Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989. 41 im Matthías Einarsson, Ásbjörn Ólafsson og Guðmundur Jónsson í ferð Karlakórs Reykjavíkur til Miðjarðarhafsins með Gullfossi. Stimdum komu þær heim litlu nær, að loknu námi, en „loðnar og lembdar“, eins og presturinn sagði, en það var ekki nærri alltaf og er raunar önnur saga sem ekki verður fanð útí hér. Á þessum árum var það, í augum yngismeyja, einhver mesta mann- virðing sem hugsast gat að vera skip- veiji á millilandaskipi svo varla var til sá leppalúði sem var í siglingum að hann væði ekki í kvenfólki. Því hefur verið haldið fram í mín eyru að þessi staðreynd hafi sett nokkum svip á samskipti farþega og áhafnar á Gullfossi en ekki veit ég til að á þessu hafi verið gerð fræðileg úttekt svo ef til vill eru þetta getgátur einar. Gengið í svefni Þó er það staðreynd að einhvern veginn réð fólk ekki alltaf sínum næturstað um borð í Gulifossi. Talsvert var mn það að fólk gengi í svefni eftir að landfestum hafði ver- ið sleppt. Mér þótti þetta undarlega ráp fáklæddra farþega, sem gengu í svefni milli klefa, alltaf mjög undar- legt og allt að því yfirskilvitlegt. Allir voru gangandi í svefni, allar nætur, og átti jafnt við um stráka, stelpur, ráðsetta menn og heiðarleg- ar húsfrúr. Svo vaknaði þetta góða fólk við vondan draum í undarlegum stell- ingum og annarlegu umhverfi með kolvitlausan rekkjunaut. Engin fullnægjandi skýring hefur mér vitanlega verið gefin á þessu undarlega háttalagi farþeganna á Gullfossi. En hveijir vom það þá, sem öðmm fremur sóttust eftir að sigla með Gullfossi? Matmenn vom sólgnir í að ferðast meö Gullfossi og sérstaklega var þaö kalda borðið sem heillaði. Nátthrafnar áttu sér enga ósk heit- ari en að fá að leggja dag við nótt um borð í þessari happafleytu gleðinnar. Þetta var nefnilega á þeim ámm sem kjörorð yngri kynslóðarinnar var að „eyða ekki æskunni í svefn“. Þá má ekki gleyma því aö Gullfoss var draumaparadís hins skulduga manns, því eftir að landfestum hafði verið sleppt var engum rukkara fært að ná í hnakkadrambið á manni. Fimm daga „á floti" Auðvitað er það fræðilegur mögu- leiki að einhveijir hafi heillast af þeirri hugmynd að vera fimm daga og fimm nætur „á floti“ í orðsins fyllstu merkingu, eða eins og það er kallað í dag, „á skallanum, herða- blöðunum og augnlokunum“. Eða eins og það var kallað þá, „í vindlingum, viskíi og villtum meyj- um“. Vera má að einhveijum hafi ein- hvemtíma þótt gaman að fá sér í staupinu um borð í Gullfossi. Þó minnist ég þess ekki áð menn drykkju í óhófi. Menn neyttu víns af stakri var- færni, kannski svolítið í svefnrofun- um á morgnana til að komast í gang og þeir voru meira að segja til sem drukku ekki sterk vín fyrr en í há- deginu. Síðan var haldið áfram að drekka í hófi, svona eftir hendinni, allan daginn en aldrei man ég eftir því að stórdrykkjur hæfust fyrr en eftir kvöldmat og engir tóku þátt í þeim nema þeir sem enn voru vak- andi. Flestir fengu sér líka rækilega í staupinu fyrir svefninn, en alltaf var þetta í hófi. Algengt var hinsvegar að farið væri í þessa siglingu til að „slappa af‘, ná sálarró og eiga fimm rólega daga. Ekki man ég lengur hvort