Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Side 6
6
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989.
Útlönd
Palmemálið:
Fjarvistar-
sönnun fyrir
Pettersson?
Maður, sem kveðst vera vinur
Christers Pettersson, mannsins
sem fundinn hefur verið sekur
um morðið á Olof Palme, sagði
við yfirheyrslur i áfrýjunarrétti í
Stokkhólmi i gær að hann hefði
séö Pettersson langt frá morö-
staðnum skömmu eftir að raorðið
var framið.
í réttarsalnura í Stokkhólrai
hafa nú tveir menn boriö þ ví vitni
að Pettersson hafi verið fjarri
morðstaðnum skömmu eftir aö
Palme var skotinn.
Erik Nordström, 53 ára, sagði
að hann hefði séð Pettersson í
úthverfi Stokkhólms innan viö
tuttugu mínútum efttr að Palme
var skotinn. Framburður Nords-
tröm, fallist rétturinn á hann,
veitir Pettersson íjanóstarsönn-
un þar sem ómögulegt er talið að
hann hefði komist á milli þessara
tveggja staða á svo skömmum
tíma.
Pettersson, sem var fundinn
sekur í undirrétti og dæmdur til
ævilangrar fangavistar, hefur
ætíð haldiö fram sakleysi sínu.
Hann kveðst hafa varið kvöldinu,
sem Palme var myrtur, í spilavíti
og að því loknu farið heim með
lest.
Nordström kvaðst þess fullviss
að maðurinn, sem hann sá, hefði
verið Pettersson.
Saksóknari spurði vitnið hví
hann hefði ekki gefið sig fram
fyrr þar sem hann hefði lengið
vitað aö vinur hans væri sakaður
um morð. Hvers konar vinur ert
þú? spurði saksóknari. Nords-
tröm svaraði: „Ég átti við eigin
vandamál aö stríða. Ég vonaöist
til aö hann yrði látinn laus.“
Undirréttur féllst ekki á fram-
burð annars vitnis, Algot Asell,
sem kvaðst hafa séð Pettersson
fjarri morðstaðnum örfáum min-
útum eftir morðið. Úrskurður
undirréttar var að miklu leyti
byggður á framburði ekkju
Palme, Lisbet.
Asell hefur einnig boriö vitni
fyrir áfrýjunarrétti.
TT og Reuter
Nýtt líf í START-
Fréttaskýrendur telja að tils-
lakanir Sovétmanna i afvopnun-
armáium, sem kynntar voru á
fundi utanríkisráðherra stór-
veldanna í Bandaríkjunum í síð-
ustu viku, geti hleypt nýju lífi í
START-víðræöur tórveldanna
sem hófust aö nýju í Genf í gær.
START-viðræöumar stefna að
samningi um helmingsfækkun
langdrægra kjamorkuvopna.
Á fundi sínum meö James Ba-
ker, utanríkirsáðherra Banda-
ríkjanna, lýsti Eduard Sé-
vardnadze, sovéski utanríkisráð-
herrann, því yfir aö Sovétmenn
settu það ekki lengur sem skil-
yrði fýrir samningi að að Banda-
ríkin samþykktu bann á geim-
vamir. Frá þvi að START-við-
ræðumar hófust áriö 1985 hafa
kröfúr Sovétmanna um takmark-
anir á geimvömum verið Þránd-
ur í götu samningamanna. Júri
Nazarkin, aðalsamningamaður
Sovétríkjanna, lagði þó áherslu á
að þrátt fyrir þessar tilslakanir
Sovétmanna yrði málið áfram á
dagskrá samningamanna i Genf.
Þá féllu Sovétmenn einnig frá
þeirri kröfu að í START-sam-
komulaginu fælist ákvæöi um
fækkun stýriflauga um borð
skipa og kafbáta.
