Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUIl 23. DKSEMBER 1989.
61
Handknatfleikur unglinga
2. flokkur karla:
Reykjavíkurmót - 3. flokkur karla:
Sanngjam sigur Víkinga
Úrslitaleikur Fram og Víkings í 3.
flokki karla á Reykjavíkurmótinu í
handknattleik fór fram sunnudaginn
10. desember síöastliðinn en vegna
þess hve mikið hefur verið að gerast
hefur ekki verið unnt að fjalla um
leikinn fyrr en nú.
Víkingar náðu fljótlega forystu í
leiknum og komust í 5-2 um miðjan
fyrri hálfleik. En Framarar voru ekki
af baki dottnir og með mikilli baráttu
náðu þeir að jafna leikinn skömmu
fyrir leikhlé, 7-7. Þannig var staðan
í hálfleik.
Víkingar mættu mjög ákveðnir til
leiks í seinni hálfleik og skoruðu
fyrstu þrjú mörkin og breyttu stöð-
unni í 10-7, sér í vil. Þessi munur
hélst lengst af í seinni hálfleik. Þegar
skammt var til leiksloka brugðu
Framarar á það ráð að taka tvo leik-
Umsjón:
Heimir Ríkarðsson og
Brynjar Stefánsson
menn Víkinga úr umferð. Þetta virt-
ist ætla að duga því Framarar náðu
að minnka muninn í eitt mark, 15-14,
og fengu tækifæri til að jafna leikinn
en Framarar misstu boltann og Vík-
ingar brunuðu upp og skoruðu. Þeir
áttu líka síðasta orðið í leiknum og
tryggðu sér sanngjarnan sigur, 17-14,
og þar með Reykjavíkurmeistaratit-
ilinn.
Mörk Víkinga í leiknum skoruðu:
Hilmar Bjarnason 6, Árni Stefánsson
4, Guðmundur Ásgrímsson 3, Lárus
Huldarsson 2, Ólafur F. Gunnarsson
1 og Sævar Sævarsson 1.
Mörk Fram í leiknum skoruðu:
Friðrik Nikulásson 5, Valtýr G.
Gunnarsson 2, Ingólfur Sigurðsson
2, Björgvin E. Þórsson 2, Einar Töns-
berg 1 og Þormar Þorbergsson 1.
Vikingar tryggðu sér Reykjavikurmeistaratitilinn í 3. flokki karla.
Reykjavíkurmeistararar Fram í 2. flokki karla að loknum erfiðum leik gegn Val en tvíframlengja þurfti leikinn til að
fá fram úrslit.
Fram og Valur háðu eftirmirinileg-
ar rimmu í 2. flokki karla þegar þessi
tvö lið léku til úrshta í Reykjavíkur-
mótinu.
Það virtist allt ætla að stefna í ör-
uggan Framsigur í upphafi leiksins.
Framarar mættu mjög ákveðnir til
leiks og skoruðu hvert markið á fæt-
ur öðru á meðan Valsmenn voru í
hinum mestu vandræðum með að
koma boltanum fram hjá Sigurði
Þorvaldssyni í Frammarkinu. Er
stutt var til leikhlés voru Framarar
með sex marka forustu, 11-5, en þeg-
ar flautað var til leikhlés höfðu
Framarar ijögurra marka forustu,
11-7, og bjuggust flestir við því að
eftirleikurinn yröi Framstrákunum
auðveldur.
En annað kom á daginn. Með mik-
illi baráttu og skynsamlegum leik
tókst Valsmönnum að jafna leikinn
um miðjan síðari hálfleik, 12-12.
Jafnt var síðan á öllum tölum til
leiksloka og var þaö Óhver Pálma-
son, besti maður Vals, sem jafnaði
leikinn, 19-19, á síðustu mínútu
leiksins.
Valsmenn byrjuðu framlenging-
una mjög vel og náðu fljótlega
tveggja marka forustu, 21-19, en í
seinni hluta framlengingarinnar
náðu Framarar að jafna léikinn,
22-22, með marki frá Jón Geir Sæv-
arssyni.
Þurfti því að framlengja leikinn
aftur og var jafnræði með liðunum
framan af seinni framlengingu en
Framarar þó ávallt fyrri til að skora.
Andri V. Sigurðsson, fyrirhði
Fram, náði síðan tveggja marka for-
ustu fyrir hö sitt er fjórar mínútur
voru tíl leiksloka, 26-24.
Lárus Sigurðsson skoraði þá tvö
falleg mörk fyrir Val en Halldór Jó-
hannsson tryggði Fram Reykjavík-
urtitilinn í 2. flokki karla með tveim-
ur fallegum mörkum úr horninu.
Var fögnuður Framara mikill er
flautað var til leiksloka og sigur
þeirra á Val, 28-27, var staðreynd.
Mörk Fram: Jason Ólafsson 7,
Andri V. Sigurðsson 6, Halldór Jó-
hannsson 5, Páll Þórólfsson 4, Jón
Geir Sævarsson 3, Gunnar Ólafur
Kvaran 2 og Ragnar Kristjánsson 1.
Mörk Vals: Óliver Pálmason 9, Lár-
us Sigurðsson 5, Trausti Ágústsson
4, Örn Arnarsson 4, Marteinn Eyj-
ólfsson 4 og Ármann Sigurvinsson 1.
Fram meistari eftir
tvíframlengdan leik
Reykjavíkurmeistarar Fram í 5. flokki kvenna en aðeins var leikið í einum riðli í kvennaflokkunum og þvi enginn
úrslitaleikur þar. Framarar báru sigur úr býtum í 5. flokki með fullt hús stiga og hér sést hinn efnilegi hópur eftir
verðlaunaafhendinguna.
Jólamót Hauka:
Stjarnan og KR
unnu sína leiki
Hið árlega jólamót Eldborgar og
Hauka fór fram um síðustu helgi
og v£ir keppt í 5. flokki kvenna og
6. flokki karla. Er þetta í þriðja
skiptið sem mót þetta er haldið og
tóku sex hð þátt í hvorum flokk.
í 5. flokki kvenna var Stjarnan í
nokkrum sérflokki og unnu Garða-
bæjarstúlkurnar alla leiki sína að
þessu sinni og tryggðu sér efsta
sætið örugglega. Grótta varð í öðru
sæti og vann alla leiki sína nema
leikinn gegn Stjörnunni.
í þriðja sæti varð lið UBK og áttu
Bhkastúlkur í harðri baráttu við
Gróttu um annað sætið en þær töp-
uðu innbyrðisleik þessara hða og
urðu að gera sér þriðja sætið að
góðu eins og áöur sagði.
í fjórða til sjötta sæti urðu lið FH,
Hauka og UMFG.
KR hafði umtalsverða yfirburði í
6. flokki og vann alla leiki sína ör-
ugglega en lenti þó í erfiðleikum
gegn Haukum. KR-ingum tókst þó
að tryggja sér eins marks sigur í
þeim leik og þar með efsta sæti
mótsins.
Stjarnan varð í öðru sæti en
Stjörnupiltar töpuðu aðeins fyrir
KR og unnu aðra andstæðinga sína.
Haukar urðu í þriðja sæti og síð-
an komu lið Gróttu, FH og UBK.
í mótslok voru Búi Bendtsson,
KR, og Rut Steinsen, Stjörnunni,
valin bestu leikmenn mótsins og
hlutu þau viðurkenningu fyrir.