Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990. íþróttir Sport- stúfar Juventus á mikla möguleika á að leika til úrslita um ítaiska bikarinn í knatt- spyrnu eftir 2-0 sigur á Roma í fyrri leik liðanna í undanúrslit- um keppninnar í tyrrakvöld. Pí- erluigi Casiraghi skoraði bæði mörkin. AC Milan og Napob gerðu markalaust jafntefli en Milan hvildi HoIIendingana Van Basten og Rijkaard í leiknum. Feyenoord úrfallsæti Gamla stórveldið Fey- enoord komst í fyrra- kvöld úr falisæti í hol- lensku úrvalsdeildinni i fyrsta skipti í vetur. Feyenoord náði þá jöfnu gegn Fortuna Sitt- ard á útivelli, 1-1, og er með 14 stig eftir 20 leiki. Archibald til Spánar Steve Arehibald, fyrr- um miðherji skoska landsliðsins í knatt- spymu, er genginn til liðs viö spænska 2. deildar féiagiö Espanol frá Barcelona. Hann leikur með liðinu út þetta tímabil og síðan áfram ef vel gengur. Archibald kemur ftá Hibemian í Skotlandi en þar keypti hann sjálfur upp samning sinn til að iosna. Helgi þjáifar KSH Helgi Arnarson úr Njarðvík hefur verið ráöinn þjálfari KSH, sameiginlegs knatt- spyrnuliðs Stöðfirðinga og Breiö- dælinga, sem leikur í 4. deild. Helgi hefur verið lykilmaður hjá Njarðvíkingum um árabil en einnig leikið meö Þrótti, Reykja- vík. KSH hefur einnig endur- heímt tvo sterka leikmenn, Heimi Þorsteinssonfrá Þrótti, Neskaup- stað, og Ríkharð Garðarsson, sem lék meö 2. flokki KR í fyrra. Haukarfá liðsauka Haukar úr Hafnarfirði, sem unnu 4. deildina í knattspyrnu í fyrra, hafa fengjð nokkum liösauka í vetur, eins og áður hefur komið fram. Tveir þeir nýj- ustu til aö ganga í raðir Hauka em Ómar Bragason frá Sindra og Ólafur Jóhannesson úr Fylki Hagi og Lacatus vílja breyta til eftir HM Tvær af skæmstu stjörnum rúmenska liðsins Steaua Bukar- est í knattspyruu, þeir Gheorghe Hagi og Marius Lacat- us hafa lýst því yfir að þeir hafi mikinn áhuga á að leika með liö- um utan Rúmeníu eftir heims- meistarakeppnina í knattspymu á Ítalíu í sumar. Lacatus hefur sýnt mikinn áhuga á aö leika á Ítalíu og þá með liði Flórens. Forráðamenn Flórens hafa einn- ig sýnt Hagi áhuga en hafa lýst því yfir að það gæti vel hugsað sér að leika á Spáni, Frakklandi eða þá á Italíu. Rúmenska lands- liðið leikur í dag gegn 2. deildar liðiðinu Pisa og má búast viö að forráöamenn nokkurra ítalskra liða muni fylgist spenntir með þessum snjöllu rúmensku knatt- spymumönnum. Ástralir hafa unnið flestverðlaun Þijú lönd era í nokkram sér- flokki hvaö varðar verðlaun á Samveldisleikunum f Auckland á Nýja-Sjálandi eftir átta daga kepþni, Ástralir eru í forystu, hafa hlotiö 44 gull, 50 silfur og 48 brons. Englendingar era í öðru sæti með 33 gull, 31 silfur og 30 brons. Kanadamenn eru í þriðja sæti, hafa hlotið 32 guil, 34 silfur og 30 bronsverðiaun. Sigurður Jónsson tognaður í baki: „Ráðlagt að taka hvfld í 2 vikur“ Guðni Bergsson í leikmannahópnum gegn Norwich „Ég fékk þá tilkynmngu frá aðstoð- arframkvæmdastjóra