Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Page 27
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989.
39
bærir
)essu
Ertu
berdreyminn?
„Ég var það nú en það hefur
minnkað eftir að ég þurfti að gangast
undir hjartaaðgerð. Þá þurfti að
svæfa mig lengi og mér finnst eins
og síðan hafi dregið úr þessu. Það
kemur þó fyrir enn að mig dreymir
fyrir óorðnum hlutum.“
Garðræktin
í Bonn
Það var svo í nóvember 1955 sem
þau hjónin fluttu út til Bonn. „Þar
starfaði ég með Helga heitnum Bri-
em. Við opnuðum það sendiráð sem
enn er starfrækt í borginni. Helgi var
mikill áhugamaður um garðrækt og
ræktaði upp undurfagran garð í
Bonn. Þegar hann fór heim kom Pét-
ur Thorsteinsson frá Moskvu og tók
við sendiherraembættinu. Hann fór
auðvitað eins og gengur og gerist í
þessar heimsóknir til sendiherranna
á staðnum, þar á meðal til hins
breska. Sá spurði Pétur beint út
hvort hann fullnægði öllum skilyrð-
um til að vera'sendiherra íslands í
Bonn. Pétur varð hálfhissa og kvaðst
nú hafa verið sendiherra í Moskvu.
„Já, en það er ekki nóg,“ sagði sá
breski þá. „Ég hef séð það hjá Briem
að íslenski sendiherrann í Bonn
verður að vera sérfræðipgur í garð-
yrkju. Ert þú það?“
-Hvernig lagðist það í þig að leggj-
ast í stöðuga búferlaflutninga með
fjölskylduna?
„Það var auðvitað erfitt. Maður
verður að flytja af einu mál- og
menningarsvæði á annað. Aftur og
aftur verður maður að spreyta sig í -
að ná leikni í nýjum tungumálum og
skilja hugsunarhátt annarra þjóða.
Þetta er sérstaklega erfitt fyrir börn-
in því að þau verða í sífellu að skipta
um skóla. Þá er geysilega mikið álag
að þurfa að taka sig upp og flytja
með búslóð sína á fárra ára fresti.
Að auki eru íslensku sendiráðin
mjög fáliðuð og mikið vinnuálag í
þeim.
Við eigum sjö börn og fylgdum
þeirri stefnu að eftir að þau urðu 12
ára létum við þau ekki vera hjá okk-
ur í skóla að vetrinum til. Þá voru
þau heima. Þetta gerðum við til að
fyrirbyggja að þau myndu festa ræt-
ur í útlandinu. Það hefur nefnilega
komið fyrir hjá mörgum starfs-
bræðrum mínum sem ekki hafa ver-
ið á varðbergi gagnvart þessu. Að
vísu var sá yngsti hjá okkur til 16
ára aldurs og fyrir bragðið var ís-
lenskan honum virkilega erfið í
Menntaskólanum í Hamrahlíð.“
Þau Hannes og Karin hafa gert víð-
reist í gegnum tíðina. Hann hefur
starfað sem sendiherra í 15 ár í 18
ríkjum og hjá 6 íjölþjóða- og alþjóða-
stofnunum. Hann hefur búið í Bonn
eins og áður sagði, London, Moskvu,
Genf og New York, svo dæmi séu
nefnd, en gegnt jafnframt sendi-
herrastöðu í fjölmörgum ríkjum öðr-
um. Þegar hann kom frá síðasttöldu
borginni 1971 varð hann blaðafull-
trúi ríkisstjórnarinnar. Síðan hélt
hann aftur til útlanda.
Til
starfa heima
Það var svo 1986 sem þau hjónin
voru búin að fá nóg af útivistinni og
„Mér var eignaður lekinn á fundargerð utanríkismálanefndar til Alþýðublaðsins. Sannleikurinn er hins vegar sá að blaðið fékk fundargerðina á undan
mér.“
því sótti Hannes um starf heima-
sendiherra sem hann gegnir nú.
Hann er nú sendiherra hjá Indlandi,
Pakistan, Bangladesh, Túnis og Kýp-
ur og sér jafnframt um opinber sam-
skipti við írak og Nepal. Einnig sér
hann um ræðissambandið við Sri
Lanka.
