Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 19: JÚLÍ Í9Ö9. 11 Utlönd Slysið á Chappaquiddick: Mörgum spurningum er enn ósvarað I júlímánuöi áriö 1969 ók Edward Kennedy bifreið fram af hrörlegri brú á Chappaquiddick-eyju, suöaust- ur af Massachussetts fylki í Banda- ríkjunum, meö þeim afleiöingum að farþegi i bílnum, Mary Jo Kopechne, drukknaöi. Slysiö á Chappaquiddick hefur fylgt Kennedy öldungadeildarþing- manni eins og skugginn og margir segja að það hafi gert drauma hans um að verða forseti að engm Víst er aö þaö hefur ekki falhð í gleymsk- unnar dá og nú, tuttugu árum síðar, er þaö enn í sviðsljósinu. Ósvaraðar spurningar Þann 18. júh áriö 1969 voru Kennedy og Kopechne, tuttugu og sjö ára fyrrum ritari Roberts heitins Kennedys, sem var myrtur í júní áriö áður, í gleöskap ásamt fleirum á Chappaquiddick-eyju. Þegar líða tók á kvöldið yfirgáfu þau veisluna saman í bifreið á leið til ferjuhafnar- innar á eyjunni. Við yfirheyrslur kvaðst Kennedy hafa tekið ranga beygju og haldið í áttina að strönd- inni. Hann segist hafa misst af beygju við brú á eyjunni með þeim afleiðing- Slysið á Chappaquiddick fyrir tutt-r ugu árum hefur fylgt Edward Kennedy sem skugginn. um að bíllinn fór í vatnið. Að eigin sögn komst hann út úr bifreiðinni við illan leik og reyndi að bjarga Kopechne en án árangurs. Mörgum spumingum um slysið er enn ósvarað. Þrálátust er hvers Mary Jo Kopechne. vegna Kennedy tilkynnti ekki um slysið fyrr en níu eða tíu klukku- stundum eftir að það gerðist. Við yfirheyrslur kvaðst Kennedy ekki geta útskýrt það en hann hafi verið að vona að Kopechne hafi komist lif- andi út úr bílnum með einhverjum hætti. John Farrar, sem fjarlægði lík Kopechne úr bílnum, heldur því fram að ef brugðist hefði verið við strax hefði ef til vill verið hægt að bjarga lífi hennar. Hún hafi ekki lát- ist strax heldur lifað einhvern tíma eftir að slysið átti sér stað. Kennedy hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa yfirgefið slysstað og töldu margir það endalok málsins. En því fór fjarri. Tuttugu árum síðar er enn verið að fjalla um þetta atvik. Leshe Leland, fyrrum formaður rannsóknardómsins sem hafði með máhð að gera, sagði í samtali við Reuter-fréttastofuna að honum heföi verið meinað að rannsaka slysið frekar en varð. Segir hann að dóm- ari hafi komið í veg fyrir að nokkur vitni í máhnu hafi verið kölluð th. „Aðgangur bannaður" „Aðgangur bannaður. Brúin lok- uð“ segir á skilti við brúna á Dike vegi á Chappaquiddick-eyju. Þrátt fyrir það streyma forvitnir ferða- menn árlega enn að brúnni. Reuter Ný bók um bandansku forsetakosnlngamar: Quayle fær slæma Dan Quayle, varaforseti Banda- ríkjanna, fær heldur slæma útreið í nýrri bók um forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í fyrra. í bókinni er vitnað í nokkra repúblikana sem unnu með varafor- setanum í kosningabaráttunni sem og nokkra er stóðu utan hennar og bera þeir honum ekki vel söguna. Hann er sagður vera með athygligáfu á við barn, óþroskaður og barnalegur maður sem hvað eftir annað hafi verið settur á skólabekk til að læra en síðan verið hafður „í taumi líkt og hvolpur". útreio í bókinni, sem sett verður í sölu í næsta mánuði, er m.a. vitnað í fyrr- um ráðgjafa Quayles, Joseph W. Canzeri. Fátt jákvætt er sagt um varaforsetann í bókinni. Þeim repú- blikunum, sem studdu við bakið á honum, er lýst þannig að þeir hafi verið aö bjarga Quyale frá honum sjálfum. Bush Bandaríkjaforseti vísaði þessari gagnrýni á bug í gær og sagði ummælin í bókinni móðgandi. Að bókinni standa Jack Germond og Jules Witcover blaðamenn. Dan Quayle; varaforseti Bandaríkjanna, fær heldur slæma útreið í nýrri bók um forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum á síðasta ári. ' Teikning Lurie 9 i 11 II N (. I II A N l. 'llljl II III 11 111 SUMARTILBOÐ ÁPfANÓUM greiðast á allt að 2 árum HLJÓÐFÆRAVERSLUN PÁLMARS ÁRNA HF HLJÓÐFÆRASALA - STILLINGAR - VIÐGERÐIR ÁRMÚLI38.108 REVKJAVlK, SlMI 91 -32845 SiMNEFNI: PALMUSIC-FAX: 91-82260 ÖLVUNARAKSTUB ÚISF3*** ALLT FYRIR GLUGGANN 2 Gardínubrautir hafa sameinast ÁLNABÆ og flutt í SÍÐUMÚLA 32. pinabæp -an//mstnt- SÍÐUMÚLA 32, REYKJAVÍK, S.31870. TJARNARGÖTU 17, KEFLAVÍK.S. 92-12061. HEIMSMET SEM KEMUR ÞÉR TIL GÓÐA! Á siðasta ári seldust hvorki meira né mínna en 400 Chrysler bilar á fslandí og markaðshlutdeild Chrysler var sú hæsta í heimin- um utan Bandaríkjanna. Vegna þessa árangurs náðust sérsamníngar um verð á einni sendingu á Dodge Aries bilum sem nú eru komnir til landsins. DODGE ARIES - fjölskyldubíllhin sem slegíð hefur i gegn á Íslandí enda vel útbúinn rúmgóður bill á frábæru verði, frá kr. 977.200,- Bunaður m.a.: Sjálfskipting * aflstýri * aflhemlar * 2,2L 4 cyl. vél með beinni innspýtingu * framhjóladrif * Iitað gler * stereo útvarp með 4 hátölurum og stöðvaminni JOFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 JÖFUR-ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL o.fl. o.fl. VERÐ FKA KR. 977.200,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.