Stjómarerindrekar segja að á
fundi sínura hafi utanríkisráö-
herramir rutt mörgum hindrun-
um úr vegi samnings um fækkun
langdrægra vopna. En mörg
deiluefhi liggja þó á samninga-
borðinuíGenf. Reuter
V-þýsk stjómvöld:
Vilja mannsæm-
andi gistiaðstöðu
- fyrir flóttamennina í Prag
Vestur-þýsk yfirvöld hafa farið
þess á leit við stjórnvöld í Tékkósló-
vakíu að þau sjái um að nær þrjú
þúsund austur-þýskir flóttamenn,
sem leitað hafa hælis í sendiráöi
Vestur-Þýskalands í Prag, fái
„mannsæmandi“ gistiaðstöðu. Fjöldi
flóttamanna hefst við í tjaldbúðum á
sendiráðsflötinni sem er orðin að for-
arvilpu. Talsmaður vestur-þýsku
stjómarinnar sagði að flytja yrði
flóttafólkiö í annað húsnæði í borg-
inni til bráðabirgða þar til ákvörðun
yrði tekin um óskir .þeirra um út-
flutningsleyfi.
„Það sem fyrir liggur nú er að veita
flóttamönnunum, þar af hundruöum
barna, mannsæmandi húsnæði,"
sagði talsmaðurinn. Hann sagði að
Bonn-stjórnin myndi halda áfram að
þrýsta á að mannúðleg lausn fyndist
á vanda flóttamannanna og myndi
leyfa þeim að flytja til V-Þýska-
lands.
Austur-þýsk yfirvöld hafa lofað
flóttamönnum útflutningsleyfi innan
sex mánaöa snúi þeir heim á ný.
En aðeins 200 þeirra hafa þegið það
boð.
Neyöarástand ríkir nú á grasflöt-
inni umhverfis sendiráðið. Pláss er
af skomum skammti og sofa flótta-
mennimir nú hvar sem finna má
rými. Fastlega er búist við að fjöldi
flóttamannanna nái þrem þúsundum
um helgina.
Stjómvöld í Tékkóslóvakíu, sem
funduðu í gær um ósk Bonn-stjórnar-
innar, hafa ekki hindrað flóttamenn-
ina í að komast að sendiráðinu. En
sem merki um samstöðu meö Aust-
ur-Þýskalandi hafa þau heitið því að
flóttafólkið fái ekki að fara vestur
yfir nema með samþykki stjómvalda
í Austur-Berlín.
Nær þvi 23 þúsund A-Þjóðverj-
Þessi þriggja ára gamli austur-þýski drengur er einn nærri þrjú þúsund
flóttamanna sem nú hafast við á lóð vestur-þýska sendiráðsins í Prag.
Símamynd Reuter
ar hafa nú komið til V-Þýskalands landamæri sín til vesturs 11. septem-
frá því að Ungverjaland opnaði ber. Reuter
Lítil hætta á valdaráni
Ekki er taliö að fráfail Ferdinands
Marcos, fyrrum forseta Filippseyja,
muni leiöa til mikilla rósta á eyjun-
um. Filippseyskir fjármálamenn era
óhræddir og segja ólíklegt að til
óeirða komi sem graflð gætu undan
efnahag landsins. Þá segjast þeir
heldur ekki óttast að lát hans muni
verða kveikjan að tilraun til valda-
ráns. Sá óróleiki, sem skapast getur
í fyrstu, mun án efa líða hjá, segja
þeir.
Fréttaskýrendur telja að stuðn-
ingsmenn Marcosar muni efna til
mótmæla vegna þess að Aquino for-
seti hefur hafnað beiðnum um að
hann verði jarðsettur á Filippseyjum
en segja ólíklegt að þau mótmæli leiði
til blóðugrar uppreisnar.
Marcos lést í fyrradag á Honolulu
eftir langvarandi veikindi. Hann
hafði verið í útlegð frá því að hann
flúði land árið 1986. Aquino hefur
ítrekað hafnað beiðni um að hann
verði jarðsettur á Filippseyjum og
segir að það geti leitt til óeirða. Hún
viðurkennir að óeining ríki meðal
íbúa Filippseyja vegna ákvöröunar
þessarar en segir það skyldu sína að
vemda öryggi þjóðarinnar. Banda-
ríkjastjóm hefur ákveðið aö banna
bandarískum flugvélum að flytja lík
Marcosar til Filippseyja í samræmi
við óskir Aquino.
