Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. Þjóðarspaug í skammdeginu Áttavilltur áttaviti Einhverju sinni strandaði skip við Landeyjasand. Kom það í hlut Einars Benediktssonar, þáverandi sýslumanns Rangæinga, að halda uppboð á þeim hlutum úr skipinu er ekki höfðu skemmst. Var þar m.a. boðinn upp áttaviti skipsins. Spurði þá einhver uppboðsgesta, hvort hann væri i lagi. „Alla vega gátu þeir siglt skipinu í strand eftir honum,“ svaraði Einar þá. Þykkt launaumslag Slæmur mislingafaraldur gekk í Reykjavík árið 1882 og dó fjöldi manns úr þeirri veiki. Gamall mað- ur, Magnús að nafni, var þá hringj- ari við Dómkirkjuna. Kunningi hans komst eitt sinn svo að orði við hann: „Þú hefur góðar tekjur núna, Magnús minn.“ „0, já,“ svaraði Magnús, „það er reitingur núna en ekki er þó víst aö framhaldið verði eins gott.“ Naut umborð Fyrir mörgum árum var bóndi, skammt frá Akranesi, staddur í Reykjavík í þeim erindagjörðum að kaupa sér naut. Var hann búinn að segja konu sinni að hann kæmi samdægurs heim en er það brást sendi hann henni svohljóðandi skeyti: „Eg kemst ekki heim fyrr en á morgun því þá fer loks bátur upp á Skaga sem tekur naut.“ Mannlýsing „Fríö er hún ekki. Ef horft er á hnakkann, sjást bæði munnvikin." Hjálpsemi Frambjóðendur til Alþingis eru duglegir aö láta sjá sig svona rétt fyrir kosningar í von um atkvæði. Reyna þeir þá jafnan að inna af hendi einhver góðverk í von um jákvætt umtal á meðal kjósenda. Þannig bar til að frambjóðandi nokkur var á rölti um íbúðahverfi á Akureyri rétt fyrir kosningar. Sá hann þá hvar lítill drenghnokki var að reyna að hringja á dyrabjöllu í einu húsanna. Og þar sem guttinn náði ekki alveg upp á bjölluna bauðst frambjóðandinn til þess að lyfta honum. Þáði strákur það. Er hann hafði ýtt á bjölluhnappinn, spurði frambjóöandinn hann að því hvort hann væri ekki ánægður núna. „Jú.“ svaraði sá stutti en bætti síðan viö: „Nú skulum við báðir hlaupa því að karlskrattinn, sem býr hérna, er alveg brjálaður út í þá sem eru að gera bjölluat. Ekkiá hausinn Steingrímur Hermannsson hjálpaði eitt sinn gamalli konu, er hafði hrasað, til þess að standa á fætur aftur. Að því loknu bauð gamla konan Steingrími peninga fyrir hjálpina en hann afþakkaði þá og bað konuna heldur að kjósa bara Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Mælti þá konan: „Ég datt nú ekki á höfuðið, væni minn.“ Ógleði hvalsins Eitt sinn er verið var aö ræða um Jónas í hvalnum, var þessari vísu varpað fram: Ef Jónas lenti hvals í kvið, kynni ég ekki að trúa, öðru en skepnan yggldist við og yrði fljót að spúa. í nefið Maður nokkur hafði það að at- vinnu að fara á milli garða að sum- 'arlagi og slá tún. Tók maður þessi vel í nefið og því fengu ófáar gus- urnar að fljúga yfir túnin. Gekk karlinn undir nafninu ,,Neftúnus.“ Mál tungunnar Á gistiheimili einu úti á landi, hékk eftirfarandi tilkynning uppi í anddyrinu: „Hér talar fólkið ensku, frönsku, dönsku, spænsku, ítölsku, sænsku og norsku." Maður einn, sem staddur var á hótelinu spurði afgreiðslumann- inn hvort starfsfólkið talaði virki- lega öll þessi tungumál. „Nei, blessaður vertu, það eru gestirnir, maður,“ svaraði hann þá. Með munn- inn opinn Um aðra konu var sagt: „Ef hún er með munninn opinn, er ekki nokkur leið að sjá framan í hana.“ að heiman Sveinn hitti Þór kunningja sinn og sagði: „Fjandinn biður að heilsa þér, Þór minn.