Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Qupperneq 6
2. ágúst-23. ágúst-13. september
Bjóðum eingöngu bestu gististaðina. Beint leiguflug, engin millilending -
engin óvissa. Við staðfestum brottfarardag og gististað S-T-R-A-X. "
Hagstætt verð - fyrsta flokks ferð.
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 16 • 101 Reykjavík • sími 91-621490 •
J/.JW
LAUGÁRDAGUR 15. JÖLÍ 1989.
Peningamarkaður
Utlönd
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Otvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
Skuldabyrði og
skrautsýning
Uppástungu fjögurra leiðtoga þró-
unarlanda um leiðtogafund ríkra og
fátækra ríkja var kuldalega tekið af
Bandaríkjunum og Bretlandi. Það
kom fram við upphaf leiðtogafundar
sjö helstu iðnríkja heims í París í
gær.
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti studdi hins vegar tiilöguna
sem borin var fram af Rajiv Gandhi,
forsætisráðherra Indlands, Hosni
Mubarak Egyptalandsforseta, Carlos
Perez, forseta Venezuela, og Abdou
Diouf, forseta Senegals, sem komnir
voru til Parisar til að vera viðstaddir
hátiðahöldin í tilefni byltingaraf-
mælisins. í sameiginlegri yfirlýsingu
sögðu þeir að kominn væri tími til
reglubundinna funda á háu pólitisku
plani milli iðnaðarlanda og þróunar-
landa.
Gandhi ságði að fulltrúar sjö rík-
ustu landanna í vesturhluta heims-
ins, Bandaríkjanna, V-Þýskalands,
Kanada, Ítalíu, Japans, Frakklands
og Bretlands, ættu að hafa í huga
hver hefði verið orsök frönsku
stjórnarbyltingarinnar fyrir tvö
hundrttð árum. Þess vegna ættu þeir
að hugsa sig betur um.
Hætta á byltingu
Með þessu átti Gandhi við að hætta
væri á byltingu í þróunarlöndunum
ef ekki yrði komið til móts við þau í
þeim atriðum sem þau væru mest
hjálparþurfl.
Skuldabyrði þróunarlandanna ber
reyndar hæst á leiötogafundinum í
París en leiðtogamir ætla einnig í
fyrsta sinn að reyna aö komast að
samkomulagi um tillögur til um-
hverfisverndunar. Þróunarlöndin í
Suður-Ameríku og Asíu hafá hins
vegar tjáð iðnríkjunum sjö að þau
þarfnist meiri peninga ef ætlast verði
til að þau aðstoði við umhverfis-
vemd.
Margir óttast að viðræður leiðtoga
iðnríkjanna sjö beri lítinn árangur
og að þegar þeir fari heim verði þeim
efst í huga minningin um glæsileg-
ustu hersýningu og flugeldasýningu
sem þeir hafi augum litið svo ekki
Fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims hófst í Louvresafninu í París í gær. Jacques Delors, framkvæmdastjóri
Evrópubandalagsins, stendur lengst til vinstri. Næst honum stendur Ciriaco de Mita, forsætisráðherra Ítalíu, þá
Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, George Bush Bandaríkjaforseti, Francois Mitterrand Frakklandsforseti, Margar-
et Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, og Sosuke Uno, forsætisráð-
herra Japans. Simamynd Reuter
sé minnst á gæsalifrarkæfuna sem
skolað var niður með dým kampa-
víni.
Komið í veg fyrir hneyksli
Hátíðarkvöldveröur var í flota-
málaráðuneytinu í París í gærkvöldi
í tilefni byltingarafmælisins. Þar var
lagt á borð fyrir leiðtogana sjö í sér-
stöku herbergi og aðrir, sem ekki
voru jafnmikils metnir, sátu annars
staðar í byggingunni. Þeir voru þó
að minnsta kosti í sama húsi en það
var bara vegna málamiðlunar sem
náðist á síðustu stundu eftir aö fjöl-
miðlar höfðu gefið í skyn að hneyksl-
ismál væri í uppsiglingu. Upphaflega
hafði verið gert ráð fyrir að leiðtogar
ríku ríkjanna sjö sætu einir að snæð-
ingj í flotamálaráðuneytingu í gær, á
sjálfan Bastilludaginn, á meöan leið-
togar fátæku landanna, sem fjöl-
mennt höfðu til Parísar, sætu til
borðs á Crillon hótelinu þar sem
kvöldverður kostar ekki undir þrett-
án þúsund krónum.
Hápunkturinn
Síðar um kvöldið hófst svo há-
punktur hátíðahaldanna, skrautsýn-
ingin mikla á Champs-Elysées breið-
götunni með þátttöku sex þúsund
listamanna, þriggja fíla og annarra
dýra frá fjarlægum löndum. Var
göngunni lýst sem blöndu af kjöt-
kveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro og
kvikmynd eftir Fellini.
