Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 48
y«t(J HJtÖtMdáll .OJi HtjOAÖHAötiAJ
LAUGARDAGUK-23. DESEMBER 1989.
A£mæli
Tómas Þorvaldsson
Tómas Þorvaldsson útvegsbóndi, til
heimilis aö Víkurbraut 30, Grinda-
vík, verður sjötugur annan í jólum.
Tómas fæddist á Járngerðarstöö-
um í Grindavík og ólst þar upp.
Hann var sjómaður á árunum
1934—46. Hann stundaði tungumála-
og stærðfræðinám með sjómennsk-
unni og síðan nám í verkstjórn og
fiskvinnslu. Tómas var við verk-
stjórn, bifreiðaakstur og fleira hjá
-) HraðfrystihúsiGrindavíkur
1946-52. Hann stofnaði Þorbjörn hf.
ásamt þremur öðrum 1952 og hefur
síðan stundað eigin atvinnurekstur
með eigin útgerð tveggja til fimm
skipa, fiskverkun og veiðarfæra-
gerð. Hann hefur verið forstjóri frá
1953. Hann átti og rak Hafliða hf. á
Siglufirði 1960-79 og Ársæl hf.
Tómas tók þátt í verkalýðsmálum
í Grindavík til 1955; var formaður
íþróttafélags Grindavíkur 1948-63;
stofnaði Björgunarsveitina Þor-
björn í Grindavík 1946 og var for-
maður hennar í þrjátíu ár; sat í
hreppsnefnd Grindavíkur í þrjú
kjörtímabil og i vatnsveitunefnd,
bygginganefnd, skipulagsnefnd og
( fleirinefndumávegumbæjarins,
auk þess sem hann tók að sér yfir-
umsjón við lagningu vatnsveitu
Grindavíkur.
Tómas átti sæti í stjóm Útgerðar-
félags Grindavíkur og síðan Suður-
nesja um langt árabil; í stjórn LÍÚ
í áratugi og sat í framkvæmdaráði
þess; í stjórn SÍF1959-81 og formaö-
ur þess í sautján ár; lengi í stjórn
Samlags skreiðarframleiðenda; í
stjórn Síldarsaltendafélags Suður-
og Vesturlands; lengi í stjórn Fiski-
félags íslands; sat í fiskimálaráði og
hagráði frá stofnun og meðan þau
störfuðu; í stjórn Fiskveiðasjóðs ís-
lands; í niðurjöfnunarnefnd og í
stjóm Vélbátatrygginga Reykjaness
um árabil. Þá var hann skipaður af
Alþingi í stjóm Viðlagasjóðs við
Vestmannaeyjagosið og var vara-
formaöur sjóðsins.
Tómas hefur hlotið heiðursmerki
fyrir björgun manna úr sjávarháska
nokkrum sinnum. Hann var sæmd-
ur stórriddarakrossi fálkaorðunnar
pg er heiðursfélagi Slysavarnafélags
íslands.
Tómas kvæntist 1953 Huldu Jón-
ínuBjömsdóttur, f. 1.4.1931, dóttur
Björns Jónssonar, b. í Keldudal og
Glaumbæ í Skagafirði og viðar, og
konu hans, Þorgerðar Haildórsdótt-
ur.
Dóttir Tómasar frá fyrra hjóna-
bandi: Stefanía Kristín, f. 6.4.1939,
d.24.6.1948.
Tómas og Hulda Jónína eiga fjög-
ur börn. Þau era: Eiríkur, f. 17.5.
1953, viðskiptafræðingur ogútgerð-
arstjóri í Grindavík, kvæntur
Margréti Gunnarsdóttur kennara
og eiga þau þijú börn; Gunnar, f.
9.12.1954, fisktæknir og verkstjóri í
Grindavík, kvæntur Rut Óskars-
dóttur húsmóður og eiga þau þrjú
böm; Stefán Þorvaldur, f. 21.7.1956,
rafeindavirkjameistari í Grindavík,
kvæntur Sigríði Erlu Jóhannsdótt-
ur húsmóður og eiga þau tvö börn,
og Gerður Sigríður, f. 27.12.1960,
verslunarstjóri í Grindavík, gift
Jóni Emil Halldórssyni, nema í
Tækniskóla íslands, og eiga þau
einn son.
