Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 6
6 Viðskipti FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990. DV Óspart grín gert að norsku flármálasnillingunum sem flárfestu á íslandi: „Já, og svo er laxafóðrið miklu ódýrara á íslandi“ „Vinimir úr viöskiptalífmu, þeir Christian Thommessen, Gunnar Bretvin, Ralph Hoibakk ásamt fleir- um, standa á bak við algert rugl í laxeldi á íslandi." Þannig hefst um- fangsmikil grein í norska tímaritinu Kapital um gjaldþrot Lindalax hf. Fyrirsögn greinarinnar eru „Konk- urs for kjendisene" eöa „Gjaldþrot vinanna". Kapital er tímarit um viö- skipti í Noregi og er eins konar Frjáls verslun þeirra Norðmanna. Ekki aðeins þekkt fyrir toppfund Reagans og Gorbatsjovs Blaöiö segir ennfremur: „Hug- myndin var stórsniðug. Fiskeldi á íslandi. Eyju sem ekki er aðeins þekkt fyrir toppfund þeirra Reagans og Gorbatsjovs heldur líka fyrir heitt vatn í jöröu. Þetta er jarðvarmi sem ókeypis er hægt að nota til aö hita upp vatnið í kerjum fiskeldisstöðv- anna og halda því hitastigi sem gefur mestu vaxtarmöguleikana fyrir fisk- inn. í kaupunum fæst ekki aðeins ókeypis heitt vatn úr jörðu, aðstæður allar eru svo stórkostlegar í fiskeld- isstöðvunum á íslandi að fiskurinn dafnar og stækkar helmingi hraðar en í Noregi. Já, og svo er laxafóðrið miklu ódýrara á Islandi." Tímaritið segir að þetta hafi mátt lesa í skýrslu hjá Norska Credit- bankanum, skrifaðri í september árið 1986, vegna fyrirtækisins Seafo- od Development sem stofnað var í febrúar þetta sama ár meö fjárfest- ingar á Islandi í huga. Hlutafé fyrirtækisins var á þessum tíma aðeins 150 þúsund norskar krónur en hugmyndin var að fjár- festa í og þróa tvær eða fleiri fiskeld- isstöðvar á íslandi. Foringinn var Tommissen Þá segir að foringi þeirra Seafood Development hafi verið Christian Tommissen, þekktur úr fjölmiðla- heiminum og fyrir þetta ævintýri reynslunni ríkari af rugli í fyrir- tækjarekstri. Christian þessi mun hafa fengið til liðs við Seafood Deve- lopment nokkra þungavigtamenn úr norsku viðskiptalifi, þá Ralph Hoi- bakk, Gunnar Bretvin og Per Han- son. Ennfremur segir að útgáfa verð- bréfa til að tryggja 49 prósenta fram- lag Seafood Development í seiðaeld- - norska tímaritið Kapital segir frá gjaldþroti Lindalax Lakseoppdrett pá Island: HANDEL Konkurs for kjendisene Næríngslivskjendisene Christian Thommessen, Gunnar Bretvin, Ralph Hoibakk med flere stár bak en total fiasko inhen lakseopp- drett pá Island. Cftriatian Thommasaan, flalph Hoibakk 09 Qunnar Bretvtn — tre av foreganpsmennone bak oppdrettaflaskoen pá Island. Norska viðskiptatimaritið Kapital, eins konar Frjáls verslun þeirra Norðmanna, gerir í nýjasta hefti sínu frá 27. janúar óspart grín að fjármálasnilli þeirra Norðmanna sem stóðu að ævintýrinu um Lindalax og Fjallalax. Mikið háð er í greininni sem ber yfirskrift- ina „Konkurs for kjendisene" eða „Gjaldþrot vinanna". Kapital fjallar um „íslenskt útilíf“ sem hægt sé aö verða sér úti um á islenskum skemmtistöðum og birtir mynd úr Broadway. Segir blaðið að möguleikar fjármálasnillinganna hljóti að hafa verið miklir þegar degi tók aó halla því ferðakostnaður þeirra til íslands hati numiö hundruðum þúsunda króna á ári. kan gá riktig galt i mediabransjen Ideen var glimrende den. Fiskeopp- drett pá Island. 0ya som ikke bare er kjent for toppmete mellom Garbat- sjov og Reagen, men ogsá for sin na- turi om á investere og utvikle to eller tre larídbaserte oppdrettsanlegg land og de tre glade iaksene, an Thommessen. Mikke! Thc ordvarme. Envarme som urp. sen w «•»«'« isstööinni Fjallalax og laxeldisstöð- inni Lindalax hafi einnig orðið tómt rugl. Bankarsem sitja í súpunni vegna íslandsævintýrisins Minnst er á þá banka sem sitja í súpunni eftir íslandsævintýri vin- anna bjartsýnu. Fyrst er Den Norske Creditbank nefndur en jafnframt Fokus Bank, Sparebanken Möre og Sparebanken Midt Norge. Eftir að fara frekari orðum um íjár- málasnillingana sem ætluðu að verða ríkir á íslandi gefur tímaritið í skyn að snillingarnir hafi stundað næturlífið á íslandi svona á sama tíma og þeir stóðu í því að þyggja upp allt of dýra stöð á tímum lækkandi verðs á laxi. Fóru þeir