Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 24
Sviðsljós_____________________________________ DV Kelly Le Brock: Væntir bams Hin fagra Kelly Le Brock, sem fór með annað aðalhlutverkið í kvik- myndinni Woman in Red, og eigin- maður hennar, leikarinn Steven Seg- al, eiga nú von á öðru barni sínu en fyrir eiga þau hjón þriggja ára dótt- ur, Önnu Lisu. Fjölskyldan er mjög ánægð með Kelly og Steven eru afar hamingju- söm yfir þungun Kellyar. þungun Kellyar, sérstaklega Anna Lisa sem spyr á hverjum degi hvort systkini hennar fari nú ekki að fæð- ast. Kelly og Steven stendur nákvæm- lega á sama hvort þau eignast son eða dóttur, það eina sem skiptir þau máli er aö barnið fæðist heilbrigt. Þau ætla að umvefja það ást og kær- leika, sama hvort kyniö það verður. Kelly, sem er dóttir kolanámu- manns, hóf feril sinn sem fyrirsæta í Bretlandi. Það var ekki fyn- en henni bauöst starf hjá Eileen Ford sem hún flutti til Bandaríkjanna en hún varð ekki fræg fyrir alvöru fyrr en hún lék í myndinni Woman in Red. Hún var áður gift Victor Dari en upp úr því hjónabandi slitnaði og þá var hún orðuð við Rod Stewart og margir bjuggust raunar við að þau myndu verða hjón. Þá hitti hún Stev- en og hann var sá eini rétti að henn- ar mati. Steven bjó í mörg ár í Japan og lagði þar stund á karate, júdó, kendo og aikido og nú er hann með svarta beltið í þessum greinum. Hann ákvað síðan að freista gæfunn- ar og flytja til Bandaríkjanna aftur og reyna fyrir sér sem leikari. Nú leika þau hjón saman í kvikmynd sem heitir Hard to Play. í myndinni leikur Kelly konu sem ákveður að gerast hjúkrunarkona en Steven leikur lögfræðing. í myndinni verða þau svo ástfangin hvort af öðru. Steven og Kelly fæddist dóttirin Anna Lisa í maí 1987 og þau Steven giftust í september það sama ár. Steven og Kelly ætluð að láta líða nokkur ár áður en þau eignuðust annað barn en þá kom allt í einu upp úr kafinu að bams var von. Þau ætla að halda áfram við gerð kvikmyndar- innar en þegar íökum verður lokið ætla þau taka sér langt frí og eyða hluta þess með nýja fjölskyldumeð- hmnum. Anna Lisa í faðmi foreldra sinna en hún bíður spennt eftir að eignast systkini. Hamingjusöm brúðhjón, Polly Bloomfield og Nigel Harvis. Nigel Harvis: Genginn í það heilaga Steven Spielberg: Slæm aðstaða Sjónvarpsleikarinn breski, Nigel Harvis, gekk nýlega í hjónaband með Polly Bloomfield. Mikil leynd var yfir athöfninni, sem fór fram á skráningarskrifstofu í Chelsea, ein- ungis nánustu skyldmenni brúð- hjónanna vom viðstödd auk nokk- urra vina. Brúðurin var í einfóldum klæð- skerasaumuðum kjól og leit afar vel út, svaramaður hennar var bróðir hennar, leikarinn Simon Williams. Brúðguminn var víst hálftauga- óstyrkur meðan á athöfninni stóð en þegar henni var lokið sagðist hann vera hamingjusamasti maður í heimi. Þegar Nigel var spurður hvers vegna þau hefðu ákveðið að giftast í kyrrþey svaraði hann: „Okkur lang- aði allt í einu til að giftast og því þá aö vera að bíða með það? Það er eng- inn tími réttari en annar til að gera slíkt ef maður er ástfanginn á annað borð.“ Brúðkaupsveislan var haldin á Savoy en um kvöldið fögnuöu brúð- hjónin með nokkram vinum á L’Art- iste Asoiffé veitingastaðnum. Þau ætla ekki að fara í brúökaupsferö. Einn frægasti leikstjóri Holly- wood, Steven Spielberg, og unnusta hans, hin 36 ára Kate Caspshaw, sem hann hitti meðan á tökum myndar hans Indiana Jones and the Temple of Doom stóðu yfir, eiga von á barni í maí. Fyrrum kona hans, Amy Irving, á einnig von á barni og á það að fæð- ast í apríl. Illar tungur segja að Stev- en sé faðir beggja barnanna. Aðrir halda því hins vegar fram að barnsfaðir Amy sé brasilíski leik- Steven Spielberg og Kate Caspshaw eiga von á barni. stjórinn Bruno Baretto. Þau Amy og Steven eru ekki enn skilin að lögum og Gróur Hollywood vilja halda því fram að það sé vegna þess að Amy vilji fá í sinn hlut og sonar þeirra, sem hún fer með for- ræðið yfir, litlar 60 milljónir dollara. Blaðafulltrúi Amy lét nýlega hafa eftir sér að þaö væri ekki hægt á þessari stundu að segja til um hvort Steven ætti von á barni með Amy. Það eina sem sé á hreinu í því máli sé að hún er örugglega ófrísk. Amy Irving með Bruno Baretto en spurningin er hvor sé faðir væntan- legs barns Amy, hann eða Steven Spielberg. Mandy Smith og Bill Wyman vilja ólm og uppvæg eignast barn. Mandy Smith og BiII Wyman: Vilja eign- ast bam Þrátt fyrir að Mandy Smith hafi átt viö krankleika aö stríða um hríð vill hún ólm og uppvæg eignast barn með eiginmanni sínum, Bill Wyman. Sag- an segir að hugsanlegt sé að hún sé þegar orðin ólétt því sést hefur til hennar í heimsókn á meðgöngudeild sjúkrahúss nokkurs. Kannski fá þau hjón ósk sína upp- fyllta á þessu ári. Bill er kominn á sextugsaídurinn og ætti því að vera orðinn nægjanlega þroskaður til að eignast barn. Mandy er hins vegar mun yngri, eða rétt tæplega tvítug. Hún hefur því tímann fyrir sér. „Við ætlum einungis að lifa fyrir okkur sjálf og hlúa að hjónabands- hamingju okkar. Við erum á leið í frí og ætlum að taka það rólega á næst- unni. Kannski verðum við orðin þrjú á næsta ári,“ segja þau hjón og brosa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.