Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989.
Kvikmyndir pv
Kvikmyndahús í Reykjavik:
Jólakvikmyndimar
Gregory Peck leikur rithöfund, sem hverfur i Mexikó, í Old Gringo.
Dan Aykroyd í fullum herskrúða í myndinni Draugabanarnir II.
Stjömubíó:
Draugabanamir
og Old Gringo
Stjörnubíó sýnir tvær nýjar kvik-
myndir sem jólamyndir. Þegar er
búiö að sýna Draugabanana II síö-
an um miðjan mánuð. í þeirri kvik-
mynd eru þeir mættir aftur Bill
Murray, Dan Aykroyd og Harold
Ramis í hlutverkum hinna maka-
lausu draugabana og fá þar verðugt
verkefni að leysa.
Á annan í jólum frumsýnir
Stjörnubíó hina umdeildu stór-
mynd Old Gringo með Jane Fonda,
Gregory Peck og Jimmy Smits í
aðalhlutverkum. Gerist myndin í
Mexíkó í byrjun aldarinnar og
greinir frá örlögum þriggja persóna
sem tengjast uppreisninni, sem þá
stóð sem hæst, hver á sinn hátt.
-HK
Laugarásbíó:
Aftur til framtíðar og Fyrstu ferðalangamir
Jólamyndir Laugarásbíós eru
tvær. Þegar eru hafnar sýningar á
Aftur til framtíðar II sem, nýtur
mikilla vinsælda hér sem annars-
staðar þar sem hafnar eru sýningar
á henni. Eru þeir aftur mættir, fé-
lagarnir Michael J. Fox og Chri-
stopher Lloyd, ásamt fleiri leikur-
um sem gerðu garöinn frægan í
fyrri myndinni. Nú ferðast þeir
ekki eingöngu aftur til fortíðar
heldur lenda þeir bæði í framtið-
inni og aftur til fortíðarinnar, mun
lengra aftur en í fyrri myndinni.
Á annan í jólum mun Laugarás-
bíó frumsýna teiknimyndina
Michael J. Fox og Christopher Lloyd leika tímaflakkarana í Aftur til fram-
tíðar II.
Hamingjusön fjölskylda á löngu
ferðalagi í Fyrstu ferðalangarnir.
Fyrstu ferðalangarnir (The Land
Before Time) sem gerð er úndir
handleiðslu George Lucas og Ste-
ven Spielberg. Hefur þessi mynd
vakið mikla athygli og er ein af
þeim teiknimyndum sem hefur
gert það að verkum að farið er að
gera teiknimyndir í fullri alvöru
aftur. Gerist myndin löngu áður en
maðurinn kom til sögunnar og seg-
ir frá fjölskyldu einni sem saman-
stendur af fornum dýrum sem legg-
ur land undir fót og lendir í miklum
ævintýrum.
-HK
Aðalhutverkin i Fjölskyldumál leika Dustin Hoffman, Matthew Broderick
og Sean Connery.
Regnboginn:
Fjölskyldumál
Jólamynd Regnbogans er alveg
splunkuný kvikmynd Fjölskyldu-
mál (Family Buisness). Það eru
tveir eftirsóttir leikarar, Sean
Connery og Dustin Hoffman, sem
leika aðalhlutverkin í þessari gam-
anmynd sem fjallar um þrjá ættliði
New York fjölskyldu sem hefur
fengist viö smáglæpi; afann, fóður-
inn og soninn.
Sean Connery leikur Jessie
McMullen, sjarmerandi en þrjósk-
an eldri mann sem hefur tilhneig-
ingu til að brjóta lögin. Helstu ein-
kenni hans eru drykkja, að segja
sögur og lenda í vandræðum.
Sonur hans Vito, sem er leikinn
af Dustin Hoffman, er fyrrverandi
glæpon sem nú rekur að mestu
heiðarlegt fyrirtæki. Vito elskar
fóður sinn en er hræddur um að
ef hann hleypi honum of nálægt sér
þá fari allt í sama farið og áður.
Sonur hans er Adam sem Matt-
hew Broderick leikur. Hann er gáf-
að ungmenni sem nýlega hefur lok-
iö háskólanámi. Hingað til hefur
hann farið að ráði fóður síns sem
sagði eitt sinn við hann: „Þú getur
gert allt sem þú vilt ef þú aðeins
heldur þig fjarri afa þínum.“
Eftir skondinn aðdragandá sam-
einast þessir þrír ættliðir í heljar-
miklu ráni sem ekki verður fariö
nánar út í hér.
-HK
Oliver litli ásamt helsta aðdáanda sinum, lítilli stúlku
sem vill taka hinn foreldralausa kettling að sér.
Hinir dæmalausu félagar, Turner (Tom Hanks) og
Hootch.
Bíóborgin og Bíóhöllin:
Löggan og hundurinn
Elskan, ég minnkaði bömin
Oliver og félagar
í Bíóborginni er jólamyndin
gaman- og spennumyndin Löggan
og hundurinn (Turner & Hootch)
með hinum vinsæla gamanleikara
Tom Hanks í aðalhlutverki. Leikur
hann þar rannsóknarlögreglu-
mann sem erflr hund sem ekki að-
eins er einhver ófríðasti hundur
sem sést hefur á hvíta tjaldinu
heldur er meinilla við hinn nýja
eiganda sinn. í fyrstu er samkomu-
lagið bágborið en skánar eftir því
sem líður á myndina.
í Bíóhöllinni er sýnd ævintýra-
myndin Elskan, ég minnkaði börn-
in sem fjallar um vísindamann
einn sem tekst aö búa til vél sem
minnkar fólk. Allt fer þó úr bönd-
um hjá honum þegar hann óvart
minnkar börnin sín og börn ná-
grannanna niöur í örverur sem
lenda í miklum ævintýrum í garð-
inum heima hjá sér.
Bæði bíóin sýna svo hina
skemmtilegu teiknimynd Oliver og
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
félaga sem lauslega er byggð á hinu
klassíska ævintýri Ohver Twist.
Oliver í þessu tilfelli er ekki dreng-
ur heldur lítill kettlingur sem lend-
ir í ýmsum raunum í stórborginni.
Skemmtilegar fígúrur koma við
sögu sem margar eiga sér fyrir-
myndir í Oliver Twist. Meðal
þeirra sem ljá raddir sínar eru
BetteMidlerogBilly Joel. -HK