Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 4
Fréttir
LAUGARDAGUR 23. DESEM|}1|R;1989.
Harðir bardagar
á götum Búkarest
- óttast að hundruð hafi faUið
Harðir bardagar geisuðu í Búkar-
est, höfuðborg Rúmeníu, í gær, að-
eins örfáum klukkustundum eftir að
einræðisherrann Nicolae Ceausescu
var sviptur völdum. Samkvæmt
fréttum sovéska sjónvarpsins í gær-
kvöldi hafa hundruð týnt lífi í þess-
um blóðugu bardögum. Fréttir frá
Rúmeníu voru mjög óljósar í gær en
í sjónvarpinu sovéska var skýrt frá
því að bardagamir hefðu hafist þegar
hermenn, hliðhollir hinum fallna
einvaldi, réðust inn í Búkarest og
skutu að andófsmönnun og her-
mönnum sem gengið höföu til hðs
við andófsmenn við sólarlag í gær-
kvöldi. í fréttum júgóslavneska sjón-
varpsins í gærkvöldi var einnig skýrt
frá því að margir hefðu látist.
Fréttir frá Búkarest hermdu að
Ceausescu, sem verið haföi við völd
í tuttugu og fjögur ár, hefði verið
handtekinn og væri nú í vörslu and-
ófsmanna. Fyrr í gærdag var skýrt
frá því að hann hefði flúið eftir aö.
hafa verið tekinn fastur. Hann var
fyrst handtekinn er hann reyndi að
flýja land í þyrlu. Þyrlan lenti á þaki
höfuðstöðva kommúnistaflokksins í
Búkarest í gærmorgun. Mannfjöld-
inn á götum borgarinnar kallaði
„rotta, rotta“ að Ceausescu er það
sá þennan fyrrverandi leiðtoga sinn
reyna aö flýja. Flóttinn tókst þó ekki
og var hann handtekinn.
En Ceausescu, sem er rúmlega sjö-
tugur, tókst að sleppa frá fangavörð-
um sínum og hélt flóttanum áfram.
Samkvæmt fréttum Tanjug, júgó-
slavesku fréttastofunnar, skipti
hann tvívegis um bifreiö á síðari
hluta flóttans. En flóttinn misheppn-
aðist öðru sinni. Hann var tekinn
fastur á nýjan leik í bænum Tirgo-
viste.
Þegar síðast fréttist, um það leyti
er DV fór í prentun, höfðu Ceausescu
og kona hans, Elena, yfirgefið land.
Skýrt var frá þessu í fréttum sjón-
varpsins í Búkarest. Ekki var ljóst í
gærkvöldi hvar sonur þeirra hjóna,
Nicu, væri niöurkominn.
Talsmenn nýstofnaðrar nefndar,
sem í eiga sæti námsmenn, hermenn
og menntamenn, lýstu því yfir í gær
að nefndarmenn hefðu tekið völdin,
að því er kom fram í fréttum hinnar
opinberu fréttastofu í Rúmeníu. Lýð-
ræðisnefndin hét fijálsum kosning-
um og að fjölmiðlar yrðu losaðir
undan stjórn yfirvalda.
Breskur stjómarerindreki, Jona-
than Lamb, sagði í samtali við bresku
Rúmenskir hermenn fagna fregnum um að einræðisherrann Ceausescu
hafi verið sviptur völdum. Símamynd Reuter
sjónvarpsstöðina Sky í gærkvöldi að
svo virtist sem bardagar hefðu brot-
ist út milli hermanna og Securitate,
öryggissveita Ceausescus, á götum
höfuðborgarinnar í gær. Sagði hann
að heyra mætti byssukúlur hrökkva
af veggjum breska sendiráðsins.
„Það virðist vera harður bardagi um
höfuðstöðvar miðstjórnar kommún-
istaflokksins sem eru í miðborg-
inni,“ sagði Lamb. Hann sagði að sjá
mætti leyniskyttur á þökum bygg-
inga í borginni.
Pólskur viðskiptafulltrúi, sem bú-
settur er í Búkarest, skýrði frá því
að eldar loguðu glatt í forsetahöll-
inni. í forsetahöllinni er hinn opin-
beri bústaður forsetans, auk þess
sem þar er til húsa þjóðminjasafn
landsins. Höllin og höfuðstöðvar
miðstjórnarinnar standa við sömu
götu.
„Það sem við heyrum og sjáum
héðan er hryllilegt," sagði Pólveij-
inn. „Þeir nota vélbyssur. Fólk flýr
frá höllinni. Þeir skjóta stöðugt, án
nokkurs hlés. Svo virðist sem þeir
skjóti bæði inni í byggingu mið-
stjórnarinnar, sem og fyrir utan
hana.“ Reuter
Ungar konur með ungt barn sitja og tala við rúmenska hermenn. Mikill
fögnuður greip um sig meðal Rúmena þegar fregnir um fall einræðisherr-
ans, Ceausescus, bárust. Simamynd Reuter
Tugþúsundir fögnuðu opnun
Brandenborgarhliösins.
Simamynd Reuter
Hans Modrow, forsætisráðherra A-Þýskalands, klappar er Helmut Kohl,
kanslari V-Þýskalands, sleppir dúfu við Brandenborgarhliðið í gær.
Símamynd Reuter
Hátíðisdagur
í Berlín
Tugþúsundir Berlínarbúa fögn-
uðu í gær er Helmut Kohl, kanslari
Vestur-Þýskalands, tók í hönd
Hans Modrow, forsætisráðherra
Austur-Þýskalands, við Branden-
borgarhliðið í gær. Þar með var
hliðið formlega opnað fyrir fót-
gangandi.
En á meðan Modrow baðaði sig í
ljóma þessarar hátíðarstundar var-
aði varaforseti Austur-Þýskalands,
Christa Luft, við því að verkföll
gætu brotist út. Sagði Luft að
verkamenn væru farnir að krefjast
launahækkunar og ríkið hefði ekki
efni á slíku. Hvatti ráðherrann þá
til þess að fara ekki í verkfail.
Við Brandenborgarhliðið hétu
Kohl og Modrow því báðir að varð-
veita frið í Evrópu og Kohl forðað-
ist að ítreka kröfur sínar um sam-
einingu.
Modrow lýsti yfir ánægju sinni
með fall Ceausescus Rúmeníufor-
seta og sumir Austur-Þjóðverjar,
sem komu kommúnismanum á kné
á friðsamlegan hátt, grétu þegar
þeir heyrðu fréttirnar um að blóð-
baðið héldi áfram í Rúmeníu.
Reuter