Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 50
58
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989.
Metsöluhöfundurinn Alistair MacLean:
Hafnað af bókmenntafræðingum
- en almenningur kunni að meta hann
Alistair MacLean geröi lítið úr eigin skáldverkum en þráöi þó alltaf að
fá viðurkenningu á bókmenntasviðinu.
Alistair MacLean þótti lítiö til
eigin verka koma. Hann sagöi ein-
hveiju sinni aö hann gæti hlegiö
er hann læsi sögur sínar. Hins veg-
ar þætti honum gaman að telja pen-
ingana sem hann fengi fyrir rit-
störfin. MacLean hefur áreiðanlega
haft nóg að gera við aö telja. Er
hann lést í febrúarbyrjun árið 1987
höfðu skáldsögurnar hans 29 selst
í yfir fjögur hundruð milljónum
eintaka.
Og Alistair MacLean selst enn,
tveimur árum eftir dauða sinn.
Hann á toppbókina hér á landi árið
1989, Dauðalestina. Enginn rithöf-
undur, innlendur né erlendur,
kemst með tærnar þar sem Skotinn
lítilláti hefur hælana.
Þráði viðurkenningu
Þrátt fyrir ótvíræða forystu
Alistairs MacLeans á sviði spennu-
sagna öðlaðist hann aldrei þá við-
urkenningu á bókmenntasviðinu
sem hann þráði. En þótt bók-
menntafræðingar og aörar vits-
munabrekkur afneituðu höfundin-
um hitti hann svo sannarlega í
mark hjá almenningi. Og þótt Mac-
Lean þráði viðurkenningu fyrir
störf sín í aðra röndina leit hann
niður á sjálfan sig í hina. í vega-
bréfi hans stóð til að mynda ekki
rithöfundur heldur hótelstjóri.
Hann átti um skeið nokkur smá-
hótel í Englandi og hirti ekki um
að breyta titlinum í vegabréfi sínu.
Alistair Stuart MacLean fæddist
í Daviot í skosku hálöndunum árið
1922, þriðji sonur gelískumælandi
prests. Hann lauk hefðbundnu
skólanámi og síðar meistaragráðu
1 enskri tungu við háskólann í Glas-
gow. Eftir heimsstyrjöldina síðari
gerðist MacLean kennari við
Gallowflat skólann í Rutberglen
skammt 'frá Glasgow. Þar kenndi
hann ensku og sögu.
Og það var einmitt á Gallowflat
árunum sem MacLean sendi smá-
sögu í samkeppni sem efnt hafði
verið tfi í Skotlandi. Saga hans hét
The Dileas en hún fjallaði um
skipsskaða. Ómögulegt er að segja
hver framtíðin hefði orðið ef kona
ungs starfsmanns Collins bókaútg-
áfunnar hefði ekki rekist á söguna
í dagblaði. Hún táraðist af hrifn-
ingu, maður hennar fór að forvitn-
ast um hvað ylli geðshræringu
konu sinnar, sá kosti sögunnar og
stakk upp á því við kennarann að
hann skrifaði skáldsögu í fullri
lengd. MacLean lengdi verðlaun-
asmásöguna og gaf henni nafnið
Skip hans hátignar, Ódysseifur.
Flúði til Sviss
Ódysseifur sló svo hressilega í
gegn. Bókin var bókstaflega rifin
úr hillum verslana. 250 þúsund ein-
tök seldust til að mynda fyrstu sex
mánuðina sem bókin var á mark-
aðinum. Tekjur höfundarins af
fyrstu bók sinni jafngilda um
hundrað milljónum króna á nú-
gildandi gengi. Enda varð MacLean
að flýja land og gerast skattaútlagi
í Sviss.
Formúlan fyrir velgengni Ódys-
seifs var ekki flókin, að sögn höf-
undarins.
„Ég bjó bara til svo sem tuttugu
persónur, kynnti þær allar í upp-
hafi, drap síðan hveija af annarri
um það bil eina í hveijum kafla og
sökkti svo skipinu í sögulok."
