Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Síða 34
46 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989. LífsstOl DV Snæfellsjökull: Þar semjörðin fær hlutdeild í himninum Þingkonur Kvennalistans, þær Kristín Einarsdóttir og Danfríður Skarphéð- insdóttir, komnar á toppinn. -DV-myndir GVA áloltkhólmur 29' imannahöfn 1i6' Berlin 17 Frankfurt 18' Luxemborg 14° Mallorda21 Algarve' wmm Heiðsl Léttskýjað Hálfskýj^ð Montreal Chtcago 17 Ló> Angeles 17° mennskur maður sem gerðist land- vættur. Sagnarandi Önnur þjóðsaga er til um mann sem átti erindi við jökulinn á síðari hluta 16. aldar. Það var Jón gamli, prestur á Þæfusteini, sem rölti alla leiðina upp að jökli til að verða sér úti um sagnaranda, en slíkir andar gátu sagt mönnum til um óorðna hluti jafnt sem orðna hluti og voru því hið mesta þarfaþing á öldum fjöl- miðlaleysisins. Ekki var nú samt sem áður hlaupið aö því að góma andann þótt á jökulinn væri komið. Mátti Jón ekki liggja þar skemur en sex dægur með þaninn líknarbelg í munni sér áður sagnarandinn loksins kom og ætlaði ofan í hann til að gera hann vitlausan. Herbragð Jóns var þá að bíta saman tönnum og þar með var andinn kominn ofan í belginn og orð- in undirgefinn þjónn hans svo lengi sem hann vildi. Eftir þetta kom hins vegar fátt Jóni á óvart. Þar að auki gat hann nú jafnt sagt til um á hvorn staðinn þeir færu sem létust, hvort þeir höfnuðu í helvíti eða á himnum. Enn gerast ævintýr Snæfellsjökull er einn af frægustu jöklum veraldar og víða um heim veit fólk um tilurð hans, jafnvel þótt það viti ekkert annað um ísland. Margir indverskir dulspekingar og aðrir þeir sem leggja stund á slík fræði telja hann dulmagnaðan öllum fjöllum fremur. Og er hann marg- rómaður krafturinn sem stafar frá Snæfellsjökli þó engum hafi auðnast að skýra hann til fulls en margar kynjasögur tengjast hins vegar jökl- inum. Enn gerast ævintýri á Jökli, nótt- ina áður en við fórum á jökulinn fóru þeir Árni og Páll upp á hann með ferðamenn. Hópurinn lenti í mikilli - ferðir í snjóbíl á jökulinn ..Þar sem jökulinn ber við loft hætt- ir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess- vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein. ofar hverri kröfu." segir Ólafur Ljósvíkingur í Heims- ljósi Halldórs Laxness. Snæfellsjökull hefur löngum heill- að erlenda sem innlenda ferðamenn, hann þykir einn fegursti jökull landsins og þeir eru margir sem eiga þann draum æðstan að komast á tind hans gangandi, á vélsleða eða í snjó- bíl. Ekki alls fyrir löngu hófu þeir Árni E. Albertsson og Páll Ingólfsson í Ólafsvík ferðir á snjóbíl upp á jökul- inn. í hverja ferð með snjóbílnum, sem heitir Bárður eftir þeim fræga Bárði Snæfellsás, komast ftmrn til sex far- þegar með á jökulinn og kostar fariö fyrir hvern og einn 2000 krónur. Lagt er af stað síðla kvölds þegar sól er farin að lækka á lofti. Það er illfært á jökulinn meðan .sólin skín því þá er þar of mikil sólbráð. Ekki er farið nema í heiðskíru veðri því lítið er variö í að fara á jökulinn þeg- ar ekki er hægt að njóta útsýnisins af tindi hans. f heiðskíruveðri Ofan af jökhnum er óendanlegt víð- sýni til allra átta. Til austurs sér yfir endilangan flallgarðinn, með tinda- röðum Helgrinda og Ljósufjalla. Enn lengra til austurs sér