Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLl 1989. 3 dv Fréttír stöðvun Fyrirtældð Plasteinangrun M. á Akureyri hefm- fengið greiöslu- stöðvun til þriggja mánaða og verður sá tími m.a. notaður til að endurskipuleggja reksturinn og fjárhag fyrirtækisins þannig að tryggja megi sem best framtíð þess svo og hagsmuni starfsfólks og lánardrottna. í íréttatilkynningu frá fyrir- tækinu s^gir aö seinni hluta síð- asta árs og fyrri hluta ársins í ár hafi orðið verulegur samdráttur í sölu Plasteinangrunar vegna versnandi afkomu sjávanitvegs og fiskvinnslu. Það ásamt því að fyrirtækið hefur staðið í talsverð- um íjárfestingum við þróun nýrr- ar framleiösluvöru hafi leitt til tapreksturs og greiðsluerfiðleika. Því hafi verið óhjákvæmilegt að fara fram á greiðslustöðvun. Sigríður Jónsdóttir, fyrrver- andi skrifstofustjóri fyrirtækis- ins, hefur verið ráðin sem fram- kvæmdastjórí, Sigurður Jó- hannsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, hefur snúið sér alfarið að sölu- og markaðsmál- um. Aðstoðarraenn Plasteinang- runar á greiðslustöðvunartíman- lun hafa verið ráðnir Þorsteinn Kjartansson, löggiltur endur- skoðandi, og Benedikt Ólafsson hdl. Fjölmenni á Klatistri í steihj- andi sólskini Valgeir ingi Ótafsson, DV, Klaustri: Á annað þúsund manns dvöldu hér á Klaustri og næsta nágrenni um síðustu helgi í hreint frábæru veðri, steikjandi sólskini og hita svo fólk hafði á orði að vindur- inn, sem var, hafi aöeins verið kærkomin kæling. Tjaldstæöiö á Kleifum var þétt- setið og einnig svæðiö í hólunum fyrir sunnan Klaustur. Umferð var geysimikil alla helgina, enda fjöldi gesta í Skaftafelli, og án óhappa að sögn lögreglu. Skaftfellingar treysta á veður- guðina því um næstu helgi verð- ur haldinn styrktardansleikur í félagsheimilinu Kirkjuhvoli til fjáröfiunar fyrir flygilskaup í fé- lagsheimilið. Þar leika ýmsar Wjómsveitir, fyrrverandi og nú- verandi i sýslunni, til styrktar málefninu og má þar nefna nöfn eins og Lögmenn, Barokk, Volvo og síðast en ekki síst Tónabræð- ur. Herþotur 09 margt fleira á FBugdegi Gyffi Kristjánssm, DV, Akureyri; Fjölbreytt dagskrá veröur á Flugdegi sem haldinn verður á Akureyrarílugvellink. laugardag en þann dag verða 50 ár liöin frá því að fyrsti Flugdagurinn var haldinn á Akureyri. Meðal atriða á laugardag verða sýningar herþotna og þyrla frá Keflavíkurflugvelli, listflug, fall- hlífarstökk, flug fjarstýrða flugmódela og Gmar Ragnarsson sýnir svifflug á „Frúnni". Þá er boðið upp á útsýnisflug. Á föstudag kl. 16.30 til 17.30 verður happdrættismiðum dreift úr flugvél yfir bænum, nánar til- tekið í miðbænum, við Glerár- skóla og Lundarskóla og verslun Hagkaups. Veglegir vinníngar eru í happdrættinu, ra.a. utan- landsferðir. Til þess að kynnast landi og þjóð er nauðsynlegt að leita út íyrir borgirnar. Á bílaleigubíl, með lestum eða rútum, siglandi eftir skurðum og síkjum eða jafnvel gangandi. Norður-England og þjóðgarðarnir Lake District, North York Moors, Yorkshire Dales og Peak District búa yfir heillandi ósnortinni náttúrufegurð ásamt fjölskrúðugu jurta- og dýraríki sem löngum hafa heillað göngugarpa og náttúruunnendur. Cornwall. Að aka milli litlu fiskiþorpanna á Cornwallskaganum er eins og að skjótast aftur í aldir. Myndræn fegurð t.d. Clovelly, Lynton og Lynmouth er ógleymanleg og Jamaica-kráin á Bodmin Moor er jafn , dulúðug og í samnefndri sögu Daphne de Maurier. Suður-England hefur sannarlega margt að bjóða þeim sem njóta vilja sólar og skemmtunar. Einkar milt loftslag, ljós strandlengja, pálmatré og annar suðrænn gróður hafa gert suðurströndina að einum vinsælasta sumarbaðstað í norðanverðri Evrópu. Wales. Óvíða er að frnna jafnmarga sögufræga kastala og kastalarústir og í Wales. I grasi grónum hlíðunum, innan um sauðfé á beit eða sitjandi við \ lítið vatn með stöng, gætirðu haldið að þú værir eina manneskjan í \ heiminum. Skotland. Skosku hálöndin hafa árum saman dregið að ferðamenn, með hinu dularfulla Loch Ness, undurfagra Loch Lomond og hinu sérstæða Great Glen, ekki síður en hinir heimsþekktu skosku golfvellir. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni, eða hjá ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um iand allt. FLUGLEIÐIR BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.