tapað fnndið Kötturtýndurfrá Sólheimum Svartur, loðinn, 1 árs köttur hvarf frá heimili sínu, Sólheimum 42. Ef einhver hefur orðið var við harm eða veit hvar hann er niðurkominn þá vinsamlegast látið vita í síma 688159. Læða týnd úr Þingholtunum Fjórlit læða, svört, hvít, rauöbrún og brún, mjög smávaxin týndist frá heimili sínu í Þingholtunum 1. júlí sl. Hún er ekki með hálsól. Sá sem hefur orðið var við hana vinsamlegast hringi í Helgu í s. 24091. Æfingastöð hjarta- og lungna- sjúklinga fær gjöf Fjórir félagar í Lionsklúbbi Reykjavikur, þeir Magnús Pétursson, Friðþjófur K. Eyjólfsson, PáU Franzson og Einar Sæ- mundsson, komu þann 26. júní sL fær- andi hendi í Æfingastöð hjarta- og lungnasjúklinga á Háaleitisbraut 11. Þeir afhentu andvirði sjö æfmgahjóla af Mon- ark gerð, samtals aö verðmæti 350 þús- und krónur. Þetta er önnur stórgjöfin sem Lionsklúbbur Reykjavíkur gefur stöðinni. Við opnun stöðvarinnar 1. apríl sl. gáfú þeir Ambu-neyðartösku sem er mikilvægt öryggistæki við þjálfún og endurhæfingu hjarta- og lungnasjúk- dóma. Formaður framkvæmdastjómar, Haraldur Steinþórsson, veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði þann mikla skilning sem í þessu fælist á starfsemi hinnar nýstofnuðu endurhæfmgarstöðvar. End- urhæfingarstöðin er lokuð í júlí og ágúst vegna sumarleyfa en starfsemin hefst að nýju 1. september. Kennarar! Kennara vantar að Grenivíkurskóla. Aðalkennslugrein: stærðfræði í 7. og 9. bekk. Uppl. gefur Björn Ingólfsson skólastjóri i síma 96-33131 eða 96-33118. Meiming Myndræn og hnitmiðuð Þessi bók geymir nær fjörutíu ljóð og rúmast flest þeirra á einni síðu. Undirtitillinn; Ljóðahandrit númer 5 & 6, bendir til þess að höfundur hafi ýmislegt ort áður, enda segir það sig sjálft. Ég get lítið alhæft um þessa bók. Ýmislegt er hér vel gert og ber mest á augnabliksmyndum og vangaveltum um skáldskap, vísun- um til fornra, grískra sagna o.fl. Dæmi þessa er í fyrsta ljóðinu, þaö minnir á dísina Echo sem missti málið nema hvað hún gat endur- tekið það sem aðrir sögðu. Svo tærðist hún upp af óendurgoldinni ást til unglingsins Narkissus en hann varð ástfanginn af eigin speg- ilmynd í lind og veslaðist þar upp. Til hvers er verið að rifja þetta upp hér? Þessi forna sögn um sam- bandsleysi sem leiðir til dauða fell- ur vel inn í myndina af einfara í hvítri auön, draugalegt tungl og nístandi vindur. Á miðjum vetri Hljóðlega skríður dagur yfir fannir, sér ei til spora, öll vötn eru lögð. Hér á Narkissus heima og kveðst á við Ekkó. Á himni yrkir tunglið hálft í skýjum, vindar sverfa af skóm þess sem á leið í þögn og holri angist burt til baka. Hér er tilíinning einmanaleika miðpunktur en erfiðara er að sjá Bókmeimtir Örn Ólafsson slíkan kjama í öðru ljóði sem grípur andartak og stiklar frá tungli til manns, af vanga hans til spors hans, en í spori er snigill sem leitar merk- ingar eins og lesandinn. Fjallar ekki ljóðið fyrst og fremst um leit að merkingu, um það hvemig skáld- skapur snýr við margbrotnum ytri veruleika, efnisheiminum, sem í sjálfu sér er meiningarlaus? Með kínverskum blýanti #2 Tunglinu bregður fyrij eins og í leiðslu. Grönn ör af ljósi