Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Side 25
.eaöx tjui. .ai HUOAcmAOUAa
LAUGARDAGUK 15. JÚLÍ 1989.
25
111 er hlutdeild örlaganna ....
Margir halda aö órímuö ljóð og
atómljóð séu eitt og hiö sama en því
fer víös fjarri. Mörg órímuö ljóö eru
hreinustu snilldarverk, atómljóö
fálmkenndar tilraunir alltof margra
sem hvorki hafa tök á hugsun né
máh en óviöráðanlega löngun til að
koma framleiðslu sinni á framfæri.
Ég gæti sem best tekið undir með
gamalli ljóðelskri konu sem lýsir
skoðun sinni á nýmóðins kveðskap á
eftirfarandi hátt:
Ungu skáldin sitja sveitt,
sigurglöð og hnakkakert.
Yrkja flest um ekki neitt
eins'og það væri töluvert.
Steingrímur Baldvinsson í Nesi í
Aðaldal spurði Baldur á Ófeigsstöð-
um hvað atómljóð væru. Hann svar-
aði:
Atómljóðin eru í dag
öfugmælaflokkar,
sungin eins og líksöngslag
ljóðagyðju okkar.
Séra Friðrik A. Friðriksson á Húsa-
vík tekur kröftuglega undir:
Ljóðavinir hátt skal hrópa,
hér er allt ein vitfirring,
atómskáldin upp til hópa
öll má virða á fimmeyring.
Sálarlampi ýmsra ósar,
orða ég það ei meir,
atómljóða bögubósar
brugga allt úr leir.
Og skáldið Páll Ólafsson skilgreinir
kveðskapinn á eftirfarandi hátt:
Það ég sannast segja vil
um sumra manna kvæði,
þar sem engin æð er til
ekki er von að blæði.
Ríkisútvarpið birti eitt sinn eftirfar-
andi fyrirspurnavísu:
Ein er spurning okkur frá
öllum ljóðavinum:
Hvaða munur er nú á
atómskáldi og hinum?
Karl Kristjánsson alþingismaður
svaraði:
Svari standa ekki á
ætti, ljóðavinir.
Atómskáldin óráð fá
öftar og meira en hinir.
Skáldin sækja svaladrykk í brunn
sem er þjóðum jafnan fjörgjöf ný.
Atómskáldin að því gerast kunn
að ætla að hera mjöðinn hripum í.
Ónefndur norðlenskur bókarhöf-
undur kvað:
Ég elska þessi atómljóð
sem enginn skilur.
Þau hvíla alveg í mér vitið,
sem er að verða þreytt og slitið.
Úr sömu smiðju er þetta:
Lagleg sýndarljóðin sín
láta staular prenta.
Þeim er ei gefin, góða mín
gáfan stærri mennta.
„Filipus vara-Oddviti“ í Morgun-
blaðinu:
Viti sneyddan eymdaróð
atómskáldin sungu.
Það getur enginn þeirra ljóð
þýtt á nokkra tungu.
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
fram af fólki. Kona ættuð úr Aust-
urdal sendi Morgunblaðinu eftirfar-
andi vísu í september 1985, kvað sér
hafa komið hún í hug eftir að hafa
hlustað á ritsmíð ungs manns:
Augun snuða andans hrím,
ejma suð og mistur.
Enginn stuðull, ekkert rím,
enginn guð né kristur.
Það er svo sem ekki nein ný bóla að
kveðskapur hinna ungu fari fyrir
bijóstið á þeim eldri. Káinn kvað:
Vor yngri kynslóð yrkir nú í prósa,
eins og skáldin fyrr á dögum Mósa,
rímlaust bull í ræðuformi þylur
á rósamáh sem að enginn skilur.
María Bjarnadóttir er ekki sátt við
hvemig að kveðskapnum er staðið.
Ungu skáldin kveða í kút
kjörbam alþýðunnar.
í bókum sínum „bera út“
braghst ferskeytlunnar.
Sveinbjöm Beinteinsson.
Fornu dygðirnar fyrir björg
faha- því tímamir gerast myrkir.
Uppi veður hér ógnin mörg:
atómljóð, verkfoh, bítlar og styrk-
ir.
Ritdómur, sem kominn er th ára
sinna, bendir tíl þess að meira þurfi
tíl en vUjann einan æth maður að
yrkja á hefðbundinn hátt:
Skáldæðin er skrambi smá,
af skýrleik vart að bmðla,
en hefur lengi haltrað á
hækjum ríms og stuðla.
Orðafroða efnislaus
andlegt bull af versta tagi,
hortittir og heimskuraus
og hugsun sérhver færö úr lagi.
Torfi Jónsson.
Aðalsteinn Ólafsson:
Valda sóðar vondri pest,
víkja góðir siðir.
GuUum þjóðar granda mest
gervUjóðasmiðir.
Jóni Rafhssyni hefur víst ekki fund-
ist mikið tíl um kveðskap alþipgis-
manna þegar hann sendi þeim þessa
kveðju:
Ljótt er að lifa og heyra
leirskáldin talast við.
Eitt kemur öðra meira
andskotans þingfifhð.
En HaUdór Blöndal sýnir svo ekki
verður um vUlst með eftirfarandi
stöku að hann er ekki í þeim hópi:
Þó að nú sé atómöld
er samt býsna gaman
að geta svona kvöld og kvöld
kveðið stöku saman.
Ókunnur höfundur.
Heyrið skáld og skUjið þetta:
skoðast má sem fremdar tjón
ykkar verk ef vitmenn lasta,
verra samt ef hrósa flón.
Helgi Hjörvar orti fyrripart um Matt-
hías Johannessen ritstjóra. HaU-
grímur Jónasson kennari botnaði:
111 var hlutdeUd örlaganna
um atómskáld og rímlaust fjas.
Að höfuðsmiður hortittanna
heita skuli Matthías.
Þennan dóm tel ég mjög hæpinn, að
ekki sé meira sagt, enda hklegra að
hann hafi frekar verið í gamni en
alvöru gerður. Þeir hefðu átt að lesa
betur. En stundum gengur hreinlega
Gefðu garðinum nýtt útlit
PÍYJAR STYTTUR
Glæsileg vara
Hæö frá 30 til 180 cm.
Einnig tjarnir, dælur og margt
fleira, þ. á m. steinborð og
bekkir.
SLÁIÐ Á ÞRÁÐim
ov
VÖRUFELL HF.
Heiðvangi 4
Hellu
Sími 98-75870
Úrval
Tímarit tyrir alla
Qerðu gott frí enn betra
taktu Urval með 1 ferðma
án makans
- Sá sem er leiður á maka sínum eða óhamingjusamur í hjónabandinu
er miklu líklegri til að ráfa upp í ból annars staðar.
Alsæla - Sívaxandi vandamál
- Það „finasta" núna vestanhafs er að úða dufti i sig sem ruglar dóm-
greindina og veldur vímu.
Skipulögð fæðing
- Sovétmenn hafa nú komið á ákveðnu skipulagi til þess að hjálpa kon-
um með sígenga sjúkdóma að ganga með böm og fæða þau.
Draumapilla
- Þiú er búið að finna upp pillu sem framkallar drauma hjá sofandi fólki
og þykir hafa kollvarpað kenningum Freuds og Jungs.
, *
Þetta er aðeins sýnishom af því sem er að lesa í Urvali núna. Askríftarsíminn er
Náðu þér í hefti strax á næsta blaðsölustað.
27022