Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989.
Fréttir
Utanríkisráðherra segir ástandið 1 Panama á ábyrgð Noriega:
Verður að ræðast inn-
an ríkisstjórnarinnar
- segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra
Fréttatilkynning Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra
um innrás Bandaríkjamanna í Pa-
nama í gær olli miklum úlfaþyt á
Alþingi og einnig innan ríkisstjórn-
arinnar. Þótti mörgum orðalag til-
kynningarinnar vera Bandaríkja-
mönnum í hag en í henni er núver-
andi ástand í Panama talið vera á
ábyrgð Noriega hershöfðingja og sagt
að Bandarikjamenn hafi taliö sig
knúna til innrásarinnar.
Hjörleifur Guttormsson, fulltrúi
Alþýöubandalagsins í utanríkis-
málanefnd, kvaddi sér hljóðs eftir
afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins og
mótmælti yfirlýsingu utanríkisráð-
herra harölega. Sagði hann að yfir-
lýsingin væri réttlæting og yfirklór
fyrir innrásina. Sagðist Hjörleifur
frábiðja sér slíkan jólapóst og sagðist
hann fyrirverða sig vegna yfirlýsing-
ar Jóns Baldvins.
Svavar Gestsson menntamálaráð-
heira tilkynnti síðan að hann teldi
aö ríkisstjórnin yrði að fjalla um þá
afstöðu sem kæmi fram í þessari
fréttatilkynninguutanríkisráðherra.
Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar
Grímsson, sagði að í tilkynningu ut-
anríkisráðherra kæmi fram að ís-
lensk stjórnvöld hörmuðu eindregið
að erlendu herliði skuli beitt gegn
sjálfstæðu ríki. „Það er kjarni máls-
ins - við viljum ekki að erlendu her-
Uði sé beitt gegn sjálfstæðu ríki. í
þessari tilkynningu er einnig bent á
það, sem er rétt, að Noriega var harð-
stjóri. Hann var herforingi sem
rændi valdinu í sínu eigin landi.
Hann var skjól fyrir eiturlyfjastarf-
semi og hafði engan lýðræðislegan
eða siðferðislegan rétt til að ráða
ríkjum í Panama. Það er hins vegar
ekki rétt að ýta slíkum valdhafa
burtu með erlendu herliði. Banda-
ríkjamenn hafa beitt aðferðum sem
er ekki hægt að styðja og nauðsyn-
legt er að fordæma," sagði Ólafur
Ragnar.
- En myndir þú skrifa svona frétta-
tilkynningu?
„Við Jón Baldvin höfum nú ólíkan
stíl. Það liggur í augum uppi að ég
myndi skrifa fréttatilkynninguna
öðruvísi eins og hann myndi skrifa
öðruvísi fréttatilkynningar sem ég
sendi frá mér.“
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra hefur fyrir skömmu for-
dæmt innrás Bandaríkjamanna
þannig að hans yfirlýsingar virðast
stangast á við yfirlýsingu Jóns Bald-
vins.
„Við utanríkisráöherra höfum
ekkert rætt þetta mál og sú yfirlýs-
ing, sem ég heyrði frá honum rétt
eftir innrásina, var mjög í þeim anda
sem ég lýsti og ég held að um það sé
ekki neinn ágreiningur. Ég skil út
af fyrir sig að það ástand, sem var
orðið í Panama, var óþolandi. Það
var nauðsynlegt að ganga langt til
að stöðva það en að ráðast með her
inn í sjálfstætt ríki er hlutur sem ég
get aldrei stutt,“ sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra.
- Er þetta yfirlýsing frá ríkisstjóm-
inni eða er þetta eingöngu túlkun
utanríkisráðherra?
„Þetta er að sjálfsögðu mál utan-
ríkisráðherra - hann fer með þessi
mál. Þetta hefði eflaust verið rætt í
ríkisstjóminni ef hann hefði verið
hér heima,“ sagði Steingrímur. -SMJ
Prentsmiðjan Oddi gaf skíðadeild Fram uppstoppaðan „konunglegan" hreindýrshaus að gjöf. Eyþór Baldursson
afhenti hausinn og Gunnar V. Andrésson, formaður skíðadeildarinnar, veitti hausnum viðtöku. „Hann verður hafður
í öndvegi í skíðaskála okkar í Bláfjöllum og þar mun hann heilsa þeim gestum sem til okkar koma,“ sagði Gunn-
ar þegar hann veitti hausnum móttöku. Þess má geta að hirðmenn Svíakonungs felldu dýrið sem hausinn er af.
Það hefur verið mikill veiðisnillingur sem hleypti af því skotið hitti annað augað. DV-mynd Brynjar Gauti
Kvíða setur að Stranda-
mönnum vegna hafíss
„Það kemur nú alltaf dálítill kvíði
í fólk þegar hafísinn kemur. ísbirnir
hafa ekki sést ennþá en það getur
alltaf gerst. Það er varasamt að vera
á ferli í myrkri og fara langt frá
bænum án þess að hafa vopn með-
ferðis. En hér eru nokkrar skyttur
sem myndu skjóta bjarndýr ef svo
bæri undir. Spumingin er bara hvort
við eigum aö éta þau eða þau okk-
ur,“ sagði Gunnsteinn Gíslason,
kaupfélagsstjóri í Norðurfirði á
Ströndum, í samtali viö DV. Á þess-
um slóðum eru firðir og flóar fullir
af hafís.
„Hér sér hvergi í auðan sjó. En við
getum haldið okkar jól með góðu
móti. Arnarflug heldur uppi sam-
göngum við Gjögur tvisvar í viku.
