Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR:23. DESEMBER 1989.,
14 .£
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórí: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, btaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 >27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Jólahátíðin
Jólin eru hátíð kærleikans. Þau eru hátíð friðarins
og ljóssins. Sól fer að hækka á lofti. Almenningur á að
geta glaðzt um þessi jól eins og önnur. En eitt hið helzta
gleðiefni hlýtur að vera, að um þessi jól er friðsamlegra
í heiminum en verið hefur um langt árabil.
Þjóðir heims hafa lifað í skugga kjarnorkusprengj-
unnar frá stríðslokum. Kalt stríð hefur lengst af geisað
milli austurs og vesturs, kalt stríð, sem fólk óttaðist, að
gæti orðið heitt á hverri stundu. En nú hefur það gerzt,
einkum í ár, að meiri friðarhorfur en áður eru milli
austurs og vesturs. Mestu þar um veldur, að nýir vald-
hafar í Sovétríkjunum hafa komið til móts við Vestur-
veldin. Valdatöku þessara manna í Sovétríkjunum hefur
fylgt meira frelsi. Sovétríkin beita grannríki sín ekki
sömu kúgun og áður. Því geta milljónir manna austur
þar nú fagnað frjálsari jólum en áður hefur verið. Frels-
isþráin hefur blossað upp og borið árangur í ríkjum
eins og Póllandi, Ungverjalandi, Austur-Þýzkalandi og
Tékkóslóvakíu, svo að nokkur séu nefnd. Einnig er
meira frelsi í Búlgaríu, og nú síðast vakna vonir um,
að fólk í Rúmeníu geti brátt fagnað auknu frelsi, Við
hér á íslandi eigum að samgleðjast þessu fólki. Við eig-
um að hugsa til þess, að takmarkið er, að frelsi og frið-
ur ríki um alla heimsbyggðina. Því er ekki að heilsa -
því miður. Enn búa margir við áþján og ofríki. En frels-
ið í áðurnefndum ríkjum er eitt merki þess, að frið-
samlegra er í heiminum. Við getum því nú sannar en
áður fagnað friði á jörð.
Jólin eru hátíð kærleikans. Kærleikurinn á að sitja
í fyrirrúmi. Minna skiptir, þótt gjafir og tilstand sé ekki
mikið. Fjölskyldur eiga að halda tryggð og efla hana á
kristnum hátíðum. En við komumst ekki hjá að líta
yfir stöðuna hér heima. Illu heilli búa nú fleiri við fá-
tækt en lengi hefur verið. Þúsundir manna hafa orðið
gjaldþrota á árinu. Fjölmargir eiga um sárt að binda.
Því munu jól hjá mörgum íslendingnum ekki verða
sama hátíð gleðinnar og stundum hefur verið. Við lifum
í kreppu. Meirihlutinn hefur samt reynt að eyða miklu
fyrir þessi jól. Hætt er við, að það verði mörgum erfitt,
þegar kemur að reikningsskilum. En eins og sagt var,
er það ekki tilstandið, sem mestu skiptir, heldur hugar-
farið. Jólin eru fæðingarhátíð frelsarans, sem boðaði
kærleik manna á milli. Réttilega hafa kirkjunnar menn
oft bent á, að fólki hætti til að eyða of miklu, þegar
hátíðir kirkjunnar eru annars vegar. Fólk fær yfirleitt
nú gott leyfi frá störfum. Margir vilja nota það til óhófs
í mat og drykk. Gegn slíku þarf að snúast.
Og enn sem fyrr er rétt að minna almenning á grund-
vallaratriði. í þremur orðum rís kristindómurinn hæst
allra trúarbragða: Guð er kærleikur. Það er inntakið í
guðspjöllunum og kenningu postulanna, sem Jesús
Kristur var lifandi vitnisburður um og opinberaði þeim.
Kristindómurinn er trúin á fyrirgefninguna, og að því
leyti greinir kristin trú sig frá öðrum trúarbrögðum.
Þessu höfum við flest játazt.
Þetta eigum við ávallt að hafa að leiðarljósi, og auðvit-
að fyrst og fremst á fæðingarhátíð frelsarans. Þetta mun
reynast hverjum einstökum okkar bezta veganestið.
Þetta getum við gert, þótt nokkur vandi steðji að um
þessar mundir.
DV óskar öllum landsmönnum hjartanlega gleðilegra
jóla.