skýst út um glugga á húsi og stendur í vanga manns með hendur á baki. Hann kom inn í kvæðið óbeðinn eins og hvert annað tákn, sem skáldið hirðir ekki um og hverfur því sporlaust að heita úr því aftur. Spor hans í gljúpri moldinni fóstra skugga, sem verður seinna er dagar skjól einum snigli á ferð um merkur merkinga eins og þú sjálfur. En það var um tunglið, sem rétt eins og í leiðslu, sló í kvöldkrónu trés í garði og hönd sem reyndi að fanga það, sem var ort. • Eins og sjá má eru hér vönduð ljóð, myndræn og hnitmiðuð. Vissulega er sumt léttvægara, fremur einhliða (t.d. Burt úr rjóðr- inu, Blindi drengurinn, Laugardag- urinn 14di) en það er óhætt að mæla meö þessari bók, hér er margt sem gaman er að pæla í. ÖÓ Tvö skáld og gítar Guöbrandur Siglaugsson Eigin útgáfa 1989 Guðbrandur Siglaugsson. Athugasemd frá Sem- entsverksmiðju ríkisins Vegna ummæla Gunnars Björns- sonar, formanns Meistara- og verk- takasambands byggingamanna, í aukablaöi DV, Hús og garðar, 12. júlí 1989. í viötalinu segir Gunnar undir millifyrirsögninni: „Léleg vinnu- brögð og lélegt íslenskt sement?“, aö byggingamenn treysti íslenska sementinu illa og það veki grun- semdir að íslenskt sement hafi ekki verið notaö í virkjanir hér á landi. Sementsverksmiðja ríkisins telur þessi ummæli Gunnars mjög ámælisverð, svo að ekki sé meira sagt. Af öllum þeim aðilum sem rannsakað hafa íslenska sementið hefur það fengið hina bestu dóma hvað gæöi og notagildi snertir. Er þar bæöi um erlenda og innlenda aðila að ræða. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur haft eft- irlit með íslenska sementinu í yfir 20 ár. Gunnar Bjömsson er í stjóm þeirrar stofnunar og hefur þar með tekið undir þá góðu dóma sem ís- lenska sementið hefur fengið hjá stofnuninni. Hin fullyrðingin um að íslenskt sement hafi ekki veriö notað í virkjanir, heldur erlent sement, er alveg úr lausu lofti gripin. íslenskt sement var notaö í Sigölduvirkjun, Hrauneyjarfossvirkjun og Blöndu- virkjun, sem em stærstu virkjanir landsins. Væri Gunnari Björnssyni ráðlegt að skoða steypuna í þessum mannvirkjum, en hún er til mikill- ar fyrirmyndar og Landsvirkjun til sóma. Sementsverksmiðjan undrast mjög þekkingarskort formanns þessara s'tóru samtaka og vonar að það séu ekki sjónarmið Meistara- og verktakasambands bygginga- manna sem hann er þarna að túlka. Leiðrétting vegna ummæla Gunnars S. Björnssonar Gunnar S. Bjömsson, formaður Meistara- og verktakasambands byggingamanna, hefur óskað þess að eftirfarandi leiðrétting verði birt: „Vegna ummæla minna í viötali við mig í aukablaði DV, Hús og garðar, sl. miðvikudag, um að ekki hafi veriö notaö íslenskt sement í virkjunarframkvæmdir, vil ég biðj- ast afsökunar. Þessi ummæli eru tilkoirún vegna misskilnings og rangra heimilda. Hið rétta er að íslenskt sement hefur verið notað í virkjunarframkvæmdir allt frá því að Búrfellsvirkjun var byggð. Ég get tekiö undir með Sements- verksmiðjunni að íslenskt sement er trúlega orðið mjög gott í dag. Hins vegar bera alkalískemmdir í íslenskum húsum þess vitni að það hafi ekki veriö nægilega gott hér fyrr á árum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.