Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Qupperneq 23
LATJ&ÖtÐÁGUR 48 JÚLÍ 1989. 23 DV Lífsspegill Unglingsstúlkur og hamingjan Þjóðsagan segir að unglingsstúlk- ur séu upp til hópa geðvondar, pirr- aðar og óánægðar meö sjálfar sig. En nýleg könnun leiðir í ljós að svo er alls ekki. Eða svo segja ungu stúlk- umar sjálfar að minnsta kosti. Vinsælt bandarískt tímarit fyrir unglingsstúlkur gerði könnun á líö- an og viðhorfum lesenda sinna. Um 5000 stúlkur svömðu spumingalista blaðsins. Af þeim sögðust 81% stúlknanna vera hamingjusamar. Aðeins 14% sögðust vera óhamingju- samar og 5% töldu sig bara stundum finna fyrir hamingjunni. En þótt stúlkurnar væm ham- ingjusamar þá var ekki þar með sagt að hlutirnir mættu ekki vera dálítið öðruvísi. Það kom ekkert mjög á óvart en tæpur helmingur stúlkn- anna, eða 45%, vildi losna við nokkur aukakíló og svipaður íjöldi myndi gjaman vilja breyta útliti sínu á ein- hvem hátt. Um 13% stúlknanna ósk- uðu meiri gáfna en aðeins 16% vom fullkomlega sáttar við sjálfar sig. Þær stúlkur sem vom í sátt við útlit sitt og andlegt atgervi gátu auð- veldlega nefnt hluti sem þær héldu mest upp á varðandi útlit sitt. Yfir- leitt var þá um að ræða hæð, þyngd, freknur og nef. En stúlka sem til- heyrði óhamingjusama hópnum taldi gjaman útlitið gera sér lífið erfiðara. „Hvers vegna er sífellt lögð áhersla á útlitið en ekki hvem innri mann þú hefur að geyma?“ spurðu óham- ingjusömu stúlkumar. Helgin búin? Hver kannast ekki við að mæta í vinnuna á mánudagsmorgni dauð- þreyttur og kvartandi yfir því að ekkert hafi orðið úr helginni? Helg- amar vilja oft líða hratt og lítið verð- ur úr því sem ráðgert var. Fyrir- hugaða afslöppunin breyttist í hörku hreingemingar og tíminn, sem átti að eyða til útivistar, var notaður í endalausa gestamóttöku. Úrvinda af þreytu er vinnuvikan hafin á ný. Bandaríkjamenn hafa kannað þetta eins og allt annað. Niðurstöður kannana, sem gerðar hafa verið á því í hvað fólk ver helgunum, sýna að að meðaltali eyðir hver manneskja minnst öðrum degi helgarinnar í hreingerningar, verslun, elda- mennsku og aðra vinnu heima við. Fjölskylduhagir hvers og eins setja þó strik í reikninginn. Barnafólk eyð- ir mun meiri tíma við sýsl og störf heima um helgar en þeir einhleypu eða bamlausu. Fjölmargir taka og einnig vinnuna með sér heim og eyða drjúgum tíma í hana þegar komið er heim í „helgarfrí“. Læknar og sálfræðingar hafa áhyggjur af þvi að fólk kunni ekki að slappa af um helgar og nota þær til að endumýja sköpunargáfuna og sjálft sig. Bent er á eina leið til að minnka vinnuna um helgar. Sú er að nýta kvöldin og morgnana betur í tiltekt og þvotta. Einnig er nauðsyn- legt að skilja á milli vinnustaðar og fjölskyldu, heimilis og áhugamáls o.s.frv. Annars getur reynst erfitt að starfa af heilum hug við hvert verk- efni — ekki síst við tómstundimar sem öllum eru nauðsynlegar en sum- ir vilja gleyma. Ef vinnan er tekin heim í hæginda- stóhnn þá verður erfitt að ætla að slaka á í þeim sama stól síðar. Hann er til að láta sér líða vel í en ekki til að vinna í. Frekar er mælt með því að unnið sé í matartímanum eða að- eins lengur fram á kvöld heldur en að ætla að klára verkefnin heima. En hvað myndi fólk gera ef það hefði meiri tíma til aflögu um helgar? Konur segjast myndu lesa meira og fara oftar út að borða en karlarn- ir vildu verja