Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 27
FÖSTUDApUR 2. FEBRÚAR 1990. 35 Afrnæli Guðmundur A. Arason Guömundur A. Arason fulltrúi, , Þórunnargötu3,Borgarnesi,er fimmtugurídag. Guömundur er fæddur í Borgar- nesi og þar ólst hann upp. Hann hóf störf hjá Vegagerð ríkisins í Borgar- nesi 1959 og hefur starfað þar síðan, nú síðast sem fulltrúi á Umdæmis- skrifstofu Vegagerðar ríkisins á Vesturlandi með aðsetri í Borgar- nesi. Guðmundur hefur stundað ökukennslu sem aukastarf frá 1967. ' Hannhefureinnigstundaðhesta- mennsku sem tórnstundagaman og unnið að málefnum hestamanna í Borgamesi. Guðmundur kvæntist þann 16.6. 1963 Lilju Ó. Ólafsdóttur, starfs- manni VST í Borgarnesi, f. 18.9. 1944. Hún er dóttir Ólafs Bjarnason- ar, f. 1915, d. 1960, skrifstofustjóra hjá Loftleiðum hf., og Ragnheiðar Bjarnadóttur, f. 1918, skrifstofu- manns í Reykjavík. Börn Guðmundar og Lilju eru: Ragnheiður, f. 23.4.1963, búsett í Borgarnesi, gift Ámunda Sigurðs- syni, og eru böm þeirra: Sigurður Ingvar, f. 2.3.1981; Guðrún Ósk, f. 7.5.1987; og Sigrún Sjöfn, f. 23.11. 1988. Ólöf, f. 27.4.1967, nemi í Háskóla íslands, búsett í Reykjavík býr með Alexander Hrafnkelssyni. Ari, f. 15.7.1973, nemi í Verslunar- skólaíslands. Systkini Guðmundar eru: Guð- björg, f. 3.8.1936, búsett í Reykjavík, gift Sigurði K. Eyjólfssyni, og eiga þau þrjú börn; Sigvaldi, f. 18.12.1937, búsettur í Borgarnesi, kvæntur Halldísi Gunnarsdóttur, og eiga þau þrjú börn; Unnsteinn, f. 21.5.1941, búsettur í Borgarnesi, kvæntur Hólmfríði Héðinsdóttur, og eiga þau íjögur börn; Hólmsteinn, f. 21.5. 1941, og á hann eitt barn; Hreinn Ómar, f. 30.4.1944, búsettur í Reykjavík, kvæntur Önnu Kristó- fersdótttur, og eiga þau þrjú börn; og Jón Ármann, f. 8.7.1946, búsettur í Reykjavík, var kvæntur Þóru Ein- arsdóttur, og eignuðust þau tvö börn. Foreldrar Guðmundar: Ari Guð- mundsson, f. 18.11.1895, d. 21.5.1959, vegaverkstjóri í Borgarnesi, og Ólöf Sigvaldadóttir, f. 11.9.1906. Ari var sonur Guðmundar, b. á Skálpastöðum, Auðunssonar, b. á Oddsstöðum í Lundarreykjardal, Vigfússonar, b. á Grund í Skorrad- al, Gunnarssonar. Móðir Auðuns var Vigdís Auðuns- dóttir. Móðir Guðmundar á Skálpa- stöðum var Vilborg Jónsdóttir, b. á Gullberastöðum í Lundarreykjar- dal, Þórðarsonar, og Guðríðar Sveinsdóttur. Móðir Ara var Guðbjörg Aradóttir ljósmóöir, b. á Syðstufossum í Andakíl, Jónssonar, b. á Syðstufoss- um, Gíslasonar. Móðir Ara á Syðstufossum var Guðbjörg Jónsdóttir. Móðir Guð- bjargar ljósmóður var Kristín Run- ólfsdóttir, b. á Innri-Skeljabrekku, Jónssonar, og Ástríðar Jónsdóttur. Foreldrar ðlafar, móður Guð- mundar A., voru Sigvaldi, skipstjóri í Stykkishólmi, Valentínusson, Oddssonar, og Guðlaug Halldóra Jóhannsdóttir. Guðmundur verður heima í dag. Guðmundur A. Arason. Rebekka Magnús- dóttir Olbrich Rebekka Magnúsdóttir Olbrich, Köhlstr. 5, Bonn í Vestur-Þýska- landi, er fertug í dag. Rebekka er fædd og uppalin í Reykjavík og varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1970. Eftir stúdentspróf vann hún við gestamóttöku á Hótel Esju í eitt ár en þá hélt hún til náms í Munchen og lauk magistergráðu í germönskum fræðum 1979. Rebekka fékk styrk frá Goethe-stofnuninni á meðan á námi stóð og einnig fékk hún ítalskan styrk til náms á Ítalíu. Árið 1979 fór Rebekka ásamt eigin- manni sínum, Alexander, til Kytoto í Japan. Þar kenndi hún þýsku á vegum Goethe-stofnunarinnar og við Doshisha-háskólann en Alex- ander vann þar við rannsóknir ásamt japönskunámi. Þau voru í Japan í tæp þrjú ár í það skipti en þá fóru þau aftur til Þýskalands, til Bonn. Rebekka hóf þá störf viö orða- bókagerð við háskólann