til Langjökuls og Eiríksjökuls og sumir segja að það Veðrið í útlöndum HITASTIG ÍGRÁÐUM 0til-10 1 til 5 6 tíl 10 11 til 15 16 til 20 20 til 25 Byggt á veöurfréttum Veflurstofu Islands kl, 12 á hádegi, föstudag Akureyri 21 Reykjavík 10° Þórshöfn 12° Glasgow 1 Bergen 12' Paris Orlando 24° CVJV sjáist allt til Vatnajökuls þegar af- bragðs gott skyggni er. Til norðaust- urs sér yfir Breiðafjörð með öllum sínum óteljandi eyjum. Enn lengra sér yfir Vestflarðahálendið allt til Drangajökuls og í suðri blasir Reykjanesfjallgarðurinn við og í góðu veðri sést allt til Vestmanna- eyja. Sólsetrið séð ofan af jöklinum síðla kvölds er afar fallegt. Meðan bjartast er líða ekki nema 45 mínútur milli sólseturs og sólaruppkomu. Það er alveg makalaust hversu hratt sólinni skýtur upp á himin- hvolflð á nýjan leik. Fyrst sést agnar- litill geisli, augnabliki síðar sjást fyrstu geislar morgunsólarinnar leika við sjóndeildarhringinn. Akvegur frá Ólafsvík Akvegur liggur frá Ólafivík að jöklinum. í meðalárferði er fært þangað á öllum venjulegum fólks- bílum, en eins og fólk veit víst var síðastliðinn vetur óvenju snjóþungur og því er ekki fært nú nema um það bil hálfa leiðina upp að jökli. Miðja vegu á vegarslóðanum milli Ólafsvíkur og jökulsins bíður Bárð- ur. Hann er kannski ekki nein lúxus- kerra en þjónar vel sínum tilgangi. Bárður er aldarfjórðungsgamall, mestan hluta af starfsævi sinni hefur hann þjónaö Björgunarsveitinni á Egilsstöðum en var seldur til Ólafs- víkur 1988. Hann var notaður í jökla- ferðir allt síðastliðið sumar og var látinn erfiða slík ósköp að hann bræddi úr sér. Þá töldu sumir aö dagar hans væru taldir en þá komu þeir til skjalanna Árni og Páll og gerðu Bárð upp og ákváðu svo að bjóða upp á ferðir á Snæfellsjökul í sumar. Rigning y Skúrir Snjókoma |2^ Þrumuveóur = = Þoka Við erum sjö sem leggjum í hann á Bárði, ljósmyndari DV og blaða- maður og þrjár kvennalistakonur, þær Kristín Einarsdóttir, Danfríður Skarphéðinsdóttir og Ingibjörg Daní- elsdóttir, varaþingkona á Vestur- landi, Árni og Páll. Það borgar sig að fara vel klæddur á jökuhnn, gallabuxur og strigaskór henta alls ekki til slíkra ferða því það getur orðið mjög kalt uppi á jöklin- um. Besti klæðnaðurinn er góðir gönguskór, uharsokkar, skíðagahi eða annar ámóta fatnaður, húfa, tref- ill og vetthngar. Auk þess er sjálfsagt fyrir þá sem hafa ánægju af að renna sér á skíðum að hafa þau með í far- teskinu. Bárður skríður rymjandi af stað og þokast í áttina að jöklinum. Á leið- inni er farið yftr helstu örnefni þegar áð er, auk þess sem rifjaðar eru upp þjóðsögur um Bárð Snæfellsás. Ferðir Fyrsti jökulfarinn í Bárðarsögu, sem rituð var á fjórt- ándu öld, segir að Bárður hafi verið sá fyrsti sem hóf göngur á Snæfells- jökul og hafði hann til þess sér- hannaðan útbúnað. Segir sagan að hann haíl sveimað um landið og komið víða fram. Var hann með fjað- urbrodd langan og digran í hendi og notaði hann jafnan þegar hann gekk um jökla. Bárður virðist hafa orðið mjög heihaður af Snæfellsjökli, svo mjög að að hann hvarf að lokum með búferli sitt í jökuhnn, byggði þar stóran hehi og varð eftir það vernd- ari og heitguð byggðarlaga sinna. Samkvæmt sögunni var hann því Kikt í iökulsprunau.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.