Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Page 24
36
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989.
Knattspyma unglinga
/
n>v
2. flokkur karla:
FramararíA-riðil
Framarar báru sigurorö af ÍBV í
keppni 2. flokks um sæti í A-riðli að
ári. Spilað var í Vestmannaeyjum og
unnu f'ramarar, 4 0. Mörkin gerðu
þeir Ríkarður Daðason, Haukur
Pálmason, Helgi BJörgvinsson og
Steinar Guðgeirsson. Þaö veröa þvi
Framarar og UBK sem færast upp í
A-riðil og hþota gull- og silfurverð-
laun að auki en KR og ÍBK falla í
B-riðilinn. Rétt er að komi fram að í
B-riðla í 2. flokkl er dregið og iuö
rétta er að Brelðabllk sígraöi í B-riöli
I, Framarar unnu B-riðil II og ÍBV
urðu efstir í B-riöli nt. ÍR og Höttur
hættu þátttöku og var það slæmt þvi
leikjum fækkaði til muna. Vonandi
bætast þesri lið i hópinn að ári.
Sigurvegaramir í fyrrnefhdum
riðlum léku síðan tvöfalda umferð
um sætin í A-riöli og varð lokastaðan
þessi:
Fram ........ 4 2 118-55
UBK .......... 4 12 16-64
ÍBV .......... 4 112 4-73
UMSK-mótið, 2. flokkur:
Stjaman vann
ÍK 20-0
ÍK er með allt of góða liðsheild í 2.
flokki til að tapa með 20 marka mun,
jafhvel á móti Uði með þann gæða-
stimpil sem Stjaman hefur. En þessi
úrsUt eru nú kannski skiljanleg þrátt
fyrir aUt því Magnús Harðarson, for-
maður knattspyrnudeildar ÍK, hefur
marglýst þvi yflr að álagið i yngri
flokkum á islandi sé of mildö og úr-
sUtin séu nánast aukaatriöi. Aðalat-
riöið sé að leikmenn forðist af
flæmsta megni að leggja sig um of
fram í leikjum því allt slíkt geti veriö
afar hættulegt sálartetrinu. Leikur
ÍK-strákanna hlýtur því að hafh faUið
í góöan jarðveg hjá forystumanni ÍK.
Það er aftur á móti skoðun unglinga-
síðu DV að þetta stóra tap drengjanna
sé klaufaskapur og hreinar öfgar því
liðið er mun betra en markatalan
gefur til kynna.
UBK-ÍK, 7-1
Stjaman-UBK, 2-1
Meö þessum sigri tryggði Stjam-
an sér efsta sætið í UMSK-mót-
ina- • -Hson.
Fjölnir með
góðan 7. flokk
Pegar Uð stendur sig jafhvel og B-Uð
7. flokks Fjölnis gerði í Stjömumót-
inu í sl. mánuöi er það fyrir neöan
allar heUur að fara rangt með nöfn
leikmanna eins og átti sér staö á ungl-
ingasíðu DV sl. mónudag. f texta meö
mynd af strákunum er rangt Jarið
með nöfh þriggja drengja, þeirra Hin-
riks Araarssonar, Gísla Þórs Jóns-
sonar og Hlyns Olafssonar, og eru
þeir beðnir veivirðingar á mistökun-
um. -Hson
Haustmeistarar KR-inga í 5. flokki 1989. - Strákarnir hafa staðið sig vel í sumar því þeir náðu einnig 4. sætinu í íslandsmótinu. í B-liðinu eru eftirtaldir
leikmenn: Þórarinn Olafsson, Arnar Sigurgeirsson, Kristján Þorsteinsson, Björn Rafnsson, Björn Jakobsson, Andrés Björnsson, Tómas Sigmundsson,
Guðjón Guðmundsson, Hallgrímur Þormarsson, Harry Gunnarsson, ívar Meyvantsson, Edilon Hreinsson og Gunnlaugur Thorarensen. A-liðið er þannig
skipaö: Andri Sigþórsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Sverrir Viðarsson, Henry Gunnarsson, Eiríkur Gestsson, Höskuldur Ólafsson, Jakob Hrafnsson, Grím-
ur Sigurðsson, Óskar Sigurgeirsson og Haraldur Þorvarðarson. Hinn frábæri markvörður A-liðs KR-inga, Ágúst Jóhannsson, gat ekki leikið með vegna
meiðsla og kom það i hlut Haraldar Þorvarðarsonar að taka stöðu hans og skilaöi hann því hlutverki með sóma. Þjálfari iiðsins er Einar Sigurðsson
og liðstjórar þau Viðar Guðmundsson, Margrét Sverrisdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Sigurgeir Jonsson. DV-mynd Hson
Haustmótið - 5. flokkur:
KR vann báða leikina
í úrslitaleik gegn Fram
- Prúðmannleg framkoma leikmanna einkenndi keppnina
Haustmóti 5. aldursflokks lauk sl.
sunnudag með leikjum um sæti. Spil-
aö var á gervigrasinu og leikið eftir
reglum KSÍ, þ.e. að árangur A- og
B-liða var lagður saman og gefur sig-
ur í A-liði 3 stig en í B-liði 2 stig.