„Embætti heimasendiherra var
talið mjög hagkvæm lausn til að
halda sæmilegu stjórnmála-, við-
skipta-, og menningarsambandi við
þessi fjölmennu, íjarlægu ríki án
þess að kosta miklu til. Þessi embætt-
i eru nú tvö talsins og hefur Bene-
dikt Gröndal gegnt öðru þeirra.
Liður í hugmyndinni er að við ferð-.
umst um umdæmið a.m.k. einu sinni
á ári. Og þannig hefur það verið
þangað til núna aö við Benedikt
Gröndal höfum í rauninni verið sett-
ir í ferðabann á þessu ári. Já, ég er
í feröábanni. Kostnaðaráætlunin,
sem ég gerði varðandi mitt ferðalag
nú í byrjun ársins, var 1,1 milljón.
Þetta fer auðvitað eftir því hversu
lengi maður er og hve víða maður fer
en nú er þetta ekki lengur tahð nauð-
synlegt af núverandi ráðherra. Ég
fyrir mitt leyti tel ekki mögulegt að
starfrækja heimasendiráðin svo vel
sé án þessara beinu tengsla, það er
að farið sé á staðinn. Og nú hefur
núverandi utanríkisráðherra ákveð-
ið að leggja þessi sendiráð niður. Um
þá ákvörðun eru ekki allir sam-
mála.
Ég held að það sé hvergi mikilvæg-
ara að það ríki skiiningur, velvild og
manngæska í öllum samskiptum
yfirmanna og undirmanna eins og í
utanríkisþjónustunni. Við höfum
verið ákaflega lánsamir, íslendingar,
því íslenska utanríkisþjónustan hef-
ur verið byggð upp af mikilli fag-
mennsku, skilningi og manngæsku
og það hefur gert þaö að verkum að
góður andi hefur ríkt, líka vegna
þess að utanríkisráðherramir hafa
verið alveg frábærir mannvinir og
fagmenn alveg fram að þessu.“
-En nú er sumsé komin upp mis-
klíð í utanríkisþjónustunni.
„Um hana er þaö að segja að ég
skrifa greinargerð samkvæmt boði
Jóns Baldvins. Ég ætlaðist ekki til
að fá svar við henni, ég er að leggja
hana inn í hugmyndabanka ráð-
herrans. Ég ætlast til að hann skoði
hana og hafi í huga þegar hann tekur
sínar ákvarðanir."
-Vekur sú tilhugsun um að leggja
heimaráðuneyti þitt niður ekki eftir-
sjá?
„Ja, Jón Baldvin hefur sagt að það
verði lagt niður en hins vegar tel ég
að það sé gagnstætt íslenskum hags-
munum. En vegna þess fjaðrafoks
sem orðið hefur út af greinargerðinni
er rétt að komi fram að hún hefur
ekki verið send neinum fjölmiðlum
heldur ríkisstjóm, utanríkismála-
nefnd og formönnum þingflokkanna.
Hins vegar sendi ég hana ekki út sem
trúnaðarmál enda er hún ekkert
trúnaðarmál. En ég átta mig ekki
alveg á þeirri umræðu sem hún hefur
fengið og einhver hlýtur að hafa lek-
ið henni.
En talandi um leka þá var talað um
að fundargerð utanríkismálanefndar
hefði lekið út og mér ætlaður sá leki.
Þessi fundargerð var frá 17. apríl.
Við fáum hana ekki í hendur fyrr en
21. apríl en Alþýðublaðið birtir allt
fylgiskjalið með henni laugardaginn
22. apríl. Þá minntist enginn á leka
en fylgiskjalið er auðvitað hluti af
henni. Blaðið hefur því fengið hana
á undan okkur því einhvem tíma
hefur tekið að vinna hana.“
-Ef þú stæðir nú í þeim sporum að
þurfa að taka eða hafna tilboði um
starf í utanríkisþjónustunni, og vær-
ir jafnframt þessari reynslu ríkari,
hvað myndir þú gera?
„Ætli ég myndi ekki gera þaö sama
aftur.“
-JSS