meiri tíma við áhuga- máhn. Hjón með börn myndu gera meira fyrir börnin. Fóstur og sápuóperur Aðdáendur sápuópera verða sífellt yngri. Nú hefur komið í ljós að fóstur í móðurkviði getur orðið háð ákveðn- um sápuóperum. En það er ekki efn- isinntakið sem það hrífst af og venst heldur tónhstin sem leikin er í þátt- unum. írskur sálfræðingur hefur gert rannsókn á þeim börnum sem í móð- urkviði sátu mikið fyrir framan sjón- varpið þegar ákveðnar sápuóperur voru á dagskrá. Samkvæmt niður- stöðum hans þekkja bömin vel þá tónlist sem leikin var í þessum þátt- um og virðist sem hún hafi róandi áhrif á þau eftir að þau eru fædd. Mæðurnar höfðu haft það notalegt og slappað af fyrir framan skjáinn þegar viðkomandi þáttur var á dag- skrá og gerir barnið shkt hið sama þegar það heyrir tónlistina. Það róast og líður vel við tónana. Sálfræðingurinn fylgdist með og rannsakaði sjö bamshafandi konur sem allar voru mikhr aðdáendur sápuóperu sem sýnd var tvisvar á dag í sjónvarpinu, fimm daga vik- unnar. Eftir að börn þeirra voru fædd gerði hann tilraunir á ungvið- inu. Við það að heyra tónhstina úr sápuóperunni hættu börnin að gráta nærri því á stundinni og sýndu önn- ur merki þess að þau róuðust. Mæð- urnar sjálfar tóku í sama streng. Þær voru yfir sig hissa á þeim viðbrögð- um sem bamið sýndi þegar uppá- haldssápuóperan þeirra byijaði í sjónvarpinu. Getur veriö að loksins sé komin amann. Lyfiö á einnig að breyta efninu geti haft önnur áhrif á bæði auðveld leið til aö losa likamann fitu i vöðva. kynin. Þaö er að segja að of mikil við offitu? Nú em vísindamenn aö Gerðar hafa verið tilraunir meö kvenhormón hefðu óæskileg áhrif þróa nýtt lyf sem miklar vonir eru lyfið sem allar lofa góðu. Um er aö á karlmenn og öfugt Því er enn bundnar við. Lyfið á að koma í veg ræöa ákveðna tegund hormónalyfs verið að fullvinna lyfið og er ekki fyrir aö fita safnist á likamann. Öll sem nefnt hefur veriö DHEIA. Enn vitað hvenær það kemur á markað. umframorka, sem neytt er, veröur sera komið er þykir þó eitthvað -RóG. aö hita í stað fitu sera safnast á lík- henda til aö of stórir skammtar af Á tiu sekúndna fresti er tilkynnt yggiskerfi eða með varðhund innan um innbrot eða þjófhað af öðru tagi dyra. Um 41 % myndi finna sér ann- í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að „fórnarlamb“ í nágrenninu. Ívíð að koma í veg fyrir eða fækka inn- fámennari hópur taldi hús í öðru brotum? Gerð var könnun á meðal nágrenni æskilegastan kostinn og 600 manna sem allir hafa verið um 20% myndu koma aftur seinna. teknir fyrir þjófiiað. Þeir voru En 7% þjóíánna sögðust ekki láta spurðir hvemig þeir myndu veija neitt hindra sig. sín eigin hús gegn þjófum. Flestir Þjófarnir, sem beönir voru um sögðustmyndutreystabestöryggi- álit sitt, voru að meðaltali 26 ára skerfum sem væru í sambandi við gamhr. Meira en helmingur þeirra lögreglu eða öryggisverði. Besti liafði framiö sinn fyrsta glæp fyrir vinur mannsins, hundurinn, var í 14 ára aldur. Um 36% þeirra sögðu öðru sæti yfir æskilega þjófavöm. áfengi og vímuefni oftar en ekki Þjófarnir voru einnig spurðir leiða sig til afbrota. Stór hópur hvaö þeir gerðu ef þeir ætluðu að sagði að hrein peningavandræði brjótast inn í hús en svo kæmi í væri aðalorsök glæpanna. ljós að það væri buið traustu ör- USEEraAR ÖLVUNAR akstub

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.