“ „Já, þú munt vera að koma það- an,“ svaraöi Þór þá. Ekki gull- skeiðí þeim kjafti Stórkaupmaður á Akureyri var eitt sinn að lýsa frama sinum fyrir sendisveini sínum. „Ég byijaði fátækur og átti ekki einu sinni skó á fætuma.“ Þá greip sendillinn fram í og sagði: „Ég fæddist nú heldur ekki í nein- um skóm.“ Stórir að inn- anen... Gömul kona birtist eitt sinn í skóbúð Steinars Waage og baö af- greiðslumanninn að sýna sér hvert skóparið á eftir öðru. Er hún hafði skoðað yfir 20 skópör sagði hún við afgreiðslumanninn. „Ég held þú vitir ekki enn að hvemig skóm ég er að leita.“ „Jú, jú,“ svaraði afgreiðslumað- urinn, „þeir eiga að vera stórir að innan en litlir að utan.“ Farþúog... Aöventisti bankaði eitt sinn upp á hjá eiganda verslunar hér í Reykjavik í þeim tilgangi að selja honum guðsorðabækur. I máli sínu vitnaði aðventistinn oft í Biblíuna. Þar kom að langlundargeð verslun- areigandans þraut. „Stendur ekki einhvers staöar í Biblíunni að Júdas hafi gengið úr og hengt sig?“ spurði verslunareig- andinn. „Rétt er það,“ svaraði aðventist- inn. „Stendur ekki einnig í sömu bók: „Far þú og gjör slíkt hið sama.“ Við svo búið hrökklaðist aðvent- istinn út. Ættfræðin í hnotskum Afi manns eins í Reykjavík var svertingi. Er afkomandinn var staddur í samkvæmi, vildi einn af samkvæmisgestunum stríða hon- um og segir: „Mér er sagt að menn- irnir séu komnir af öpum og að svertingjarnir séu fyrsti liður frá þeim.“ „Já, mín ætt byijar þar sem yðar endar,“ svaraði hinn þá aö bragði. Mönnnu- strákur Ung hjón voru eitt sinn á ferða- lagi suður með sjó ásamt tveggja ára gömlum syni sínum. Er þau höfðu skoðað Suðurnesin ákváðu þau að fá sér sundsprett í Bláa lón- inu. Er þangað kom uppgötvaðist að eiginmaðurinn hafði gleymt sundskýlunni sinni heima. En þá datt konunni það snjallræði í hug að láta eiginmanninn hylja nekt sína með smekk bamsins. Er þau höfðu fengið sér vænan sundsprett, fannst þeim tími til kominn að fara að halda áleiðis í bæinn. Er karl- greyið birtist á bakkanum í smekknum varð viöstöddum gest- um mjög starsýnt á hann og ekki laust við að sumir færa að hlægja að honum. Kona hans benti honum þá á að á smekknum, er hann skýldi nekt sinni með, stæði: „Yndið hennar mömmu.“ Góð nýting aflans Þjónn á veitingahúsi í Reykjavík var eitt sinn spurður að því hví hann bæri fiskinn fram á undan súpunni. „Ja, ef ég á að segja alveg eins og er,“ svaraði þjónninn, „þá þolir fiskurinn bara ekki að geymast mikið lengur." Kveðja Finnur þú fimm breytingar? 35 - Nei, þið eruð ekki of sein f áramótaveisluna. Hún er á morgun. Nafn:......... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast viö fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hef- ur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri mynd- inni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimil- isfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sig- urvegara. 1. Elta stereoferðatæki meö tvöföldu segulbandi að verð- mæti kr. 8.900,- 2. Elta útvarpsklukka að verömæti 3.500,- Vinningarnir eru úr Opus, Skipholti 7, Reykjavík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 35 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegar fyrir þrítugustu og þriðju getraun reyndust vera: 1. Jónas Elíasson, Safamýri 11,108 Reykjavík. 2. Pálmey G. Bjarnadóttir, Brunnum 22, 450 Patreksfirði. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.