Tottenham síðdegis í gær að ég yrði í leikmanna- hópi liðsins gegn Norwich á sunnu- daginn kemur,“ sagöi Guðni Bergs- Guðmundur Torfason leikur með St. Mirren gegn Dunfermline í skosku úrvalsdeildinni á morgun. Guðmundur var í leikbanni um síð- ustu helgi er St. Mirren lék gegn Aberdeen. Hann á yfir höfði sér ann- að leikbann en skoska aganefndin tók mál hans ekki fyrir á fundi nefnd- arinnar gær. Guðmundur verður þá að öllum líkindum í banni um aðra helgi þegar St. Mirren leikur gegn Dundee. Guðmundur Torfason sagði í sam- tali við DV í gær að leikurinn gegn Dunfermline yrði afar mikilvægur. St. Mirren hefði rétt úr kútnum í son hjá Tottenham í samtali við DV í gærkvöldi. Leikmönnum Totten- ham var gefið tveggja daga frí frá æfingum í vikunni og notaði þá Guðni tækifærið og skrapp til Is- undanförnum leikjum, fiórir sigrar og eitt jafntefli. Með sigri á morgun yrði hðið komið með góða stöðu í deildinni. „Við verðum að vona það besta,“ sagði Guðmundur Torfa- son. Skoska innanhússmótinu lauk á miðvikudagskvöldið og komst St. Mirrpn alla leið í úrslit keppninnar en tapaði fyrir Hibernian, 0-2, í úr- slitaleik. Þess má geta að Rangers, sem náð hefur góðu forskoti, mætir Dundee United á heimavelli sínum, Ibrox í Glasgow, á morgun. -JKS lands. „Menn hér á Englandi eru almennt þeirra skoðunar að mun meira búi í liðinu en það hefur náö að sýna á keppnistímabilinu. Það er vonandi að liöið nái að sýna sínar réttu hliðar á White Hart Lane á sunnudaginn en leiknum verður sjónvarpað um Bretlandseyjar," sagði Guðni Bergs- son. Sigurður frá æfingum í viku til viðbótar „Mér var ráðlagt að taka mér algjöra hvíld frá knattspyrnu i tvær vikur. Ég hef ekki komið nálægt bolta í vik- unni sem er að líða og það sama verð- ur uppi teningnum í næstu viku. Læknar liðsins segja að um sé aö ræða tognum í baki,“ sagði Sigurður Jónsson hjá Arsenal í samtah við DV í gærkvöldi. „Læknar Arsenal segja aö ég eigi aö ná mér góðum af þessum meiðsl- um. Þaö er óneitanlega ekki gaman að standa í þessu en ég verð að taka þessu eins hverju öðru hundsbiti. Ég er staðráðinn í því að mæta ákveðinn til leiks þegar ég er orðinn góður,“ sagði Sigurður Jónsson. Arsenal mætir Charlton á útivelli í deildarkeppninni á morgun en liðið var eins kunnugt er slegið út úr bik- arkeppninni í vikunni af nágrönnun- um í QPR. -JKS Guðmundur úr leikbanni í bili 2. deildin í handknattleik: Fram í 1. deild - eftir sigur á B-liði FH, 28-27 Framarar endurheimtu í gær- kvöldi sæti sitt í 1. deild karla í hand- knattleik er þeir sigruðu B-Uð FH, 28-27, í Laugardalshöllinni. Staöan í hálfleik var 15-13, Fram í hag, og leikurinn í jámum allan tímann. Fram á enn eftir aö leika fimm leiki en samt er 1. deildar sætið í höfn. Haukar og Þór geta náð sömu stiga- tölu en eiga eftir að mætast þannig að bæði geta aldrei komist upp fyrir Fram. Staðan í deildinni er þessi: Fram.........13 12 1 0 326-271 25 Haukar.......13 7 1 