Til úrslita að þessu sinni léku KR
og Fram og sigruðu KR-ingar í báð-
um liðum, 1-0 í B-liði og 2-1 í A-liði.
Leikir liðanna voru mjög hraðir og
góðir og markvarsla frábær. Fjöl-
margir áhorfendur fylgdust með aö
vanda og höfðu mikla skemmtan af.
Það var virkilega gaman aö fylgjast
með krökkunum og sjá hvað allir
voru afslappaðir. Viðbrögð þeirra
sem biðu lægri hlut voru einnig mjög
jákvæð og óskuðu þeir sigurvegur-
um til hamingju með handabandi og
heillaóskum. Þetta er reyndar ekki
nýlunda því þannig hefur keppnin í
allflestum tilvikum gengið fyrir sig á
því skemmtilega keppnistímabili
sem nú er að ljúka. -Hson
Keppnin um sæti
1.-2. sæti:
KR-Fram (B) 1-0
Mark KR skoraði Tómas Sigmundsson.
KR-Fram (A) 2-1
Mörk KR: Andri Sigþórsson og Sverrir
Þór Viðarsson. Mark Fram skoraöi Lárus
ívarsson.
3.-4. sæti:
Fylkir-ÍR (B) 3-4
Fylkir-ÍR (A) 2-4
5.-6. sæti:
Valur-Víkingur (B) 8-1
Valur-Víkingur (A). 6-3
7.-8. sæti:
Fjölnir-Leiknir (B) 1-10
Fjölnir-Leiknir (A) 0-10
Valur vann í 4. flokki A og B
Til úrshta í haustmóti 4. flokks A-liða
léku Valur og KR. Valsstrákamir héldu
uppteknum hætti og sigruðu í spennandi
leik, 3-2. Mörk Vals gerðu þeir Ari All-
ansson, 2, og Örvar Rúdólfsson, 1. Mörk
KR: Andri Sveinsson og Jón Halldórsson.
Umsjón:
Halldór Halldórsson
- Valsdrengimir hafa þá unnið allt sem
hægt er að vinna á einu keppnistímabili:
Reykjavíkur- og íslandsmót og svo nú
haustmót. Glæsilegu keppnistímabili er
því að ljúka hjá þessu frábæra hði. B-lið
Vals sigraði einnig í haustmótinu og
unnu strákamir m.a. KR, 4-1. -Hson
Urslit leikja 13. flokki:
KR-Fram 2-0
Valur-KR 0-3
KR-Fjöínir 11-0
ÍR-Fram 0-8
Fylkir-ÍR 4-0
Víkingur-ÍR 9-1
ÍR-Fjölnir 6-0
Víkingur KR 4-2
Mikilvægur sigur Víkinga yfir nýbökuð-
um íslandsmeisturum KR-inga.
2. flokkur: Fylkir-Valur 0-1
KR-Leiknir 5-2
Víkingur-Valur 3-3
KR-Valur 0-0
Vegna framkvæmda á Valssvæðinu leik-
ur liðið alla leiki haustsmótsins á útivelli.
Keppni í haustmóti 2. og 3. flokks stend-
ur til 14. október. Engin B-lið eru i 2.
og 3. flokki. Spilað er i einum riðli i
þessum flokkum, allir viö alla. -Hson
Til hamingju,
Akureyringar!
„Áttiég að útiloka drenginn frá keppni?"
- athugasemd frá þjálfara 5. flokks Gróttu
Akureyrarliðið KA braut blað í
knattspymusögu 1. deildar þegar það
náði þeim frábæra árangri á dögun-
um að sigra í 1. deild íslandsmótsins.
Þetta var í fyrsta skipti en áreiðan-
lega ekki það síðasta sem lið frá
Akureyri sigrar í hinni hörðu
keppni. Það skyldi þvi engan undra
þótt gleði KA-manna yrði mikil þegar
Islandsbikarinn hafði loks viðkomu
norðan heiða. Það er oft erfitt að
ryðja brautina og segir mér svo hug-
ur að næstu ár verði mikill upp-
gangstími hjá Akureyrarliðunum.
Þau eru komin á bragðið og þegar
þannig háttar til gæti það orðið vana-
bindandi að skipa efsta sæti, að
minnsta kosti af og til. Einnig má
bóka að KA-menn láta ekki titilinn
af hendi baráttulaust að ári.
Akureyrarfélögin eiga sér langa
knattspymuhefð en lengi vel léku
félögin undir merki ÍBA. Þess má
geta að 1969 varð ÍBA bikarmeistari
eftir 3-2 sigur gegn ÍA. 1977, að mig
minnir, hættu félögin aö leika undir
merki bandalagsins og veikti þaö aö
sjálfsögðu framgöngu Akureyringa í
fyrstu. En málin hafa rpjög þróast til
betri vegar og eitt er víst að þessi
sigur KA í ár á áreiðanlega eftir aö
hleypa auknu lífi í knattspymu yngri
flokka á Akureyri.