í Bonn en Alexander hóf störf hjá þýska utan- ríkisráðuneytinu. Haustið 1983 fóru þau á vegum þýsku utanríkisþjón- ustunnar aftur til Japans, með að- setur í Tokyo, þar sem þau dvöldust í þrjú og hálft ár. Nú eru Rebekka og Alexander búsett í Bonn þar sem hún kennir íslensku við háskól- ann. Rebekka giftist þann 13.8.1978 Alexander Olbrich, dr. í lífefna- fræði, f. 28.9.1950. Foreldrar Alex- anders voru Else Kastmer frá Slesíu og Wilhelm Olbrich píanósmiður. Þau bjuggu í Neuburg við Doná. Alexender átti eina systur sem er látin. Rebekka og Alexander eiga tvo syni: Wilhelm Magnús, f. 29.9.1982, og Gunnar Pál, f. 9.12.1985. Rebekka á einn bróður, Kristján, f. 8.2.1948, búfræðing í Reykjavík. Foreldrar Rebekku eru Magnús Rebekka Magnúsdóttir Olbrich. Á. Magnússon og Hansína Sigurðar- dóttir. Þau eru búsett í Reykjavík. Gunnar Pétxirsson Gunnar Pétursson, Háaleitis- braut 115, Reykjavík, er sextugur í dag. Gunnar er fæddur í Reykjavík og alinn þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk sveinsprófi í járnsmíði og starfaði um árabil hjá Vélsmiðj- unni Héðni en starfar nú hjá Flug- leiðum. Gunnar hefur tekið virkan þátt í íþróttastarfi og þjálfaði m.a. unglingalandsliðið hjá KSÍ. Hann lék einnig með Frarp og var einn af stofnendum Þróttar, þjálfari þar í mörg ár og síðar hjá ÍR. Eiginkona Gunnars er Þórey Hannesdóttir húsmóðir og eiga þau tvö börn, Ólöfu og Aðalstein. Foreldrar Gunnars voru Pétur J. Guðmundsson, sjómaður og verka- maður í Reykjavík, og Sigurbjörg J. Magnúsdóttir húsmóðir. Gunnar dvelur nú á Hospitaly Inn Hotel, Cambridge Street, Glasgow G23HN. Gunnar Pétursson. 85 ára Rauðarárstíg 34, Reykjavík. Sigfríður Hallgrímsdóttir, Hreggnasa, Bolungarvík. Hólmfríður Geirfinnsdóttir, Litlagerði4,Húsavík. 80 ára Sigurður Gísli Bjarnason, Gyðufelli 6, Reykjavík. Jórunn Krjstinsdóttir, Skólabraut 3, Seltjarnamesi. 75ára Fanney Þorsteinsdóttir, Halldór Jónasson, Miðstræti 4, Bolungarvík. Inga Svandis Magnúsdóttir, Sunnuhvoli, Akureyri. Gísli Jónsson, Setbergi31, Þorlákshöfn. Guðmundur Valdimarsson, Brúnageröi 5, Húsavík. Hallvarður D. Böðvarsson, Kringlumel, Skilmannahreppi. Sveinn Egiil Úlfarsson, Raufarseli 7, Reykjavík. Á í myrkri gildir að sjást Notaðu endurskinsmerki! Utboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli býð ur út smíði, uppsetningu og frágang á listaverkinu „Þotuhreiður". Verkið skal gert úr ryðfríju stáli (316L samkv. AISI). Meginhluti verksins er smíði eggs, 4.200x5.470 mm2, með 8 mm veggþykkt. Miklar kröfur eru gerðar til gæða og útlits smíðinnar. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðistof- unni hf„ Fellsmúla 26 Reykjavík, frá og með fimmtu- deginum 1. febr. 1990 gegn 30.000 kr. skilatrygg- ingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 8. febr. 1990. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, Varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 fimmtudaginn 22. febr. 1990. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Málflutningsskrifstofa Ragnar Aðalsteinsson hrl. Sigurður Helgi Guðjónsson hrl. Viðar Már Matthíasson hrl. Tryggvi Gunnarsson hdl. tilkynnir að Othar Örn Petersen hrl. hefur flutt lögmannsstarfsemi sína frá Ármúla 17 og gerst meðeigandi í málflutningsskrifstofunni frá 31. janúar 1990 að telja. Er heiti skrifstofunnar frá þeim degi Málflutningsskrifstofa Ragnar Aðalsteinsson hrl. Othar Örn Petersen hrl. Sigurður Helgi Guðjónsson hrl. Viðar Már Matthíasson hrl. Tryggvi Gunnarsson hdl. Borgartúni 24 - sími 27611 pósthólf 399 - telefax 27186 121 Reykjavík - telex (051) - 94014175 BORG G

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.