Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 47
-55 sm 5i3aM38aa .ss huoagha.ðuaj .. LAÚGARDAGUR- 23.-DESEMBBR 4089, ....... mm * Afmæli Þórður Guðbrandsson Þórður Guðbrandsson bifvéla- virkjameistari, Sporðagrunni2, Reykjavík, verður níræður annan jóladag. Þórður er fæddur í Brandshúsi í Reykjavík og ólst þar upp. Haustið 1915 réð hann sig í vinnu til Ólafs Jónssonar og vann þar næstu tvö árin. Þá tók við timi á bílaverkstæði hjá Jóni Sigmundssyni en þegar verkstæði Jóns lokaði ók hann um tíma eigin vörubO og stundaði við- gerðir. Árið 1928 byrjaði Þórður að vinna hjá Olíuverslun íslands og þar vann hann næsta 51 árið, fyrst við viðhald og viðgerðir á bifreiðum en frá 1948 hafði hann yfirumsjón með bifreiðum fyrirtækisins. Þórður kvæntist þann 19.5.1923 Guðrúnu Marin Guðjónsdóttur, f. 19.8.1905 í Framnesi í Vestmanna- eyjum, d. 3.31983. Foreldrar hennar voru Guðjón Pétur Jónsson í Fram- nesi og Nikolína Guðnadóttir. Böm Þórðar og Guörúnar eru: Magnea Katrín, f. 27.6.1923, hús- freyja í Kópavogi, gift Braga Ás- bjömssyni, málarameistara og múrara.Börn þeirra em: Guðrún Þóra, f. 22.2.1951, félagsráðgjafi á Húsavík; og Kolbeinn Þór, f. 25.11. 1966, viðskiptafræðinemi við HÍ. Haraldur Guðbjöm, f. 16.7.1925, vélvirkjameistari í Ólafsfirði, kvæntur Rögnu Hólmfríði Pálsdótt- ur og em böm þeirra: Elín Hólm- fríður, f. 26.4.1950, húsfreyja á Sauð- árkróki; og Þóröur Gunnar, f. 28.9. 1963, við nám í endurskoðun og rekstrarhagfræði í Bandaríkjunum. Lána Guðlaug, f. 27.7.1927, kaup- maður í Reykjavík, gift Kjartani Sveini Guðjónssyni verslunar- manni og eru börn þeirra: Þórður Guðjón, f. 31.12.1944, skrifstofustjóri í Reykjavík; Kjartan, f. 11.6.1947, sölumaður í Reykjavík; Guðrún Katrín, f. 9.2.1949, verslunarstjóri og húsfreyja í Reykjavík; Sveinn, f. 7.7.1952, bifvélavirki í Hafnarfirði; og Sigrún, f. 8.7.1958, húsfreyja í Reykjavík. Guðbrandur Kjartan, f. 19.3.1929, afgreiðslumaður í Reykjavík. Guðmundur Jón, f. 15.6.1930, raf- virkjameistari í Garðabæ, kvæntur Halldóru Siguröardóttur, og em börn þeirra: Ester Helga, f. 23.12. 1954, söngkona og við nám í Banda- ríkjunum; Agnes Þóra, f. 8.11.1961, stúdent í Hafnarfirði; og Gunnar Ægir, f. 21.7.1964, húsasmiður í Garðabæ. Katrín, f. 9.9.1931, húsfreyja í Bandaríkjunum, gift Robert T. Wallace liðsforingja og eru böm þeirra: John Thor, f. 21.10.1955, doktor í lögfræði; og Thor Tomas, f. 3.2.1959, endurskoðandi. Barnabarnaböm Þórðar eru orðin 26. Bróðir Þórðar er Magnús, f. 4.1. 