Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91J27022 - FAX: (91J27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Núlllausn samninga Mörgum launþeganum mun fmnast súrt í broti að sætta sig við svokallaða núHlausn í kjarasamningum. Hér ríkir kreppa. Tugþúsundir manna eiga við mikla íjárhagserfiðleika að etja. í kjarasamningunum nú fá sumir tekjulágir umbun, en hún mun skammt duga þessu fólki. Vissulega er það svo, að í samningunum fær verkafólk sáralitlar kauphækkanir. Hvað svo sem menn töldu beggja vegna borðsins í Karphúsinu, komust þeir þó ekki hjá því að líta til þess, hvernig ástandið er í efnahagsmálum. Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, er guðfaðir þeirra samn- inga, sem gengið hefur verið frá, þegar þetta er skrifað. Einar Oddur var í hittifyrra kallaður Bjargvætturinn frá Flateyri. Þá hafði hann verið formaður bjargráða- nefndar, eða forstjóranefndar, sem bar fram tillögur um lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Þetta átti að vera niðurfærsluleið í reynd, niðurfærsla verðlags og launa. Tillögurnar voru athyglisverðar, en erfiðara hefði verið að framkvæma þær, ef ekki ógerlegt í þeirri stöðu, sem var. Nefndin kom þarna á óvart. Nú hefur Einar Oddur smám saman heiílað verkalýðsforingja og fengið flesta þeirra á sitt band. Mönnum hefur skihzt, að lítt stoðaði að hefla vinnudeilur. Miklar kauphækkanir mundu nú einungis leiða til vaxandi gengisfelhnga og verðbólgu. Þvi hefur sú meginkenning legið að baki samnings- gerðinni nú, að eitthvað annað en verulegar kauphækk- anir ætti að styðja verkalýðinn. Núlhausnin, sem kölluð er, byggist í raun ekki á beinni kjarabót heldur á tilraun th stöðvunar þess, að kaupmáttur rýrni. Réttara væri að telja, að kaupmáttur launa muni nokkuð rýrna þrátt fyrir yfirlýsingarnar úr Karphúsinu. En samningamenn hyggjast stöðva rýrnun kaupmáttarins með því að lækka vexti og halda verði á landbúnaðarvörum og opinberri þjónustu nokk- urn veginn óbreyttu nokkuð fram eftir samningstíman- um. Gert hefur verið ráð fyrir 5 prósent kauphækkun á þessu ári og 4.5 prósent kauphækkun á næsta ári. Með þesssum tölum ætti verðbólga að nást verulega niður. Gert er ráð fyrir smávegis launauppbót th við- bótar því, sem hér var nefnt. Spyrja má auðvitað, hversu mikið verkalýðurinn hagnist á þessari minnkun verð- bólgu. Spyrja má, hvort lækkun vaxta hefði þá ekki komið th sjálfkrafa, án þess að um hana yrði samið í kjarasamningum. Auk þess er ekki nema hluti verka- fólks, sem græðir á vaxtalækkuninni. Ríkisvaldið þarf að koma th með greiðslur vegna samninganna, og því þarf að svara með niðurskurði ríkisútgjalda. Þá er kom- ið að því stóra atriði, hve mikið unnt verður að treysta núverandi ríkisstjórn th að standa við sinn skammt samninganna. Það svar, sem því miður hggur beinast við, er það, að þessari stjórn megi ekki treysta. En lengi skal manninn reyna. Eðlhegt er, að margir beri sig iha vegna þessara samn- inga. En hitt er ljóst, að það ætti að vera þjóðarhagur, að svona semjist. Það er hagur þjóðarinnar, að verð- bólga náist langt niður. Það er hagur þjóðarheildarinn- ar, að samið sé á lágum nótum. Mörg okkar munu gjalda fyrir það í bhi, með lágum launum, en sé rétt haldið á sphum ætti þjóðin öh að njóta þessa, þegar ástandið fer að batna að nýju í efnahagsmálum. Hagspekingar segja, að batinn verði ekki seinna en árið 1991. Þessir samningar eru æskhegir, þegar á allt er litið. Þetta er skásti kosturinn. Haukur Helgason FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990. „Raforkuver, kynt kolum eða olíu, spúa reyk sem byrgir sýn og veldur brennisteinsmengun ...