Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 9
M ftÁuHBMft ■$ fttfÖACltíTgOT FÖSTU-DAGURr 2, FEBRÚAB 1990., Viðbrögð V-Þjóðverja við sameiningaráætlun A-Þjóðverja: Haf na skilyrðum um hlutleysi Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, lagði i gær fram fjög- urra liða áætlun sem miðar að sameiningu þýsku rikjanna. Símamynd Reuter Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, og vestur-þýskir stjórn- málamenn hafa fagnað tillögum austur-þýska forsætisráðherrans, Hans Modrow, um sameiningu þýsku ríkjanna sem ráðherrann lagði fram í gær en hafna því alfarið að sameinað Þýskaland verði hem- aðarlega hlutlaust. '~\ Segja vestur-þýskir stjórnmála- menn sameiningaráætlun kommún- ista austan landamæranna kúvend- ingu af þeirra hálfu þar sem austur- þýsk yfirvöld hafi áratugum saman lagst gegn öllum hugmyndum um sameiningu. Flestir stjómmálamenn V-Þýskalands segja einnig að þetta sýni hversu veik staða austur-þýska forsætisráðherrans sé í raun. Hafna hlutleysi Vestur-þýski kanslarinn hafnaði alfarið tillögum Modrows um að sameinað Þýskaland verði í framtíð- inni hlutlaust og sagði að frekari samningar um hugsanlega samein- ingu myndu bíða þar til að loknum fyrirhuguðum kosningum í Austur- Þýskalandi í næsta mánuði. Kohl kvaðst munu ræða þessi mál sam- kvæmt skilmálum Vestur-Þýska- lands við nýja ríkisstjórn Austur- Þýskalands. Hefur hann þar með af- skrifað austur-þýska kommúnista sem virka þátttakendur í umræð- unni um sameiningu þýsku ríkjanna. Einn vestrænn stjórnarerindreki sagði í gær að Vestur-Þjóðverjar réðu ferðinni í þessum málum. „Þeir geta fengið sameiningu þegar þeir vilja, og við hvaða aðstæður sem þeir vilja," sagði hann. Afstaða vestur- þýskra stjómvalda sýnir að þeir telja stjórnarkreppuna í Austur-Þýska- landi svo djúpstæða að austur-þýskir ráðamenn eigi engra annarra kosta völ en fallast á skilyrði og skiimála Vestur-Þjóðverja. Tillögur Modrows frá í gær um sameinað Þýskaland sýna betur en margt annað hversu mikið völd og áhrif kommúnista í landinu hafa hmnið á nokkmm mánuðum eða frá því í október síðasthðnum þegar harðhnumanninum Erich Honecker var vikið af valdastóh og bolti lýö- ræðis og umbóta fór að rúlla í Aust- ur-Þýskalandi. Áætlun Modrows Tihögur Modrows frá því í gær eru í fjórum liðum og miða að samein- uðu, hlutlausu Þýskalandi. Þær voru kynntar aðeins tveimur dögum eftir að ráðherrann hitti Sovétforseta að máh en á þeim fundi lagði forsetinn í raun blessun sína yfir sameiningu. Modrow kvaðst í gær hafa kynnt for- setanum áætlun sína á fundi þeirra á þriðjudag. Fyrsti hður áætlunarinnar gerir ráð fyrir að þýsku ríkin undirriti bandalagssáttmála á sviði hagkerfis, íjármála og lagasetninga sem og samgöngumála. Þessu næst yrðu settar á laggirnar sameiginlegar stofnanir, s.s. þingnefndir og fram- kvæmdanefndir með fulltrúum beggja ríkja. Þriðji hður gerir ráð fyrir að bæði ríkin afsali sér fullveld- isrétti sínum th nýrra, sameiginlegra stofnana. Og að lokum, að afloknum kosningum í báðum ríkjum, yrði sett á laggirnar sameinað Þýskaland, sambandsríki beggja þjóða. í tillögum sínum gerir Modrow ráð fyrir að Berlín verði höfuðborg hins sameinaða Þýskalands. Ekki setti ráðherrann fram nein tímamörk fyr- ir þessari sameiningaráætlun sinni. Með þessum tillögum hafa komm- únistar látið undan síauknum