1896, fulltrúi hjá Olíuverslun ís- lands hf., var kvæntur Júlíönu Oddsdóttur, f. 26.6.1904, d. 19.3.1980, og á hann þijú börn: Kristin Gísla Sigurjón, f. 2.6.1922, prentara í Reykjavík; Kjartan Guðbrand, f. 17.11.1927, lækni í Reykjavík; og Katrínu Guðrúnu, f. 5.9.1934, hús- freyjuíReykjavík. Foreldrar Þóröar vora Guðbrand- ur Þórðarson, f. 24.12.1861, d. 12.3. 1927, skósmíðameistari í Reykjavík, og Katrín Magnúsdóttir, f. 14.4.1861, d. 30.10.1924. Foreldrar Guðbrands voru Þórður Erlendsson, b. á Bmnnastöðum, og Katrín Hrólfsdóttir. Katrín var dóttir Magnúsar eldri, b. í Syðra-Langholti í Kolbeinsstaða- hreppi, Magnússonar, bónda, hreppstjóra og alþingismanns, Andréssonar, b. og hreppstjóra í Efra-Seli, Narfasonar. Móðir Magnúsar Andréssonar var Margrét Ólafsdóttir frá Gröf í Hrunamannahreppi. Móðir Magn- úsar eldri var Katrín Eiríksdóttir, b. og dannebrogsmanns á Reykjum, Vigfússonar, og Ingunnar Eiríks- dóttur. Móðir Katrínar Magnúsdóttur var Katrín Jónsdóttir yngri, b. og hrepp- Þórður Guðbrandsson. stjóra á Kópsvatni í Hrunamanna- hreppi, Einarssonar. Móðir Katrín- ar yngri var Katrín Jónsdóttir ljós- móðir. Þórður tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili múrara, Síðumúla 25, miili kl. 15 og 19 annan í jólum. Þorsteinn Jósef Stefánsson Þorsteinn Jósef Stefánsson, Hafnar- byggð 5, Vopnafirði, verður áttatíu og fimm ára annan í jólum, 26. des- ember. Þorsteinn er fæddur á Rauðhólum í V opnafj arðarhreppi og ólst hann þar upp til 17 ára aldurs, en fór þá í vinnumennsku um 12 ára skeið. Árið 1935 fluttist hann í Vopnafjarð- arkauptún og bjó þar í nokkur ár með móður sinni. Skólaganga Þor- steins var engin, utan þrjár vikur í farskóla í Vopnafirði þegar hann var tíu ára. Að öðm leyti kenndi móðir hans honum undir fermingu. Eftir að Þorsteinn fluttist til Vopna- fjarðar fór hann fljótlega að fást við smiöar, og var m.a. við brúarsmíðar í mörg ár. Hann var vigtarmaður á bílavog á vegum hreppsins í nokkur ár og ennfremur vann hann á skrif- stofu Kaupfélags Vopnfirðinga. Þor- steinn sat í hreppsnefnd í íjögur ár. í mörg ár var hann í skólanefnd Vopnafjarðarskóla og sömuleiðis í sóknarnefnd Vopnaíjarðarkirkju. Hann var einn af stofnendum Kiw- anisklúbbsins Öskju og er nú heið- ursfélagiíhonum. Þorsteinn kvæntist fyrst þann 13.3.1943 Sigrúnu Guðmundsdóttur, f. 20.1.1910, d. 2.10.1945. Foreldrar hennar vpru Guðmundur, b. og póstur á Ásbrandsstöðum, Kristj- ánsson, og Sesselja Eiríksdóttir frá Hafrafelli í Fellum. Þorsteinn og Sigrún eignuðust tvær dætiu-. Þær em: Heiðrún, f. 14.10.1942, gift Her- manni Hanssyni, kaupfélagsstjóra á Höfn í Homafirði, og eiga þau þrjú börn: Unni, Kristínu og Þorstein Rúnar. Aðalbjörg, f. 19.8.1944, og eignað- ist hún tvær dætur með fyrrv. eigin- manni sínum, Ómari Kjartanssyni: Sigrúnu, býr með Einari Vilhjálms- syni, og eiga þau tvo syni, f. 28.2. 