Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990. 25 Val og Patrick Releford í Njarðvíkurliðinu, ceppninni í gærkvöldi. körfuknattleik: nn unnu Firðinum ist áfram í keppninni Sandgerði í gærkvöldi og sigruðu með 98 stigum gegn 67. í hálfleik var staðan 38-51 fyrir KeflvíMnga. Keflvíkingar náðu í upphafi leiksins, 2-12, forystu og upp frá því var leikurinn í öruggum höndum Keflvíkinga, sem eru nú komnir í 8-liða úrsht keppninnar. Stigahæstir í liði Reynis voru David Grisson með 36 stig, Ellert Magnússon 15 og Jón Ben Einarsson 8. Hjá Keflvíkingum var Sandy Anderson með 25 stig, Nökkvi Jónsson 18, Ingólfur Haraldsson 13 og Guðjón Skúlason 13. Njarðvík skoraði 142 Mikið var skorað í íþróttahúsi Kennara- háskólans þegar ÍS og bikarmeistarar Njarðvíkur léku þar síðari leik sinn. Njarðvíkingar leiddu 65-39 í hálfleik, og bættu síðan um betur og sigruðu, 142-82. Þeir unnu fyrri leikinn, 115-52, og því sam- anlagt með 257-134. • Leik Tindastóls og Þórs, sem fram átti að fara á Sauðárkróki, var frestað þar til í kvöld. -RR/ÆMK/JKS/VS inn fjölmenna aldiö hefur verið hér á landi, verður um 'ötennisdeild Víkings heldur mótið í sam- cingar hafa borist til mótshaldara. 'ur síðan fram haldiö kl. 9.30 á sunnudags- ívatt til að fjölmenna en ókeypis aðgangur -JKS Rangers hafnar samningi KSÍ Amar ekki löglegur enn þó atvinnuleyfið sé 1 höfn „Atvinnuleyfið var í höfn um áramótin eins og reiknað hafði ver- iö með, en ég er enn ekki orðinn löglegur með félaginu þar sem það og Knattspymusamband íslands hafa ekki gengið frá samningum sín á milli,“ sagði Amar Grétars- son, knattspyrnumaðurinn ungi hjá Glasgow Rangers í Skotlandi, í samtali við DV í gær. Rangers hefur ekki viljað gangast við þeim sérsamningi sem KSÍ lagði fram, en hann er sá hinn sami og önnur erlend félög með íslenska leikmenn innanborðs hafa skrifað undir. Samkvæmt heimildum DV krefst Rangers þess meöal annars að eiga söluréttinn á Arnari þegar samningur hans við félagið rennur út eftir tæp tvö ár. Missti af innan- hússmótinu stóra „Þetta kom í veg fyrir að ég fengi að spila með Rangers í innanhúss- mótinu stóra sem lauk nú í vikunni í Glasgow. Ég var mættur með lið- inu í höllina, en forráðamenn Ran- gers þorðu síðan ekki að láta mig leika með. Aftur á móti hef ég getað spilað þrjá æfingaleiki með varalið- inu nú í janúar, en sjálf deilda- keppni varaliðanna liggur niðri eins og er, en þar get ég ekki leikið fyrr en samningamir eru endan- -lega í höfn. Mér hefur gengiö ágæt- lega í þessum leikjum, fiskaði víta- spyrnu 1 leik gegn Dundee sem endaði 1-1, og skoraði annað mark- ið þegar við unnum Hibernian nú í vikunni," sagði Arnar. Rangers hlýtur að verða meistari Rangers hefur nú sex stiga forystu í skosku úrvalsdeildinni og stefnir hraðbyri á sinn 39. meistaratitil. „Staðan er mjög góð og við hljótum að verða meistarar, ég trúi því ekki að liðið missi þetta forskot niður, þó auðvitað geti allt gerst. Ég hef ekki trú á því að ég fái aö leika með aðalliðinu á þessu tímabili þó samningarnir kæmust fljðtlega í höfn, en ég er smám saman að að- lagast hörkunni í knattspyrnunni héma í Skotlandi," sagði Arnar Grétarsson. -VS • Arnar Grétarsson skoraði með varaliði Rangers gegn Hibs í vik- unni. Arnar er smám saman að aðlagast boltanum i Skotlandi. íslenskir körfuknattleiksá- hugamenn leggja af stað í hina árlegu ferð til Bandaríkjanna 27. mars. Ferðin stendur til 1. apríl og verður fylgst með þremur leikjum í NBA-deildinni. Sæta- fjöidi miðast við 25 manns en ekki fengust fieiri miðar því upp- selt er fyrir iöngu á leikina í deild- inni. Flogið verður til New York 27. mars og haldiö siðan til Philad- elphia. 28. mars fer hópurinn saman á leik Phiiadelphia 76’ers og Boston Celtics. Þetta er stór- leikur þvx mikill rígur hefur verið á miili þessara liða í gegnum tíö- ina. 30.. mars verður horft á Philadelphia 76’ers og Denver Nuggets og 31. mars verður fariö til New York og horft á heima- menn i New York Knicks leika Denver Nuggets. Heim verður síðan haldið 1. apríl. Eins og undanfarin ár sér ferða- skrifstofan Úrval/Útsýn um ferð- ina og geta þeir snúið sér þangað sem áhuga hafa á að slást í hóp- inn. Ferðin kostar í kringum 60 þúsund og inni I þeim pakka eru feröir, uppiliald og miöar á leik- ina. Fararstjóri verður körfu- boltasérfræðingurinn Einar Bollason. -JKS íslandsmótið í badminton verö- ur haldið i Laugardalshöllinni um helgina og hefst keppni kL 10 báða dagana. Úrslitin 1 meistara- flokki hefiast síðan kL 14 á sunnudaginn. Flest besta badmintonfóik