Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Síða 16
ÍíAUGARDAGITR 30. DRSEMRER ið89. T?6 Helgarblað_____________________________________________ dv Bubbi er á toppnum enn eitt árið: Nóttin langa seldist best í júní eru tíu ár liöin síöan fyrsta plata hans kom út. Metsöluplata árs- ins, sem nú er aö líða, er Nóttin langa meö Bubba Morthens. Hún seldist frá útgáfudegi og fram aö jólum í um 14.500 eintaka upplagi. Nóttin langa er því þriðja söluhæsta plata Bubba á níu ára ferli. Dögun er á toppnum. Hún fór í 18.100 eintökum fyrir jólin 1987. Frelsi til sölu, sem var til sölu fyrir jólin á undan, er í ööru sæti. Það er útgáfufyrirtækið Geisli hf. sem gefur Nóttina löngu út. Hún er fyrsta platan sem kemur út hjá fyrir- tækinu. Það var stofnaö fyrr á þessu ári. „Þessar góðu viðtökur plötu Bubba tryggja okkur að minnsta kosti vel í sessi,“ segir Ásmundur Jónsson, fyr- irsvarsmaður Geisla. „Reyndar höf- um við engar áætlanir gert ennþá varðandi framtíðina. Ætlunin var að vinna fyrsta árið á þeim nótum sem við höfum veriö á. Áframhaldandi samstarf við Bubba Morthens er að sjálfsögðu ofarlega á stefnuskránni," bætir Ásmundur við. „Hins vegar er eiginlega ekki hægt að tjá sig um neitt annað eins og sakir standa. Ja, nema okkur langar til að byggja undir innflutning hljómplatna sem hefur verið látinn Umsjón: Ásgeir Tómasson sitja á hakanum vegna annríkis við útgáfu Næturinnar löngu." Bubbi í áratug í júní næstkomandi eru tíu ár liðin síðan fyrsta plata Bubba Morthens, ísbjarnarblús, kom út. „Það eru alls kyns vangaveltur í gangi um hvernigþess afmælis verð- ur minnst,“ segir Asmundur. „Vænt- anlega verða allar plötur endurút- gefnar sem eru ófáanlegar núna. Okkur langar líka til að gefa út lög sem orðið hafa eftir er Bubbi var að vinna við plötur sínar. Alla jafna eru þaö eitt til tvö lög sem verða útundan er lögum er raðað á plöturnar. Það bitastæöasta af þessu ætti fullt erindi á markaðinn. En ennþá hefur sem sagt ekkert verið afráöið í þessum efnum. Enda tíminn enn nægur til að ganga frá þessum hlutum," segir Ásmundur Jónsson í Geisla. Bubbi Morthens, atkvæðamestur að vanda. Þijár Smekkleysuplötur á næstu mánudum - safnplata gefin út í Bandaríkjunum í febrúar Hljómplötuútgefendur eru nú væntanlega að ná áttum eftir annríki síðustu vikna og huga að framtíð- inni. Smekkleysumenn eru þar á meðal og þegar eru komnar þijár plötur á kortið hjá þeim. Sú plata, sem hvað lengst er kom- in, er safnplata með tónlist Langa Sela og Skugganna, Ham, Bootlegs, Bless og fleiri hljómsveitum. Áætlað er að hún komi út í lok febrúar bæði hér á landi og hjá útibúi Smekkleysu í Bandaríkjunum, Bad Taste Rec- ords. Reyndar er enn ekki endanlega búið að afráða hvaða tónlist verður á þessari safnplötu. Þeir sem eiga lög 1 fórum sínum og hafa hug á að koma þeim út geta því haft samband við höfuðstöðvar Smekkleysu og boðiö hugverk sín fram. Langi Seh og Skuggarnir hafa að undanfórnu unniö kappsamlega í hljóðveri að sinni fyrstu plötu í fullri lengd. Hún ætti aö koma út á vor- mánuðum. Sama er að segja um fyrstu stóru plötu Risaeðlunnar. Hún er væntanleg á markað áður en mjög langt er liðið á nýja áriö. Hið bandaríska útibú Smekkleysu, Bad Taste Records, er til húsa í aðal- stöðvum Rough Trade í San Francis- co. Þar er ein manneskja í fullu starfi við að sinna málefnum útgáfunnar. í síðasta hefti Rolling Stone tímarits- ins á þessu ári var pósthólf útgáfunn- ar gefið upp. Þangað hefur margt bréfið ratað að undanfórnu. Ýmist með alls kyns fyrirspumum um fyr- irtækið og skjólstæðinga þess sem og pantanir á plötum Sykurmolanna. Bobby Brown seldi best vestra - Chicago átti vinsælasta lag ársins 1989 Chicago, þeir ná toppnum ennþá eftir meira en tveggja áratuga samstarf. í nýjasta hefti Bihboard kemur fram hverjar voru söluhæstu breið- skífumar og smáskífumar í Banda- ríkjunum á árinu sem er að líða. Og þó svo að árið hafi einkennst af ný- uppvöktum hljómsveitum, sem flest- ir töldu að sofnað hefðu svefninum langa, er það þó að mestu leyti ungt fólk sem blandar sér í slaginn um mest seldu plötur ársins. Það var Bobby Brown sem átti toppplötu ársins, Don’t Be Cruel. New Kids on the Block og Hangin’ Tough lenti í öðm sæti, Paula Abdul og Forever Your Girl í því þriðja, Bon Jovi með New Jersey í fjórða og Guns’n’Roses með Appetite For De- stmctions í því fimmta. Sú ijúfa rokkskífa hefur nú selst í á níundu milljón eintaka í Bandaríkjunum. Bobby Brown, platan Don't Be Cruel seldist öðrum betur. Vinsælasta lag ársins vestra varö Look away með Chicago. Bobby Brown og My Prerogative kom í öðm sæti, Every Rose Has Its Thom með Poison í þriðja, Straight up með Paula Abdul í fjórða og loks Miss You so Much með Janet Jackson í fimmta sæti. Giorgio Moroder semur enn einn íþrótta- sönginn Hinn opinberi söngur heims- meistarakeppninnar á ítahu á næsta ári fer nú senn að hljóma. f honum leiða saman hesta sína ítölsku stórstjörnumar Gianna Nanninni og Edoardo Bennato undir stjóm Giorgios Moroders, þess hins sama og gerði Ðonnu Summer fræga um áriö. Lagið, sem einnig er eftir Moroder, heit- ir Un Estate Itahana. Giorgio Moroder er ekki ahs ókunnugur verkefnum sem þess- um. Eftir hann eru lög ólympíu- leikanna í Seoul og Los Angeles. Un Estate Itahana var frumflutt 9. desember síðastliðinn er dregið var í riðla í heimsmeistarakeppn- inni. Reiknað er með að um fimm hundruð mihjónir manna viða um heim hafi fylgst meö í beinni sjónvarpsútsendingu frá þeim viöburöi. Á vori komanda kemur út ensk útgáfa ítalska knattspyrnulags- ins. Hún heitir To Be Number One (Summer 1990).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.