Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 23. ÐESEMBER 1989. Smáauglýsingar Hornsófar, stakir sófar, sófasett, frá- bært verð. Glersófaborð, verð frá kr. 9.500. Einnig mikið úrval af gallery- myndum. B-K Húsgögn^Síðumúla 22, sími 686070. ■ Bátar át: - Nýr færa- og linubátur frá Bátasmiðj- unni s/f, Drangahrauni 7, • Pólar-685, 4,5 tonn. Mjög hagstætt verð. Sími 652146 og 666709 á kvöldin. • Sjómenn, veljum íslenskt. ■ Viimuvélar Snjóblásari, árg. ’89, til sölu. Uppl. í síma 98-64420 og 98-68436. ■ Bílar til sölu Allt í húsbílinn á einum stað. Gasmiðstöðvar, ofnar, vatnshitarar, eldavélar, vaskar, ísskápar, sérhann- aðir í bíla, kranar, dælur, plasttankar, fortjöld, topplúgur, plasttoppar, fastir og lyftanlegir, ferða-wc, borðfestingar, ljós, ótrúlega léttar innréttingaplötur, gluggar o.m.m.fl. Leitið uppl. í síma 96-27950. Húsbílar sf., Fjölnisgötu 6, Akureyri. Honda Civic GL 1500 ’87, failega rauð- ur, sjálfskiptur, vökvastýri, vetrard., útv./segulb., reyklaus, hreinn, vel með farinn bíll. Hagstætt verð ef samið er strax. Einnig Toyota Carina ’80, ný- skoðaður, útv./segulb., vetrard. Úppl. í síma 619062. Af séstökum ástæðum er þessi Volvo Amazon, árg. ’65, til sölu. Gott eintak, er nýsprautaður og nýskoðað- ur. Annar bíll getur fylgt með í vara- hluti. Verð tilboð. Uppl. í síma 24143. ■ Þjónusta Höfum til leigu smókinga og kjóltöt, tilvalið íyrir hátíðamar, skyrta, lindi og slaufa fylgja. Efhalaugin, Nóatúni 17. Uppl. í síma 16199. Sviðsljós Sænska konungsfjölskyldan heldur í gamla siði og venjur um jólin og hjálpast að við undirbúninginn. Konungleg jól í Svíþjóð DV Dolly Parton: Eins og sveltandi kjúklingur Dolly Parton hefur ekki átt neina sældarævi undanfarin ár þótt ekki hafi hún látið mikið á því bera. Meðal fólks hefur hún verið kát og hress eins og allt væri í himnalagi en svo hefur þó ekki verið. Bæði er það hjóna- bandið sem hefur gengið brös- uglega, þar sem Dolly hefur haft mikið að gera í Hollywood og ekki haft mikinn tíma afgangs fyrir eiginmanninn. Þá er það ekki síður megrunin sem hefur farið á sáhna á henni. Dolly Parton var 1 byrjun ára- tugarins 75 kíló en hún er aðeins 152 sm á hæð. Hún leið fyrir hversu klumpsleg hún var og hóf megrunina. Salatblað og hálfur * hamborgari var það heillin og kílóin bókstaflega fuku af henni. Dolly var loks komin niður í 48 kíló en fannst hún samt ennþá vera feit. Þá var megrunin komin á alvarlegt stig því hún var kom- in með öll einkenni „anorexiu”. Dolly áttaði sig ekki á því að hún væri sjúk og það var eigin- maður hennar, Carl, sem upp- götvaði að eitthvað alvarlegt var að gerast með söngkonuna. Hann gat fengið hana til að hætta í megruninni sem gæti orðið henni lífshættuleg ef hún héldi þannig áfram. Carl fékk foreldra Dollyar til að bjóða henni upp á uppá- haldsmatinn; lambakótelettur og heimabakað brauð. „Þegar ég var komin upp í 54 kíló var Carl ánægður með mig,“ segir Dolly. „Ég hef verið að skoða myndir af mér frá þeim tíma sem ég var grennst og það er hverju orði sannara að ég var eins og svelt- andi kjúklingur.” Dolly Parton