Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Qupperneq 22
22
M( LAUfflARÐAGUR SOjDESEMBER 1989.
Kvikmyndir
Dj öfullinn
í kvenmannslíki
Roseanne Barr er ein vinsælasta
sjónvarpsstjaman í Bandaríkjun-
um í dag. Þessi þéttvaxna leikkona
sló svo sannarlega í gegn í sjón-
varpsþáttaröðinni Roseanne sem
meðal annars hefur verið sýndur
hérlendis. Þátturinn er svo vinsæll
að hann slær jafnvel við sjálfum
Bill Cosby. Nýlega efndi kvik-
myndatímaritið American Film til
könnunar meðal bandarískra kvik-
myndagagnrýnenda á því hvaða
einstaklingar og myndir hefðu
skarað fram úr á sl. áratug. Þegar
komið var að því að velja bestu
leikkonuna virtust flestir sammála
um að engin önnur kæmi til greina
en Meryl Streep. Þær sem næstar
komu voru þær Glenn Close og
Kathleen Tumer sem fengu mun
færri atkvæði. Þegar litið er á
myndir eins og French Lieutenants
Woman, Sophiess Choice, Out of
Africa, Silkwood og A Cry in the
Dark, þar sem Meryl Streep fer
með stór hlutverk, er ekki hægt að
segja annað en að hún sé vel að
titlinum komin.
Blöndun
En hvað gerist þá þegar þessar
ólíku leikkonur em látnar leiða
saman hesta sína. Það geta áhorf-
endur séð ef þeir skella sér á nýja
mynd sem ber heitið Shedevil og
var frumsýnd í Bandaríkjunum í
nóvember sl. Samkvæmt blaða-
fregnum virðist myndin hafa slegið
í gegn, enda lögðu þessar ágætu
leikkonur töluvert á sig til aö geta
unnið saman. Méryl Streep varð
að afneita boði um að vinna að
nýju með Kevin Kline, sem lék á
móti henni í Sóphies Choice. Þetta
var nýjasta mynd leikstjórans
Lawrence Kasdan og heitir I Love
You to Death. Fyrir Roseanne Barr
er þetta einnig mikilvægur áfangi
því að þetta er í fyrsta sinn sem
hún leikur í kvikmynd í fullri
lengd. Það að hverfa frá sjónvarps-
skerminum yfir á hvíta tjaldið er
meira átak en margan gmnar. Allt
sjónvarpsefni er unnið miklu hrað-
ar við þrengri fjárhag en flestar
kvikmyndir enda er hér um tvo til-
tölulega ólíka fjölmiðla að ræða
þótt báðir byggi á myndrænni út-
færslu.
Söguþráður
En um hvað er Shedevil? Myndin
er byggð á bók Fay Weldon sem ber
heitið The Life and Loves of a
Shedevil. Hún fjallar um tvær kon-
ur og baráttu þeirra um sama
manninn. Roseanne leikur Ruth,
konu sem er bæði lágvaxin, feitlag-
in og frekar subbuleg í eðli sínu.
Ekki bætir það heldur upp á útlitið
að hún er einnig með stóra vörtu á
efri vörinni. En hún hefur þó
marga kosti, er t.d. heiðarleg, þol-
inmóð, hjálpsöm og með stórt
hjarta en til að kynnast þessum
eiginleikum Ruthar verður fólk að
kynnast persónunni en dæma hana
ekki strax eftir útlitinu einu sam-
an.
Vandamál Ruthar er að eigin-
maður hennar, Bob, sem leikinn
er af Ed Begley yngri, hefur misst
áhugann á hjónabandinu og sam-
bandi þeirra. Hann hafði gifst
henni þegar hann komst að raun
um að hún var ófrísk. Ruth hefur
alla tíð reynt að gera Bob allt til
geðs sem reynist erfitt á köflum.
Bob er ákaflega veikur fyrir hinu
kyninu, sérlega þegar um er að
ræða hávaxnar, grannar og glys-
gjamar konur, sem eru alger and-
stæða við Ruth.
Ást og hatur
En þá gerist það. Bob hittir einn
góðan veðurdag forríkan rithöfund
sem sérhæfir sig í ástarsögum og
er allt þaö sem Bob getur óskað sér
í fari konu. Hér er einmitt komin
Mary Fisher, andstæða Ruthar,
leikin af Meryl Streep. Hann fellur
fyrir henni og ástin blómstrar. í
fyrstu lætur Ruth sér fátt um
finnast en þegar Bob ákveður að
flytja til Mary Fisher og kveður
hana háðskum orðum ákveður
Ruth að nú sé mælirinn fullur. Hún
Umsjón:
Baldur Hjaltason
útbýr lista yfir allt það sem fyrrver-
andi eiginmaöur hennar hélt upp á
og lýsir síðan yfir stríði.
