Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 29
Spakmæli KÖSTIJ DAGUH 2i FEBRÚAR 1990. Skák Jón L. Árnason Á 13. bréfskákþingi íslands, sem er nýhafið, kom þessi staða upp í landsliös- flokki í skák Einars Karlssonar, Kópa- vogi, og Guðmundar Halldórssonar, ísafirði, sem hafði svart og átti leik: 16. - Hxd4! 17. h4 Eða 17. exd4 e3! með vinningsstöðu. 17. - Df5 18. exd4 e3! 19. fxe3 Rd3+ 20. Bxd3 Dxd3 Hótar 21. - De2 mát. 21. Kf2 Dxd2+ 22. Kg3 Dxe3+ 23. Kh2 Be6 og hvítur gaf. Guðmundur Halldórsson hefur hlotið 4,5 v. úr 5 skákum, Bjami Magnússon hefur 3,5 v. af 4 og Árni Stefánsson 3 v. úr 4 loknum skáktim. Sigurvegari á tólfta bréfskákþingi ís- lands (1988-1990), sem er að ljúka, varö Áskell Örn Kárason sem hlaut 9 v. af 11 mögulegum. Bridge ísak Sigurðsson Bob Richman heitir spilari frá Cleve- land í Bandaríkjunum sem hefur haft aðsetur í Ástraliu um nokkurt skeið. Hann hefur getið sér gott orð sem slyng- ur spilari. Hann sat í vestur í þessu spili sem kom fyrir í sveitakeppni nýlega og fann á sér að hressileg hindrun í laufum gæti komið sér illa fyrir andstæðingana. Suður gjafari, allir á hættu, og sagnir gengu þannig: ♦ ÁG1092 V G32 ♦ KG10 + D8 * 83 ¥ -- ♦ 854 + ÁKG96543 ♦ KD765 V ÁK75 ♦ Á7 + 107 Suður Vestur Norður Austur 14 5+ 54 Pass 6* p/h Flestir myndu láta sér nægja að hindra á fjórum laufum á spil vesturs, en Rich- man taldi sig geta grætt meira á hindrun- arsögninni fimm laufum. Það virðist hafa tekist ágætlega því andstæðingamir end- uðu í sex spöðum sem áttu ekki glætu. En nú var komið að Richman að velja útspil. Það var ekki svo auðvelt. Frá hans sjónarhóli vom ekki miklir mögvdeikar á að vömin gæti tekið tvo slagi á lauf. Var ekki mun líklegra að vömin ætti einn slag á lauf og hjartastungu? Jú, Richman komst að þeirri niðurstöðu, spilaði lágu laufi út til þess að reyna að koma félaga inn. Sagnhafi stakk upp drottningu, tók trompin, spilaði tígulgosa úr bhndum og hleypti honum, og þegar það gekk, gat hann hent lauftapslagnum heima. Síðan gaf hann rólega einn slag á hjarta og Richman fór fátækur frá borðinu í þetta sinn. Krossgáta 1— J— v- J □ L 1 10 // IZ 1 H fr~ /iT I J /9 — 20 J í Lárétt: 1 dómstóU, 7 hlífi, 9 stúlka, 10 hrósaði, 12 setningarhluti, 14 afturhluti, 16 gijúfur, 17 vitlausi, 18 þvo, 20 venja, 21 kvæði. Lóðrétt: 1 spaðar, 2 fiskur, 3 gangur, 4 varðandi, 5 skrafhreifni, 6 ímyndun, 8 angaði, 11 deiUr, 13 úrgangsefni, 15 venju, 17 mynni, 19 kyrrð. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 rosta, 6 tá, 8 aflokar, 9 stó, 10 gafl, 11 púða, 13 æla, 14 friðs, 15 af, 17 ei, 18 ritar, 20 næðir. Lóðrétt: 1 rasp, 2 oft, 3 slóði, 4 togaði, 5 aka, 6 tafla, 7 árla, 12 úrin 13 æsti, 14 fet, 16 fró, 18 ræ. V D109864 ♦ D9632 Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvfiið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. Ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek- anna í Reykjavík 2. febrúar - 8. febrúar er í Árbæjarapóteki og Laugarnesapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19, Bæði apótekin hafa opið fostudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótelj og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opiö i þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 11166, Hafnar- fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsókrartírni Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: KI. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30-16.30 Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Vistheimilið Vífilsstöðum: Sunnudaga kl. 15-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar- daga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Föstudagur 2. febrúar. Mesta sóknartilraun Rússa í yfirstandandi styrjöld hafin. Þeir nota brynvarða sleða í sókninni. 