segist hafa verið orðin alvarlega sjúk i megrun- artíð sinni en því hafi hún ekki gert sér grein fyrir fyrr en aðrir bentu á það. Konungleg jól eru sjálfsagt ósköp svipuð og hjá okkur hinum. Undir- búningurinn í fullum gangi og allir bíða spenntir eftir að opna pakkana og borða góðan mat. Sænska kon- ungsfjölskyldan hefur verið í óöa önn undanfarið að búa sig undir þessa miklu hátíð og hafa allir hjálpast að við að skreyta. Strax eftir jól fer íjöl- skyldan í ferðalag en það hefur hún gert undanfarin ár. Ferðinni er heitið til Nairobi og Mauritius í þetta skipt- ið en í fyrra var það skíðaferð. Bamadansar hefur sérstöðu meðal þeirra hljómplatna sem mér hafa borist í hendur á þessu ári. Hún er fyrst og fremst sriiðin að þörfum danskennara. Þeir hafa átt í hálf- geröum brösum með að verða sér úti um alla þá tónlist sem þeir hafa þurft á að halda til að kenna bömum að dansa hina svokölluðu bamadansa, skósmiðadans, kubbadans, fingra- polka og þess háttar. Með Bama- dönsum fá þeir öll eða velflest þau lög sem þeir þurfa á að halda. Það má því með sanni segja að Bamadansar sé nytjaplata. Og ekki nóg með að hún nýtist eingöngu danskennuram. Starfsfólk bama- heimila getur haft af henni heilmikið Silvía drottning heldur fast í gamla siði og venjur um jól. Fjölskyldan fer til kirkju, syngur jólasálma, bakar jólabrauð og piparkökur, fondrar jólakörfur og fleira. Jólakvöldinu eyðir sænska kon- ungsíjölskyldan með Christinu prinsessu og hennar fjölskyldu. Sviar eru hrifnir af konungsfjöl- skyldu sinni og sænska sjónvarpið verður með mikla umfjöllun um fjöl- skylduna á nýárdagskvöld. Þá verð- ur sýnd mynd sem fjallar um ár kon- gagn og jafnvel börn sem stunda dansnám og vilja æfa sig heima við. Þá er sennilega heldur ekkert slor að hafa bamadansana við höndina í jólaboðunum milh jóla og nýárs og reyndar líka öllum bamasamkvæm- um þar sem stíga skal dans. Af þessu má ljóst vera að platan er hið mesta þarfaþing og raunar furðulegt að ekki skuh vera búið að gefa hana út fyrir löngu. En það var sem sagt Alfa Beta útgáfan sem hafði framkvæðið. Ekki þori ég að leggja neinn dóm á það hvort niðurröðun laga á plötunni sé hin eina rétta eða hvort eitthvað mætti betur fara. Á umslagi kemur fram að útgefandi hefur unnið með ungsfjölskyldunnar, ferðalög og ann- að sem á daga hennar hefur drifið. Þar sjást bömin ríða um á hestum við konungshöllina og sýnt verður þegar drottningin heimsótti fötluð böm, bæði í Jórdaníu og á Nýja-Sjá- landi, auk margs annars. Og svo má kannski geta þess að afmælisdagur Silvíu er í dag, 23. desember, en hún heldur upp á 46 ára afmælið. Til ham- ingju með það! nokkram danskennurum við undir- búninginn. Fær þar Hermann Ragn- ar Stefánsson sérstakar þakkir. Her- mann Ragnar tók einmitt þátt í gerð annarrar plötu, Jólaballsins, sem kom út fyrir ári og sló í gegn við jóla- tréð. Það er þrettán stúlkna hópur, úrval úr kór Snælandsskóla í Kópavogi, sem sér um sönginn á Bamadönsum. Stjórnandi hans er Bjöm „bassi“ Þórarinsson. Söngur stúlknanna er í ágætu lagi. Undirleikarar leysa og sitt hlutverk af