Systkini Tómasar: Margrét, f.
20.11.1917, húsmóðir í Hafnarfirði,
gift Hallgrími Georg Bjömssyni,
verkstjóra og fiskmatsmanni, og
eiga þau einn son; Halldóra, f. 15.7.
1921, stöðvarstjóri Pósts og síma í
Reykholti í Borgarfirði, gift Jóni
Þórissyni bónda, oddvita og kenn-
ara við Héraðsskólann í Reykholti
og eiga þau íjögur börn; Guðlaugur,
f. 13.10.1924, ríkissáttasemjari og
fyrrv. ráðuneytisstjóri og rektor HÍ,
kvæntur Kristínu Hólmfríði Krist-
insdóttur og eiga þau fjóra syni en
einn þeirra er látinn; Valgerður Sig-
urbjörg, f. 7.4.1927, húsmóðir í
Grindavík, gift Vilmundi Ingimars-
syni, vélstjóra og hafnarverði, og
eiga þau eina dóttur, auk þess sem
Valgerður Sigurbjörg á dóttur frá
þvífyrirhjónaband.
Foreldrar Tómasar: Þorvaldur
Kristinn Klemensson, f. á Stað í
Grindavík, 9.12.1891, d. 9.12.1967,
útvegsbóndi, trésmiður og sím-
stöðvarstjóri í Grindavík, ogkona
hans, Stefanía Margrét Tómasdótt-
ir, f. á Jámgerðarstööum 9.9.1893,
d. 20.12.1969.
Föðursystir Tómasar var Klem-
enzía, móðir Rósbergs Snædals rit-
höfundar. Þorvaldur var sonur
Klemenzar, b., sjómanns og smiös í
Gjáhúsum í Grindavík, Jónasson,
vinnumanns í Holti í Svínadal, Ás-
mundssonar, b. í Holti, Illugasonar,
b. í Holti, Gíslasonar, b. í Holti, bróð-
ur Þóra, langömmu Guðmundar
Björnssonar landlæknis og Jósef-
ínu, móður Sigurðar Nordals. Illugi
var einnig bróðir Sigurðar, langafa
Björns Magnússonar, fv. prófessors.
Gísli var sonur Sigurðar sterka, b.
í Holti, Jónssonar, b. á Eiðsstöðum,
Bjarnasonar, ættfóður Eiðsstaða-
ættarinnar.
Móðurbróðir Tómasar var Eirík-
ur, faðir Ellerts, sveitarstjóra í
Garði. Stefanía var dóttir Tómasar,
útvegsbónda á Jámgerðarstöðum í
Grindavík, Gúðmundssonar, bróð-
ur Jóns í Hópi, afa Jóns M. Guðjóns-
sonar, fyrrv. prests á Akranesi,
Kristins Reys rithöfundar, Einars
Egilssonar, formanns Náttúm-
verndarfélags Suðvesturlands, og
Jónu, móður Finnboga Kjeld, for-
stjóra Nesskips, Kristbjargar Kjeld
leikkonu og Matthíasar Kjeld lækn-
is.
Móðir Stefaníu var Margrét, systir
Bjarna fiskifræðings, afa Bjama,
forstjóra Byggðastofnunar, og Guð-
mundar, forstjóra Skipaútgerðar
ríkisins, Einarssona. Margrét var
dóttir Sæmundar, b. á Járngerðar-
stöðum, bróður Einars, langafa Ei-
ríks, föður Ásgeirs Hannesar al-
Tómas Þorvaldsson.
þingismanns. Sæmundur var bróðir
Einars, langafa Dagbjarts Einars-
sonar, formanns Sölusambands ísl.
flskframleiðenda. Sæmundur var
einnig bróðir Þorláks, langafa Stein-
gríms Hermannssonar ráðherra og
Bergsteins Gizurarsonar bruna-
málastjóra. Sæmundur var sonur
Jóns, útvegsbónda á Húsatóftum í
Grindavík, Sæmundssonar, ætt-
föður Húsatóftaættarinnar. Móðir
Margrétar var Sigríður Bjarnadótt-
ir, verslunarmanns við Hólmabúð-
ir, Hannessonar, lögréttumanns í
Kaldaðamesi, Jónssonar, ættföður
Kaldaðarnesættaripnar, föður Ein-
ars, langafa Guðrúnar, móður
Ragnars í Smára, föður Jóns Óttars
sjónvarpsstjóra.