Eitt það fyrsta sem Ruth gerir er
að sprengja í loft upp húsið þeirra
ásamt því að senda bömin til foður
síns með þeim skilaboðum að
mamma þeirra sé að fara út úr
bænum og ekki sé vitað hvenær
hún nái í þau. Þetta setur allt á
annan endann hjá þeim Fisher og
Bob sem enn em að ganga í gegnum
rómantíkina sem fylgir fyrstu ást-
inni.
Smátt og smátt fer Ruth að fá
meira sjálfstraust og átta sig á því
að hún getur einnig látið eitthvað
gott af sér leiða. Hún stofnar at-
vinnumiðlun fyrir ómenntaðar og
einmana konur sem hafa orðið út-
undan í éfnahagskapphlaupinu.
Ruth hefur öðlast nýja lífsfylhngu
og lært að meta það að vera hún
sjálf en ekki alltaf að reyna að geðj-
ast öðrum.
Annar tónn
Það má segja að Shedevil sé mynd
um konur því fyrir utan Streep og
Burr er leikstjórinn einnig kven-
kyns, að nafni Susan Seidelman.
Hún sló í gegn 1985 með myndinni
Desperately Seeking Susan þar
sem Madonna fór með eitt aðal-
hlutverkið. Síðan hefur hún átt
frekar erfitt uppdráttar þangað til
nú með Shedevil.
Seidelman hefði ekki getað fengið
betri leikara í aðalhlutverkin en
þær Streep og Barr. Þær fara á
kostúm hver með sínum stíl. Meryl
Streep sýnir hér og sannar að hún
er einnig ágætisgamanleikari. Barr
hefur hins vegar tekist að færa yfir
á hvíta tjaldið sömu frjálslegu
framkomuna og hún hafði tamið
sér fyrir sjónvarpið án þess að
virka nokkuð tilgerðarleg.
En hvað um eiginmann Ruthar
sem leikinn er af Ed Begley yngri.
Hann komst fijótlega að því að
hann yrði að búa við ákveðið
kvennaveldi meðan á gerð mynd-
arinnar stóð. í einu atriði Shedevil
sést þegar Ruth kemur skyndilega
óbeðin með börnin til þeirra Bob
og Mary sem eru í afslöppun í nýja
Jacuzzi froðubaðinu sínu. Bob
verður öskureiður þegar Ruth
ryðst svona skyndilega inn í frið-
helgi hans og eltir hana að leigu-
bílnum með handklæði vafið utan
um sig eitt klæða.
Jafnrétti kynjanna
í nýlegu viðtah við kvikmynda-
tímaritið Premier lýsti Begley
yngri atriðinu á eftirfarandi máta:
„Samkvæmt handritinu átti ég að
henda steini á eftir leigubflnum
þegar hann lagði af stað og öskra:
„Komdu aftur". En allt í einu kom
fram tillaga, sem ekki hafði verið
reiknað með í handritinu, um að
ég skildi einnig missa af mér hand-
klæöið. Ég lét í ljós mikla undrun
mína yfir þessari ósk en stúikurnar
voru ekki á sama máli. „Hvað með
það, þetta er konumynd. Við viljum
aö þú látir handklæðið falla.“ Hvaö
gat ég sagt? Okkur karlmönnunum
tækist aldrei að nálgast það hve oft
kvenfólk hefur verið beðið um að
fækka fötum fyrir framan kvik-
myndatökuvélina. Svo ég lét hand-
klæðið falla með glöðu geði. Það er
kannski of mikið sagt að ég hafi
látið það falla með glöðu geði. Ég
lét það alla vega falla í atriðinu.“
Ný stefna
Þaö er frekar óvanalegt að láta
aðalsöguhetjuna vera eins óaðlað-
andi og Ruth er gerð í Shedevil. í
upphafi myndarinnar virðist hún
sá'tt við húsmóðurhlutverkið og
hafa litla þörf fyrir að ná frægð og
frama í viðskiptum eða finnast hún
verða að vera gift hinum fullkomna
eiginmanni. Þótt raunveruleikinn
sé svona oft á tíðum þá hefur þetta
aldrei átt upp á pallborðið í Holly-
wood. Myndir á borð við Working
Girl eða Broadcast News sýna kon-
una í allt öðru Ijósi og jákvæðara,
að mati Hollywood-manna. Þetta
eru konur sem berjast um völd,
peninga og frægð líkt og karlmenn-
imir.
Shedevil hefur sýnt að það getur
stundum borgað sig að taka áhættu
og leiða saman eins ólíka persónu-
leika og Meryl Streep og Roxeanne
Barr. En það þarf fleira til. Ekki
má gleyma handritahöfundunum
Barry Strugatz og Mark R. Bums
eða kvikmyndatöku Olivers Staple-
ton og klippingu Craigs McKay.
Allt þetta hjálpast til að gera
Shedevfl að hinni ágætustu
skemmtun.
B.H.