“ Friðun a jorðu Nú er svo komiö aö gjöreyðing lífs á j örðinni af völdum kjarnorku- stríðs er ekki lengur líkleg orsök heimsendis og heimsendaspámenn verða að leita annaö. Trúin á heimsendi er mörgum hjálpleg kennisetning, í trúarbrögðum gegna ragnarök og dómsdagur stóru hlutverki. Dómsdagur af völdum kjarn- orkuvopna hefur verið raunhæfur möguleiki í heimsendaspám síð- ustu áratugi. En nú er Gorbatsjov búinn að spilla þessu og koma róti á hug manna. Trúin á heimsendi virðist mannfólkinu í blóð borin, einu sinni voru það jarðskjálftar, eldgos eða svartidauði, heimsendi vilja menn hafa, hverju nafni sem hann nefnist. Hin nýja heimsendakenning, sem er eins konar tilbrigði við lýsingu Biblíunnar á því hvemig fór fyrir Sódómu og Gómorru, er aö maður- inn tortími sjálfum sér með synd- samlegri framkomu við umhverfi sitt og umhverfið bregðist við með því að verða óbyggilegt og mann- kynið líði undir lok. - Sumir kafni í koltvísýringi, aörir stikni af sólar- hita, enn aðrir drukkni í bráðnandi jöklum, útfiólubláir geislar sólar- innar drepi enn aöra. - Sól tér sortna / sekkur fold í mar, segir í Völuspá. Heimsendir hinn nýi Á þessari heimsendakenningu og hinum fyrri er reginmunur. Kjarn- orkuheimsendir var á valdi örfárra manna, forystumanna risaveld- anna tveggja, sem aðrar þjóðir höfðu takmörkuð áhrif á, eldri heimsendar voru refsins Guðs eða guða. En í næsta heimsendi eru alhr samsekir, það er úrgangur og of- neysla einstaklingsins sem saman- lagt er að gera heiminn óbyggileg- an. í þessu hafa heimsendaspá- menn nokkuö til síns máls, enda vex þeim ört fylgi um gjörvallan hinn iðnvædda heim, allt frá Búlg- aríu til íslands. Nú eiga menn held- ur ekki að búa sig undir heimsendi með æðruleysi, iðrun og yfirbót eins og forðum, nú skal snúist til vamar og heimsendi afstýrt með áþreifanlegum aðgerðum. Þar með er sprottin upp sú fiölda- hreyfing sem að líkindum mun mest móta sfiómmálalíf iðnríkj- anna og þar með heimsins á kom- andi árum, flokkar umhverfis- sinna, eða græningja, sem eflast nú dag frá degi. Þetta er fiölda- hreyfing sem enginn sflórnmála- maður og engin þjóðmálahreyfing hefur efni á að vanmeta, hún er vottur um það endurmat á lífs- gæðum sem nú á sér stað í kjölfar efnahagslegrar velmegunar. Græningjar Um allan hinn vestræna heim hefur fmmþörfum manna að mestu verið fullnægt. Flestallir hafa nóg fyrir sig að leggja, meiri- hlutinn á húsnæöi, bíl og jafnvel rafknúinn dósahníf. En þessi sami KjaUaiinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður meirihluti andar að sér fúlu, meng- uðu eiturlofti og drekkur vatn sem hreinsað er úr opnum skólpræsum á borð við Rínarfljót. Raforkuver, kynt kolum eða olíu, spúa reyk, sem byrgir sýn og veld- ur brennisteinsmengun, sem kem- ur fram í súru regni sem eyðir skógum og spillir ám og vötnum, svo þar þrífst ekki líf. Bílaumferð veldur kæfandi eiturlofti, eitruð úrgangsefni frá iðnaði menga jarð- veg og grunnvatn. Tæknivæddur landbúnaöur