Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAk'l'ti&O. Lesendur Landbúnaöur á íslandi: Skynsamleg land nýting skilyrði Þ.Á. skrifar; Ýmsir af skriflinnum þjóöarinn- ar virðast vinna að því leynt og ljóst að landbúnaður veröi aflagöur i landinu. í því stríði beina þeir spjótum sinum óspart að bændum. Það virðist oft gleymast að íslensk- um landbúnaði er ekki síst stjórnað „að sunnan“. - Þaðan eru bændur ræstir í alls kyns gönuhlaup sem enginn ber svo ábyrgð á hvar enda. Það liggur við að lögmál fram- leiðslunnar í dag verði allt önnur á morgun. Ég er hræddur um að fáar greinar geti skapaö sér viðun- andi rekstrargrundvöll við slíkar aðstæöur. Hvernig væri t.d. um- horfs í íslenskum húsgagnaiðnaði ef einungis mætti fratnleiða pinna- stóla þetta árið og svo kannski rúm eða skrifborð á næsta ári o.s.frv? Hvað sem öðru líður, þá er það skoðun mín, og vonandi margra í þessu landi, að okkur beri að vera sjálfum okkur nóg með landbúnað- arafurðir. - Ef til þess kæmi að leyfður yrði frjáls innflutningur landbúnaðarvara, værum við um leið að leggja íslenskan landbúnaö í rúst og afkomuna í hendur útlend- inga. Einbeitum okkur því fremur að bættum rekstri og framleiðslu- skipulagi í íslenskum landbúnaði með heildarhag að leiðarljósi. - Við erurn fámenn þjóð I litlu landi en flyfjum inn í landið óhemju magn af rusli sem engum er til gagns og einungis til þess falliö að rýra þjóð- arhag. Við höfum í raun, í þessu harð- býla landi okkar, öll skilyröi til að framleiða eftirsótta gæðavöru með skynsamlegri lahdnýtingu. Ekki síður til útflutnings en innlendar neyslu. Stefnum að því í stað þess að galopna fyrir innflutning á mis- góðri og mengaðri erlendri fram- leiðslu. Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir 1800 millj. kr. niður- greiöslur til mjólkurframleiösl- unnar í landinu, þá er hún, ef menn vilja reikna dæmíð rétt, tekjustofn fyrir ríkissjóð - en ekki til byrði. Sama má segja um aðra þætti bú- vöruframleiðslunnar þótt undan- tekningar fmnist aö vísu. - Borg- ríkið ísland er vonandi ekki í sjón- máli. Frá Bessastöðum. - Gamla ráðsmannshúsið („brugghúsið") er lengst t.h. á myndinni. Bruggverksmiðjan að Bessastöðum: Forfcastanleg framkvæntd Skúli Skúlason skrifar: Óvænt og óhugnanleg frétt birtist landsmönnum í vikunni. Gert hefur verið upptækt umtalsvert magn af sterkum landa sem bruggaður hefur verið að Bessastöðum. Nánar tiltekið í svokölluðum ráðsmannsbústað sem er bygging þar á staðnum. Þetta er kannski ekki meira óhæfu- verk en margt annað sem upp kemst um hér á landi. Það sem verst er við þessa frétt að mínu mati er sú stað- reynd að brugghúsið skuli vera stað- sett að Bessastöðum, aðsetursstað forsetaíslands, og að hjónin (eða eig- inmaðiUrinn), sem þarna höfðu aðset- ur, skuli hafa leyft sér að stunda þarna ólöglegt athæfi. - Þetta finnst mér forkastanleg framkvæmd. Ef þaö er hins vegar satt, sem heyrst hefur, að þessi ungu hjón, sem dvöldust í ráðsmannsbústaðnum, sem nú mætti sannanlega kalla „brugghús“, tengist embættinu sjálfu eða starfsfólki á forsetasetrinu, t.d. þannig að hafa fengið þarna að- setur Qafnvel ókeypis) fyrir orð ein- hvers embættinu tengdum, þá er þetta mun alvarlegra mál. - Það er nefnilega ekkert gefið að óviðkom- andi aðilar dvelji á sjálfu forseta- setrnu eða í mannvirkjum á staðn- um. Aösetur forseta landsins á að vera lögverndað í orðsins fyllstu merkingu. - Þarna ætti auðvitað að vera lögregluvörður allan sólar- hringinn ef vel ætti að vera. Bruggið, sem fannst í ráðsmanns- húsi að Bessastöðum, segist bruggar- inn hafa haft til eigin nota og til að gefa vinum og kunningjum en ekki til að selja. Söm er gjörðin, segi ég nú bara. Og ef ég þekki „landann" rétt má búast við að kunningjar bruggarans hafi verið tíðir gestir þarna til að njóta mjaðarins, Það er enn eitt umhugsunarefnið. - Það er ekkert úr vegi að svona mál verði upplýst frekar, eftir það sem á undan er gengið í brennivínsmálum þjóðar- innar, þótt ekki reiknaði maður með að slík mál myndu um síðir einnig ná til Bessastaða á Álftanesi. Iðnverkamaður Öskum eftir að ráða röskan og reglusaman starfs- mann í málningarverksmiðju okkar. Uppl. gefur Árni Möller. Harpa hf. Stórhöfða 44 Ódýrasti alvörujeppinn á markaðinum og\ hefur 10 ára reynslu að baki við þær margbreytilegu aðstæður sem íslensk náttúra og vegakerfi búa yfir. Veldu þann kost sem kostar minna! /. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. II i • ‘ ficc nOfl . ii!iiít> Ármúla 13 - 108 Reykjavík - ® 681200 i»- / Verð Ira kr. 093.UUU,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.