3? Tilviljunin gerir ekkert sem ekki hefur verið undirbúið fyrirfram. Tocquerville Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi. Uppl. í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fostud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. . Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-fostud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn tslands, Fríkirkjuvegi 7: er opiö daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-17. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-17 og þriðjudagskvöld kl. 20-22. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn'Norræna hússins: mánud. -, laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn Islands er opið laugar- daga og sunnudaga kl. 14-18 og eftir nánara samkomulagi í síma 52502. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiöjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opiö þriðjud., fimmtud., laugardaga og sunnudaga, kl. 11-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, sími 24414. * Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 51336. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel- tjarnames, sími 621180, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 1.1322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Líflinan. Ef þú hefur áhyggjur eða vandamál þá er til lausn. Hringdu í síma 62-37-00. Líflínan allan sólarhringinn. - Stjömuspá Spáin gildir fyrir laugardaginn 3. febrúar Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú ert í miklu framkvæmdastuði og þörf fyrir að venda þínu kvæði í kross. Hugsaðu ekki um þótt einhverjir rughst í riminu. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Skjót viðbrögð er það sem þarf í ákveðnu máli. Töfrar þínir geta framkallað ótrúleg viðbrögð. Happatölur eru 8, 15 og 30. Hrúturinn (21. mars-19. april): Ánægjuleg eftirvænting ríkir í huga þínum varðandi ferða- lag. Þaó borgar sig aö vera ákveðinn ef þú heldur að eitt- hvað sé ekki rétt. Nautið (20. apríl-20. maí): Viðtal eða fundur varðandi vinnu og peninga er mjög hvetj- andi. Eitthvað óvænt leiðir þig í athygUsverð tækifæri. Tvíburarnir (21. maí 21. júní): Allt bendir til þess að þú ferðist til Qarlægra staða. Hin mikla gleði dagsins er að góður vinskapur breytist í dýpri tilfinning- ar. Krabbinn (22. júní- 22. júlí): Eitthvað sem þú hefur stefnt lengi að gæti lent í sjálfheldu. Þú gætir bjargað einhverju ef þú ert tilbúinn að byrja upp á nýtt. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú þarft að taka erfiða ákvörðun varðandi einhvem. Ábyrgð þín gæti verið orðin of mikil og þú þarft að létta á. Skoðaðu málin vel og þér vegnar vel. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú kemst Uklega að því að þú getur ekki treyst nánasta vini þinum. Ef þú ætlar út í kvöld, vertu á verði gagnvart óheil- indum. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú þarft að vera mjög nákvæmur við vinnu þína og fylgstu vel með. Það er líklegt að einhver fari á bak við þig. Happa- tölur em 3, 17 og 32. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Hikaðu ekki við að koma málum þínum á framfæri þótt ein- hverjir gætu verið dáUtið leyndardómsfullir. Reyndu að vera ekki of fjjótfær. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Dagurinn verður frekar óskipulagður og það nær ekki mik- ið fram að ganga. Það borgar sig að vera dáUtið gætinn í fjár- málunum. * Steingeitin (22. des.-19. jan.): Kraftmikil sjónarmið gætu valdið mglingi í áætlunum þín- um. Þú ert í skapi fyrir stórkostlegar breytingar. Hlustaðu á uppástungu annarra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.