út á lífið? „Með mörg hundruð þúsund á ári í ferðapeninga hljóta möguleikamir Nýtt rit um Evr- ópubandalagið Út er komin á vegum Háskóla- útgáfunnar bókin Evrópubanda- lagið eftir Gunnar G. Schram, próf- essor við lagadeild Háskólans. í frétt frá Háskólanum segir að bók- in sé fyrsta almenna fræðslu- og yfirlitsritið sem gefið er út á ís- lensku um Evrópubandalagið í Bmssel og starfsemi þess. í bókinni er gerð grein fyrir markmiðum, stefnu og starfsemi Evrópubandalagsins en umræða um afstöðu íslands til bandalagsins hefur verið mjög á dagskrá undan- farið ár og mun verða í deiglunni er fram líöa stundir. Bókin er með- al annars ætluð til nota í skólum þar sem um þessi efni er fjallað. Þá eru skýrð helstu atriðin í störfum bandalagsins; fijáls flutn- ingur vöru á milli aðildarlanda, fijáls flutningur vinnuafls, frelsi til atvinnureksturs og fijáls fjár- magnsflutningur. Fjallað er sér- staklega um hina sameiginlegu stefnu EB í sjávarútvegs- og land- búnaðarmálum og einnig á öðrum sviðum, svo sem í umhverfis- og menningarmálum, skattamálum, félagsmálum og utanríkismálum. Bókin Evrópubandalagið er 200 blaðsíður. -JGH Ragnar Birgisson forstjóri hjá Opal Ragnar Birgisson, áður hjá Sanitas en nú forstjóri og einn þriggja eig- enda sælgætisgerðarinnar Opal. Ragnar Birgisson, fyrrum forstjóri Sanitas, hefur verið ráðinn forstjóri sælgætisgerðarinnar Opal. Ragnar er jafnframt orðinn einn þriggja hluthafa í fyrirtækinu. Hinir tveir eru feðgarnir Gunnar Snorrason, kaupmaður i Hólagarði og fyrrum formaður Kaupmannasamtakanna, og Sigurður, sonur hans. Starfsmenn Opal eru um 30 talsins. Þess má geta að nokkrir fyrrum starfsmenn Sanitas, sem unnu með Ragnari þar, hafa gengið til liðs við hann hjá Opal. Að sögn Ragnars hefur hlutafé Opal verið aukiö allverulega. Ragnar Birgisson lét af starfi for- stjóra Sanitas hf. á síðasta ári eftir að hafa starfað sem forstjóri þess fyrirtækisíumtíuár. -JGH að minnsta kosti að hafa verið mikl- ir.“ Þá má geta þess að tímaritið birtir mynd frá veitingastaðnum Broad- way með orðunum að þegar myrkrið læsi sig um íslensku fiskeldisstöðv- arnar líti margir til annars konar íslensks útilífs. Það sé útilíf sem hægt sé að verða sér úti um á stærsta diskóteki Evrópu... -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 4-7 LB.Bb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5-7,5 Lb 6 mán. uppsögn 5-8 Ib.Bb 12mán.uppsögn 8-9 lb 18mán. uppsögn 16 Ib Tékkareikningar, alm. 1-2 Sb Sértékkareikningar 4-7 Lb.Bb Innlán vergjj-yggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán.uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,5-3.25 Sp Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,75-7.25 Sb Sterlingspund 13,75-14,25 Ib.Sb Vestur-þýsk mörk 6,75-7,25 Sb Danskarkrónur 10,25-11,0 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 20-22 Sb.Sp Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 21,5-28 Ib Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr ) 25-26,5 Ib.Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 20,5-26,5 Ib SDR 10,75-11 Ib.Bb Bandaríkjadalir 9,75-10 Bb Sterlingspund 16,75-17 Bb Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Bb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 37,2 MEÐALVEXTIR Óverðtr. feb. 90 37,2 Verðtr. feb. 90 7,9 ViSITÖLUR Lánskjaravisitala jan. 2771 stig Lánskjaravísitalafeb. 2806 stig Byggingavísitaia feb. 527 stig Byggingavisitala feb. 164,9 stig Húsaleiguvisitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,636 Einingabréf 2 2,547 Einingabréf 3 3,050 Skammtímabréf 1,581 Lifeyrisbréf Gengisbréf 2,050 Kjarabréf 4,590 Markbréf 2,444 Tekjubréf 1,915 Skyndibréf 1,384 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 2,238 Sjóðsbréf 2 1.708 Sjóðsbréf 3 1,567 Sjóðsbréf 4 1,320 Vaxtasjóðsbréf 1.5785 Valsjóðsbréf 1,4850 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 424 kr. Eimskip 424 kr. Flugleiðir 163 kr. Hampiðjan 174 kr. Hlutabréfasjóður 168 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr. Skagstrendingur hf. 320 kr. Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Oliufélagið hf. 333 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.