hendi án þess að vera með neina óþarfa framtakssemi. Skemmtigildi plötunnar er því einnig fyrir hendi þótt notagildið verði því náttúrlegayfirsterkara. -ÁT Nýjar plötur Ýmsir flytjendur - Barnadansar Nytjaplata Menning Iitróf mannlegra tilfinninga í Hversdagsskóm og skýjaborg- um er sagt frá hópi unghnga sem er að ljúka 9. bekk í gnmnskóla. Umhverfið í fyrri hluta bókarinnar er skólinn. Lesendur kynnast öll- um skólatýpunum. Halla, sem gerir aht til að hrella kennarana, Sigr- únu, sem segir aldrei neitt, og svo öllu htrófinu þar á mhh. Ásthildi, Gijóna, Haraldi, Pétri og Dísu, hveiju þeirra með sitt hlutverk. Kennaramir era líka á sínum stað. Dóra dönskukennari sem „virtist fædd til þess eins að vera skot- spónn þessara bólugröfnu dýra“ (bls. 22). Bjami stærðfræðikennari tekur hins vegar öhu létt. Fyrir kennarahðinu fer svo Halldór, sem virkar stundum eins og „vélmenni, forritað með skólastjóraforriti úr menntamálaráðuneytinu“ (bls. 26). Þetta er ekki ný saga, það era aðeins leikendumir sem bera ný nöfii. Sviðið stendur nánast óhagg- að og verkið sem sett er upp er nánast það sama ár eftir ár. „Þaö gefur því augaleið að þeir era með ólíkindum atburðimir sem þessi skóli getur státað af. Þess vegna skiptir kannski ekki svo miklu máli hvenær gripið er niður í sögu hans. Það mætti byija morguninn sem Ásthildur var svo þreytt að hún sofnaði inni á klósettinu og var látin sofa þar allan morguninn og það mætti í rauninni alveg eins byrja 20 áram fyrr þegar mamma hennar trúði vinkonu sinni fyrir því, með nokkru stolti, að hún hefði sömu bijóstmál og Elísabet Taylor. Auðvitað skiptir það ekki öhu máh“ (bls. 13). Þannig er sagan hafin upp yfir tíma sinn og áhersl- an lögð á innra líf persónanna. Sagan er nokkurs konar hóp- skáldsaga sem gerist á einu sumri. Saga persónanna hverrar fyrir sig er sögð ýmíst í 1. eða 3. persónu, Bókmenntir Anna Hildur Hildibrandsdóttir stundum af alvitrum höfundi og stundum af sögupersónunum sjálf- um. Ýmist staðið föstum fótum í nútímanum eða bragðið upp minn- ingarbrotum úr lífi persónanna. Á tímamótum í seinni hluta bókarinnar fylgist lesandinn með því sem gerist hjá krökkunum sumarið eftir 9. bekk. Þeir standa á tímamótum. Þessi umbrot þegar unglingurinn er eins og á milli vita í hamslausu upp- gjöri við bemskuna og óþreyju- fuhri bið eftir að verða fullorðinn. Sjálfstæðisbaráttan við foreldrana í algleymingi. Einu sinni vora það hipparnir sem gerðu uppreisn. Nú era þaö börnin þeirra sem vilja komast undan ofurvaldi foreldra sinna. Niðurstaðan: „Foreldrar eru alltaf til vandræöa og best væri ef maður þyrfti ekki að eiga neina. Jesús komst nálægt því. Hann var eingetinn" (bls. 110). Sumarið hefst á skólaferðalagi krakkanna til Þingvalla. Spuming- arnar sem hafa hrannast upp um ástina, kynhfið, vímuefnin og vin- áttuna knýja dyra og krefjast svara. Sagan er framraun Björgúlfs Ól- afssonar og full ástæða til að óska honum til hamingju með vel unnið verk. Hversdagsskór og skýjaborgir. Björgúlfur Ólafsson. Prentþjónustan Metri 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.