þetta tókst alltaf en í dag man ég ekki bet- ur en það hafi einmitt verið þetta sem ég var að sælast eftir, þegar ég ferð- aðist með Gullfossi. Já, líklega. Ég man það þó ekki glöggt. Skák Tíu jólaskákþrautir Þá er röðin komin að jólaskák- þrautunum sem koma úr ýmsum áttum að þessu sinni. Hörðustu skákunnendur ættu að kannast við gamla kunningja í hópnum en flest- ar þrautanna hafa ekki birst áður í íslenskum blöðum. Hvítur á fyrsta leik í öllum stöö- unum og verkefni hans er tilgreint neðan við hveija mynd. í fyrstu þrautinni ber honum að máta í 2. leik, þ.e.a.s. hvítur leikur og mátar síðan óveijandi í næsta leik sínum, burtséð frá því hver svarleikur svarts er. Dæmið þyngist í næstu þraut, þar sem hvítur á að máta í þriðja leik. í næstu þrautum er nákvæmur leikjafiöldi ekki tilgreindur. Hvítur á að teíla úr stöðunni þannig að sigurinn verði ekki í vafa, nema í sjöttu þraut þar sem verkefni hans er að halda jafntefli, á að því er virðist vonlaust tafl. Þriöja þrautin er eftir heims- frægan skákdæmahöfund og ættu margir að kannast við hana. Þess ber að geta að ekki nægir fyrir hvítan að vinna svörtu riddarana fyrir peðið - sú staða er jafntefli. Hér býr meira á bak viö og loka- staðan er fógur. í fiórðu þrautinni eru báðir að reyna að koma frelsingja upp í borð og hvítur lumar á laglegri brellu sem tryggir honum sigurinn. í fimmtu tafllokum virðist hvítur hafa vinninginn í hendi sér en hann verður þó að gæta sín á því að svartur verði ekki patt. Hann á aðeins eina leið til að vinna skákina og hún er býsna skemmtileg. í sjöttu stöðu á svartur ógrynni hðs og aðstaða hvíts sýnist harla vonlítil. Hér á hann bráðskemmti- lega leið til að halda jafntefli. Sjöundu þrautina ber að taka með varúð. Ekki er víst að sú leið sem fyrst kemur upp í hugann nægi til sigurs. Ætíð ber að taka óvænta varnarmöguleika með í reikninginn og það á raunar við um allar þrautirnar. Drottningar og peð eru á borðinu í áttundu þraut en þar á hvítur þvingaða leikjaröð sem leiðir til vinnings án þess svartur fái rönd við reist. Erfiðasta þrautin er sú níunda, þar sem hvítur á aðeins eitt peð og riddara gegn riddara og þremur peðum svarts. Honum tekst samt Skák Jón L. Árnason að koma peði sínu upp í borð en eftir það verður hann að hitta á nokkra snjalla leiki til að vinna taflið. Rúsínan í pylsuendanum er tí- unda staðan, þar sem kóngarnir einir standa á borðinu. Þetta er engin venjuleg skákþraut. Verk- efnið er þetta: Svartur lék en eftir svarleik hvíts - og þá var staðan á myndinni komin upp - hætti hann við og lék annan leik í staðinn. Samkvæmt skákreglunum er þetta óleyfilegt en hvítur hreyfði ekki andmælum, heldur hugsaði sér gott til glóðarinnar, og mátaði í leiknum. Hverjir voru síðustu leik- irnir? Lausnir verða birtar laugardag- inn 6. janúar. Góða skemmtun og gleðileg jól! -JLÁ 1. Hvítur mátar í 2. leik. 2. Hvítur mátar í 3. leik. 3. Hvítur leikur og vinnur. 4. Hvítur leikur og vinnur. 5. Hvítur leikur og vinnur. 6. Hvítur leikur og heldur jöfnu. 7. Hvítur leikur og vinnur. 8. Hvitur leikur og vinnur. 9. Hvítur leikur og vinnur. 10. Hvítur mátar í leiknum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.