Fyrstir í skrúðgöngunni gengu
Kínverjar. Ekki þeir Kínverjar sem
þurftu að aíboða komu sína vegna
blóðbaðsins á Torgi hins himneska
friöar í Peking heldur kínverskir
námsmenn í Frakklandi og aörir sem
til staðar voru. Þátttaka þeirra var
hylling til umbótasinnaðra náms-
manna í Peking.
Reuter, TT og Ritzau
Samþykkja framboð Jaruzelskis
Lech Walesa, leiðtogi Samstööu,
hinna óháðu verkalýðssamtaka í
Póllandi, sagði í gær aö samtökin
væru reiðubúin að samþykkja
Jaruzelski hershöfðingja sem for-
seta Póllands. Áður hafði Walesa
lýst því yfir að ekki væri hægt að
sætta sig við kjör Jaruzelskis.
Þessi stefnubreyting virðist nú
ætla að ryðja úr vegi öllum hindr-
unum fyrir framboði leiðtoga
pólska kommúnistaflokksins til
nýs forsetaembættis. Samstaða
ræður yfír 46 prósentum af 559
sætum í þinginu sem áætlaö er að
kjósi forseta í næstu viku.
Walesa sagði í gær að Samstaða
væri reiðubúin að vinna með hvaða
forseta sem væri og skipti það engu
máli hvort um væri aö ræða Jaruz-
elski, Kiszczak innanríkisráðherra
eða aðra fulltrúa samsteypustjóm-
arinnar.
Jaruzelski hafði áður stungiö upp
á Kiszczak sem forsetaefni en hers-
höfðinginn hefur verið hvattur lil
að hætta við að draga sig í hlé.
Margir telja hann besta forsetaefn-
iö og hæfastan til að tryggja stöðug-
leikann í Póllandi þar sem átt hafa
sér stað snöggar pólitískar og efna-
hagslegar breytingar að undan-
fómu.
Heimildarmenn úr röðum stjórn-
málamanna segja að Bush Banda-
ríkjaforseti hafi, á meðan hann var
í heimsókn i Póllandi í vikunni,
verið meðal þeirra sem hvöttu
Walesa til þess að gefa út yfirlýs-
ingu sem gerði Jarazelski kleift að
bjóða sig fram.
Reuter
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 14-20 Úb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 15-20 Vb.Úb
6mán. uppsögn 16-22 Vb
12mán. uppsögn 18-20 Úb
18mán. uppsögn 30 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-9 Ab.Sp
Sértékkareikninqar 4-17 Vb.Ab
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5-2 Vb
6 mán. uppsögn 2,5-3 Allir
• nema
Innlán meðsérkjörum 27-31 Sp Sb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 8-8,75 Ab
Sterlingspund 11,75-13 Lb,Bb,-
Vestur-þýsk mörk 5,25-6 lb,Vb,- Sb Sb.Ab
Danskar krónur 7,75-8.25 Lb.lb,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Vb.Sp lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 32,5-34,5 Bb
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 34,25- Bb
Viðskiptaskuldabréf(1) 37,25 kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 35,5-39 Lb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7-8.25 Lb
Utlántilframleiðslu
isl. krónur 27,5-37 Úb
SDR 10-10,5 Lb
Bandarikjadalir 11-11,25 Allir
Sterlingspund 15,75-16 nema Úb Allir
Vestur-þýskmörk 8,25-8,5 nema Úb Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6
MEÐALVEXTIR
óverðtr. júlí 89 34,2
Verðtr. júlí 89 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala júií 2540 stig
Byggingavísitalajúli 461,5 stig
Byggingavísitala júlí 144,3stig
Húsaleiguvisitala 5%hækkun l.júll
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,042
Einingabréf 2 2,240
Einingabréf 3 2,639
Skammtímabréf 1,391
Lífeyrisbréf 2,032
Gengisbréf 1,802
Kjarabréf 4,010
Markbréf 2,134
Tekjubréf 1,732
Skyndibréf 1,218
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,938
Sjóðsbréf 2 1,552
Sjóðsbréf 3 1,369
Sjóðsbréf 4 1,140
Vaxtasjóðsbréf 1,3687
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 360 kr.
Flugleiðir 175 kr.
Hampiðjan 164 kr.
Hlutabréfasjóður 128 kr.
Iðnaðarbankinn 157 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 145 kr.
Tollvörugeymslan hf. 108 kr.
HJÓLBARÐAR
þurfa aö vera meö góðu mynstri allt árið
Slitnir hjólbaröar hafa mun minna veggri|
og geta verið hættulegir - ekki sist
í hálku og bleytu.
DRÖGUM ÚR HRAÐA!
yUMFERÐAR
RÁÐ