1989;ogHugborgu. Seinni kona Þorsteins er Þuríður Jónsdóttir, ekkja Þorsteins Ólason- ar, sjómanns á Þórshöfn og víðar. SystkiniÞorsteins: Sigurbjörg, f. 1897, dó tæplega tveggjaára. Sigurjón, f. 10.3.1899, var kvæntur Elsu Einarsdóttur Höjgaard frá Bakka í Skeggjastaðahreppi, f. 17.11. 1919, og em börn þeirra: Valborg, f. 24.12.1939, gift Heimi Kristins- syni, kennara á Dalvík, og eiga þau þrjú böm; Einar Ólafur, f. 25.10. 1944, búsettur í Kaupmannahöfn; og Aðalbjörg, f. 14.1.1951, gift Stíg Snæ- land, garðyrkjubónda á Stórafljóti í Biskupstungum, og eiga þau þrjá syni. Valborg Stefania, f. 9.3.1901, dáin Íágústl932,ógift. Foreldrar Þorsteins voru Stefán Stefánsson, f. 19.8.1860, d. 5.6.1925, b. á Rauðhólum í Vopnafjarðar- hreppi, og Aðalbjörg Þorsteinsdóttir húsmóðir, f. 23.3.1875, d., 3.3.1944. Stefán var sonur Stefáns, b. á Eg- ilsstööum í Vopnafirði, Jónssonar, b. og hreppstjóra á Egilsstöðum, Stefánssonar, b. á Egilsstöðum, Þor- steinssonar. Móðir Jóns var Kristín Bessadótt- ir frá Dölum. Móðir Stefáns Jóns- sonar var Kristín Jónsdóttir, í Strandhöfn, Rafnssonar. Móðir Stefáns, foður Þorsteins, var Sigurbjörg Ásbjarnardóttir, b. á Einarsstöðum í Vopnafirði, Sveins- sonar, síðast á Einarsstöðum, Jóns- sonar. Móðir Ásbjarnar var Guðrún Jónsdóttir frá Vakursstöðum. Móð- Þorsteinn Jósef Stefánsson. ir Sigurbjargar var Sesselja Björns- dóttir, sem bjó á Hraunfelli, Péturs- sonar, og Sigríðar Eymundsdóttur fráTeigi. Aðalbjörg, móðir Þorsteins, var dóttir Þorsteins, b. á Fljótsbakka í Reykjadal, Jóhannessonar, b. á Stóru-Laugum, Oddssonar. Móðir Aðalbjargar var Ingunn Jónsdóttir, b. á Hólum, Sigurösson- ar, Jónssonar. Ingunn var alsystir Guðmundar á Rjúpnafelli, fóður Björgvins tónskálds. Móðir Jóns Sigurðssonar var Ing- unn Torfadóttir. Móðir Ingunnar var Arnbjörg Amgrímsdóttir, b. á Hauksstöðum í Vopnafirði, Ey- mundssonar, og Ingibjargar Þor- steinsdóttur. Til hamingju með afmælid á jóladag 80 ára KarlMagnússon, Knerri, Breiðuvíkurhreppi. 75 ára Ásgeir H. Jónsson, Hólmgaröi 40, Reykjavík. Herdís Sigurjónsdóttir, Fomósi4, Sauðárkróki. AageHansen, Vesturgötu 35, Akranesi. GuðniB. Sigurðsson, Hafnarstrætil08, AkureyrL Þóra Óskarsdóttir, Hvassaleiti 56, Reykjavík. 60 ára Brynjólfur Vilhjálmsson, Álftamýri 26, Reykjavík. Magnús Pálsson, KlapparstigS, Reykjavík. Ragnhildur Jónsdóttir, Hjallabraut 13, Hafharfirði. Rita A. M. T. Júlíusson, Reykjamel 3, Mosfellsbæ. 50ára Elvar Geirdal Þórðarson, Stifluseli 6, Reykjavík. Karitas Óskarsdóttir, Heiðmörk, Biskupstungnahreppi. 