Haukur Helgason
Aðventuárás
til að bæta
ímyndina
Fréttamyndir af bandarískum
hermönnum í götubardögum í Pan-
amaborg á sjónvarpsskjám á
bandarískum heimilum um jólin.
Ekki var það á óskalista George
Bush Bandaríkjaforseta, þegar
hann skipaði hersveitum sínum að
gera árás til að hrekja frá völdum
í Panama fornvin sinn, Manuel
Antonio Noriega hershöfðingja.
Auk 13.000 manna setuliðs
Bandaríkjanna í herstöðvum á
landræmunni meðfram Panama-
skurði sendi Bush á vettváng 9.500
manna einvalalið sérþjálfaðra
sveita frá Kaliforníu og lét beita
ílugher óspart. Ofureflið dugði til
að jafna við jörðu aðalstöðvar
16.000 manna léttvopnaðs þjóð-
varðlið s Panama, en Noriega slapp
og þegar þetta er ritað er enn bar-
ist í Panamaborg.
Rétt við herstj órnarstöð varnar er
meginfangelsi borgarinnar. Banda-
ríska atlagan að stöðvunum rauf
fangelsismúrinn svo fangelsið
tæmdist. Verslunarhverfi Panama-
borgar hafa verið rænd og rupluð,
eldar loga víða, algert stjórnleysi
ríkir og flest íbúðarhverfi eru á
valdi vopnaðra fylgismanna Nori-
ega. Haldið er að þeir hafi í gíslingu
einhvern hóp bandarískra borgara.
Forsetinn sem Bandaríkjamenn
segjast hafa útnefnt, Guillermo
Endara, vann að flestra dómi for-
setakosningarnar í maí, sem Nori-
ega lét ónýta, en til hans heyrist
ekki hósti né stuna. Að sögn er
hann í felum í bandarískri herstöð
af ótta um líf sitt. Stjórn sem kom-
ast kann á laggirnar í bráð í Pa-
nama verður því í rauninni banda-
rísk hernámsstjórn, meö öllum
þeim vandkvæðum sem slíku
fylgja.
Þaö er viðleitni Bush-stjórnar-
innar til aö búa til af sér ákveðna
ímynd frekar en bandarískir þjóð-
arhagsmunir sem valda innrásinni
í Þanama, sagði Larry Berns frá
Ráði _pm sambúð ríkja á vestur-
hveli, stofnun í Washington, í við-
tali við BBC á miðvikudagskvöld.
Bush hefur legið undir ámæli og
áfóllum fyrir meðferð á utanríkis-
málum upp á síðkastið. Reynsla
Reagans fyrirrennara hans hefur
kennt að ekkert glæðir álit banda-
ríska meðaljónsins á forseta sínum
á við atlögu að einhverjum nógu
lööurmannlegum andstæðingi,
eins og Gaddhafi ofursta eða
Grenada.
íhaldsmenn hafa legið Bush á
hálsi fyrir undanlátssemi og linku
gagnvart Gorbatsjov eftir fund
þeirra á Möltu. Boðskapur þess
hóps er að nú riði sovétveldið til
falls og þá eigi Bandaríkin að láta
kné fylgja kviði í stað þess að heita
því að greiða götu endurbótastefnu
sem til þess sé ætluð að rétta það
við.
Miklum mun alvarlegra en hnút-
ur af þessu tagi er ámæli sem Bush
sætir úr nánast öllum áttum fyrir
framkomuna við valdhafana í Kína
sem efndu til blóðbaðsins á Torgi
hins himneska friðar í júnibyrjun
í sumar. Með semingi féllst Bush á
að taka fyrir vopnasölu til Kína í
mótmælaskyni, slá meiriháttar
lánveitingum á frest og banna
mönnum úr efri gráöum banda-
ríska stjórnkerfisins að eiga skipti
við jafningja sína frá Kína.
Komið er á daginn að Bush lét
rjúfa sitt eigið bann strax í júlí þeg-
ar hann sendi Scowcroft, öryggis-
málaráðgjafa sinn, og Eagleburger
aðstoðarutanríkisráöherra til Pek-
ing að ræöa þar við valdhafa meö
hendur löðrandi í blóði varnar-
lauss almennings sem hafði það
eitt til saka unniö að kreíjast um-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
bóta í lýðræðisátt. Sömu menn
voru sendir aftur í þessum mán-
uði, og sátu á fundi með Deng
Tshiaoping og kumpánum hans
einmitt á þeirri stundu sem Dalai
Lama tók við friðarverðlaunum
Nóbels í Osló. Riijaðist þá upp að
Bandaríkjaforseti hefur látið undir
höfuð leggjast að óska leiðtoga Tí-
beta til hamingju með þá viður-
kenningu sem þannig var veitt
frelsisbaráttu þjóðar hans.