Eftir Ódysseif kom hver metsölu-
bókin á fætur annarri. Nægir þar
að nefna Byssumar frá Navarone,
Gullskipið, Nóttina löngu, Amar-
hreiðrið og Bjamarey. Kvikmyndir
vom geröar eftir mörgum skáld-
sögum MacLeans og þær nutu ekki
síður vinsælda en bækumar.
Alistair MacLean sagði einhveiju
sinni í viðtali: „Ég sem bara ein-
faldar sögur. Það er nóg af raun-
verulegu ofbeldi í veröldinni þótt
ég fari nú ekki að bæta við það.“
Skáldsögur hans gerðust margar í
síðari heimsstyijöldinni og af styij-
aldarsögunum snerist söguþráður
margra þeirra um lífið í sjóhem-
um. Þar myrtu harðsvíraðir karlar
mann og annan og alls kyns flókin
samsæri voru í gangi. Kynferðis-
mál virtust hins vegar vera á bann-
lista hjá höfundinum. Varla að fólk
kysstist. Kvenlýsingar höfundar
vom líka áberandi lakari en karla.
Tvískilinn
MacLean gerði sér grein fyrir
þessu. Hann kvaðst lítið vita um
kvenfólk yfirleitt og skilja enn
minna. Sú virðist jafnframt hafa
verið raunin í einkalífinu. Hann
var tvíkvæntur og tvískilinn.
Eftir seinni skilnaðinn tók Alista-
ir MacLean upp kunningsskap við
fyrri konu sína, Giselle, að nýju.
Hann var einmitt í fríi hjá henni í
Munchen er hann fékk hjartaslag
og lést skömmu síðar. MacLean
eignaðist þrjá syni sem lifa föður
sinn.
Hvernig skyldi Alistairs Mac-
Leans svo vera minnst? Bók-
mennafræðingar og gagnrýnendur
kjósa eflaust að láta sem hann sé
ekki til. Fyrir þeim var hann eitt
stórt núll í lifanda lífi. En milljónir
manna um allan heim þakka Skot-
anum feimna ótal ánægjustundir
er þeir gleymdu sér með einhveija
MacLean bókina í hönd eða
skemmtu sér í kvikmyndahúsi yfir
einhverri myndinni sem gerö var
eftir verkum hans. Nafn Alistairs
MacLeans lifir áfram. Nafn manns-
ins sem sagðist einungis skrifa fyr-
ir peninga en hafði þó engan áhuga
á auðæfum sínum. Þeir sem þekktu
rithöfundinn best vissu að honum
þótti vænt um sögurnar sínar.
Hann var bara of lítillátur til að
viðurkenna það.
-ELA
Adela Halldórsdóttir ★ Aöalsteinn Ingólfsson ★ Agnar Bjarnason ★ Aldís Arthursdóttir ★ Aldís K. Guðlaugsdóttir ★ Andrés
Andrésson ★ Anna Agnarsdóttir ★ Astrid Siguröardóttir ★ Ágúst Björnsson ★ Ásdis L. Rafnsdóttir ★ Ásdís Stefánsdóttir
★ Ásgeir Armannsson ★Ásgrímur Pálsson ★Áslaug Kristjánsdóttir ★ Ásta Jónsdóttir ★ Ásta Kristinsdóttir ★Ásta H.
