Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989.
Langþráðir endurfundir í Hannover:
Ekki gráta, systir
- Aníta Jónsson hittir systur sína eftir 47 ára aðskilnað
Fagnaðarfundir í stofunni í Hannover. Frá vinstri: Jusefa Miskiniene, dóttir Irenu, Aníta Jónsson, Irena Simoniené, Renata Severloh, dóttir Anítu,
Norbert Severloh, tengdasonur Anitu, og Sigitas Miskinis, tengdasonur Irenu.
„Þetta er ekki land, þetta er paradís," segir Irena. Hér er hún ásamt
tengdasyni sínum.
„Ekki gráta, systir,“ voru fyrstu
orðin sem fóru á milli systranna
Anítu Jónsson og Irene Simoniené,
þegar þær hittust í Hannover í
Vestur-Þýskalandi eftir 47 ára að-
skilnað. Síðan fóru þær báðar að
hágráta af gleði yfir langþráðum
endurfundum. Þær voru að koma
um langan veg til að hittast, önnur
frá íslandi, hin frá Litháen. Með
Irene komu dóttir og tengdasonur
og hittust íjölskyldurnar á heimili
dóttur Anítu, sem búsett er í
Hannover. Þar urðu svo sannar-
lega innilegir fagnaðarfundir, sem
ógerlegt er að lýsa með fátæklegum
orðum.
Eins og fram kom í viðtali DV við
Anítu á dögunum skutu starfsfé-
lagar hennar hjá Heklu saman fyr-
ir farseðh handa henni svo hún
kæmist á fund systur sinnar í
Þýskalandi. Þessi saga systranna
er orðin löng. Þær höfðu orðið við-
skila í stríðinu og Aníta var raunar
komin á þá skoðun að systir henn-
ar væri látin þegar hún fékk óvænt
skilaboð frá henni.
í viðtali við DV 27. nóvember
sagði Aníta Jónsson frá því er sím-
inn hringdi til hennar eitt kvöldið.
Þá var það systir hennar sem var
komin til móðursystur þeirra í
Lettlandi, sem ól þær upp. „Hún
vildi óð og uppvæg að ég kæmi til
þeirra. Ég varð auðvitað æst í að
fara, enda hef ég ekki séð systur
mína í 47 ár. En að vel athuguðu
máh var augljóst að ég hefði engin
efni á utanferð.
Ég sat í matsalnum í Heklu en
þar hjálpa ég stundum til. Upp-
hringing systur minnar barst í tal
og ég var spurð hvort ég ætlaöi
ekki að drífa mig. Ég sagði þá eins
og var að ég ætti ekki næga pen-
inga til þess. Þegar ég kom í Heklu
daginn eftir var mér sagt að ég
færi svo sannarlega utan og áður
en vinnudagurinn var liðinn hafði
starfsfólkið safnað fyrir ferðinni.
Síðar um kvöldið kom svo farseðill-
inn frá þeim systkinum í Heklu.
Þegar ég settist niöur heima með
peningaumslagið í annarri hendi
og farseðil í hinni runnu tárin við-
stöðulaust niður kinnarnar. Ég
hágrét.
Öðru eins hef ég aldrei kynnst
og get aldrei þakkað þessu fólki
nógsamlega," sagði Aníta. Ferðin
var farin og gleðilegir endurfundir
áttu sér stað í Hannover í þessum
mánuði - líklega besta jólagjöf
þeirra systra til þessa.
En það er rétt aö byrja á byrjun-
inni á þessari óvenjulegu örlaga-
sögu.
Flúðu frá Lettlandi
til Póllands
Þær fæddust í Lettlandi, Irena
fyrir 67 árum og Aníta tveimur
árum síðar. Þær flúðu með skipi
til Póllands 1939. Árið 1941 fóru þær
til Þýskalands. Árið eftir sóttu þær
um atvinnu hjá vinnumiðlun, sem
sendi þær til Hildesheim, þar sem
þær unnu báðar um skeið í gúmmí-
verksmiðju. Brátt skildi leiðir þar
eð Anita hélt til Hannover 1942.
Aníta meö Renötu dóttur sinni.
Þaðan fór hún til íslands þar sem
hún giftist og settist að. Irena fór
til Berlínar og ætlaöi síðan aftur til
Lettlands en þá var útilokað að
komast þangað frá Berlín. Þangað
voru Rússamir komnir og ástandið
var ekki upp á marga fiska og eng-
an þekkti hún. Að því leið þó að
hún komst við illan leik til Litháen.
Þar giftist hún og settist að.
Aníta finnst
Hún vildi ekki trúa því að Aníta
væri dáin. Því leitaði hún til Rauða
krossins árið 1956 en hann hafði
milligöngu um að leita fólks sem
týnst hafði í stríðinu. Við eftir-
grennslan kom í ljós aö systir
hennar bjó í góðu yfirlæti á ís-
landi.
Þær fóru aö skrifast á og skiptast
á myndum.
„Þrátt fyrir það dreymdi mig
Anitu systur alltaf sem unga stúlku
eða eins og hún var þegar við vor-
um saman í Þýskalandi en ekki
eins og hún leit út á myndunum
sem hún sendi mér,“ sagði Irena.
„Mér fannst hún alltaf líta svona
út,“ sagöi hún, um leiö og hún benti
á mynd af Anítu tvítugri, sem hékk
uppi á vegg í stofunni.
Reyndu að hittast
Svo ákváðu þær að freista þess
að hittast. Irena hóf að sækja um
ferðaleyfi árið 1960. Jú, jú, leyfið
gat hún fengið en hún varð að
skilja bömin þijú eftir heima. Af