Talið er að Marcos hafi sölsað und-
ir sig marga milljarða dollara á
valdatíma sínum. Sérfræðingar telja
að fráfall hans muni auðvelda stjóm-
völdum á Filippseyjum baráttu
Ferdinand Marcos, fyrrum forseti Filippseyja, sem lést á Honolulu á fimmtu- þeirra til að ná þessum fjármunum
dag. Telknlng Lurle aftur. Reuter
I>V
Vilrii númimSa
vmii mirvwiiici
koma í veg fyrir
sty'órn Samstöðu?
Yfirvöld í Rúmaníu reyndu að
ná fram sarastöðu meðal rikja
Varsjárbandalagsins til að koma
í veg fyrir að Samstaða, hin
óháðu pólsku verkalýðssamtök,
tækju við völdum i Póllandi segir
í dagblaði samtakanna í gær.
„Ríki Varsjárbandalagsins
ættu að taka afstööu og krefjast
þess að Samstöðú verði ekki veitt
stjómarmyndunarumboð,“ segir
m.a. í yfirlýsingu forystumanna
Rúmeníu sem send var öllum
ríkjum Varsjárbandaiagsins og
birtist í blaði Samstöðu í gær.
Kommúnistar, herinn og hin op-
inbera verkalýðshreyfing eiga að
mynda ríkisstjórn, segir þar
einnig.
Þá birtist einnig í blaði Sam-
stöðu pólskt skjal þar sem segir
að stjómmálaráð pólska komm-
únistaflokksins hafi hafhað slíkri
íhlutan í innanríkismál Póllands.
Talsmaöur pólska kommún-
istaflokksins staðfesti að skjölin
væra ófólsuð. Hann neitaöi því
hins vegar staðfastlega að flokk-
urinn heföi látið Samstööumönn-
um þau í hendur. Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóósbækurób. 8-9 Úb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 8,5-11 Úb
6 mán. uppsögn 9-12 Vb
12mán. uppsögn 9-11 Ob
18mán. uppsögn 23 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-3 Sb
Sértékkareikningar 3-9 Ib
Innlán verðtryggð
Sparireikningar
3jatnán. uppsögn 0,75-2 Vb
6 mán. uppsögn Innlán meðsérkjörum 2,25-3.5 Ib
13-76 Bb.Sb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 7,25-8 Ab.Sb
Sterlingspund 12,5-13 Sb.Ab
Vestur-þýskmörk 5,75-6 Sb.Ab
Danskarkrónur 8-8,75 Bb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 24-26 Úb.Ab
Viöskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 27-29 Sb.Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 28-32 Lb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7-8,25 Lb
Útlán til framleiðslu
Isl.krónur 25-29 Ob
SDR 10,25 Allir
Bandaríkjadalir 10,5-10,75 Allir
Sterlingspund 15,5 nema Ob Allir
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,75 Ob
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 40,8
MEÐALVEXTIR
óverðtr. sept 89 30.9
Verðtr. sept. 89 7.4
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala sept. 2584ctig
Byggingavísitala sept. 471 stig
Byggingavísitala sept. 147,3stig
Húsaleiguvísitala 5%hækkaöi l.júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,241
Einingabréf 2 2,338
Einingabréf 3 2,782
Skammtímabréf 1,457
Lífeyrisbréf 2,132
Gengisbréf 1,888
Kjarabréf 4.216
Markbréf 2.232
Tekjubréf 1,822
Skyndibréf 1,272
Fjolþjóðabréf 1.268
Sjóðsbréf 1 2,037 -
Sjóðsbréf 2 1,596
Sjóðsbréf 3 1,436
Sjóösbréf 4 1,203
Vaxtasjóðsbréf 1,4405
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.
Sjóvá-Almennar hf. 302 kr.
Eimskip 383 kr.
Flugleiðir 170 kr.
Hampiðjan 167 kr.
Hlutabréfasjóður 140 kr.
lönaðarbankinn 166 kr.
Skagstrendingur hf. 216 kr.
Útvegsbankinn hf. 142 kr.
Verslunarbankinn 148 kr.
Tollvörugeymslan hf. 110 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýslngar um penlngamarkað-
Inn blrtast i DV á fimmtudögum.