Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 36
44 ?t •
LífsstOI
LAL'GARDÁGUR 23; DESÉMÉÉR :198'9.
Landið
skiptir
stöðugt
um ham
■
Alls verða 170 manns á vegum Utivistar og Ferðafélagsins inni í Þórsmörk um áramótin og kostar ferðin fyrir
manninn 5.600 krónur.
- segir Þorvaldur Öm Ámason
„Landiö okkar skiptir stööugt um
,ham, birtan breytist í sífellu og um
“leið fær landslagiö annaö yfirbragð.
Ég er mikill áhugamaður um aö
miðla öðrum af þeirri reynslu að
ferðast um ísland. Sérstaklega lang-
ar mig að miðla þeirri upplifun til
unga fólksins. Það eru svo margir
sem fara til útlanda og sjá í sjálfu sér
ekkert annað en það sem þeir gætu
séð hér heima, því það er allt til stað-
ar hér. Mér finnst ég fara miklu
lengra þegar ég ferðast um óbyggðir
íslands en þegar ég fer til útlanda.
Skilningarvitin þurfa að vera í lagi
svo og vitið til að meðtaka þaö sem
landið okkar hefur upp á að bjóða,“
segir Þorvaldur Örn Árnason, en
Veðrið í útlöndum
HITASTIG IGRÁÐUM
-10 Isgra 0 tll - 5 nsswSs- 11115 Btll 10 11 tll 15 utiiao 201IIS5
Byggt á veöurlróttum Veöurstofu Islands kl. 6 I morgun, föstudag
Bergen 5)
lólmur 1°
imborg 1
Berlín 11
Londi
arcelona 1
Irid 12'
Mallorca 20
^ Rignlng V Skúrlr *,* Snjókom* Þrumuveöur = Þoka
Reykjavik -2°
Þórshöfn 4°
New York -11
Orlando 10°
*. -
hann ásamt Jóhönnu B. Magnús-
dóttur verður fararstjóri í Þórsmerk-
urferð Ferðafélags íslands nú um
áramótin.
Klukkan 7
Það eru 80 manns sem fara í Þórs-
mörk með Ferðafélaginu og verður
lagt af stað frá Reykjavík eld-
snemma, eða klukkan 7 að morgni
30. desember, og komið aftur í bæinn
annan í nýári.
„Viö leggjum svona snemma af
stað ef það yrði eitthvað að færð inn
í Mörk, við viljum hafa nógan tíma
upp á að hlaupa. Ef einhver ófærð
er getur verið tafsamt að komast inn-
eftir.“
Ferðafélagið á skála inni í Langa-
dal og þar er nóg húspláss fyrir 80
manns. "
„Þessi hópur, sem fer inn í Þórs-
mörk um áramótin, er mjög blandað-
ur. Sumt af þessu fólki er rólegheita-
manneskjur og svo eru aðrir sem eru
Ferðir
meiri samkvæmisfuglar. Það er hins
vegar nóg pláss í skálanum og þeir
sem vilja hvíla sig og taka því rólega
geta verið uppi á lofti og legið í koju,
lesið eða sofið, en þeir sem vilja hafa
meira líf í kringum sig geta verið í
almenningnum.
/
Farið einu sinni áður
Margt af þessu fólki hefur farið inn
í Þórsmörk um hver áramót í nokkur
ár en svo eru aðrir sem eru að fara
sína fyrstu áramótaferð. Ég hef farið
einu sinni áður, það var fyrir tveim-
ur árum, og mér þótti það afar
skemmtileg ferð. En ég efast um að
ég myndi vilja fara um hver áramót.
Mér finnst ágætt að hafa tilbreytingu
í þessu, maður á ekki alltaf að vera
að gera sömu hlutina.
Það verður ýmislegt gert til
skemmtunar um áramótin. Það verð-
ur farið í lengri og styttri gönguferð-
Áramót í Þórsmörk:
Fátt sem truflar
- segir Egill Pétursson, fararstjóri hjá Útivist
„Ég get ekki neitaö því að sumir
eru dálítið hissa á mér að ég skuli
kjósa að eyða áramótunum ár eftir
ár inni í Þórsmörk. Það er hins vegar
allt öðruvísi að fagna áramótunum
þar heldur í borginni. Þar er maður
með hópi fólks úti í viðáttunni og þar
eru engir fjölmiðlar sem trufla mann.
Þar er því kryrrð og ró á sinn hátt
og fátt sem truflar.
Þetta er einfaldlega gaman, það er
erfitt að ætla sér að lýsa því eitthvað
nánar. Fólkið sem fer í þessar ferðir
er ósköp venjulegt fólk og margir
sem fara þessar ferðir ár eftir ár,“
segir Egill Pétursson, fararstjóri hjá
Útivist.
90 manns
Undanfarin ár hefur ferðafélagið
Útivist efnt til áramótaferða í Þórs-
mörk. Um þessi áramót verður hald-
ið af stað klukkan 8 á laugardags-
morguninn 30. og ekið sem leið liggur
inn í Mörk og dvalið þar fram á ann-
an í nýári. Alls eru 90 manns sem
ætla að halda í Þórsmerkurferð um
áramótin. Ekki fá fleiri að fara en
áhuginn virðist vera fyrir hendi því
nokkur hópur manna er á biðlista í
ferðina. Hópurinn, sem er á vegum
Útivistar, gistir í skála félagsins í
Básum. Skálinn er hús sem eitt sinn
stóð viö Grettisgötuna í Reykjavík
en húsið varð að víkja og var þá flutt
inn í Þórsmörk og þjónar nú sem
einn af skálum Útivistar.
Skipt í hópa
„í rútunni á leiðinni inn eftir skipt-
um við fólki í hópa og hver hópur fær
það verkefni, að finna eitthvert
skemmtiatriði til að flytja á kvöld-
vökum. Það byggist því dálítið á hug-
Það er nánast autt inni í Þórsmörk núna en það er aldrei að vita nema
þar verði allt á kafi i snjó um áramótin. DV-mynd EP