Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Side 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í.hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Flugfreyjur:
Strandaði á
smáafriðum
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta-
semjari sleit samningafundi flug-
freyja og Flugleiða síðdegis í gær eft-
ir 30 klukkustunda fund. Samkomu-
lag hafði tekist um öll meginatriði
samningsins. Hins vegar var hart
deilt um tvö atriði sem sáttasemjari
taldi ekki ýkja stór. Fundum verður
fram haldið klukkan tíu á mánudags-
morgun.
-gse
Grindavlk:
Lögreglan
ók á eftir
fjórhjóli
Lögreglan í Grindavík veitti öku-
manni á fjórhjóli eftirför. Fjórhjólið
var óskráð, ökumaðurinn aðeins 16
ára og því réttindalaus og auk þess
var farþegi á hjólinu. Ökumaöurinn
reyndi allt til að flýja lögregluna.
Hann sikksakkaði fyrir framan lög-
reglubílinn og svo fór að fjórhjólið
skall á framhluta bílsins. Ökumaður
flórhjólsins stakk af við svo búið.
Engin slys urðu á fólki og ökutækin
skemmdust aðeins lítillega.
Þrátt fyrir að hinn réttindalausi
flórhjólakappi hafi haft betur í elting-
arleiknum er lögreglan búin að ná
til hans. Aldrei fór á milli mála hver
stýrði fjórhjólinu. Ökumaðurinn hef-
ur játað aksturinn.
-sme
SKlÐASKACIIin
LOKI
Er Flannes þá ekki loksins
oröinn heimasendiherra?
Hannes Jónsson sendiherra segir upp:
Sakar ráðherra um
skemmdarverkastarf
Hannes Jónsson heimasendiherra
gekk á fund forseta íslands í gær
og sagði starfi sínu lausu frá 31.
október að telja. Gerir hann ráð
fyrir að taka orlof þangað til en
hverfa síðan á cftirlaun 1. nóvemb-
er.
Þar með virðist vera lokið deilu
Hannesar og utanríkisráðherra en
á blaðamannafundi Hannesar í gær
var hann þungorður í garð Jóns
Baldvins Hannibalssonar og skipu-
lagstillagna hans.
Hannes sakaði Jón Baldvin um
að reyna að vinna skemmdarstarf-
semi á utanríkisþjónustunni með
tillögum sínum. Einnig sagðist
hann ekki geta unað þeim vinnu-
brögðum sem Jón Baldvin hefði
innleitt meö því að „.. .embætt-
ismenn utanríkisþjónustunnar
njóti ekki grundvallarmannrétt-
inda eins og skoðana- og tjáningar-
frelsis; þeir skuli bara þegja eða
segja af sér“.
Einnig ásakaði Hannes Jón Bald-
vin um að ástunda „.. .hávaða-
fundi, fjölmiðiafár og pólitisk ævin-
týri á kostnað þjóðarinnar“.
Hannes sagðist ekki hverfa með
gleði úr utanríkisþjónustunni eftir
liðlega 35 ára ævistarf og þar af 15
ára sendiherrastarf. Þá vitnaði
Hannes í Georg Bernard Shaw þar
sem hann segir að þótt sú hætta
vofi alltaf yfir lýðræðisríKjura
„.. .að einn og ein þrjótur og lýð-
skrumari geti flotið með til valda
þá sjái kjósendur fyótlega við hon-
um, leiðrétti mistökin og losi sig
við hann“.
Hannes sagðist aðeins hafa átt
eitt samtal við ráðherra síðan Jón
Baldvin kom til starfa síðasta
haust. Á þeim fundi hefði ráðherra
sagt Hannesi að ráðuneytisstjóri
utanrikisþjónustunnar, Hannes
Hafstein, væri ekki hrifmn af
skipulagsbreytingum þeim sem
Jón Baldvin hefur boðað.
Hannes vék að ásökunum um að
hann hefði lekið trúnaðarmálum
frá utanríkismálanefnd. Vísaöi
hann þeim ásökunum á bug um
leið og hann gaf í skyn að umrædd-
ur leki stæðinærri Alþýðublaðinu,
Þá endurtók Hannes ummæli sín
um ráðgjafa Jóns Baldvins og kall-
aði þá fúskara. Sagðist Hannes ekki
vilja nefna ráðgjafana en sagði þá
hins vegar ekki vera í utanríkis-
þjónustunni.
„Það er mikil og almenn óánægja
í utanríkisþjónustunni og hefur öll
þau 35 ár, sem ég hef verið þama,
aldrei verið eins og í tíð Jóns Bald-
vins. Ég vill vekja athygli á því að
þann litla tíma, sem Jón Baldvin
starfaði í fjármálaráðuneytinu,
lýsti hann því yfir að hann ætlaði
að stokka allt upp en í raun og veru
lagði hann alla stjórnun þar í rust.
Afleiðingin var sú að átta embætt-
ismenn sögöu upp starfi í tíð: Jóns
Baldvins ú fiármálaráðuneytinu,“
sagði Hannes Jónsson. Hann sagö-
ist ekki ná að kveðja í þeim löndum
þar sem hann hefði verið sendi-
herra eins og þó væri venjan.
-SMJ
Hannes Jónsson sendíherra hefur ekki mikið áiit á endurskipulagstillögum ráðherra og hefur nú sagt starfi
sinu lausu. DV-mynd BG
Jón Baldvin Hannibalsson:
Fundur
Hannesar
án heimildar
„Ummæli Hannesar um mig segja
býsna mikið um Hannes Jónsson en
næsta lítið um mig,“ sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra
þegar hann var spurður út í þau
ummæli sem Hannes Jónsson sendi-
herra lét hafa eftir sér á blaðamanna-
fundi þegar hann tilkynnti uppsögn
sína. Jón Baldvin staðfesti að hafa
tekið við uppsagnarbréfi Hannesar.
„Jafnframt frétti ég að sendiherr-
ann hefði efnt til blaðamannafundar
í húsakynnum ráðuneytisins en láðst
að biðja um heimild frá ráðuneytis-
stjóra um afnot af þessum húsakynn-
um,“ sagði utanríkisráðherra. Þá
sagði Jón Baldvin að alþjóðaskrif-
stofa utanríkisráðuneytisins myndi
sinna þeim löndum sem Hannes
hefði verið sendiherra í þar til annað
yrði ákveðið.
-SMJ
Léttskýjað fyrir austan
Það verður hæg vestanátt um allt land á morgun. Himinninn verður léttskýjaður yfir Austfirðingum en vestanlands verður skýjað og þokuloft við
ströndina. Heitast verður fyrir norðan og austan eöa allt upp í 20 stig. Annars staðar má búast viö að hitinn fari niður í 11 stig.
Á mánudag versnar veörið. Þá gengur í vaxandi suðaustanátt. Rigningin skellur á um kvöldið á Suðvesturlandi. Það verður léttskýjað fram eftir degi
á Norður- og Austurlandi en þykknar upp með ‘kvöldinu. Hitinn verður svipaður og á morgun og jafnréttlátlega skipt milli landshluta.