Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 4
Fréttir FÖíSTUDACiUR- 2. FRBRÚAR 1990. Stranda fyrirhugaðar breytingar á Þjóðleikhúsinu? Ekki hægt að vinna ann- að en lagt var fyrir þingið segir Sighvatur Björgvinsson, formaður fjárveitinganefndar „Þaö er alveg ljóst að ef veriö er aö ræða eitthvað allt annaö en lagt var fyrir þingið á sínum tíma leyfir staðan náttúrlega ekki að farið verði í það verk. Við fengum áætlun um þessar breytingar á Þjóðleikhúsinu haustið 1988. Þá hljóðaði kipstnaðará- ætlun upp á 242 milljónir. í haust var áætlunin komin upp í 540 milljónir og því getur hún allt eins verið kom- in í 700-800 milljónir í dag. Það virð- ist vera að kostnaðaráætlunin hækki um milljón á dag,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður fjárveitinga- nefndar Alþingis, við DV. Samkvæmt heimildum DV eru komnar upp raddir innan fjárveit- inganefndar sem telja að því fé, sem veita á til framkvæmda í Þjóðleik- húsinu, 275 milljónum í ár, sé fyrst og fremst ætlað að kosta nauðsynlegt viðhald og endurbætur en ekki þær miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru og kallaðar hafa verið endur- reisn Þjóðleikhússins. Sé því mögu- leiki á að ekki verði af fyrirhuguðum stórframkvæmdum og ekki síst þar sem kostnaður geti farið langt fram úr áætlun. Fjárveitinganefnd Alþingis bíður þessa dagana eftir nákvæmri áætlun um hvernig staðið verður að fram- kvæmdum við Þjóðleikhúsið og hvemig þær liggi fyrir innan ramma íjárlaga. „Þegar þetta liggur fyrir verður tekin lokaákvörðun um hvað verður gert, hvernig að þessu verður staðið og hvernig þessu verður hagaö í sam- ræmi við fjárlög," sagði Alexander Stefánsson, varaformaður fjárveit- inganefndar. - Er það rétt að það sé ekki vilji til að láta fé í þessar framkvæmdir þar sem um breytingar en ekki við- gerðir er að ræða? „Það hefur verið gengið út frá því í allri umræðunni að þetta væru fyrst og fremst nauðsynlegar endurbætur á húsinu sem ekki hafa verið gerðar frá því það var byggt. En það kemur í ljós hvernig tillagan verður endan- lega frá þeim sem standa í þessari áætlanagerð," sagði Alexander Stef- ánsson, varaformaður fjárveitinga- nefndar. „Þetta er það fé sem mennimir hafa og þeir fá ekki meira. Endurbót- um fylgdu breytingar sem meðal annars þurfti að gera fyrir aðgengi fatlaðra. Annars er þetta snúið þar sem við erum komin á grátt svæði þegar talaö er um breytingar. Hvað eru endurbætur og hvað eru breyt- ingar?“ sagði Sighvatur. -hlh Eftir nær látlausa stórhríð og snjóflóð i Önundarfirði nú á aðra viku rofaði aðeins til á miðvikudag þegar Twin Otter flugvél Arnarflugs lenti þar meö farþega, ýmiss konar varning, póst og dagblöðin. Arnarflugsvélin var hin eina sem lent gat á flugvellinum í Holti og var það t annað skipti sem flug- vél lendir i Holti síðustu tíu dagana. Allir á flugvellinum hjálpuðust við að koma vörunum úr vélinni og Magnús Benediktsson framkvæmdastjóri var þarna með blaðapakka DV og Moggans - DV pakkinn til hægri á myndinni að ofan og annar DV-pakki i snjónum. Flateyringar eiga góðu að venjast hvað DV snertir við eðlilegar aðstæður - blaðið kemur inn um bréfalúgu þeirra