Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDÁGUR •£ FEBRÚAR 1990. 7 Fréttir Nítján dósentar gerðir að prófessorum á þremur árum - sumir óttast að þessi aðferð rýri álit erlendra háskólamanna á prófessorum hér „Þetta er aðferö sem átti að örfa menn og hvetja í starfi. Að mínu viti hefur það tekist þótt alltaf hijóti að verða deilur um verðleika manna,“ sagði Sigmundur Guðbjamason há- skólarektor í samtali við DV um að- ferðir vjð að hækka dósenta við há- skólann upp í stöður prófessora. Þetta hefur verið möguleiki síðustu þrjú árin og mælst misjafnlega fyrir hjá háskólakennurum. Á þessu tíma- bih hafa 19 dósentar verið gerðir að prófessorum og hækkað við það í launum. Háskólamaður, sem DV ræddi við, sagði að „þetta væri þægileg aðferð til að veita félögum sínum launa- hækkim án fyrirhafnar." Einnig óttast menn að svona stöðu- hækkun dósenta rýri álit érlendra háskólamanna á prófessorum víð Háskóla íslands, ef menn fá prófess- orsnafnbót fyrir það eitt að hafa starfað lengi við skólann. „Það þekk- ist hvergi að menn verði prófessorar með svo lítilli fyrirhöfn,“ sagði áöur- nefndur háskólamaöur. Sigmundur Guðbjamason sagði að framgangsreglumar heíðu ekki leitt til þess að prófessorar væru hlut- fallslega fleiri hér en þekktist við háskóla í nálægum löndum. Við há- skólann hér eru álíka margir próf- essorar og dósentar rétt eins og í flestum skólum á Vesturlöndum, ef frá em taldir gamlir þýskir skólar. Aðferðin við að velja dósenta til að hækka í stöðu er sú að svokölluð framgangsnefnd metur hvort skipuð skuli dómnefnd til að meta verðleika viökomandi manns. Hver háskóla- deild fær álit dómnefndarinnar um sína menn og ákveður hvort mælt skuh með stöðuhækkuninni við Há- skólaráð sem samþykkir endaniega. Þess em dæmi að dómnefnd hafi lagst gegn stöðuhækkun en háskóla- deild samþykkt engu að síður. „Menn verða aldrei á eitt sáttir um verðleika manna. Gagnrýni er ekki 1 1 1 'f Það sem af er vetri hefur frosta lítið gætt á hálendinu og þvi er ísrek í Þjórsá með minnsta móti við inntakið f Búrfellsvirkjun. í ánni er aðeins krap en á þessum árstíma flýtur lagnaðarís oft niður ána. DV-mynd GVA Góðar sölur í Bretlandi: Hátt meðalverð Otto Wathne NS 12 seldi afla sinn í Grimsby 26. jan. 1990, ahs 214 lestir fyrir 16.734.129,98 mihjónir króna. Verð á þorski var 152 kr. kg, ýsu 224,24 kr„ ufsa 136,35 kr„ karfa 94,23 kr„ grálúðu 142,77 kr. og á blönduð- um flatfiski 162,53 kr. kg. Fiskur seldur úr gámum í Grimsby og Huh síðan 26. janúar er ahs 1200 tonn og var meðalverð 157 kr. kg. Hæsta meöalverð fékkst 29. janúar. Þá vom seld ahs 92 tonn og var með- alveröið 173,58 kr. kg. Þorskurinn seldist á 169,51 kr. kg, ýsan á 212,13 kr. kg, ufsinn á 101,80 kr. kg, kohnn á 190,80 kr. kg og bland- aður flatfiskur á 149,97 kr. kg. í þessari viku hefur aðeins eitt skip selt afla í Bretland. Var það bv. Sól- borg sem seldi í gær og mun hafa fengið 130 kr. meðalverð á kfló. Þýskaland: Bv. Víðir seldi í Bremerhaven 25. janúar, alls 218 lestir fyrir 22.115.373,09 kr. Meðalverð 101,32 kr. kg. Bv. Sæborg seldi í Bremerhaven 26. jan. 1990, alls 76 lestir fyrir 5,9 mhlj. kr. Meðalverð 78,64 kr. kg. Bv. Engey seldi afla sinn í Bremer- haven 29.1. 1990, alls 299 lestir fyrir 25.238.222,47 kr. Meðalverð 105,92 kr. kg. Þorskur seldist á 132,79 kr. kg, ufsi 103,39 kr. kg og karfi 114,40 kr. kg, blandaður flatfiskur á 116,67 kr. kg. Bv. Skagfirðingur seldi afla sinn í Bremerhaven 31.1.1990, alls 118 lest- ir fyrir 11.325.009,30 kr. Meðalverð 95,45 kr. kg. Þorskur seldist á 132,21 kr. kg, ýsa 149,61 kr„ ufsi 100,78 kr„ Fiskmarkaðir ingólfur Stefánsson karfi á 102,24 kr. og grálúða 130,20 kr. kg. Slæmt veður hefur hamlað veiðum í Norðursjó og lítið hefur verið um fisk á mörkuðunum í Þýskalandi og Englandi. Tokyo Kaupmenn áhta að sérmerktar vörur vanti á markaðinn. Algengt er að á Truiji-markaðnum séu seld mhli 2000 og*3000 tonn af fiski yfir daginn. Mjög margar tegundir er þama um að ræða sem seljast á mismunandi verði. Fiskmarkaðsblöðin hafa skrif- að mikið um að á markaðinn vanti sérmerktar vörur en þær vörur eru yfirleitt seldar á hærra verði og þyk- ir merkingin nokkurs konar gæða- stimphl. En til eru þeir sem hafa á þessu aðra skoðun og segja að margir kaup- mannanna hafi ekki hugmynd um hvaðan fiskurinn kemur sem þeir eru að selja svo það virðist ekki ein- hhtt að sérmerkja vörumar. Margir telja aö ýmsir Japanir vilji borga vel fyrir sérmerktar vörur og vísa th markaðsþróunar sem gerð var á kjöti og var talið að það hefði haft úrshta- þýðingu varðandi verð þegar það kom sérmerkt á markaðinn. Laxamarkaðurinn: Að undanfomu hefur framboð á norskum laxi farið minnkandi en hann var á góðu verði. Nú hefur brugðið svo við aö lax frá Chile og Ástrahu er að verða ráðaridi á mark- aðnum. Verð á norskum laxi var á uppleið síðustu dagana og var um 700 krónur khóið. Aftur á móti var annar lax á nokk- uð lægra verði. Fari svo að þessi ódýri lax verði allsráðandi á mark- aðnum getur orðið erfitt að ná verð- inu upp aftur. Nokkuð hefur verið dregið úr veiði- heimhdum á flestum fisktegundum ahs staðar í Norðaustur-Atlantshaf- inu. Verð á nokkrum tegundum í Atlantshafi 1990 Kanada island Danmörk Þorskur 416.000 300.000 100.000 Ýsa 26.800 65.000 32.200 Ufsi 90.000 5.980 Karfi 142.290 80.000 Grálúða 56.900 45.000 Rauðspretta 44.688 48.400 87.100 Barnasnjógallar m/lausrí hettu, stærð 8-16. Verð áður kr. 8.990, nú kr. 5.990. Stakar úlpur m/hettu, stærð 115-160. Áður kr. 7.200, Sendum í póstkröfu. nÚ kr. 4.990. »hufflmél SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, REYKJAVÍK, SÍMI 83555 - 83655 EIÐISTORGI 11, 2. HÆÐ, SELTJ. SÍMI 611055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.