landsins keppir á mótinu og má búast viö harðri keppni. Þar á moðal eru Broddi Krisfjánsson og Þórdís Edwald sem hafa oröiö margfaldir meístarar. -VS Vaxandi líkur að GullitleikiáHM ' I * - batinn hjá Hollendingnum ótrúlegar • Ruud Gullit getur brosað breitt þessa dagana. Kristján Bemburg, DV, Belgíu; Hollenska knattspymustjarnan Ruud Gullit og belgíski skurðlæknir- inn Dr. Martens, brostu báðir út að eyrum þegar þeir komu á fund blaða- manna í Brussel í gær. Martens, sem skar Gullit upp vegna slæmra hnjá- meiðsla á síðasta ári, sagði að bati Hollendingsins væri framar björt- ustu vonum. Martens sagði að Gullit mætti byrja að hlaupa létt, synda og hjóla eftir tvær vikur, og eftir það yrði ákveðið hvenær hann mætti snerta boltann sjálfan. Hollendingar gæla við þá von um aö Gullit geti leikiö með þeim í úrshtum heimsmeistarakeppninnar í sumar, og nú virðast orðnar vax- andi líkur á að hún rætist. Meiðsli Gullits voru það alvarleg að heíði hann ekki farið í uppskurð- inn, hefði hann verið kominn með staurfót innan árs og knattspyrnu- ferli hans þar með lokið. Arnór slapp með eins leiks bann - tekur út bannið gegn Lokeren Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Arnór Guðjohnsen slapp með eins leiks bann þegar aganefnd belgíska knattspymusambandsins kom sam- an í gær. Hann fékk rauða spjaldið fyrir að slá mótheria í bikarleik í desember og óttast var að hann fengi nokkurra leikja bann. Ekki er að efa að nefndin hefur tekið tillit til góðrar hegðunar Ar- nórs á leikvelli yfirleitt, en hann er talinn einn prúðasti leikmaður And- erlecht. Amór tekur bannið út þegar And- erlecht mætir gamla félaginu hans, Lokeren, um aðra helgi, og leikmenn Lokeren eru án efa ánægðir með það því Arnór leikur sjaldan þetur en gegn þeim og skorar yfirleitt! íþróttir ENokkrir leikir fóra fram í fyrrinótt í NBA-deildinni í körfu- knattleik. Detroit, meistararnir frá því í fyrra, virö- ast vera að komast í sitt besta form og í fyrrinótt vann liöið stór- sigur á Washington. Úrslit í leikj- unum urðu þessi: Detroif-Washington.....133-109 Indiana-76ers..........108-112 Boston-NY Knicks.........97-91 Minnesota-Seattle.......110-82 Dallas-Houston...........98-91 SA Spurs-Charlotte......129-95 Utah Jazz-LA Clippers .....120-101 Golden State-Portland..135-180 Leikur ísland geqn USA og Bermuda í apríl? Eins og greint hefur verið frá í DV þá stend- ur til að íslenska landsliðiö í knatt- spymu haldi í æfmga- og keppn- isferð til Bandaríkjanna í april. Bandarikjamenn hafa boðið ís- lenska liðinu að kostnaðalausu til ferðarinnar og nú hefur verið ráðgert að íslenska landsliðið leiki gegn því bandaríska í St. Louis þann 8. aprll, en eins og kunnugt er þá leika Bandaríkja- menn í úrslitum HM á Ítalíu í sumar. Þá hefur veriö rætt um að leika í sömu ferð landsleik gegn Bermuda en rúm 25 ár eru liðin síðan þjóðimar léku á Laug- ardalsvellinum í leik sem ísland vann, 4-3. Hugo Sanchez enn á skotskónum Mexíkanski leikmað- urinn Hugo Sanchez var enn á skotskónum í fyrrakvöld þegar lið hans Real Madrid gerði jafntefli við Valencia á útivelli, 1-1, í 1. deild spænsku knattspymunar. Sanchez náði forystunni fyrir Real Madrid á 65. mínútu, hans 24 mark á tímabilinu, en tveimur mínútum síðar jafnaöi Velencia metin. Barcelona náöi ekki að leggja Real Oviedo að velli ó heimavelli sínum, leiknum lykt- aði með markalausu jafntefli. Atletico Madrid komst upp að iilið Barcelona í annað sætið í deildinni þegar liðið vami Malaga á heimavelh sínum, 2-0. Þaö var portúgalski landsliðsmaðurinn Paulo Futre sem skoraði bæði raörk Atletico Madrid. Eftir þessa leiki heldur Real Madrid enn 5 stiga forskoti í spænsku 1. deild- inni og víðist fátt ætla að koma í veg fyrir að liðið endurheimti spænska meistaratitilinn. Lisa Martin vann maraþonhlaupið Hin 29 ára gamla Lisa Martin frá Ástralíu sigraði í gær í mara- : þonhlaupi á samveld- isleikunum í Auckland á Nýja- Sjálandi, Martin, sera hafhaði í öðra sæti á ólympíuleikunum í Seol, haíði mikia yfirburði í maraþonhlaupinu og hljóp nán- ast ein um stræti Auckland, slíkir vora yfirburðimir. Tími Lisu Martin í lilaupinu var 2 klukku- stundir 25 mínútur og 38 sekúnd- ur. Tveir frestaðir leikir i kðrfunnf Tveir leikir fara fram á sunnudaginn i úrvals- deildinni í körfuknatt- leik. Þama er um að ræða leiki sem frestað var fyrr i vetur. Á Akureyri leika Þór og Njarðvík og hefst leikurinn kl. 15.30 og í Keflavík leika heima- menn gegn Tindastól og hefst við- ureignm kl. 16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.