Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990. 33 dv LífsstQl Alkalískemmdir enn í íslenskri steypu: Var íblöndun kísilryks skammtímalausn? - eykur hættu á ryðskemmdum Islensk steypa er enn alkalívirk þrátt fyrir átak 1979 til að hefta virknina. Grunur leikur á að kísilrykið, sem hefta á alkalívirknina, geti aukið ryðskemmdir vegna lægra sýrustigs. Rannsóknir, sem Jón Guðmunds- son hefur framkvæmt við Tæknihá- skolann í Lundi í Svíþjóð, benda til þess að alkalívirkni sé enn fyrir hendi í íslenskri steypu. Þessar nið- urstöður ganga þvert á rannsóknir Rannsóknastofnunar byggingariðn- aðarins sem telur að með öflugu Neytendur átaki árið 1979 hefði með öllu veriö komist fyrir alkalívirkni í íslenskri steypu. Það ár var hafin íblöndun kísilryks sem á að hefta virkni alkalí- skemmda. Niðurstöður Jóns Guðmundssonar voru kynntar á norrænni ráðstefnu um steypu sem haldin var á dögun- um. Hákon Ólafsson, forstjóri Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðar- ins, fór utan til Svíþjóðar fyrr í vik- unni gagngert til þess að kynna sér niðurstöður Jóns sem hefur verið gagnrýndur fyrir að ekki var notað loftblendi í steypusýnin sem rann- sökuð voru. „Það er alkalívirkni í íslenskri steypu ennþá. Það held ég að allir hafi vitað sem vilja vita það. Hitt er annað mál að þessi virkni er á það lágu stigi að óvíst er að skemmdir komi fram. Við verðum ekkert varir við skemmdir í nýrri steypu,“ sagði Bjarni Jónsson byggingartækni- fræðingur í samtali við DV. Bjarni rekur fyrirtækið Vernd sem sérhæfir sig í viögerðum á steinsteypu. Bjarni taldi niðurstöður Jóns Guð- mundssonar um margt athyglisverð- ar og taldi að þær hefðu ekki átt að koma Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins á óvart. „Það er af og frá aö halda því fram að það hafi verið komist fyrir alkalí- virkni í íslenskri steypu þegar íblöndun kísilryks og þvottur steypuefna hófst 1979 og 80. Hitt er annað mál að þær aðgerðir hægðu verulega á virkni skemmdanna," sagði Bjami. Hann benti á að áhrif íblöndunar kísilryks heföu varla verið könnuð nægilega vel þegar hún var hafin hér á landi. Stöðugt væri unnið að rann- sóknum á öðrum áhrifum þess en á alkalívirkni. Vitað væri að kísilrykið hefði áhrif á sýrustig steypunnar til lækkunar. Óttast væri að það ýtti stórlega undir ryðskemmdir. Niður- stöður umfangsmikilla rannsókna, sem verið væri að vinna í Noregi um þessi áhrif, væru væntanlegar með vorinu. Það bendir því ýmislegt til þess að lækningin við alkalískemmd- um, með íblöndun kísilryks, gæti reynst vera skammtímalausn. -Pá Hrasalat með áherslu á hollustu Fyrirtækið Goðan daginn hefur sett á markað nýtt hrásalat í neyt- endapakkningum. Við framleiðslu salatsins er lögð sérstök áhersla á hollustu. Engin rotvarnarefni eru notuð í salatið og enginn hvítur sykur og eingöngu náttúrlég fita. Eingöngu er notaður ávaxtasykur enda inniheldur salatið 117 hitaein- ingar í hverjum 100 grömmum. Salatið, sem er markaðssett undir nafninu Fislétt alvöru hrásalat, fæst í flestum matvöruverslunum og er verðinu stillt í hóf eftir megn- i. 400 gramma dós kostar 135-170 krónur en 240 gramma dós kostar 88-99 krónur. Verðmunurinn ský- rist af mishárri álagningu versl- ana, að sögn framleiðanda salats- ins. Framleiðslan er undir stöðugu eftirliti rannsóknarstofu Matvæla- tækni h/f sem er sjálfstætt starf- andi matvælaeftirlitsfyrirtæki. -Pá Endurvinnslan h/f: Viljum