Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjóm » Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989. Talið er að kveikt hafi verið í ný- byggingunni. DV-mynd S Kópavogur: Bruni í byggingu Slökkviliö Reykjavíkur var kallaö út í gærkvöldi. Eldur varö þá laus í plasteinangrun í nýbyggingu við Hlíöarhjalla í Kópavogi. Greiölega gekk aö slökkva eldinn. Talsvert af byggingarefni skemmdist og eins urðu skemmdir vegna sóts sem komst víöa um bygginguna. Taliö er *að kveikt hafi veriö í einangruninni. Einvígi Jóns L. og Margeirs: Jafnt í biðskákinni Þriðju skák þeirra Jóns L. Árna- sonar og Margeirs Péturssonar í ein- víginu um íslandsmeistaratitibnn í skák lauk meö jafntefli teftir æsi- spennandi biöskák. Skákiii varö 105 leikir en aimennt var tabö að Mar- geir ætti betri biðstöðu. Rannsóknir Móns. L. virtust þó betri og fljótlega eftir biö tókst honum að snúa skák- inni sér í vil. Eftir langa setu var þó sæst á jafntefli þannig að Jón L. hef- ur vinningsforskot fyrir síðustu skákina sem tefld verður í kvöld kl. 18. -SMJ Kópavogshöfn: Sjósleði og segl- skúta í árekstri Árekstur varð í Kópavogshöfn í gærkvöld. Sjósleða var siglt á skútu sem lá bundin við bryggju. Árekstur- jjipn var ekki harður. Ekki uröu slys á fólki. Skemmdir á sjósleðanum og skútunni uröu ekki miklar. -sme LOKI Þingsetan er þá með kvölum! Lífsbjörg í norðurhöfum: Sýnd í banda- riska þmginu „Það er rétt, ég var beðinn af nokkrum nánum ráðgjöfum forset- ans aö senda nokkur eintök af myndinni í Hvíta húsiö,“ sagði Magnús Guðmundsson er hannvar spurður hvort háttsettir aðilar í Bandaríkjunum hefðu sýnt mynd hans, Láfsbjörg í norðurhöfum, áhuga. Magnús sagði að þegar hann var í Bandaríkjunum fyrir skömmu heföi verið haft samband við hann og hann beðinn um að koma upp í öldungadeildina til að sýna mynd- ina þar. Hefði hann síðan verið beðinn um að senda nokkur eintök af myndinni út, og hefðu fimm ein- tök verið send. Hugmyndin hefði verið aö Lífsbjörg í norðurhöfum yrði sýnd í lokuöu innanhússkerfi þinghússins til fróðleiks fyrir þá þingmenn sem áhuga hefðu á mál- inu. En Magnús hefur orðið var við mikinn áhuga hjá Bandaríkja- raönnum. í gær var haft samband við Magn- ús af óháðu fyrirtæki sem sér um að koma efni inn á stóru sjón- varpsstöðvarnar vestanhafs. Unn- ið er að fullu að því að myndin verði sýnd almenningi í Bandaríkj- unum, en ekki er enn ákveðið hvaða stöð tekur myndina til sýn- ingar. Þegar eru nokkur hundruð eintök af heimi farin til aðila í stjórnsýslu- og viðskiptaheimm- mn. -GHK Veðrið á morgun: Sumar fyr ir austan Á morgun verður hæg vestlæg átt á landinu, með bjartviðri og hlýindum fyrir austan. Veörið vestanlands verður svipað og áður, þ.e. skýjað að mestu. Hitinn verður 11-16 gráður. Flugfreyjudeilan: Þokast í átt að samkomulagi Heldur hafði þokast í samkomu- lagsátt í deilu Flugfreyjufélags fs- lands og viðsemjenda þeirra í morg- un. Fundur deiluaðila hefur staðið frá 10 í gærmorgun og stóð enn þegar blaðið fór í prentun. Að sögn Guð- laugs Þorvaldssonar þokast viðræð- ur í átt að samkomulagi og lítið ber á mOli en nóg til þess að viðræður gætu siglt í strand. Guðlaugur taldi líklegt að fundi lyki fyrir hádegi, hvort sem samkomulag tækist eða ekki. -JJ EM 1 bridge: Erfiðir leikir í dag ísland vann tvo sigra gegn tveimur veikum þjóðum í 21. og 22. umferð Evrópumótsins í bridge. Fyrst vannst góður sigur á Búlgaríu, 21-9, en síðan olli nokkrum vonbrigðum að aðeins náðust 17 stig gegn þrettán stigum San Marínó. Landshð San Marínó hefur vermt botnsætið allan tímann í mótinu. Við þessa sigra náði íslenska landsliðið að lyfta sér upp um 3 sæti, og er liðið nú í því 14. með 318,5 stig. Stórtíðindi gerðust í 22. umferð er Danir, sem hafa verið í toppbarátt- unni allt mótið, töpuðu illa fyrir ítölum, 25-3. Við það duttu Danir úr þriðja sæti niður í það sjötta. Pólverj- ar hafa töluverða forystu á toppnum og verður að telja þá mjög líklega sigurvegara úr þessu, þar sem aðeins þrjár umferðir eru eftir. Staðan á toppnum er þannig að Pólverjar eru með 412 stig, Svíar með 391 í öðru sæti, Frakkar eru komnir í þriðja sætið með 388,5 stig og Austurríki í fjórða með 377,5. Grikkir eru í fimmta sæti með 375,5, Danir í sjötta með 374 og Vestur-Þýskaland er í sjö- unda sæti með 371,5 stig. ísland á yfirsetu í síðustu umferð- inni sem spiluö verður á morgun og fær þá 18 stig, en í dag verður leikið gegn erfiðum andstæðingum, Svíum og Grikkjum. Þær þjóðir hafa til mik- ils að vinna og verða því eflaust erf- iðarviðfangs. ÍS Frjáls verðlagn- ing á loðnu Þessar glaðbeittu stúlkur sigldu um Nauthólsvikina í blíðunni í gær. En þar eru haldin siglinganámskeið á hverju sumri. Hundadagar hófust i gær og segir þjóðtrúin að sams konar veður og á þessum degi eigi að haldast út hundadaga en þeir enda 23. ágúst. -gh/DV-mynd Brynjar Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins, fyrr í vikunni, varð sam- komulag um að gefa frjálsa verðlagn- ingu á loðnu. Tekur frjálsa verðlagn- ingin gildi við upphaf loðnuvertíðar á þessu sumri. Hún verður í gildi til loka vertíðarinnar á næsta vori 1990. -gh SKteJASKAonn GÆÐI - GLÆSILEIKI 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.