Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Page 16
16 LAUGARDAGUR 15. JÚLf 1989. Popp Michael Jackson keypti gíraffa Michael safnar dýrum, Frank leik- ur í kvikmynd. Steven Spielberg, John Travolta og Dan Aykroyd eru meðal fjölda fólks sem kemur fram í nýjasta myndbandi Michaels Jack- sons. Það er gert við Liberian Girl, enn eitt lagiö af breiðskífunni Bad, sem kemur út á lítilli plötu. Jackson er stöðugt í fréttunum vestanhafs. Fyrir skemmstu var skýrt frá því að dýrasafnið hans hafl enn stækkað. Dýragarðurinn í Wic hita í Kansas seldi nú nýverið gír- affakálf. Dýrasalinn, sem keypti kálf- inn, seldi poppstjörnunni hann sam- stundis. Verðið er sagt hafa veriö 15.000 dollarar eða rúmlega 850 þús- und krónur. Dileo blómstrar Fyrrverandi umboðsmaður Mic- haels Jacksons, Frank Dileo, er bú- inn að finna sér eitthvað að gera, íjór- um mánuðum eftir að hann var rek- inn. Hann hefur fengið hlutverk í kvikmynd, nánar tiltekiö í myndinni Good Fellas eða Góðir gæjar. Það er Martin Scorcese sem leik- stýrir Góðu gæjunum. Umbinn fyrr- verandi er reyndar ekki í aðalhlut- verkinu. Það sér Robert De Niro um. Frank Dileo fer með hlutverk smá- foringja innan Mafíunnar og þykir hafa útlitið með sér, nema hvað hann varð að fóma taglinu úr hári sínu til að passa enn betur í hlutverkið. Frank Dileo og Michael Jackson náðu sáttum fyrr á árinu um að poppstjarnan greiddi umboðsmann- inum sínum ríflega fúlgu fyrir brott- reksturinn og að hafa rift samningi. Að sögn erlendra blaöa er Dileo ákaf- lega kátur þessa dagana fyrir það helst að vera að fást við þaö sem Jackson langar mest til að gera - að leika í kvikmynd. Og þar að auki að vinna með ekki ómerkari mönnum en Martin Scorcese og Robert De Niro. Beach Boys án Brians Wilson. Skammast sín ekkert fyrir að gera út á gömlu sumarlögin Beach Boys berjast fyrir tilveru sinni - famir í hljómleikaferð með Chicago Eins og komiö hefur fram hér áður virðast gamlar hljómsveitir svotil einoka hljómleikamarkaðinn í Bandaríkjunum í sumar. Varla er til nokkur hljómsveit vestra sem ein- hvem tíma hefur komiö lagi á vin- sældalista sem ætlar að sitja heima. Meira að segja eru The Beach Boys lagðir í’ann í slagtogi með hljóm- sveitinni Chicago. „Við skömmumst okkar ekkert fyr- ir að fara og spila gömlu lögin okkar fyrir fólk. Þetta gerir The Who, þetta ætlcir Stones að gera, Jefferson Air- plane, Allmann Brothers og fleiri og fleiri,” segir Bruce Johnston. „Við vitum að fólk hefur enn gaman af að hlusta á okkur á plötum. Hví skyldi það ekki vilja koma á hljómleika með okkur?“ Og kannski eiga gömlu mennirnir í Beach Boys meira erindi en margur annar á hljómleikaferð í sumar. Þeir slógu óneitanlega í gegn að nýju í fyrra með laginu Kokomo. Það er fyrsta topplag hljómsveitarinnar síð- an árið 1966 er. Good Vibrations fór í efsta sæti vinsældalista. Ánægjuleg tilviljun að svo skyldi til takast? „Nei, auðvitað ekki,“ svarar Mike Love söngvari Beach Boys. „Þetta var vandlega útreiknað. Miðaö við hvað kemst að hjá þeim útvarps- stöðvum sem líklegastar eru til að spila lög með okkur. Tíminn er skoö- aður, lagiö haft í vinsælli bíómynd og svo framvegis. En auðvitaö verður einhver heppni að fylgja meö.