ekki taka dósir án skilagjalds „Við höfum sett þetta mál í bið- stöðu meðan viðræður fara fram. Við viljum ekki taka við dósum ofan af Keflavíkurflugvelli því að á þær er ekki lagt neitt skilagjald. Við höfum rætt þetta mál við Varnarmálaskrif- stofuna en það er ekkert komið á hreint enn,“ sagði Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Endurvinnslunn- ar, í samtah við DV. Það getur reynst verulega flókin framkvæmd að setja skilagjald á einnota umbúðir sem seldar eru innan varnarsvæðisins. Mikill hluti þeirra er fluttur inn frá Bandaríkjunum. Það tíðkast í innan við 10 fylkjum að taka skilagjald og fyrirkomulag er öðruvísi uppbyggt en hér tíðkast. Fram til þessa hefur Endurvinnsl- an ekki séð sér fært að sundurgreina dósir eftir uppruna og því tekið við dósum af Keflavíkurflugvelli jafnt og öðrum. Frá upphafi hefur Endurvinnslan tekið við um 18 milljónum umbúöa sem er svipað og reiknað hafði verið með eða tæp 60% af heildinni. Dós- imar eru seldar til Hollands og fást nú um 50 krónur fyrir kílóið. Verðið hefur lækkað nokkur frá í sumar þegar það var hæst um 80 krónur á kíló. 60-65 dósir þarf í hvert kíló. Vélar til móttöku einnota umbúða er að finna í 10 stórmörkuðum í Reykjavík. Móttaka Endurvinnsl- unnar í Dugguvogi er opin frá 10-17 mánudaga til fimmtudaga en 10-16 á fóstudögum. Einnig er opið frá kl. 13-16 álaugardögum. -Pá Endurvinnsla dósa: Ekki skilagjald á dósir á Keflavíkurflugvelli - skerðir fjáröflun Þroskahjálpar á Suðumesjum „Þessi mál eru í biðstöðu. Eins og er fer ekki fram skipuleg söfnun á okkar vegum á dósum'á Keflavíkur- flugvelli en náist samningar um að þar verði lagt á skilagjald eins og annars staðar munum við að sjálf- sögðu fara þess formlega á leit að fá að setja þar upp körfur fyrir dósir eins og annars staðar á Suðurnesj- um,“ sagði Anna Margrét Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar á Suðurnesjum, í sam- tali við DV. Þroskahjálp safnaði á síðasta ári tómum bjór- og gosdrykkjadósum á Keflavíkurflugvelli eins og annars staðar á Suðurnesjum en Þroska- hjálp er umboösaðili Endurvinnsl- unnar á þessu svæði. Fram til þessa hefur talsvert magn af dósum borist ofan af Velli og verið tekið á móti þeim athugasemdalaust hjá Endur- vinnslunni þrátt fyrir að þær séu oft stærri og úr stáli í stað áls eins og dósir á innanlandsmarkaöi. Nú er hlaupin snurða á þráðinn vegna þess að ekki er lagt skilagjald á dósir sem seldar eru á.Keflavíkur- flugvelli. Forráðamenn Endur- vinnslunnar hafa rætt við aðila inn- an vallarsvæðisins með það fyrir augum að því verði komið á. „Mér finnst persónulega óeðlilegt að Endurvinnslan greiði skilagjald af dósum sem ekki bera það í sölu,“ sagði Anna Margrét í samtali við DV. Hún tók fram að dósasöfnun Þroska- hjálpar á Keflavíkurflugvelli hefði farið fram í fullu samráðr við rétt yfirvöld. Hins vegar þætti félaginu rétt að bíða átekta meðan mál skýrð- ust varðandi skilagjaldið. „Náist ekki samningar og taki End- urvinnslan ekki við dósum ofan af Velli í framtíðinni þýðir það minni tekjur fyrir Þroskahjálp en það er einungis lítill hluti þess sem safnað er á Suðurnesjum í heild.“ -Pá ú se. i-; HOLSTEN ■ - .. vrsiuti <iu-> Endurvinnslan hefur frá upphafi tekið við 18 milljónum einnota umbúða. Fyrirtækið vill ekki taka við dósum af Keflavíkurflugvelli vegna þess að þar er ekki lagt á skilagjald.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.