notar áburð, skor- dýraeitur og ýmiss konar bætiefni sem raska eðlilegum efnahvörfum náttúrunnar, kjarnorkuver eru þögul ógnun við umhverfi sitt, eins og dæmin frá Harrisburg og Chernobyl sanna. Úrgangur, reykháfar, járnarusl og háspennulínur spilla útsýni. Hvarvetna blasa við hættur, í mat- vælum eru áður ókunn rotvamar- og litarefni, jafnvel kælivökvinn í ísskápnum kann aö vera hættuleg- ur ósónlaginu. - Gegn öllu þessu er almenningur nú að snúast, áherslurnar eru ekki lengur fyrst og fremst á efnisleg gæði heldur manneskjulegra umhverfi. Úr þessum jarðvegi spretta nú flokkar græningja um alla Evrópu og umhverfisvemd og vistfræði em umhugsunarefni manna nú sem aldrei fyrr. Umhverfissamtök em í eðli sínu alþjóöleg, enda fer loft- mengun ekki eftir landamærum, eins og íslendingar vita, þegar hæðir suöur af landinu veita meng- uðu lofti frá Bretlandi og megin- landinu til íslands. Græningjar em nú öflugastir í Hollandi, Vestur- Þýskalandi og Danmörku, en þeim bætist liðsauki daglega. Eini löglegi stjórnarandstöðu- flokkurinn í Búlgaríu er græn- ingjaflokkur, sem kallast Eco- glasnost. En barátta umhverfis- sinna beinist ekki eingöngu gegn mengun í öllu formi, hún snýr líka og ekki síður að verndun og varð- veislu þess sem eftir er af óspilltri náttúru og dýralífi, og þar snertir þessi barátta íslenska hagsmuni. Grænfriðungar Sú orka»og sá samtakamáttur, sem komið hefur í ljós á síðari árum í fiöldahreyfingum gegn kjamorkuvá og vígbúnaði, nýtist nú í þágu umhverfisvemdar. Það er stutt skref frá því að berjast fyr- ir friði með kröfugöngum og slag- orðum yfir í baráttu fyrir friðun náttúmnnar og umhverfisvemd. Sú vá, sem stafar af umhverfis- spjöllum, er miklu áþreifanlegri en hættan af kjarnavopnum og það er auðvelt að tengja umhverfispjöll í umhverfi sínu viö gróðurhúsa- áhrifin og eyðingu ósónlagsins. Velferð fólks er áþreifanlega ógnað og þaö snýst til varnar af tilfinn- ingahita. Baráttan er ekki alltaf málefnaleg en hún er raunvemlegt pólitískt afl. Við íslendingar höfum fundið smjörþefinn af tilfinningahita um- hverfissinna í baráttu Grænfrið- unga gegn hvalveiðum og stuðningi almennings í útlöndum við þeirra skoðanir. Grænfriðungar eru að- eins tiltölulega fámenn samtök virkra umhverfissinna, en þeir em fulltrúar skoöana sem óhugsandi er að hunsa. Þaö er fásinna að ætla sér aö ganga í berhögg viö þaö almenn- ingsáht sem þeir eru fulltrúar fyrir og sem eflist stöðugt. Drýldnisleg fyrirheit um að stórefla hvalveiðar við ísland á ný em skiljanleg sem vottur um sært þjóöarstolt, byggt á reiði út í Grænfriðunga, en shkt væri stórskaðlegt hagsmunum ís- lendinga og misskhningur á eðh þeirrar andstöðu sem við er að glíma. Þessi fjöldahreyfing byggir á svo sterkum grunni að gegn henni verður ekki staðið, enda ekki ástæða tíl. Það stendur íslending- um nær aö hafa forystu um al- þjóðlega umhverfisvernd en agnú- ast út í Grænfriöunga. Umhverfismál og vemdun lífrík- isins eru að verða mál málanna, í stað stríðshættu kemur mengunar- hætta, í stað kröfunnar um frið á jöröu kemur krafan um friðun á jörðu. Gunnar Eyþórsson „Drýldnisleg fyrirheit um að stórefla hvalveiðar við Island á ný eru skiljan- leg sem vottur um sært þjóðarstolt, byggt á reiði út 1 Grænfriðunga.. j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.