Tómasdóttir ★ Ásta Valmundsdóttir ★ Benedikt Jónsson ★ Bergur Garöarsson ★ Birgir Másson ★ Bjarney Sigurjónsdóttir
★ Bjórk Þorsteinsdóttir* * Bragi Garðarsson ★ Bragi Guömundsson ★ Brynjar G. Sveinsson ★ Dóra Ósk Halldórsdóttir ★
Dóra Kjartansdóttir ★ Einar Kvaran ★ Eiríkur Jónsson ★ Elías Snæland Jónsson ★ Elin Albertsdóttir ★ Elísabet Bjarnadóttir
★ Elísabet Hálfdánardóttir ★ Ellert B. Schram ★ Elva Sigtryggsdóttir ★ Fjóla Stefánsdóttir ★ Fríöa B. Aðalsteinsdóttir *Geir
R. Andersen ★ Geir Þóröarson ★ Gísli Kristjánsson ★ Gíslína Hinriksdóttir ★ Gróa Ormsdóttir ★ Guöbjörg Kolbeins ★
Guðjón I. Sverrisson ★ Guöjón Victorsson ★ Guðlaug Kr. Bergmann ★ Guðmundur Þ. Egilsson ★ Guðmundur Hilmarsson
★ GuörúnÝr Birgisdóttir ★ Guörún Svava Bjarnadóttir ★ Guörún Óladóttir*Gunnar Andrésson
★ Gunnar Smári Egilsson ★ Gunnar Þ. Indriðasson ★ GunnarSkarphéöinsson *Gyða Eyjólfsdóttir
★ Gylfi Kristjánsson ★ Halldór Bragason ★ Halldóra Matthíasdóttir ★ Hallgrímur P. Helgason ★
Hallur Símonarson ★ Hanna Ósk Jónsdóttir ★ Hanna Sigurðardóttir* Haraldur Bernharösson
★ Haukur L. Hauksson ★ Haukur Helgason ★ Helga M. Reykdal ★ Helga B. Sigvaldadóttir ★
Hilmar Karlsson ★ Höröur Einarsson ★ Inga G. Guðmannsdóttir ★ Ingibjörg Halldórsdóttir ★
Ingibjörg Ingadóttir ★ Ingibjörg B. Sveinsdóttir* Ingólfur P. Steinsson
★ Ingvi Magnússon ★ irisGuömundsdóttir* Jensína Böðvarsdóttir*
Jóhann M. Guðmundsson ★ Jóhanna M. Einarsdóttir★ Jóhanna
Jóhannsdóttir ★ Jóhannes Reykdal ★ Jón Breiðfjörö ★ Jón G.
Hauksson* Jón R. Jóhannsson* Jón Kr. Sigurðsson ★ Jónas
Haraldsson ★ Jónas Kristjánsson ★ Kjartan Kjartansson ★ Kjartan
G. Kjartansson ★ Klemenz Jónsson ★ Kristján A. Einarsson ★
Kristján Jónasson ★ Kristján Maack ★ Laufey Vilhjálmsdóttir ★
Logi Knútsson ★ Margrét Sverrisdóttir ★ María Jakobsdóttir ★
María Ólafsdóttir ★ Már E. M. Halldórsson ★ Minní Gunnarsson
★ Nína V. Hauksdóttir ★ Oddrún Jörgensdóttir ★ Ólafur G.
Eyjólfsson ★ Ólafur Ingi Jónsson ★ Ólafur Ottósson ★ Ólöf
Sæmundsdóttir ★ Óttar H. Sveinsson ★ Páll Ásgeirsson ★ Páll
Stefánsson ★ Rannveig Gunnarsdóttir ★ Rósa V. Jóhannsdóttir
★ Selma R. Magnúsdóttir*SigrúnGuðjónsdóttir*Sigurbjörg
Sigtryggsdóttir ★ Sigurdór Sigurdórsson * Sigurður Hreiðar ★
Sigurður M. Jónsson ★ Sigurður Valgeirsson ★ Sigurgeir
Þorgrímsson ★ Sigurlaug Þórðardóttir ★ Sigurjón Egilsson ★
Sólveig Ögmundsdóttir ★ Stefán Kristjánsson ★ Stefán Ólafsson
★ Steinar Ragnarsson ★ Steingerður Sigurðardóttir ★ Steinunn
Böðvarsdóttir ★ Stella Sigurðardóttir ★ Svanhvít Valgeirsdóttir
★ Svava Clausen ★ Sveinn R. Eyjólfsson ★ Sveinn Þormóðsson
★ Valgerður Ragnarsdóttir ★ Víðir Sigurðsson
★ VíkingurA. Erlendsson* Þórður
öenbtr öllum
lanbðmönnum
beðtu
03
párðbbeöjur