Svo bættu Bush, talsmenn hans
og utanríkisráðherra, gráu ofan á
svart með því að neita því að fyrri
Kínaheimsóknin hefði átt sér staö,
þegar deilt var á hina síðari.
Loks er orðið ljóst að aðrir harð-
stjórar telja sér óhætt að draga dám
af þeim kínversku, þegar bert er
orðiö að eitt blóðbað þarf ekki að
hafa alvarleg eftirköst fyrir þá sem
til shks efna. Ceaucescu í Rúmeníu
og hyski hans stærir sig af nánu
sambandi við Kínastjórn og fylgdi
náið fordæmi hennar þegar skrið-
drekar og þyrlur voru látin brytja
niður fjöldann á götum Timisoara.
Bush hefur því ærna ástæðu til
að leitast viö að heyja stjórn sinni
nýja ímynd með því að leggja til
atlögu við einhvern sem hefur það
í senn til að bera að vera rétt-
dræpur að bandarísku almenn-
ingsáhti og ekki líklegur til að
koma öflugum vörnum við. En það
kaldhæðnislega er að Bush og
Noriega eru gamlir mál- og gisti-
vinir. Meðal verka þess fyrrnefnda
í varaforsetatíðinni hjá Reagan var
að halda sambandi við einvald Pa-
nama sem þá taldist í nánu vin-
fengi við Bandaríkjastjórn.
Noriega gerðist erindreki og upp-
lýsingamiðlari fyrir bandarísku
leyniþjónustuna CIA meðan hann
var enn yfir leyniþjónustu þjóð-
varðhðsins. Bush er gamall yfir-
stjómandi CLA og því þótti eðlilegt
að hann hefði sambandið við Nori-
ega á sinni könnu á vegum stjórnar
Reagans.
Vináttusambandið stóð á áttunda
ár en þá var skyndilega snúið við
blaðinu í Washington og tekið að
fletta ofan af þvi hversu viðriðinn
panamíski einvaldurinn væri við
kókaínsmygl frá Kólumbíu til
Bandaríkjanna og sér í lagi undan-
komu gróða af fíkniefnaverslun um
alþjóðlegu fjármálamiðstöðina í
Panamaborg. Þá uppgötvuðu menn
allt í einu gerræöislega stjórnar-
hætti hans og virðingarleysi fyrir
lýðræðisreglum.
Vandi er að segja hvað hér bjó
undir, máske hefur átt að sýna
mátt bandarískra áhrifa í Mið-
Ameríku á öðrum stað, úr því ljóst
var orðið að ekki tækist að steypa
stjóm sandinista í Nicaragua með
því að gera út gegn henni málaliða-
sveitir Contra.
Fram th þessa hefur svo Noriega
reynst hinn slungnasti, séð við öll-
um brögðum fornvina sinna í CIA
og staðist viöskiptabann og eigna-
frystingu á hendur Panama. Upp-
reisnartilraun í þjóðvarðliðinu í
haust var barin niður, og kom í ljós
að þar hafði bandaríska setuliðið í
skurðræmunni átt að gegna hlut-
verki við að handsama Noriega en
allt farið í handaskolun.
Bandarísk stjórnvöld bjuggu
Panama til árið 1903 með því að
slíta frá Kólumbíu landsvæðið meö
eiðinu, þar sem hentast þótti að
grafa skipaskurð mihi Atlantshafs
og Kyrrahafs. Síðan hefur ráðið
landinu þjóövarðliðiö, sem Banda-
ríkjamenn þjálfuðu og hafa ætíð
viljað stýra bak við tjöldin. Sú
stofnun er bræðralag fjárrnálaspill-
ingar og valdníðslu. Bandarísk
hernámsyfirvöld eiga þess einn
kost að reyna að skapa sér stjórn-
tæki úr því sem eftir er af þjóðvarð-
liðinu, með þeim afleiðingum að
ekkert breytist í ömurlegri sögu
landsins sem búið var til í því skyni
að verða bandarísk herstöð.
Bandarisk herþyrla flýgur yfir brennandi háhýsum i miðri Panamaborg
innrásardaginn.