Óbeint er þessi sigur KA-manna
einnig lyftistöng fyrir Þór þvi Þórsar-
ar hafa engan sérstakan áhuga á að
vera eftirbátar KA-manna. Það má
því búast viö harðsnúnum Þórsumm
í 1. deildinni á næstu árum. Ein aö-
alástæða þess er aö sjálfsögðu hinn
sterki 2. flokkur félagsins en strák-
arnir náðu 3. sæti á íslandsmótinu
og hlutu 19 stig. Veganesti Þórsara
er þvi gott fyrir næstu keppnistíma-
bil.
Yfir heildina má segja að þessi sigur
norðanmanna sé merki þess aö
knattspyman sé á uppleið á íslandi.
Það er ekki lengur hægt að bóka fyr-
irfram hver muni sigra í íslandsmóti
1. deildar. Þannig á það líka aö vera.
Öllum er í fersku minni þegar Akur-
nesingar komu, sáu og sigruöu í ís-
landsmótinu 1951. Skagamenn
hleyptu miklu fjöri í íslandsmótið því
skapast hafði mikil ládeyða þar sem
keppnin haföi einungis staðið milli
Reykjavíkurfélaganna. Næstu árin á
eftir hafa verið nefnd gullaldarár
knattspymunnar á Akranesi. Það
bendir allt til þess að álíka tímabil
sé að renna upp á Akureyri. - Til
hamingju, Akureyringar!
-Hson
Mig langar til aö leiðrétta þann
mikla misskilning sem ég hef orðið
var við hjá forráðamönnum hinna
ýmsu félaga um aö ég hafi vísvit-
andi haft rangt viö í úrslitakeppni
5. flokks sem fór fram í Hafnaríirði
í sl. mánuði.
Sannleikurinn í.málinu er sá að
í fyrsta leiknum gegn KR, þann 25.
ágúst, vantaði mig 2 af fastamönn-
um í A-liöið þar sem þeir vom
staddir erlendis. Vegna þessa lét
ég tvo leikmenn úr B-liðinu spila
með A-liöinu. Báöir þessir leik-
menn hafa verið fastamenn í B-
liðinu í allt sumar. Daginn eftir
(laugardag) kom annar drengjanna
óvænt til landsins og stillti ég hon-
um upp í A-liðið og færði annan
B-liðsmanninn til baka til sinna
félaga. Sá ágæti drengur hefur ver-
ið leikmaður með B-liðinu í allt
sumar. Ég hef hingað til haft þann
skilning á málinu að 7 leikjahæstu
leikmenn A-liðsins tilheyri því hði.
Annars er það furöulegt hversu
mikil leynd hefur hvílt yfir þessum
svokölluðu lögum sem samþykkt
vom á síðasta KSÍ-þingi þar sem
segir m.a. að aðeins ein leikskýrsla,
fyrir fyrsta leikinn, skuli gilda alla
úrslitaíkeppnina. Það var eins og
að leita að nál í heystakk að finna
þessar örfáu smáleturslínur í
mótabókinni. Þessi nýju lög em þó
ekki gallalaus, langt því frá. Hefði
ég til aö mynda átt að útiloka
drenginn frá keppni, bæði með A-
og B-liðinu, þegar hann kom til
landsins á laugardeginum? Það
finnst mér ekki réttlátt. Hann hefur
verið fastamaður með A-liðinu í
allt heila sumar. Svo er það annað
sem vekur upp spurningar varð-
andi fyrrnefnda úrslitakeppni því
þvert ofan í þessa nýju reglugerð
varð að útfylla leikskýrslu fyrir
hvem einasta leik, eins og gerí var
á sl. ári. Hver útilokar að þjálfarar
hafi ekki rokkað með leikmenn
milli liða? Hver fylgdist með aö svo
yrði ekki gert?
Það er von mín að á næsta KSÍ-
þingi verði til réttlátari lög um
þessa keppni en nú em við lýði.
Með knattspyrnukveðjum.
Lárus Grétarsson,
þjálfari 5. flokks Gróttu
Klukkan er fajlin
Lagasmiöja KSÍ virðist ekki vel
mönnuö um þessar mundir því
þessum ágætu mönnum hefur ekki
enn tekist aö koma á framfæri full-
nægjandi reglum varöandi úrslita-
keppni í 5. flokki. Klukkan er búin
að ganga á þá í rúm tvö ár og er
því kolfallin.
Þaö er því ef til vill besta og ein-
faldasta leiðin aö láta íslandsmót í
5. flokki vera meö sama sniði og
pollamót KSÍ í 6. flokki en þar leika
A- og B-lið aöskilin. Þar þykir einn-
ig meiri háttar vegsauki að sigra í
B-liði. Eflaust myndi slík lausn
gleðja marga, sérstaklega þá sem
búa í fámennum byggðarlögum.
Þessir fámennu staðir, margir
hverjir, hafa ekki haft bolmagn til
aö senda tvö hð til keppni í íslands-
mótið. Þess í stað hafa þau sent
eitt lið og keppir það í hópi A-liöa.
Einungis þau félög, sem tefla fram
báðum liðum, hafa þátttökurétt í
úrslitum. Þetta er ranglátt, gætu
sumir sagt - og létt er að taka und-
irþauorð. -Hson