daglega á svipuðum tíma og Breiðhyltingar fá sitt blað í Reykjavík. DV-mynd Reynir Traustason. Sjómaður féll milli skips og bryggju á Dalvík: Sog í höfninni tor- veldaði björgunina Undirskriftalisti: Mótmæli afhent Steingrími „Nú hefir verið tilkynnt að farið skuli eftir tillögum núverandi bygg- ingarnefndar á vegum menntamála- ráðuneytis að framkvæmdar skuh mjög róttækar breytingar eða nánast endurbygging hússins, einkum í áhorfendasal, gangrými og anddyri. Þessum breytingum og fram- kvæmdaáætlun leyfum við undirrit- uð og allir velunnarar Þjóðleikhúss íslendinga að mótmæla kröftuglega," segir meðal annars í bréfi sem sent hefur verið ásamt undirskriftalista með 57 nöfnum til forsætisráðherra. Er bréfið skrifað forsætisráðherra í þeirri von að ekki verði fram- kvæmdar aðrar breytingar á Þjóð- leikhúsinu en eðhlegt og nauðsynlegt viðhald krefst. Þar með er talin bætt aðstaða fyrir starfsfólk og listamenn og fyrir tæknibúnað á öllum sviðum. Verði falhð frá „óraunhæfum og algjörlega ónauðsynlegum framkvæmdum í kjarna Þjóðleikhúss íslendinga“. Undir bréfið skrifa 57 manns, þar á meðal rithöfundar, prófessorar, bankastjórar, ritstjórar, leikarar og framkvæmdastjórar. -hlh 22 ára Reykvíkingur: 14 ára fangelsi fyrir manndráp Guðmundur Sveinbjömsson, 22 ára gamall Reykvíkingur, hefur ver- ið dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið 25 ára gamalU konu að bana á heimiU hennar í sept- ember 1988. Guðmundur og konan fóru á heim- Ui hennar í Kópavogi að loknum dansleik. Þau þekktust ekki áöur. Ekki er vitað með vissu hvað gerðist í íbúðinni, annað en aö Guðmundur sló konuna í andUt og lagöi tíl henn- ar með hnífi, sem hann hafði sótt í eldhús íbúðarinnar. Ungur sonur konunnar svaf í rúmi sínu. Eftir verknaðinn fór Guðmundur út og skömmu síöar gaf hann sig fram við lögregluna i Kópavogi. Þegar lögreglan kom í íbúðina var konan látin. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Guðmundur Jónsson, Benedikt Blöndal, Bjami K. Bjama- son og Gunnar M. Guðmundsson setturhæstaréttardómari. -sme Geir A. Guðsteinssan, DV, Dalvik: Sjómaður af rækjuskipinu Sigurði Pálmasyni HU-333 frá Hvammstanga féll mUli skips og bryggju hér á Dal- vík aðfaranótt laugardags. Skips- félagar hans urðu vitni aö óhappinu og reyndu að koma honum tU hjálp- ar. Það reyndist torsótt þar sem mik- U hreyfing var á skipinu og sog í höfninni. Það var ekki fyrr en skipstjórinn lét sig síga hálfa leið niður tU manns- ins að hægt var að slá um hann Markúsameti og draga hann upp úr sjónum. Maðurinn var þá orðinn aU- þrekaður enda búinn að vera í sjón- um hátt í stundarfjórðung. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og heilsast eftir atvikum vel. Hann er þó talsvert tættur á höndum. Skipið lá inni vegna slæms veðurs. Helgi Magnússon endurskoðandi: Ekki utangarðs- maður í stétt endurskoðenda - framganga endurskoðendanna er lúaleg „Eg treysti engu sem Valdimar Guðnason hefur gert og tek því öUu með fyrirvara. Vantraust mitt á vinnubrögöum hans er mUúð. Vinnubrögð Atla Haukssonar og Stefáns Svavarssonar em mér von- brigði. Þeir rannsökuðu það lítið sjálfstætt. Framganga þeirra í minn garð er lúaleg. Ég er fráleitt utangarðsmaður í stétt endurskoð- enda. Ég hef þurft að þola atvinnu- róg af hálfu Valdimars Guðnason- ar. Af hans sökum sat ég í gæslu- varðhaldi. Hann eyðUagði starfs- feril minn sem endurskoðanda. Sjálfur hefur hann orðið sér til minnkunar í starfi og fengið ofaní- gjöf frá Félagi löggiltra endurskoð- enda.