5 334-299 15 UBK..........13 7 0 6 290-282 14 FHB..........13 7 0 6 315-327 14 Selfoss......13 6 2 5 303-291 14 ValurB.......11 6 0 5 263-253 12 ÞórAk........11 4 3 4 259-253 11 Keflavík.....13 4 1 8 279-290 9 Njarðvík.....11 3 1 7 256-293 7 Ármann.......13 1 1 11 259-325 3 • í Hveragerði töpuðu heimamenn fyrir B-liði KR, 29-33, í 3. deild karla, og í Laugardalshölhnni vann ÍR sig- ur á Þrótti í 2. deild kvenna, 29-26. -VS HSK og HK áttust viö í fyrradag á Laugarvatni. Bæði þessi lið eiga möguleika á sæti í úrslitakeppn- inni og heföi sigur í þessum leik nægt HSK til að tryggja sér það. En HK-menn voru harðákveðnir, börðust eins og ljón og sýndu oft ágæt tilþrif sem HSK-menn áttu dræm svör við, Heimamenn sýndu oft ágæt tilþrif og voru Sig- finnur Viggósson og Pétur, kúiu- varpari, Guðmundsson þar fremstir. Snerpa, lipurð og bar- áttúvilji HK-manna gerði hins vegar út um leikinn, sem var spennandi, þó ekki hafi þurft nema þrjár hrinur til aö gera út um hann. Fyrsta hrinan var æsispenn- andi og sigraði HK, 16-14, eftir að hafa verið undir, 10-13. Aðrar hrinur vora ekki eins tvísýnar (11-15,12-15) en spennandi þó. Bestir í jöfnu liði HK voru Kristján Magnús Arason og Vign- ir Þröstur Hlöðversson. -gje spyrnu tapaði f'yrir ítalska 2. deildarliðinu Pisa, 3-0, á ítalíu í gærkvöldi. Öll mörkin voru skor- uö í síðari hálfleik. Rúmenar eru á keppnisferða- lagi i Evrópu til undirbúnings fýrir heimsmeistarakeppnina á ítaliu í sumar. -JKS EROBIKK m ■ Jr mi . 20. 6glaugarc|.klri4:00s kennariSv' VERDi á. .2. TIMAR 3.000 KR. UPPLÝSINGAR í SÍMA 672270 GULLSPORT VIÐ GLLLINBRL STÓRHÖFÐA 15 • Bandaríkjamennirnir, Chris Behrends í voru atkvæðamiklir í iiðum sinum í bikart Bikarkeppnin 1 Valsmei Haukaí I - en Haukamir komi Valsmenn sigruöu Hauka, 74-80, í síðari leik liðanna í 16 liða úrslitum bikarkeppn- innar í körfuknattleik sem fram fór í Hafn- arfirði í gærkvöldi. Sá sigur dugði ekki Valsmönnum til að komast áfram í keppn- inni því þeir töpuðu fyrri leiknum með sjaután stiga mun. Haukarnir höföu for- ystu í hálfleik, 39-36. Um tíma í síðari hálfleik náðu Valsmenn ellefu stiga forystu, 67-78, en lengra kom- ust Valsmenn ekki. Haukamenn minnk- uðu muninn fyrir leikslok. Jón Arnar Ing- varsson var bestur Haukamanna í leikn- um en hjá Val var Chris Behrends bestur að venju. Jón Amar Ingvarsson var stigahæstur hjá Haukum með 19 stig, ívar Ásgrímsson skoraði 18 og Bow 16. Hjá Val var Be- hrends stigahæstur með 22 stig, Einar Ólafsson skoraði 17 og Ragnar Þór Jóns- , son 12. Keflavík ekki í vandræðum með Reyni Keflvíkingar áttu ekki í erfiðleikum með Reyni frá Sandgerði í síöari leik liðanna í Borðtennisme Eitt allra stærsta borðtennismót, sem h helgina í TBR-húsinu við Gnoðarvog. Bor vinnu við Coke Cola fyrirtækið. 200 skrán Mótið hefst á laugardaginn kl. 16 og verð morguninn. Áhugafólk um borðtennis er 1 verðuraðmótinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.