“ Árum saman hefur illa gengið að selja plötur með Beach Boys. Nema náttúrlega gömlu lögin frá sjöunda áratugnum sem eru gefin út aftur og aftur. í sumar kemur út enn eitt safn- ið. Þar verður Kokomo haft með svo og þrjú ný lög. Ef þessi plata tekur vel við sér ætla útgefendurnir að íhuga hvort gefa skuli út Beach Boys plötu með eintómu nýju efni á næsta ári. Brian verður með Auðvitað skiptir þaö miklu máli í sumar að Beach Boys fái góðar viö- tökur á hljómleikum ekki síður en í plötubúðum. Chicago og Beach Boys eiga aö fá jafn mikla athygli í hljóm- leikaferðinni. Hvorug hitar upp fyrir hina. Og í enda hverra hljómleika koma báöar hljómsveitirnar fram og taka lagið. Brian Wilson, sem var höfuðpaur Beach Boys á velmektarárunum, verður meö í fórinni. Hann kemur þó ekki fram nema í nokkrum lögum hverju sinni. Heilsan leyfir ekki að hann sé á sviðinu heila hljómleika. í fyrra sagðist Brian vera endanlega hættur að skipta sér af Beach Boys. Hann hefur greinilega skipt um skoöun og ætlar nú að styðja við bakið á gömlum vinum og ættingj- um, þessum sömu og hann tileinkaði lagið One For The Boys á sólóplöt- unni sinni í fyrra. Bassaleikari Housemartins orðinn plötusnúður Oft er talað um að plötusnúðar séu einungis tónlistarmenn sem ekki eigi möguleika á aö ná langt á tónlistar- brautinni. Þeir verði því að láta sér nægja að spila plötur á dansstöðum. Ekki er þetta einhlítt. Norman Cook sem lék á sínum tíma á bassagítar með hljómsveitinni The Housemart- ins er til dæmis orðinn plötusnúður og lætur vel af sér „Ég var raunar aldrei ánægður með tónlist The Housemartins,” var nýlega haft eftir Norman Cook í blaðaviðtali. „Danstóniist hefur allt- af verið í mestu uppáhaldi hjá mér. Mér leið illa að fylgjast með Bomb The Bass og Pump Up The Volume Norman Cook leiddist alltaf tónlist Housemartins og langaði til að fást við taktfasta danstónlist. fara á toppinn á vinsældalistunum því aö ég var að búa til sams konar tónlist heima fyrir sjálfan mig á sama tíma og ég þurfti að spila allt öðru vísi tónlist með Housemartins.” Popp Ásgeir Tómasson Stúdíóvinna Að sögn Normans var það fyrir hreina tilviljun að hann gekk í The Housemartins. Þeir Paul Headon höfðu veriö kunningjar síðan í skóla og spilaö saman í hljómsveitum. Einn daginn kom Paul að máli við Norman, sagðist vera með hljóm- sveit, plötusamning og nokkra hljómleika bókaða. Myndi hann vilja hjálpa svolítið til? Norman Cook var fenginn til að hljóöblanda lagið I Know You Got Soul með Eric B. Það komst á topp tuttugu og við það tóku forráðamenn hljómplötufyrirtækja að leita til hans um aðstoð við stúdíóvinnu. Á endan- um sagðist Norman vilja gera sína eigin dansplötu, tókst að þagga niður allar efasemdaraddir og áður en langt um líöur kemur út platan Let Them Eat Bingo. „Hún hljómar dálítið gamaldags, aðallega vegna þess að ég nota trommur eins og þær hljómuðu á áttunda áratugnum," segir Norman. „Vonandi verður þessi hljómur kom- inn í tísku um það leyti sem platan kemur út!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.