Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990. 11 Utlönd Ung móðir endurheimtir bam sitt: Hjartnæmir endurfundir Dawn GriíFiths, tvítug bresk stúlka, gat ekki varist tárum þegar hún hélt á rúmlega tveggja vikna gamaiti 'dóttur sinni, Alexöndru, í fyrsta sinn í sextán daga um síðustu helgi. „Þetta er hún. Hún hefur ekk- ert breyst,“ sagði Dawn og þakti and- lit dóttur sinnar með kossum. Lái henni hver sem vill, því hún óð í viilu og svima um örlög dóttur sinnar í rúman hálfan mánuð. Alex- andra var aðeins 36 klukkustunda gömul íimmtudaginn 11. janúar þeg- ar henni var rænt af sjúkrahúsinu þar sem hún fæddist. Sextán dögum síðar fékk móðirin unga dótturina aftur í hendurnar eftir að lögreglan hafði tekið ræningjann höndum. fram í sjónvarpi og bað, með tárin í augunum, ræningjann að láta barnið af hendi. Eftir mikla leit og í kjölfar vísbendinga fann lögregla loksins barnið í húsi í bænum Burford í Oxfordshire. Þar var það í umsjón rúmlega þrítugrar konu, Janet Grif- fiths, sem bar sterkan svip af teikn- ingu lögreglu af meintum ræningjan- um. Griífiths var handtekin. Það voru íbúar í bænum sem gáfu lögreglu vísbendingu um að ræning- inn væri meðal þeirra. Þeir höfðu séð teikningu af konunni sem sögð var hafa tekið barnið. Teikningin var gerð eftir vitnisburði vitna. Að sögn bæjarbúa hafði konan flutt til bæjarins sjö mánuðum áður og leigt þar íbúð. Einum íbúa bæjarins fannst einkennilegt þegar Janet birt- ist allt í einu með barn í höndunum og hafði samband við lögreglu, að því er fram kemur í blaðinu Sunday Express. En íbúinn lét ekki nafn síns getið og ekkert var aðhafst í málinu. Síðar, daginn áður en lögreglan lét til skarar skríða, hringdi þessi sami íbúi aftur í lögreglu og sagði henni frá grun sínum að ekki væri allt með felldu með Janet Griffith og barnið. Þessi hringing ásamt öðrum vís- bendingum, sem lögregla fékk, varð til þess að hún lét til skarar skríða og endurheimti bamið heilt á húfi. Heimildir m.a. The Sunday Times Dawn Griffiths og unnusti hennar, Geoffrey Harris, með Alexöndru litlu. Konan, sem tók Aiexöndru ófijálsri hendi, þóttist vera á vegum heúsu- gæslunnar þegar hún kom á sjúkra- húsið. Sagði hún að hún þyrfti að vega barnið, tók það og fór. Daginn eftir hringdi hún á sjúkrahúsið og baðst afsökunar á barnsráninu. Ránið sló óhug á alla Breta og var forsíðuefni dagblaða dag eftir dag. Móðimin unga ásamt unnusta sínum og barnsfóður, Geoffrey Harris, kom Móðirin hamingjusama heldur á dóttur sinni, i fyrsta sinn í sextán daga. Þrýstingur á Aquino Forseti Filippseyja, Corazon Aquino, hefur ekki útilokað að for- setakosningar kunni að fara fram á eyjunum fljótlega þó ekki hafi hún lýst yfir stuðningi við þá hugmynd. Aquino hefur gefið í skyn að helst vildi hún sitja í embætti þar til kjör- tímabil hennar rennur út, í júní árið 1992. En forsetinn sagði þó að það væri undir filippseysku þjóðinni og löggjafarþinginu komið hvort gengið yrði til kosninga fyrr. Fjórir öldungadeildarþingmenn á Filippseyjum hafa lagt til að forseta- kosningum verði flýtt og þær haldn- ar í nóvember á næsta ári. Sumir leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa farið fram á að kosningar veröi haldnar nú þegar, tveimur mánuð- um eftir að ríkisstjórnin braut á bak aftur valdaránstilraun uppreisnar- manna úr hernum. Reuter 1 Til yfir 190 borga Frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam fljúga yfir 60 flugfélög til meira en 190 borga í öllum heimshlutum. Eitt þeirra er hollenska flugfélagið KLM sem Arnarflug hefur aðalumboð fyrir. Vegna sérstakra samn- inga viö KLM getur Arnar- flug boðiö mjög hagstæð fargjöld til allra heimshorna. Allt á sama stað Schiphol-flugvöllur hefur um árabil verið kjörinn besti tengiflugvöllur í heimi. Ein ástæðan er sú að þar er allt undir einu þaki og því einstaklega auðvelt að fara á milli véla. Fjölbreytni þjónustu þeirrar sem farþegar njóta er líka meiri en annars staðar. Og í fríhöfninni eru yfir 50.000 vörutegundir. Sætisnúmer alla leið Ef þú notfærir þér sérfargjöld Arnarflugs og KLM er ferðin um leió eins auöveld og hugsast getur. Þú færð strax í Keflavík sætisnúmer alla leið á áfangastað . og þarft ekki að hugsa um farangur fyrr en komið er á endastöó. L, Frá Amsterdam um allan heiminn ARNARFLUG HF. Lágmúla 7, sími 84477, Austurstræti 22, sími 623060, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sími 92-50300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.