Tómas og Hulda Jónína verða hjá
börnum sínum á afmælisdaginn.
Guðmundur Þórðarson
Guðmundur Þórðarson jámsmiður,
Sléttahrauni 21, Hafnarfirði, verður
fimmtugur annan í jólum, 26. des-
ember.
Guðmundur er fæddur í Reykja-
vík og alinn upp í vesturbænum.
Hann gekk í Miðbæjarbarnaskól-
ann 1947—’52, lauk gagnfræða- og
landsprófifrá Reykjaskóla í Hrúta-
firði og var við vélvirkjanám í Vél-
smiðjunni Héðni 1962-'66. Guð-
mundur hefur unnið við virkjunar-
framkvæmdir og sjómennsku en
síðustu tvö árin hefur hann starfað
við viðhaldsstörf hjá Lýsi hf.
Eiginkona Guðmundar er Guðný
Hálfdánardóttir.
Systkini Guðmundar;
Ingvar, f. 28.1.1941, húsasmíða-
meistari, kvæntur Guðnýju Svav-
arsdóttur og eiga þau sex börn.
Stefán, f. 19.11.1948, skipasmíða-
meistari og trétæknir, búsettur í
Svíþjóð og á tvo syni.
Símon, f. 9.6.1952, blikksmiður,
kvæntur Ingibjörgu Júlíusdóttur,
ogáhannþrjúbörn.
Guðmundur er sonur Þórðar Guð-
mundssonar, f. 10.7.1918, d. 1973,
skrifstofustjóra í Reykjavík, og Ingi-
bjargar Ingvarsdóttur, f. 23.6.1919,
húsmóður.
Foreldrar Þórðar voru Guðmund-
ur Þórðarson frá Hóli og kona hans,
Ingibjörg Filippusdóttir frá Gufu-
nesi.
Foreldrar Ingibjargar vora Ingvar
Guðmundur Þórðarson.
Árnason frá Bíldudal og kona hans,
Stefanía Ragnhildur Jónsdóttir.
Yalborg Stefanía Sigurjónsdóttir
Valborg Stefanía Sigurjónsdóttir,
húsmóðir og starfsmaður á dvalar-
heimfii aldraðra í Dalbæ, tfi heimfiis
að Svarfaðarbraut 24, Dalvík, verð-
ur fimmtug á morgun.
Valborg fæddist að Vatnsdalsgeröi
í Vopnafirði og ólst þar upp til tólf
ára aldurs en flutti þá tU Vopna-
fjarðar. Hún stundaði almennt
skyldunám og var síðan við nám í
Húsmæðraskólanum á Varmalandi
íBorgarfirði.
Valborg Stefanía hefur stundað
verslunarstörf, unniö við hótel-
rekstur, stundað fiskvinnslu, verið
handavinnukennari og umsjónar-
maður við skóla en síðustu átta árin
hefur hún starfað á Dalbæ á Dalvík.
Hún flutti frá Vopnafirði tíl Dal-
víkur um 1960 og bjó síðan í Hrísey
l%2-63, er hún og maður hennar
fluttu aftur til Dalvíkur. Þá fluttu
þau að Húsabakka í Svarfaðardal
1972 og bjuggu þar í níu ár en fóm
þá aftur til Dalvíkur og hafa búið
þar síðan.
Valborg Stefanía giftist 9.11.1%2
Heimi Kristinssyni, f. 22.6.1940,
kennara við Dalvíkur- og Húsa-
bakkaskóla, fyrrv. skólastjóra í
Hrísey og síðar Húsabakkaskóla, en
Heimir er sonur Kristins Jónssonar,
netagerðarmeistara og sundkenn-
ara, og Sigurlaugar Jónsdóttur hús-
móður.
