Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 12
12 Spumingin Hvern myndir þú vilja hafa sem borgarstjóra? Linda Dögg Reynisdóttir aðstoðar- stúlka: Ég veit það ekki en mér finnst tími til kominn að fá konu í það embætti. Lárus Hermannsson bridgespilari: Einhverja úr röðum kvenfólksins. Það er nauðsynlegt að breyta til. Aron Hjartarson nemi: Er ekki Davíð fínn í það? Þórdís Friðriksdóttir húsmóðir: Ég er ekki Reykvíkingur en mér líst vel á að Davíð verði áfram. Eyþór Jónsson tæknifræðingur: Bara Davíð áfram, það er enginn betri. Sigríður Konráðsdóttir fóstra: Ég hef ekki myndað mér neina skoðun á því. Lesendur FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990. J3V Magnús og Manor House hótelið Manor House hótel Magnúsar Steinþórssonar i Torquay á Englandi. Kona á Sauðárkróki skrifar: Ég sat og horfði á þátt á Stöð 2 fimmtud. 4. jan. sl. Þátturinn bar yfirskriftina Óðalsbóndi á erlendri grund. Þátturinn fjallaði um Manor House hótelið í Torquay á suður- strönd Englands, og eiganda þess, Magnús Steinþórsson gullsmið frá Reykjavík. - Ég sat og horföi en hug- urinn var kominn til Englands til þessa draumastaðar sem Manor Ho- use hóteliö er, svo og allt umhverfi þess. Þarna er fegurð, kyrrö og nota- legheit allsráðandi. Ég og maðurinn minn fórum þang- að sl. sumar ásamt skipsfélögum hans og nokkrum eiginkonum þeirra frá Sauðárkróki. Við vorum alls 14 saman í ferðinni og dvöldum þar í 10 yndislega daga, í sól og hita. Við komum til Manor House hótels um miðja nótt og þaö var mjög sér- stakt að sjá kastalann (sem hótel- byggingin er) í fyrsta sinn þarna í myrkrinu, og verkaði hann drunga- legur, jafnvel draugalegur - en samt mjög fallegur og sérstakur. Magnús tók á móti okkur með brosi á vör og heilsaði öllum með handa- bandi um leiö og hann bauð okkur hjartanlega velkomin. Ég fann um leið að staður þessi var kyrrlátur og þægilegur. En þetta var upphafið á því sem við áttum eftir að sjá og njóta þarna. - Magnús var iðinn viö að segja okkur sögu staðarins og sýna okkur bygginguna utan sem innan. Kastalinn stendur í litlum ferða- mannabæ (litlum á enska vísu). En það sama má segja um þennan bæ og kastalann, fegurðin er það sem maður tekur fyrst eftir. Og þess vegna er þetta svo eftirsóttur ferða- mannastaður. Þarna eru sólbaðs- strendur í næsta nágrenni, söfn, veit- ingahús, gamaldags sveitakrár og ótal margt fleira. Það sem mér fannst notalegast var einfaldlega aö vera á staðnum sjálf- um, í kastalanum í rólegu umhverfi og með allt það góða starfsfólk sem hjá Magnúsi starfar. Það gerði dvöl- ina ennþá ánægjulegri, svo og þetta frábæra umhverfi. Mig skortir sennilega orð til aö lýsa þessum stað nógu vel. Eitt er þó víst, að Magnús er maður sem er eins og sniðinn fyrir þetta starf og ég og við öll fundum fyrir því að við vorum, hvert og eitt okkar, sérstakar persón- ur - ekki bara gestir. Ég gæti haldið áfram endalaust að dásama þennan stað en engu að síður yrði lýsingin af vanefnum, því sjón er sögu ríkari. Ekki má gleyma „Rollsinum" hans Magnúsar, bílnum sem hann er svo stoltur af en var ávallt tilbúinn að aka okkur í honum í bæinn eða annað sem við þurftum aö fara. Magnús var þar í hlutverki einkabílstjóra og var alltaf til.