40ára Guðrún Samsonardóttir, Bjarteyjarsandi 3, Strandarhreppi. Jón Gisli Grétarsson, Seljahlíð3A, Akureyri. Pétur Jónsson, Miðtúni, Hvanneyri, Andakíls- hreppi. Sveinn Björnsson, Rimasíðu 3, Akureyri. Indriði S. Indriði S. Friðbjamarson, fyrrv. matsveinn, Leirubakka 6, Reykja- vík, verður áttræður á jóladag. Indriði fæddist að Steinólfsstöðum í Veiðileysufirði í Norður-ísafjarð- arsýslu en ólst upp í Kvíum við Lónafjörð frá sjö ára aldri og fram að fermingu. Þar var hann hjá fóst- urforeldrum sínum, Finnboga Jak- obssyni, og konu hans, Sigríöi Ei- ríksdóttur. Indriði fór til sjós fjórtán ára og reri á árabátum og síðar mótorbát- um frá Hnífsdal og síöan ísafirði til 1930 er hann fór til Akureyrar. Hann bjó á Akureyri í tvö ár og síðan á Siglufiröi í saufján ár þar sem hann var einnig til sjós. Indriði var versl- unsrmaöur á Siglufiröi á árunum 1943-48 og var síðan matsveinn á togaranum Elliöa í tvö ár. Indriði flutti til Keflavíkur 1950 þar sem hann bjó í tíu ár. Hann var við ýmis störf á Keflavíkurflugvelli óg var síðan verkstjóri hjá Kaup- félagi Suðumesja við Keflavíkur- höfn, auk þess sem hann sá þar um síldarsöltun. Indriði flutti í Kópavoginn 1960 og tveimur árum síðar tíl Reykjavíkur þar sem hann átti heima til 1975. Indriði starfaði í tvö ár á Trésmíða- verkstæði Sigurðar Elíassonar, var síðan húsvörður í trésmiðjunni Víði í eitt ár. Hann stundaði síöan pípu- lagnir í þijú ár og trésmíðar hjá Gústaf Lámssyni önnur þijú ár. Þá hóf hann aftur störf og nú við tré- Fiiðbjamarson smíðar í Víði en flutti til Selfoss 1975 þar sem hann var húsvörður við Landsbankann. Þar starfaði Indriði til 1980 en hætti þá störfum sökum aldurs og flutti aftur til Reykjavík- ur. Indriði er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Árnína Hjálmarsdóttir húsmóðir, f. 17.12.1912, d. 1969. For- eldrar Ámínu voru Hjálmar Magn- ússon á Húsavík og kona hans, Guð- rúnÞórðardóttir. Indriði og Árnína eignuðust son sem lést skömmu eftir fæðingu. Fóstursonur Indriða og Ámínu var Eiður Indriðason, f. 10.2.1936, d. 1987, sjómaöur í Reykjavík, en dóttir hans er Arnbjörg Eiðsdóttir, kenn- ari í ReyKjavík, gift Helga Kristjáns- syni verslunarmanni og eiga þau tvosyni. Seinni kona Indriða er Sigríður Egilsdóttir, húsmóðir frá Galtarlæk í Biskupstungum, f. 5.5.1915, dóttir EgilsEgilssonar. Sigríður á tvö börn á lífi frá fyrra hjónabandi. Indriði átti fimm alsystkini og eru tvær systur hans á lífi. Auk þess á hann tíu hálfbræöur sem allir em á lífi. Foreldrar Indriöa voru Friðbjörn Helgason, bóndi á Sútarabúðum í Grunnavík, og kona hans, Ragn- heiður Veturliðadóttir. Indriði og Sigríður verða að heim- an á afmælisdaginn. Indriði S. Friðbjarnarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.