Reyndar fengum við skipsferö síð-
asta daginn áöur en ísinn varð land-
fastur. Við höfum nú ekki hugsað
alvarlega um aö bjóða upp á skauta-
ferðir til Grænlands - en kannski við
förurn að auglýsa. Það er dálítið er-
fitt að komast út á ísinn úr fjörunni.
Sjávarfalla gætir og hann vill springa
næst landi. Hins vegar er hafisinn
orðinn mjög þéttur fyrir utan. Hér
ríkir algjör þögn núna en það var
leiðindahávaði sem kom frá ísnum
þegar hann var að frjósa saman. Þaö
má segja að hafísnum fylgi fyrst tor-
kennileg hljóð en síðan þögn. Auk
þess er mjög kalt, frostiö hefur verið
frá tíu til fimmtán stig síðastliðna
viku. En við getum haldið okkar jól,“
sagði Gunnsteinn Gíslason.
-ÓTT
Frostlaust víðast hvar um jólin
Úrkomubelti kemur yfir landið úr
suðri seinnipartinn í dag þannig að
það byijar að snjóa sunnan- og vest-
anlands. Hins vegar hlýnar sunnan-
lands þannig að úrkoman breytist
væntanlega í rigningu í nótt en held-
ur áfram sem snjókoma noröan-
lands.
Á morgun, aðfangadag, veröur
frostlaust mjög víða um land nema
ef til vill á Vestfjörðum og Norður-
landi vestra. Á jóladag er reiknað
með svipuðu veðri nema hvað nokk-
uö vindasamt verður víöa. Reiknað
er með vægu frosti norðvestanlands
en eins til fimm stiga hita annars
staðar, hlýjast suðaustanlands og
syðstálandinu. -hlh
Bókalisti DV fyrir þessa viku:
Sagan sem ekki
mátti segja
er efst á lista
„Það gleöur mig að bókin um Björn
skuli vera í efsta sæti. Þefta er gott
verk og saga sem átti að segja. Það
gleður mann einnig að íslenskar
bækur skuli vera ofarlega á lista en
ég held því fram að íslensk skáldverk
eigi að vera ofar á hsta en raun ber
vitni. Það hef ég frá mínum sölu-
tölum,“ sagði Jón Karlsson, útgáfu-
stjóri Iðunnar, sem gefur út Söguna
sem ekki mátti segja, í samtali við
DV.
Önnur bók Iðunnar, Dauðalestin,
dettur nú í annaö sæti eftir tvær vik-
ur í fyrsta sæti. Ég og lífið, viðtalsbók
Ingu Huldar Hákonardóttur við Guð-
rúnu Ásmundsdóttur, er nú í þriðja
sæti eftir áö hafa verið í öðru sæti
tvær vikurnar á undan.
Annars eru ekki afgerandi breyt-
ingar á hstanum nema hvað bók Stef-
áns Jónssonar, Lífsgleði á tréfæti
með byssu og stöng, kemur inn á list-
ann í 9. sæti.
Það virðist vera nokkuð staðbund-
ið hvernig bækur seljast. Þannig var
æviminningabók Bjöms Jónssonar
læknis, Glampar á götu, langsölu-
hæst á Sauðárkróki en hann er ein-
mitt þaðan. Snorri á Húsafelh eftir
Þómnni Valdimarsdóttur var söluhá
í Borgarnesi og bókin um Sverri
Hermannsson, Skýrt og skorinort,
var á hsta á ísafiröi.
Viðkvæði bóksala var almennt að
bækur seldust nokkuð jafnt en kipp-
ir kæmu af og til í sölu einstakra
bóka. -hlh
Listi DV yfir 10 söluhæstu bækurnar í vikunni
1. Sagan sem ekki mátti segja Björn Sv. Björnsson/Nanna Rögnv.d.
2. Dauðalestin Alistair MacNeill/Alistair MacLean
3. ÉgogJífið Inga Huld Hákonardóttir
4. Meðfiðring ítánum Þorgrímur Þráinsson
5. Ég get séð um mig sjálf Lis Berry
6. i kjölfar Kríunnar Unnur Jökulsd./Þorbjörn Magnússon
7. Sendiherrafrúinsegirfrá Heba Jónsdóttir
8. Ráðgátan á Klukknahvoli Enid Blyton
9. Lifsgleði á tréfæti Stefán Jónsson
10. Frændi Konráðs Vilhjálmur Hjálmarsson
Sjúkrabíll með
sængurkonu valt
SjúkrabOl, sem í voru vanfær kona
og ljósmóðir, valt skammt fyrir ofan
Kolabotna við Eskifjörð um hádegis-
bilið í gær. Var veriö að flytja konuna
frá Seyðisfirði inn á Norðfjörð þegar
óhappið varð. Sjúkrabíllinn var á
leið upp í Oddsskarö og kom bíll á
móti í mikilli hálku og vék ekki.
Sjúkrabílhnn fór of utarlega í veg-
kantinn og valt síðan heila veltu.
Engan sakaði í honum. Var síðan
kallað á annan sjúkrabíl frá Eskifirði
í skyndi sem flutti konuna á sjúkra-
húsið á Norðfirði. Fæddi hún barn
skömmu seinna og gekk fæðingin
vel. Móður og barni heilsast vel.
Á svipuðum slóðum fóru síðan veg-
hefill og vörubíll út af veginum -
þeir skemmdust þó ekki. Einnig rann
flutningabíh utan í vegaeftirlitsjeppa
og skemmdist jeppinn talsvert. Engin
slys urðu á mönnum. -ÓTT