Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Page 13
.esei ÍJIJL .ðí SUOAQflAOUAJ
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989.
Guðrún segir fjármólaráðherrann alltal verða jaln glaðan þegar hvítlaukskryddað lambalæri með bökuöutn
kartöflum er á boröum. DV-mynd JAK
Lambalæri
- Guðrún Þorbergsdóttir, eiginkona fjármálaráðherra, gefur uppáhaldsuppskrift
„Þessi réttur er í sérstöku uppá-
haldi hjá fjölskyldimni," segir Guö-
rún Þorbergsdóttir, fyrrverandi at-
vinnurekandi. Guörún, sem er eig-
inkona Ólafs Ragnars Grímssonar
íjármálaráöherra, segir ráðherr-
ann alltaf verða himinlifandi þegar
grillað lambalæri er á boröum en
hún gefur okkur uppskrift aö hvít-
laukskrydduðu lambalæri.
„Ég kaupi ailtaf lambalæri sem
hefur veriö pakkaö í lofttæmdar
umbúöir og læt það þiðna í 3-4 sól-
arhringa í ísskápnum. Þannig
veröur þaö meyrt og fínt og skorp-
an veröur haröari og betri. Eg reyni
að veija frekar þykk lambalæri til
að tryggja aö kjötið sé meyrt og
safaríkt. Eftir að læriö heflir verið
í 10 mínútur inni í griUofhinum þá
ber ég á þaö hvitlaukssalt og læt
þaö grillast í 1 1/2-2 tíma. Mér
finnst alveg nauösynlegt að nota
Kjötmæli og stinga í kjötið til aö
fylgjast með steikingunni. Meðan á
steikingunni stendur strái ég hvít-
laukssalti í 2-3 skipti yfir kjötiö.
Með lambalærinu hef ég bakaðar
kartöflur. Ég áætla eina meðalstóra
bökimarkartöflu á mann og baka
þær í örbylgjuofni í 5 mínútur á
hvorri hlið. A eftir pakka ég þeim
inn í álpappír svo þær haldist heit-
ar. Ef notast er við venjulegan ofh
þá eru kartöflur bakaöar í l klst
Loks sker ég raufar í kartöflumar
og strái salti í þær. Svo ber ég fram
með þeim snýör og salt.
Hér á heimflinu er bearnessósan
vinsælust með og hefur pakkasós-
an gagnast mér ágætlega en ég
nota alltaf smjör í hana í stað
smjörlíkis. Og ekki má gleyma sal-
atinu. Þaö ber ég fram á litlum
diski, þvi mér finnst síöra að það
blandist bragöinu af kjötinu og sós-
unni.“
Aðspurð segir Guðrún aö upp á
síðkastið hafi htið gagn veriö af
ráöherranum við matargerð en
hún segist sjálf hafa mjög gaman
af því að elda.
„Ég eyði sjaldnast miklum tima
í matargerð. En þar sem tíminn
hefur yfirleitt ekki veriö mikili er
ég oröinn snfllingur í hraðri matar-
gerð,“ segir Guðrún.
-RóG.
SI
U3
Rafverktakar - rafvirkjar
Rafmagnsverkstæði úti á landi til sölu. Góður lager,
mikil vinna. Á sama stað er til sölu íbúðarhús.
Uppl. í síma 96-81168 og 985-24868.
Lýtalækningar
Hef opnað lækningastofu í Domus' Medica,
Egilsgötu 3.
Viðtalsbeiðnum veitt móttaka virka daga
í sima 16160.
Sérgrein: Lýtalækningar
Rafn Ragnarsson
Barnaskólinn á Selfossi
Staða yfirkennara við Barnaskólann á Selfossi er laus
til umsóknar.
Umsóknafrestur er til 28. júlí nk. Upplýsingar gefur
formaður skólanefndar, Sigríður Mattíasdóttir,
heimasími 98-22409 og vinnusími 98-21467.
Skólanefnd Sandvíkurskólahverfis
Hestamenn
Melgerðismelamót
Helgina 29.-30. júlí verður haldin opin gæðinga-
keppni og opnar kappreiðar á Melgerðismelum.
Keppnisgreinar verða þessar:
A og B flokkur gæðinga.
Eldri og yngri flokkur unglinga.
150 og 250 metra skeið.
250 og 350 metra stökk
og 300 metra brokk.
Skráning fer fram í Hestasporti, sími 96-21872, milli
kl. 14 og 19 til fimmtudagsins 20. júlí. Ekkkert skrán-
ingargjald en væntanlegir knapar eru minntir á trygg-
ingarskyldu sína. Dagskrá mótsins verður auglýst
síðar.
Hestamannafélögin Funi, Léttir og Þráinn
FYRIRTÆKITIL SÖLU
* Barnafataverslun:
Frábærstaðsetning. Upplagttæki-
færi til að kaupa sér örugga at-
vinnu.
* Keilusalur:
Líflegt og gróskumikið fyrirtæki.
Starfsemi í öruggum farvegi, mikl-
ir vaxtarmöguleikar.
* Matvöruverslun:
Góð tæki og nýjar innréttingar.
Ársvelta ca 100 millj. Þetta er ein
af þeim verslunum sem hvorki
kemur né fer. Hún er og verður.
Nokkur fjöldi annarra fyrirtækja á
söluskrá.
VARSLAHF
FYRIRTÆKJASALA
Skipholti 5, 105 Reykjavík, Sími 622212