“ Þetta hér fyrir ofan er brot af ræðu sem Helgi Magnússon, fyrr- um endurskoðandi Hafskips, ílutti við yfirheyrslur í Sakadómi Reykjavíkur. Enginnfundur Helgi Magnússon neitaði algjör- lega að hafa verið á fundi þar sem hann hefði kynnt uppkast að rekstrarreikningi þar sem tapið var 140 mUljónir króna. Sigurþór C. Guðmundsson, aðalbókari Haf- skips, hefur sagt að hann hafi verið á fundi þar sem Helgi hafi kynnt þessar niðurstöður. Helgi sagðist hafa átt fund með Ragnari Kjartanssyni þar sem hann hafi veriö meö handskrifað plagg sem sýndi niðurstöður í þessa átt. Þess veröi þó að geta að þá átti eftir að eignfæra upphafs- kostnað upp á tæpar 40 miUjónir vegna Atlantshafssiglinga Haf- skips og eins átti eftir að taka tillit til afskrifta upp á nokkrar milljón- ir króna. „Það hvarflar ekki að mér að for- svarsmenn fyrirtækisins hafi nokkum tíma leyft sér að koma fram við mig með þeim hætti sem gefið hefur verið í skyn. Ég var kjörinn endurskoðandi á aðalfundi og átti því ekkert undir þeim.“ Helgi sagðist hafa verið þeirrar skoðunar, og sé enn, að það hafi verið rétt að eignfæra upphafs- kostnaðinn. Hann sagði að aðrir hefðu viljað eignfæra meira en hann gerði. Nokkrir hafa vitnað ídómsalnum Sigurjón M. Egilsson um að það er rétt. Þar á meðal eru nokkrir stjórnarmenn og Björg- ólfur Guðmundsson. „Ef ég heföi viljað fegra myndina hefði ég getað gripið tU ýmissa að- gerða.“ Eftirlaunaskuldbindingar Helgi Magnússon sagði að ágóða- þóknun Björgólfs og Ragnars Kjartanssonar hefðu verið eftir- launaskuldbindingar. Á því hefði ekki verið neinn vafi. Helgi kaus að fara ekki mörgum orðum um jaðarreikningana og ágóðaþóknun- ina. Hann sagði að hann gerði það ítarlega á seinni stigum málsins. Vaknaði upp með brölti „Ingi R. Jóhannsson vaknaði upp með brölti þegár fyrirtækið var að veröa gjaldþrota og reiknaði sig eitthvað tU. Satt að segja gef ég ekki mikið fyrir þetta. Hann var að reyna að þvo hendur sínar með þessari skýrslu og ég sé ekki ástæðu tíl að fjalla mikið um þetta," sagði Helgi Magnússon þegar hann var spurður um skýrslu sem Ingi R. Jóhannsson, endurskoðandi Út- vegsbankans, gerði. Ef Stefán og Guð lofa Sigurþór C. Guðmundsson og Helgi voru ekki alltaf sammála í framburði sínum. Meðal annars hefur Sigurþór sagst hafa deUt á lotunarreglur flutningstekna Haf- skips. Helgi sagði þetta alrangt. Hann bætti því viö að Sigurþór hefði ekki getað tjáð sig um þetta á áttunda áratugnum en hann gæti það hugsanlega á þeim níunda, það er ef Stefán Svavarsson endurskoð- andi og Guð lofuðu. Það ræöst af því hvort Sigurþór stenst löggild- ingarpróf í endurskoðun. Hann hefur þegar þreytt prófið og bíður nú eftir niðurstöðunum en próf- dómari er einmitt Stefán Svavars- son endurskoðandi. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.