þjón- ustu reiðubúinn. - Ég vil þakka þeim Magnúsi og Gloríu fyrir dásamlegar stundir á hóteli þeirra og senda þeim bestu kveðjur okkar. Um flug á íslandi Flugfróður skrifar: Öryggi þeirra sem fljúga hér innan- lands með litlu flugfélögunum hefur oft verið til umræðu og hefur Jó- hannes Snorrason ílugmaður skrifað um það blaöagreinar. Hinn 24. janúar skrifar hann grein sem vakti mig til umhugsunar. - Er það virkilega rétt að farþegar sitji undir stýri í þessum vélum - við hlið flugmannsins? Hvað ef einhver í hræöslu grípur nú í stýrið? Þetta hlýtur að vera hættulegt og ég segi eins og Jóhannes; þetta ætti að stöðva strax. Annað er sem ég vil vekja athygli á en það er þetta með flugvirkjana. Mér er kunnugt um að þegar flugvél bilar úti á landi hjá Flugleiðum og senda þarf mann til að gera við, þá neita þeir allir sem einn að fara í leiguvél, nema þar séu tveir flug- menn við stjórn. Hvaö segir þetta okkur? Er ekki líklegt að þessir menn skynji hætt- una sem er þessu sóló-flugi samfara? Eigum við farþegar að njóta minna öryggis en flugvirkjar? Jóhannes var formaður flugslysa- nefndar og ætti því að vita hvað hann er að tala um. Ég held að allir geti verið flugstjóranum fyrrv. sammála um aö þarna hefur Loftferðaeftirlitið sofið of vært á verðinum og mál að vekja þá aðila til lífsins. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hver teiknaði húsið? við frú Birgittu Spur, sem gaman var að hlýða á segja frá sjálfri sér og öðru tengdu þessu safni. - Mér datt í hug, hvort hún hefði e.t.v. sjálf teiknað húsið, en það kom ekki fram í þættinum. - Fróðlegt væri að fá að vita um þetta. Lesendasíðan haföi samband við frú Birgittu Spur og fékk eftirfarandi upplýsingar: Á árunum 1945-63 hafði Sigurjón vinnustofu í hermanna- bragga sem áfastur var litlu stein- húsi, einnig frá hernámsárunum. í þessu 30 fermetra húsi bjó hann ásamt fjölskyldu sinni til ársins 1961, þegar Ragnar Jónsson lét byggja timburhús norðan við steinhúsiö. - Arkitekt hússins var Skarphéðinn Jóhannsson, góðvinur Sigurjóns. Hann teiknaöi einnig vinnustofuna sem reist var árið 1963 yfir braggann, sem síðan var rifinn innan úr. Arkitekt safnsins er hins vegar Ögmundur sonur Skarphéðins. Hann hefur kappkostað að samræma eldra mannvirki við nauðsynlegrvið- byggingar með tilliti til að skapa heildarmynd og halda þeim sérkenn- um sem fyrir voru - m.a. ákveðnum „ryþma“ burðarbitanna í salnum. Allt frá árinu 1985 hefur safnið notið ráögjafar arkitektsins Ög- mundar Skarphéðinssonar og Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Guðrún hringdi: þáttur um Listasafn Sigurjóns Ólafs- Nýlega var í sjónvarpinu fróðlegur sonar myndhöggvara. Þar var viötal Listasafn Sigurjóns Olafssonar við Laugarnestanga í Reykjavík. Guðni Kjartansson, fyrrv. lands- liðsþjálfari. - „Á fullt erindi í þessa stöðu," segir hér m.a. Ráðum íslenskan þjálfara Anton, Jón og Kiddi skrifa: Okkur finnst það vera til hábor- innar skammar fyrir KSÍ að leyfa sér svo mikið sem hugsa um það að velja erlendan landsliðsþjálf- ara - einungis vegna þess að hann talar annað tungumál. Við þurfum ekki að leita lengra en til Keflavíkur að landsliðs- þjálfara. Guðni Kjartans er okkar maður. Árangur hans með u-21 árs hðið er ótrúlegur. - Jafntefli við Vestur-Þýskaland heima og úti og sigur á Hollendingum úti bera þess óræk vitni að árangur Guðna lætur ekki á sér standa. Árangur Guðna hefur sýnt og sannað að hann á fullt erindi í þessa stöðu. - Og því segjum við félagarnir; ráöum Guðna og velj- um íslenskan þjálfara. - Afram ísland!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.