þrýst- ingi almennings í Austur-Þýskalandi en krafan um sameinað Þýskaiand verður nú æ háværari. Talið er að kommúnistar vonist til að meö þessu hljóti þeir náð fyrir augum landa sinna nú, aðeins tæpum tveimur mánuðum fyrir kosningar. Friðarsáttmáli Forsætisráðherrann austur-þýski hvatti einnig th að geröur yrði friðar- sáttmáh við sigurvegara síðari heimsstyijaldarinnar th að binda formlega enda á styrjöldina. Umsjón Berhnar, sem var höfuðborg Þýska- lands fyrir stríð, er enn í höndum bandamanna og hafa þeir atkvæði um sameiningu ríkjanna tveggja. Reuter Kreppunni í Rúmeníu lokið Stjómmálamenn í Rúmeníu hafa tekið skref í átt að fjölflokkakerfi. Þjóðfrelsishreyfingin, sem fer með stjórn landsins, og þrjátíu stjórn- málaflokkar gerðu með sér sam- komulag í gær um myndun 180 sæta Þjóðeiningarráðs sem stjórna á landinu þar til almennar kosningar verða haldnar 20. maí. Samkvæmt samkomulaginu verður uppstokkun í Þjóðfrelsishreyfingunni. Undanfarnar vikur hafði ótti stjómarandstöðunnar um að Þjóð- frelsishreyfingin væri að reyna að koma á eins flokks kerfi farið vax- andi þar sem hún hafði ákveðið að bjóða fram í kosningunum. Allir viðræðuaðhar lýstu yfir ánægju sinni með samkomulagið sem náðist í gær. Reuter Á meðan hringborðsviðræður fóru fram milli bráðabirgðastjórnarinnar i Rúmeníu og stjórnarandstöðunnar héldu réttarhöldin yfir aðstoðarmönnum Ceausescus áfram. Þeir sjást hér ræða við lögfræðinga sína i réttarsal í Búkarest i gær. Saksóknari lýsti því yfir í gær að hann vildi gera ásakanirn- ar á hendur þeim harðorðari. Simamynd Reuter 9 tJtlönd Bretland: Fallandi vinsældir íhaldsmanna Breski Verkamannaflokkurinn nýtur stuðnings 48 prósenta kjós- enda í Bretlandi að því er fram kom í nýrri könnun aö sem gerð var á vegum dagblaðsins Daily Telegraph. íhaldsflokkurinn hlaut 32,5 prósent atkvæða. Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, hefur þar með tæplega sextán prósenta forskot á stjórnarflokkinn. Verkamannaflokkurinn hefur ekki haft slíkt forskot á íhaldsflokkinn síðan í aprílmánuði árið 1974. Stjórn- in, sem nú horfist í augu við erfið efnhagsvandamál, hefur mátt þola fallandi vinsældir síðustu vikur á meðan Verkamannaflokkurinn hef- ur stöðugt aukið við forskot sitt. Niðurstöður könnunar Daily Te- legraph sýna að persónulegar vin- sældir Neil Kinnocks, leiðtoga Verkamannaflokksins, eru nú meiri en Margaretar Thatcher, forsætis- ráðherra og leiðtoga íhaldsflokksins, og er það í fyrsta sinn. Spurt var; Hver heldurðu að verði besti forsæt- isráöherrann? Þrjátíu og fjögur pró- sent aðspurðra nefndu Kinnock en 33 prósent Thatcher. Reuter Kraftmikil Bylgja í hlustenda- könnun Sterk staða Bylgjunnar sem auglýsingamiðils kemur enn í ljós í könnun Gallup íyrir íslenska útvarpsfélagið í janúar síðastliðnum: 1. Mest hlustað á Bylgjuna á vinnutíma Bylgjan hefur mesta hlustun allra útvarpsstöðva frá kl. 9-12 og 13-17. 2. Vinsælt fólk á Bylgjunni Af þremur vinsælustu útvarpsmönnunum starfa tveir á Bylgjunni, þau Páll Þorsteinsson og Valdís Gunnarsdóttir. 3. Meðalaldur hlustenda Bylgjunnar er 33 ár Meðalaldur hlustenda Rásar 2 er 42 ár og á Rás 1 er hann 49 ár. Þrátt fyrir að Bylgjan njóti ekki tekna frá ríkinu í formi áskriftargjalda er sterk staða hennar ótvíræð. Bylgjan er frjálst útvarp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.