Börn Valborgar Stefaníu og Heim-
is em Sindri Már Heimisson, f. 18.11.
1964, stúdent og hljóðfærasmiður;
Sigrún VilborgHeimisdóttir, f. 22.3.
1970, menntaskólanemi, og Sigur-
laug Elsa Heimisdóttir, f. 2.10.1972,
menntaskólanemi.
Albróöir VUborgar Stefaníu er
Einar Sigurjónsson, f. 25.10.1944,
rennismiður, búsettur í Kaup-
mannahöfn, og á hann tvo syni.
Fóstursystir Valborgar Stefaníu
er AðalbjörgÞorsteinsdóttir, f. 19.8.
1944, orkusölufulltrúi hjá Rafveitu
Hafnarfjarðar, og á hún tvær dætur.
Alsystir Vilborgar Stefaníu er
Aðalbjörg Sigurjónsdóttir, f. 14.1.
1951, húsmóöir, gift Stíg Sæland, og
eiga þau og reka garðyrkjustöðina
Stóra-Fljót í Biskupstungum.
Foreldrar Valborgar Stefaníu: Sig-
urjón Stefánsson, f. 10.3.1899, d. 24.5.
1980 bókbindari, frá Rauðhólum í
Vopnafirði, og Elsa Höjgaard, f.
17.11.1919, húsmóðir.
Foreldrar Siguijóns voru hjónin
Stefán Stefánsson og Aðalbjörg Þor-
steinsdóttir sem bjuggu á Rauð-
hólum.
Elsa er dóttir Ólafar Davíðsdóttur
frá Kambi í Vopnafiröi og Einars
Höjgaard að Bakka í Bakkafirði.
Valborg Stefanía mun halda upp
á afmælið með íjöldskyldu sinni á
aðfangadagskvöld.
ER SMÁAUGLÝSINGA
BLADID
SÍMINNER
Til hamingiu
með afmælió
80 ára
Magndís Gestsdóttir,
Hafláargötu 66, Kefiavík.
70 ára___________________
Baldvin Ólafsson,
Reynivöllum 8, Akureyrí.
FriðaG. Árnadóttir,
Stórageröi 32, Reykjavík.
Karin Kristín Blöndal,
Lækjargötu 13, Hvammstanga.
Sveinbjörg Jóhannesdóttir,
Melabraut 9, Blönduósi.
60 ára
Erla M. Halldórsdóttir,
Auðnum 2, Öxnadalshreppi.
Guðlaugur Aðalsteinsson,
Laugamesvegi 77, Reykjavík.
Svanhildur Sigurðardóttir,
Selási 10, Egjlsstöðum.
50ára____________
Elín Ólafsdóttir,
Fomhaga 20, Reykjavík.
í jólum
Erich Hermann Köppel,
Hamarsteigi 5, MosfeUsbæ.
Halla Sigríður Þorvaldsdóttir,
Sunnuflöt24, Garðabæ.
Hannes Oddsson,
Holtagerði 26, Kópavogi.
Helga S. Ágústsdóttir,
Hörðalandi 14, Reykjavík.
Sigurður Þorvaldsson,
Asparteigi 1, Mosfellsbæ.
40ara
Alma Hjörleifsdóttir,
Skeiöarvogi 35, Reykjavík.
Finnur Þórðarson,
Nesbakka 8, Neskaupstað.
Guðbrandur Karlsson,
Flúöaseli 65, Reykjavik.
Guðmundur Valur V altýsson,
Árnatúni 5, Stykkishólmi.
Guörún Dóra Petersen,
Miðbraut27, Seltjarnamesi.
Haratdur Guðbjartsson,
Esjugrund 32, Kjalameshreppi.
Pétur Bogason,
HábrekkuS, Ólafsvik.
Stefanía Gústafsdóttir,
Hrafnagilsstræti 29, Akureyri.
Steinunn Gunnarsdóttir,
Hamrahlíð 6, Vopnafirði.
Sæmundur Eiríksson,
Kópavogsbraut 87, Kópavogj.
framundan.
Við vitum ekki hvað
leynist handan við
hana. Ökum eins
langt til hægri og
kostur er og drögum
úr hraða.
Tökum aldrei
áhættul